Dagur - 30.07.1952, Side 8

Dagur - 30.07.1952, Side 8
8 Daguk Miðvikudaginn 30. júlí 1952 Olíufélagið læfur reisa 36 olíugepi á Oddeyri Framkvæíndir hefjast í næstu viku Akreyri verður iimflutningshöfn á olíu í fyrirsjáaulegri framtíð Olíufélagið li.f. hefur ákveðið að láta reisa nýjan 3600 lesta olíugeymi í olíustöð sinni á Oddeyri og munu framkvæmdir við þetta verk hefjast í næstu viku. Olíufélagið á þarna fyrir 2400 lesta geymi, sem reistur var fyrir 2 árum. Þegar nýi geymirinn er kom- inn upp hefur félagið 6000 lesta geymslupláss í olíustöðinni og nægir það til þess að gera kleyft að fá olíu hingað beint úr stóru tankskipi. Með samvinnu við síldarverksmiðjurnar hér nær- lendis, sem hafa verulegt geymslupláss, virðast opnir möguleikar til þess að fá hingað heila olíufarma beint frá útlönd- um. Hillir þar með undir mikla endurbót á olíuverzlunarmálun- um hér um slóðir. Er vissulega eftirtektarvert og lærdómsríkt. fyrir almenning, að það eru hin ungu olíusamtök samvinnu- manna, sem hrinda þessu stóra máli áleiðis eftir áratuga kyrr- stöðu málsins í höndum hinna gömlu olíuhringa. Rafsoðinn geymir. Efni til geymis þessa er komið hingað og verður hann rafsoðinn saman eins og fyrri geymir félagsins. Munu vélaverkstæðin Oddi og Atli annast það verk. — Þessi geymir verður ætlaður fyr- ir brennsluolíur, en minni geymirinn fyrir gasolíur. Sjóvamargarður. Fyrir nokkru lét Olíufélagið hefja vinnu við sjóvarnargarð undan olíustöð sinni á Oddeyrar- tanga og er þar verið að hlaða og steypa garð við sjávartakmörk stöðvarinnar. Óvenjumikill snjór og vatnselgur er nú á öræfunum — segja Herðubreiðarfarar í síðastliðinni viku, nánar til- tekið miðvikudaginn 23. júlí gengú á Herðubreið þeir Björn Lykke, norskur verkfræðingur frá Osló, Sigurjón Rist vatns- mælingam. frá Rkv. og Olafur Jónsson ráðunautur Akureyri. Þeir óku í Grafarlönd á þriðju- daginn og gistu þar. Lögðu upp þaðan gangandi kl. 5 árdegis og komu undir fjallið þar sem lagt var til uppgöngu kl. 9 en á há- tindinn kl. 1 e. h. Hvítt af snjó. Veður var hagstætt sunnan- gola og hiti og var leysing mikil á fjallinu. Allt var hvítt af snjó uppi á fjallinu en hann virtist ekki mjög þykkur. Vottaði að- eins fyrir tjörninni í gígnum. Útsýn var góð nema hvað nokk- uð ryk var yfir söndunum norður af jöklinum og dálítið uppgeng- inn þokukúfur á jöklinum, svo sem oft vill verða í sunnan átt. Eftir klst. dvöl á fjallinu héldu þeir aftur niður og fóru síðan sunnan við fjallið niður í Herðu- breiðarlindir, út með Lindaá og aftur í Grafarlönd. Komu þangað eftir 16 tíma útivist. Þriðji útlendingurinn. Lykke verkfræðingur er einn þeirra verkfræðinga, er sóttu norræna verkfræðingamótið. — Hann er mikill fjallgöngumaður, hefur í 17 ár átt sæti í norska ferðamannaráðinu (Norsk Turist raad) og hefur hlotið heiðurs- merki þess. Hann varð hér eftir í þeim tilgangi að revna hér fjallgöngur og kynnast landi og þjóð. Hann er þriðji erlendi mað- urinn, er klýfur Herðubreið. Áður höfðu þjóðverjarnir dr. Reck 1908, og dr. Sorge 1927 gengið á fjallið. Lét Lykke mjög vel yfir ferð- inni, dáðist að formfegurð Herðubreiðar og hinum víðlendu öræfum. Frá Akureyri hélt hann til Rkv. og gerði ráð fyrir að ferðast austur í Skaftafellssýslur og ef til vill víðar. Þess má geta að þetta er í þriðja sinn, sem Olafur Jónsson gengur á Herðubreið. Aðrir hafa látið sér nægja að koma þangað einu sinni, að undanskildum ferðafélögum Olafs úr tveimur fyrri Herðubreiðarferðum hans, þeim Stefáni Gunnbimi Egils- syni, viðgerðarmanni hjá At- vinnudeild Háskólans og Eðvarði Sigurgeirssyni ljósmyndara, sem báðir hafa verið þar tvisvar. Mikill vatnselgur. Þeir félagar segja mikinn snjó í fjöllum þar inn á öræfunum, einkum eru Dyngjufjöll mjög hvít enn og Askja hulin snjó. Ovenjulega mikill vatnselgur er eún á lindasvæðunum, sennilega vegna þess hve leysingin er sein. Fjórði maðurinn í förinni var Lárus J. Rist fyrv. leikfimis- kennari, en hann beið hjá bíln- um í Grafarlöndum meðan hinir gengu á fjallið. !l gengusiu orsaicsr eidsvooa Samvinnufryggingar halda áfram fræðsíusfaríi sínu um siysavarnir og eldsvarnir Sigurður Helgason við framhaldsnám hjá Prince- fon-háskóla Hinn efnilegi ungi stærðfræð- ingur Sigurður Helgason (augn- læknis Skúlasonar á Akureyri), sem hlaut gullmedalíu Kaup- mannahafnarháskóla á sl. vetri fyrir ritgerð um stærðfræðileg efni, fór vestur til Ameríku 25. þ. m. til framhaldsnáms. Hlaut Sig- urður námsstyrk, er mennta- málaráðuneyti Bandaríkjanna veitir, og mun stunda framhalds- nám við Princeton-háskóla. Sig- urður varð stúdent frá Akm'eyr- arskóla 1945, dvaldi við Háskóla Islands 1945—1946 og við Kaup- mannahafnarháskóla 1946—1952. Hann hefur vakið mikla athygli við Kaupmannahafnarháskóla fyrir námsafrek, einkum á sviði stærðfræði. Aðrir íslenzkir námsmenn, sem hlotið hafa námsstyrki frá menntamálaráðu- neyti Bandaríkjanna að þessu sinni eru Haukur Clausen og Ás- geir Pétursson og eru þeir einnig farnir vestur um haf. Samvinnutryggingar hafa gert athugun á því, hvaða orsakir liafa valdið flestum briuiatjónum, sem félagið hefur bætt síðastliðin fimm ár. Kom þar í Ijós, að raf- magn hefur valdið langflestum, eoa fjórða hverjum eldsvoða, sem þessi rannsókn nær til, en næs-t á cftir koma olíukyndingar- tækin, sem hafa valdið 16%. Frá þessu er skýrt í ritinu „Samvinnutrygging“, en vorhefti 1952 af því er nýlega komi ðút. Er þetta rit gefið út til að auka fróðleik um öryggis- og trygg- ingamál, og hefur það verið sent í stóru upplagi til þeirra, sem tryggja hjá Samvinnutrygging- um, en aðrir geta fengið það hjá umboðsmönnum félagsins. Samvinnutryggingar leggja mikla áherzlu á fræðslustarf til þess að fyrirbyggja eldsvoða, árekstra og hvers konar önnur slys. Segir í þessu hefti, að félag- ið hafi sent ungan mann til náms í eldvörnum erlendis, og muni hann að námi Ioknu starfa að þeim málum fyrir félagið. Þá segir frá því, að félagið verðlauni nú alla þá, sem hafa bifreiðar sínar tryggðar hjá Samvinnu- tryggingum og valda ekki skaða- bótaskyldu tjóni í fimm ár og birtir ritið langan lista yfir öku- menn, sem þegar hafa fengið slík verðlaun. Orsakir eldsvoða. Athugun á orsökum þeirra brunatjóna, sem Samvinnutrygg- ingar hafa bætt síðastliðin fimm ár, sýndi eftirfarandi niðurstöð- ur: Rafnmagn 26%. — Olíukynd- ingartæki 16%. — Jólatré og kerti 10%. — Kolakynt tæki 8%. — Bifreiðaverkstæði o. fl. 6%. — Reykháfar og 1-eykrör 6%. — Sígarettur og vindlar 5%. — Eld- spýtur 5%. — Frystihús og verk- siðjur 4%. — Straujárn o. fl. 3%. í ritinu er sérstök grein eftir Kjartan Pétursson, þar sem fjall- að er um eldhættu af olíukynd- ingartækjum, en hún hefur vaxið mjög ört undanfarin ár. Auk þess er í ritihu grein um starfsemi Samvinnutrygginga á árinu 1951, greinin „Hvað eru ferðatryggingar ?“, birtur athygl- isverður umferðadómur undir fyrirsögninni „Hverriig munduð þér dæma?“, gl’ein um örugga líftryggingastarfsemi og ýmislegt fleira. Frú Vigdís Kristjánsdóttir sýnir verk sín í húsi Gagn- fræðaskólans hér þessa dagana r Ungur Islendingur fær loflegan vifnisburð Ungur, íslenzkur námsmaður, Gunnar Hermannsson frá Bakka á Tjörnesi, lauk nýlega fyrri- hlutaprófi í húsa meistarafræðum við húsameist- araháskólann í París með mjög loflegum vitnis- burði, varð 3. í röðinni að ofan af 200 nemend- um, sem prófið þreyttu, hlaut 992 stig, en sá efsti haut 1008 stig. Mun fátítt — eða jafnvel einsdæmi — að útlendingur standi sig svo glæsilega á prófi við þennan skóa. Gunnar lauk stúdentsprófi frá Akureyrar- skóla vorið 1950 með ágætum vitnisburði og var þá þegar orð- lagður námsmaður og ágætur teiknari. Segja kennarar hans hér, að þeir undrist ekki, að hann hljóti lofsamlegan vitnisburð með framandi þjóðum. Ekki er síður vert að halda á lofti afrek- um á þessum vettvangi en öðr- um. Listakonan Yigdís Kristjáns-1 dóttir hefur um þessar mundir mjög fjölbreytta og eftirtektar- verða máverka- og gobelínvefn- aðarsýningu í Gagnfræðaskólan- um hér á Akureyri og sýnir þar hartnær 100 myndir, olíumál- verk, vatnslitamyndir, gobelín- vefnaðarmyndir, krosssauma- myndir og svartlisarmyndir. Þetta er fyrsta sýning Vigdísar hér á Akureyri, en hún hefur áð- ur sýnt verk sín í Reykjavík og á Selfossi og auk þess tekið þátt í erlendum sýningum, á Charlott- enborg í KaupmannahÖfn árið 1949 og í samnorrænu sýningunni í Helsinki árið 1950. Hún hefur numið í Danmörk, við kgl. lista- háskólann og víðar. Myndir Vigdísar efu margar einstaklega fallegar, fínlegar og litfagrar og bera vott iim órækt listamannshandbragð og hug. — Nokkrar myndir hafa þegar selzt á sýningunni hér. Akureyringar eiga þess ekki oft kost að sjá málverkasýningar. Þeir ættu því að nota tækifærið nú, er merkur listamaður heimsækir þá. Þessi sýning er vel þess-virði, að sem flestir líti þar inn. Fálleg veiði Þessa fallegu laxa vejddi Jó- hannes Kristjánsson bifvélavirki í Laxá í Aðaldal simnudaginn 13. júlí sl. Er aimar 31 pund, veidd- ur s Kistukvísl í Laxamýrar- landi, hinn 30 pund, veiddur á Stíflu í Hólmavaðslandi.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.