Dagur - 07.08.1952, Side 5

Dagur - 07.08.1952, Side 5
Fimmtudaginn 7. ágúst 1952 D A G U R 5 I. Háttvirtu tilheyrendur! Suður-Þingeyjarsýsla hefur orð á sér fyrir að vera fagurt hérað. Hún býr yfir margs konar fegurð og yndisþokka, sem laðar til sín, vekur hugi og gleður, og sættir börn hennar við að búa riorður við nyrzta haf. Hún á í skauti sér: frjóa mold til ræktunar, mikla afrétti, fossa- afl, jarðhita og fiskislóðir — sem allt hvetur til dáða. En ekki verður því neitað, að oft reynir sýslan á þolrif íbúa sinna. Hjá henni er löngum mikið vetrarríki og sumrin oft brigðul. Síðustu missiri eru til vitnis um hið erfiða veðurfar. „Jörðin flakir ennþá öll í sárum“ — eftir næstliðið vor. „Þetta er dæmalaust vor,“ segja menn, — og margur spyr: „Hvernig fer þetta?“ Já, tíðarfarið síðustu missiri reynir á menn og málefni hér. Það má með sanni segja. En þegar eg les bréf, sem Bene dikt Jónsson á Auðnum skrifaði Kristjáni Jónassyni frá Narfa- stöðum 26. ágúst 1882 til Dan- merkur, þá finnst mér ástandið nú vera léttbært, þrátt fyrir allt og allt — í samanburði við það, sém þá lagðisi á. — Benedikt segirú bréfi þessu-26. ágúst 1882: „Mikil fádæmi dynja nú yfir okkur íslendinga: Óttalegasta vor. Fjarskalegt" grasleysi og dæmalaust sumar! Allt fullt af hafís. Sífelldar hríðar. Nú ekki tekið alveg snjó í byggð í-viku. Sífelldar krapa hríðar, svó að allt er að sökkva í vætu. Várla nokkúr maður hirt eitt strá af heyi: Ofan á allt þetta bætist - farsótt' • og manndauði. Mislingar æða yfir og gera ótta legan usla.“ — Og enn segir Benedikt: „Allar nauðsynjar vantar að heita má. Matarlítið, kaffilaust ljálaust, svo að sums staðar er verkfall fyrir það. Vöntun á öllu góðu, en gnægð ills. Þó halda flestir höfði enn, og margur ber sig drengilega.“ Mér finnst rétt að rifja þetta upp í dag á 70 ára afmælishátíð Kaupfélags Þingeyinga — rifja það upp til samanburðar — af þv að sumarið 1882 var fyrsta sumar Kaupfélags Þingeyinga. Kaupfélagið hafði verið stofnað 20. febrúar um veturinn. Þetta var sumarið, þegar Jakob Hálfdánarson beið hér í Húsavík eftir fyrstu vörum til hins nýja fyrirtækís — og engar vörur komust í land fyrr en eftir miðj an september. Horfum í anda á roskinn bóndann, Jakob, frá Grímsstöð um í Mývatnssveit, standa hjá skemmuhrófi í Húsavík: Þetta er fyrsti kaupfélagsstjóri landsins Það er hásumar eftir almanak- inu. — Hann skyggnist út í ísa- þokuna á Skjálfandaflóa eftir skipi, sem hann vonar- að finni vök að landi með fyrstu vörur til fyrsta kaupfélagsins. Að baki honum, uppi um sveit ir, eru félagsmennirnir að berjast Karl Kristjánsson alþingismaður: „Hann er alltaf að hlýná Ræða fllutt á 70 ára afmælishátíð K. Þ. 27. júlí 1952 við harðindin, bjargarskortinn og farsóttina — hver hjá sér. Rennum hug til þess, hvernig )á hefur litið út frá bæjardyrum héraðsbúa séð. Leiðum hug að því hvaða þrek hefur þá þurft til þess að bera sig drengilega — eins og Benedikt segir að margur geri þó. Hugsum til þess í dag hvílík Drekraun það var í því árferði, sem þá var — og í því allsleysi, sem þá var — að gefast ekki upp við stofnun kaupfélagsins. Marg- ur nýgræðingur hefur dáið í minna frosti. Við skulum einmitt á þessum degi bera hlutskipti Þingeyinga )á saman við hlutskipti okkar nú. — Og gera okkur grein fyrir )ví, að þrátt fyrir illt árferði nú er hlutskipti okkar gott saman- borið við þeirra. Margt ber til )ess — og meðal annars það, að nú er kaupfélagið, sem þeir voru að stofna, orðið voldugt fyrir- tæki, sem sér um að aldrei vanti nauðsynjar, hverju sem viðrar. Við værum aukvisar saman- borið við þá, ef við héldum ekki höfði og bærum okkur ekki vel. II. Árið 1897, eða 15 árum eftir að Kaupfélag Þingeyinga var stofn- að, orti Guðmundur á Sandi, sem þá var ungur maður, kvæði til Þingey j arsýslu. Það hefst á þessu erindi, sem mörg ykkar kunna sjálfsagt: „Þú ert fátæk, fóstra kær, framgjörn þó til dáða. — íshafsbýlgjan óvæg þvær á þér fætur báða. — Að þér hreytir ísi og snjó undan norðan gjósti. Logheit slagæð liggur þó leynd í þínu brjósti.“ Þetta erindi er lýsing á Suður- Þingeyjarsýslu. En það er ekki aðeins lýsing á náttúrufari henn- ar: briminu við Tjörnes og Gjög- ur, — nábýlinu við íshaíið og norðangjóstinn, — jarðhitanum í gígjum og hverfum héraðsins — heldur líka um Ieið lýsing á fólkinu, sem í héraðinu bjó um þessar mundir. Hvert hérað er ekki eingöngu landslag og landskostir, heldur líka fólkið, sem þar er. Skáldið vitnar til þess, sem komið hafði í ljós á þessum ára- tugum, að þingeyska fólkið var áberandi „framgjarnt til dáða“, þrátt fyrir óblíð náttúruskilyrði. í brjóstum þess hafði tekið að slá „logheit slagæð“ hugsjóna, sem „ylaði kjarkinn og móðinn“. Þess vegna hafði Kaupfélag Þingeyinga verið stofnað, án for- dæmis eða utanaðkomandi leið- beininga. Og vegna innri hitans — brjósthitans frá slagæðinni — kól eklri þann nýgræðing. Samhliða félagsmálafrömuð- unum — eða í og með — komu fram í héraðinu merkilegir rit- Karl Kristjánsson alþingismaður, formaður Kaupfélags Þingeyinga. höfundar og skáld, bókamenn, fjárræktarmenn, heimilisiðnað- arfólk, íþróttamenn. Unglinga- skólar og námskeið voru sett á laggir, söngfélög, búnaðarfélög o. frv. Slagæðin sló fyrir margháttaða menningu. Þá var í landinu farið að tala um „þingeyska menningu‘ áberandi menningarstig. sérstaklega Samband íslenzkra samvinnufélaga, er hélt um sama leyti upp á hálfrar aldar afmæli sitt. Sambandið er stofnað hér í sýslu 20. febr. 1902, að Yztafelli — og stóðu Þingeyingar einir að stofnun þess eða félög þeirra þrjú: Kaupfélag Þingeyinga, Kaupfélag Norður-Þingeyinga og Kaupfélag Svalbarðseyrar. Er það einn vottur þess, hve slag- æðin sló — og þingeyska fólkið var „framgjarnt til dáða“. Eg tel mig heppinn að hafa fengið tækifæri til að sjá hina er- lendu samvinnufrömuði, er á al- þjóðafundinum mættu, og heyra og lesa ræður, er nokkrir þeirra fluttu á afmælisfundi SÍS. Margt kom þar fróðlegt fram. En eitt hið allra merkilegasta þótti mér frásagnir tveggja Gyðinga um samvinnusamtökin hinu nýja ísraelsríki. Gyðingarn ir eru að endurheimta land sitt og byrja nýtt þjóðlíf. Þeir eru þess vegna öðrum þjóðum minna hóðir venjubundnum kerfum. sem III. En snúum okkur að Kaupfélagi Þingeyinga og samvinnustefn- unni. Hvað er Kaupfélag Þingey- inga? — og stofnun þess? Var það eitthvað, sem stofnéndurnir fundu t. d. í líkingu við gull- stykki, sem fátækur maður finn- ur í árfarvegi og selur fyrir alls- nægtir handa sér? Nei. — Stofnun kaupfélagsins var meira virði eðlis. Sá, sem finnur gull, getur með því aldrei jafnazt á við þann, sem finnur farsælt lögmál og sigur- sælt fyrir almenning í baráttu lífsins. Stofnendur Kaupfélags Þing- eyinga fundu þess konar lögmál. Aðferð til samtaka fyrir almenn- ing í verzlun, sem áður var óþekkt hér á landi ■— og þeir höfðu þá engar fréttir af, að til væri erlendis. Þeir fundu aðferð til þess með samtökum að velta úr leið stór- um steini, sem einstaklingum og ósamtaka mönnum hafði verið ofviða. Vefararnir í Rochdale í Eng- landi höfðu tekið steininn hjá sér sams konar tökum 38 árum áður. Þeir eru taldir hafa orðið fyrst- ir manna til þess að ná tökunum, — þótt ýmsir hefðu eftir leitað og komist nærri, t. d. menn í Háls- hreppi hér í sýslu um sama leyti og þeir. Nú eru samvinnusamtökin orðin alþjóðahreyfing. Fyrir tæpum mánuði hélt Al- þjóðasamband samvinnumanna fund í Reykjavík og heiðraði með því að halda þann fund hérlendis íslenzka samvinnumenn og þá Annar fulltrúinn sagði: „Samvinnuhreyfing okkar a rætur sínar í þjóðernishreyfingu Gyðinga, sem beindist að því, að við snerum aftur heim til föður- lands okkar, og þær erfiðu og fjandsamlegu kringumstæður, sem fyrstu innflytjendur urðu að búa við, gerðu samvinnuhreyf- inguna óumflýjanlega nauðsyn lega. Við stóðum andspænis því verkefni að endurbyggja eyði- flæmi og skapa nýja manngerð Gyðinga, verkamanninn, sem ræktar lendur og vinnur í verk og annars smiðjum föðurlands síns, — og við sáum brátt, að þetta verkefni gátum við bezt leyst með því að samstilla átök okkar í sam- vinnuskipulagi.------ Okkur reyndist nauðsynlegt að koma á fót fyrirtækjum með samvinnusniði á öllum sviðum atvinnulífsins — —“ Hinn fulltrúinn sagði: „Heil þorp eru byggð á sam vinnugrundvelli, þar sem enginn auðkýfingur getur hagnast fólkinu. Þar sem samvinnuþorpin eru fullkomnust, eru allir þorpsbúar í einu mötuneyti ,en eiga hús sín sjálfir. Kaup er ekki greitt, en allir fá fyrir vinnu sína það, sem kemur til skiptanna, þegar afurðir eru seldar.“ Erum við samvinnumenn á ís landi ekki of hæverskir — og til hliðrunarsamir við aðrar stefn ur? Er ekki í skipulagi samvinn unnar lausnin á mörgum þjóð félagslegum örðugleikum, sem fylgja hvorum um sig kapital ismanum og sósíalismanum? Þetta er framtíðarmál. Gaman verður að vita hvernig Gyðingum vegnar á næstu árum IV. Þennan dag hefur Kaupfélag Þingeyinga helgað minningum og gleði yfir því, að samvinnustefn- an, sem hóf göngu sína á íslandi þessu héraði hefur reynzt til mikillar farsældar. Nöfn þeirra, er ruddu veginn fyrstu árunum, verður ætíð skylt að nefna með sérstakri virðingu í sögu héraðsins. Jakobs Hálfdánarsonar var áð- an minnzt. Gautlandafeðgar, Jón Sigurðs- son og Pétur Jónsson, Benedikt Jónsson á Auðnum, Sigurður Jónsson í Yztafelli, Jón Jónsson í Múla, séra Benedikt Kristjánsson Múla, Snorri Oddsson í Geita- felli og margir fleiri frá þessum árum eru menn, sem við vildum á þessari stund geta tekið í hönd- ina á og vottað virðingu okkar og Dakkir fyrir það, sem þeir unnu — og gófu okkur í arf. En til þeirra náum við ekki. — Þeir eru komnir úr kallfæri. Hið helzta, sem við getum gert til heiðurs þeim og er líka áreið- anlega í þeirra anda — það er að ávaxta aríinn, efla samvinnu- samtökin, sem þeir hófu og gáfu okkur í arf. Þau eflast að vísu af sjálfu sér. Sú er þeirra góða náttúra. En því meir eflast þau, sem menn gera sér ljósari grein fyrir gildi stefn- unnar og duga henni af meiri skilningi og alhug. Því betur sem menn skilja samvinnufélagsskap- inn, því fráleitara finnst þeim, að standa fyrir utan hann eða vera nar aðeins sem tækifærissinnar. Getur nokkur mælt eða vegið hvað fólkinu á félagssvæði Kaup félags Þingeyinga hefur verið mikils virði starfssemi kaup- félagsins þau 70 ár, sem það hef- ur starfað? Getur nokkur metið í krónum, hvað starfssemin hefur verið til mikilla hagsbóta fyrir fólkið? Eða hvað hún hefur verið því til mikils öryggis í baráttunni við ís og snjó og norðan-gjóst harð- indaára? Hvað hún hefur þroskað það félagslega og létt undir til náms og menningar. Það er fullyrt að á fyrsta starfsári hafi K. Þ. út- vegað félagsmönnum sínum er- lendar vörur fyrir nálega þriðj- ungi lægra verð en kaupmanns- verzlunin seldi. Hver fær með tölum talið hverju félagið hefur til leiðar komið um lækkað verð að- keyptra vara öll sín ár? Þar kemur til greina, ekki aðeins verðmunur hjá félaginu og öðr- um hér, heldur einnig áhrifin á verðlag annarra til lækkunar eft- ir að félagið varð leiðandi um verðlag. Hver veit hvað gjaldeyris- vöruvöndun félagsins hefur haft mikla efnahagslega og menning- arlega þýðingu? Hvers virði hefur það verið á undanförnum harðinda-missir- um fyrir fólkið á viðskiptasvæði kaupfélagsins, að vita að félagið hafði alltaf nægar birgðir af mat- vælum, ljósmeti, eldsneyti og fóðurbæti — alveg án tillits til verzlunargróða — aðeins með til- (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.