Dagur - 07.08.1952, Side 4
4
D A G U R
Fimmtudaginn 7. ágúst 1952
DAGUR
Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON.
AfgreiSsla, auglýsingar, innheimta:
Erlingur Davíðsson.
Skrifstofa í Hafnarstræti 88 — Sími 1166
Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegí.
Árgangurinn kostar kr. 50.00.
Gjalddagi er 1. júlí.
Prcntverk Odds Björnssonar h.f.
Nýr forseti tekur við embætti
A FÖSTUDAGINN VAR, 1. ágúst sl., fór fram
— svo sem um er getið annars staðar hér í blaðinu
og alþjóð er vel kunnugt — embættistaka hins ný-
kjörna forseta íslands, herra Ásgeirs Ásgeirsson-
ar. Eftir að öllum venjulegum formsatriðum í
dómkirkjunni og alþingishúsinu var lokið, og
forsetinn hafði undirritað eiðstaf sinn og veitt
viðtöku kjörbréfi sínu og embættisskilríkjum,
gekk hann, ásamt konu sinni, út á svalir alþingis-
hússins, og minntist forsetinn þar fósturjarðarinn-
ar með ræðu. Mannfjöldi sá hinn mikli, er safnazt
hafði saman á Austurvelli og nærliggjandi götum,
og hin áköfu fagnaðar- og hyllingarhróp,sem fólk-
ið heilsaði hinum nýja þjóðhöfðingja og konu hans
með, bar þess órækan vott, að jrjóðin vill ekki láta
sitja við það eitt að veita Ásgeir Ásgeirssyni kjör-
fylgi, er entist honum til kosningasigurs, sem vissu
Iega má kalla sérlega glæsilegan, eins og málum
var þá háttað á ýmsa lund, — heldur er almenn-
ingur í landinu einnig fús og reiðubúinn að veita
forsetanum nýja brautargengi og fullan þegnskap
í því virðulega og milcilsverða embætti, sem hann
hefur nú hlotið, og hún treystir honum til að
rækja með miklum sóma, en þó fyrst og fremst á
þann veg, að hann megi ávallt reynast mikill
mannasættir, og forsetaembættið, sem hann skip-
ar, og forsetavaldið, sem fólkið hefur fengið hon-
um í hendur, megi í umsjá hans ætíð reynast sam-
einingartákn þjó'ðarinnar allrar — ofar persónu-
legum ýfingum, flokkadeilum og dægurþrasi.
ÞESS ER JAFNAN að vænta, að kosningabar-
áttg í lýðfrjálsu landi kunni að verða hörð nokkuð
og jafnvel óvægileg, þegar þvi er að skipta. Um
slíkt er ekki að fást, enda þarf það ekki að koma
að sök, ef deiluaðiljar kunna aðeins að taka leiks-
lokunum rétt, sætta sig við ósigra jafnt sem sigra.
Hins höfðu menn vænzt í lengstu lög, að enda
þótt baráttan kynni að verða hörð, mundu þó allir
aðiljar gæta sæmilegs hófs, þegar um kjör þjóð-
höfðingjans sjálfs væri að ræða — slík kosninga-
hríð gæti þó orðið háð með algerlega drengilegum
og lýðræðislegum vopnum. Nú verður hver að
segja um það fyrir sig, unz dómur sögunnar er
endanlega um það genginn, hvort honum finnist
slíkum lágmarkskröfum hafa verið fullnægt, að
því er viðkemur undirbúningi forsetakjörsins nú
í sumar ;— hvort honum hafi fundizt nokkur hirð-
anna hóa full valdsmannlega og hvatvíslega á
hjörð sína í þeim fjallgöngum flokksforingja og
annarra ráðamanna á því sviði. — En allt má þetta
vel vera gleymt úr því, sem komið er, nema þá
helzt sú reynsla, sem fékkst af því, hversu mis-
jafnlega vel smalaðist með hinum ólíku aðferð-
um, sem viðhafðar voru á hverjum stað og tíma í
þetta sinn.
OG VEL ER þjóðmálamönnum okkar trúandi til
að draga hina réttu lærdóma af þessari dýrkeyptu
og dýrmætu reynslu. En ekki virðist það þó sér-
lega rökvíslega ályktað, út frá þessum forsendum,
sem talsvert hefur verið á lofti haldið, að úrslit
forsetakosninganna nú sýni það helzt, að þjóðin
vilji hafa slíkar kosningar pólitískar ,og í annan
stað sýni gagnrýni sú, sem fram kom í þessu sam-
bandi á vinnubrögðum flokksforystu hinna ýmsu
flokka, — að þeir, sem slíkri
gagnrýni héldu uppi, væru búnir
að tapa á trú á flokkafyrirkomu-
lagið í stjórnmálunum og þar
með á lýðræðið sjálft. — „Sá er
vinur, sem til vamms segir,“ er
fornt orðtak, sem enn er í fullu
gildi. Gjai-nan geta menn verið
góðir lýðræðismenn og flokks-
menn, þótt ekki vilji þeir selja
flokksforustunni sjálfdæmi í
hverju máli. Og ef úrslit forseta-
kosninganna í sumar sýna nokk-
urn hlut alveg ljóst og greinilega,
þá er það einmitt þetta: Fólkið
vill ekki flokkspólitísk forsetaval
og telur, að í slíkum kosningum
komi önnur og á ýmsan hátt
óskyld sjónarmið til greina en
þau, sem eðlilegust eru við
venjulegt kjör til alþingis eða
bæjar- og sveitarstjórna.
' LÝÐRÆÐSMENN og allir góð-
ir íslendingar treysta foringjum
og leiðtogum lýðræðisflokkanna
fyllilega til að halda hugsjónir
lýðræðisins og þjóðfrelsisins
jafnan í heiðri. Og þjóðin treystir
á sama hátt hinum nýja þjóð-
höfðingja sínum vel til að halda
ávallt trúnað við þingið og hags-
muni alþjóðar og vinna ætíð í
þeim anda friðar og sáttfýsi,
þjóðlegra ei-fða og menningar,
sem lýsti sér svo vel í ávarpi hans
til þings og þjóðar við valdatöku
hans síðastliðinn föstudag. Og í
krafti þessa trausts og vonar
fagna íslendingar hinum nýja
forseta, rétti honum heila hönd
til samstarfs og óska honum allra
heilla í hinu ábyrgðarmikla og
veglega embætti, sem hann hef-
ur verið*kallaður til.
FOKDREIFAR
G. F. hefur sent Fokdreifum
þennan pistil um:
eyðijarðir —
„Hver einn bær á sína sögu,
sigurljóð og raunabögu“,
segir í kvæði.
ALDREI FER ÉG svo fram hjá
eyðibýlinu Saurbrúargerði á
Svalbarðsströnd, að mér detti
ekki í hug þessar hendingar. Og
ávallt verður mér að spyrja: Hver
er saga þín, fátæklega eyðikot?
Hvaða framtíðarsýnir sá hann„
frumbygginn, sem fyrstur klöngr
aðist hér upp nær ógenga hlíðina
til landnáms? Við spurningum
mínum mun eg sennilega aldrei
fá fullnægjandi svör, sem varla
er von. En mest vakti það furðu
mína, er kunnugur sagði mér, að
síðasti ábúandi í Saurbrúar-
gerði, Guðmundur að nafni, væri
enn á lífi, og hefði hann alið upp
í kotinu stóran hóp hinna mann-
vænlegustu barna. Hvernig má
slíkt hafa skeð? Þeir, sem leggja
leið sína fram hjá kotinu, ættu að
reyna að leiða getum að því. Það
er fróðlegt rannsóknarefni.
SAURBRÚARGERbl er ekki
eina eyðibýlið hér á landi, það
vita allir, og það hefur enga sér-
stöðu meðal þeirra. Það er eitt af
hundruðum eyðibýla, sem lcalla
fram sömu spurninguna: Hver er
saga þín? Og býlunum fjölgar
enn, sem í eyði leggjast. Þeirri
kynslóð, sem nú byggir landið,
finnst þessi þróun eðlileg og skil-
ur þau rök, sem bak við hana eru.
Frá landnámstíð hefur aldrei
orðið jafn stórfelld og algjör
breyting á lífsháttum þjóðarinn-
ar, andlegum og veraldlegum,
sem hin síðustu 20 ár. Hvar sem
farið er um landið blasa við aug-
um býli, sem lagzt hafa í eyði
vegna ónógra skilyrða til nútíma
búnaðarhátta. Heilir og hálfir
dalir, sem við fyrri aðstæður og
frumstæðari búhætti voru taldir
vildissveitir, eru nú afréttarlönd.
Þessi þróun er ekkert nútíma-
fyrirbæri. Margt kotið hefur lagzt
í eyði löngu áður en vélamenn-
ingin hélt innreið sína í íslenzkar
sveitir. Og það eru vissulega þau
eyðikot, sem oftast fá mann til
að spyrja: Hver er saga þín?
— alþýðukveðskap.
FRÁ UPPHAFI vega er það
ein lind með þessari þjóð, sem
aldrei hefur þorrið né frosið til
fulls, þótt oft hafi illa viðrað og í
hanri skeflt. Það er fróðleiks- og
ljóðalindin. Fræðimenn, skáld og
hagyrðingar hafa verið uppi á
öllum öldum með þjóðinni, og
þeim er það vissulega að þakka,
að við getum nokkuð rýnt aftur í
myrkur aldanna. Þegar engin
svör hefur verið að'fá við spurn-
ingum okkar um liðnar kynslóðir
og líf þeirra, þá hefur verið leit-
að til þeirra. Og til þeirra höfum
við leitað, forvitnir ferðalangar,
hvort sem við höfum séð eyðibýli
á Svalbarðsströnd, eða annars
staðar. Svörin verða að sjálf-
sögðu misjafnlega greinargóð. En
furða er það, hve fátækleg vísa
getur sagt vel sögu og varpað
björtu Ijósi yfir liðna tíð. Segja
má, að alþýða þessa lands til
sjávar og sveita hafi verið sí-
yrkjandi frá því að sögur hófust.
Hagorðum mönnum varð allt að
yrkisefni og ekki sízt hið daglega
líf með sorgum þess og gleði. Því
er það oft fátæklegum húsgangi
að þakka hve auðvelt við eigum
með að gera samanburð á lífs-
háttum þjóðarinnar fyrr og nú.
Og sá munur er sannarlega mik-
ill.
og búnaðarháttu fyrr og nú.
SKYLDI EKKI ungum bænda-
sonum, er síðar munu erfa landið
og góðbú feðra sinna, með kost-
um þeirra og kynjum, bregða í
brún, ef þeir ættu þess kost að
hverfa þó ekki væri nema nokkra
áratugi aftur í tímann og virða
fyrir sér ýmsa vinnuhætti og
aðrar aðstæður síðustu kynslóð-
ar? Sjálfsagt mundi piltinum, eða
sveitastúlkunni ungu, sem stýrir
vélknúinni sláttuvél yfir merkur
og engi góðjarðanna nú, veitast
örðugt að Setja sig í spor Þórólfs
á Sleggjulæk, er hann kvað við
slátt:
Það er rifið, rispað, stifið,
reitt og krafsað;
skorið, sagað. bitlaus barið,
borað, nagað, slitið, marið.
Annar hagyrðingur, Jón Olafs-
son frá Einifelli, stytti regndag-
inn við rím og kveðskap, unz öllu
þreki var lokið þann daginn:
Bráðum slætti bregða fer,
í birtugætt er fokið.
Spíkin hætt að eggjast er,
og öllum mætti lokið.
Og enn kvað hann:
•
Eg er votur, sveit það sér,
svangur, þrötinn mætti.
Jörð á floti öll, því er
engin not af slætti.
Þannig ortu þeir gömlu
mennirnir við vinnu sína og þess
vegna geymist lýsingin á ýmsum
(Framhald á 7. síðu).
Nokkur orð um kartöflur
Kartöflurnar eru svo hversdagsleg fæða, að þeim
er venjulega lítill gaumur gefinn, nema ef þær
vanta á borðið við miðdegis- eða kveldverðinn; þá
finna menn fljótt hve þær eru mikilsverðar í dag-
legu mataræði fólks. Þær hafa jafnan verið fremur
ódýr fæða og þess vegna hafa sumar húsmæður
ekki gætt þess að fara sparlega með þær; þær hafa
skorið hýðið af þeim og um leið mikið af kartöflun-
um sjálfum, og fleygt soðinu af þeim og um leið
miklu af næringarefnum þessa góða ávaxtar.
Kartöflur eru orðnar dýr vara eins og flest annað
matarkyns. Hið háa verð verður til þess að margar
konur reyna að gera sér meiri mat úr kartöflunum
en áður og má þá segja: „Að fátt sé svo með öllu
illt, að ekki boði nokkuð gott.“
Kartöflur eru svo ríkar af næringar- og fjörefn-
um, að í matarreglunum er heilbrigðisdeild kana-
disku stjórnarinnar gefur út, er ráðlagt að neyta
þeirra að minnsta kosti einu sinni á dag. En þá er
líka áríðandi að ræna þær ekki þessum efnum með
því að afhýða þær og sjóða þær í miklu vatni.
í kartöflunum er C-vítamín og dálítið af B-víta-
míni. C-vítamín læknar skyrbjúg og styrkir líkam-'
ann. Séu kartöflur soðnar eða bakaðar með hýði er
C-vítamíntapið mjög lítið, en séu þær afhýddar og
soðnar í miklu vatni tapa þær að minnsta kosti
þriðjung af C-vítamínmagninu og kartöflustappa
tapar á sama hátt um helming af C-vítamínmagn-
inu. Fyrir þessar ástæður ætti aldrei að afhýða
kartöflur fyrr en búið er að sjóða þær eða baka;
séu þær soðnar, að nota þá sem minnst vatn.
C-vítamínið er mest í nýjum kartöfltun, eh minnk-
ar eftir því sem líður á geymslutímann og er minnst
að vorinu.
Þegar kartöflur eru bakaðar ætti að velja þær af
sömu stærð, svo að þær verði brúnar. samtímis; þvo
þær vel með bursta, þurrka þær og bera á þær feiti
og baka í 425 til 450 gráðu hita í 40, til.60 mínútur.
Strax og þær eru bakaðar er stungið á þeim með
gaffli til að hleypa gufunni út úr þeim.
Kartöflur þekktust ekki í Evrópu fyrr en á 16.
öld. Þegar Spánverjar komu til Perú í Suður-
Ameríku, þá voru kartöflur ræktaðar þar. Þær voru
nefndar „battata“ eða „papa“. Sagt er að munkur
nokkur hafi flutt þær til Spánar og þaðan bárust
þær til ítalíu og Belgíu. Nokkrum árum síðar flutti
Sir Walter Raleigh kartöflur til frlands. Þar hafa
þær jafnan verið mikið ræktaðar og ein af megin-
fæðu þjóðarinnar eins og sést á því að þegar kar-
töfluuppskeran brást 1846, vegna sýki í kartöflun-
um, olli það hungursneyð í landinu.
Kartöflur eru nú ræktaðar í flestum löndum
heims og er framleitt meira af þeim en nokkrum
öðrum garðávöxtum.
(Lögberg).
Afrek, sem ekki má gleymast
Enn á ný hefur seiðmagn hinna Olympisku
leikja gripið um sig víða um lönd í hinum siðmennt-
aða heimi. Iielsingfors hefur verið miðdepill áhuga
unga fólksins, þar sem 5870 íþróttamenn og konur
frá 70 þjóðum heims hittast til þess að reyna kraft-
ana og leika listir sínar.
Af þessum 5870 þátttakendum eru 573 konur, og
það er afrek einnar þeirrar, sem eg ætla að gera að
umtalsefni.
Hafði lömunarveiki fyrir 8 árum.
Hinn 29. júlí sl. vann dönsk kona, frú Lis Hartel,
silfurverðlaun í einni tegund kappreiða (Skoleridn-
ing). Afrek frú Hartel hefur vakið mikla athygli
víða um heim, og heimsblöðin hafa keppzt við að
birta af henni myndir og frásagnir af lífi hennar.
Frú Lis Hartel, sem er móðir tveggja lítilla og
fallegra stúlkna, fékk lömunarveiki árið 1944, þegar
(Framhald á 8. síðu).