Dagur - 07.08.1952, Síða 7

Dagur - 07.08.1952, Síða 7
Fimmtudaginn 7. ágúst 1952 DAGUR 7 — Fokdreifar (Framhald af 4. síðu). frumstæðum atvinnuháttum þeirra. ELVOGA-SVEINN var ein^ yrki allan sinn búskap, og bú- skapurinn var honum harla oft „grátt gaman“, eins og fleiri ein- yrkjum á þeirri tíð. Gætti þess oft í vísum hans, sem flestar urðu til við daglegar annir og strit. — Við slátt kvað hann eitt sinn, beyskur í skapi: Æsist lund við erfiði, einn eg dunda á teigi. Enginn hundur Ijær mér lið litla stund úr degi. Það liggur í augum uppi, að á mörgum þessurn býlum, sem tím- inn, með breyttum búháttum, dæmdi til auðnar, hefur ekki alltaf verið lifað neinu sældarlífi á nútímavísu. Gömlu húsgang- arnir vitna margir hverjir um hina sárustu fátækt, skefjalausan þrældóm, óþrifnað og hvers kon- ar andlega og veraldlega ör- birgð. Þannig lýsir einn ókunnur vísnasmiður búskaparháttum: Er í býli búandans bæði víl og sultur, hvolpa ýl og krakkafans, klögur, fýla og róstudans. Og annar kvað á þessa leið: Hart er stílað búmannsböl, bresta fjalir enn i þil; vantar ílát uhdiii mjöl, ekki’ eru dahí líeldur til. • w tK ÞESSI GAMLA kóngsbæna- dagsvísa segii; hgldur ekki frá neinu^aUsii^gfáíifl, síður en svo: Innan sleiki’ ’eg askinn minn, ekki er saddur maginn. Kannast eg við- kreistinginn kohgs- á -bænadaginn. Því fór þqHjarri; að sultur og lélegt lífsviðúrværi hafi verið bundið einvörðungu við ein- yrkjakCftínj'seTtV'hú eru komin í eyði. Stærri bújarðir, er fram á þennan dag hafa sífellt vaxið í áliti, eiga líka sínar sögur, varð- veittar í húsgangsstökum. T. d. kvað Sigurður Einarsson í Bakka koti í Stafholtstungum þannig um vistina í Síðumúla um og eft- ir 1890: Markús tjáir mönnum frá — merkur er sá stálarunnur — að kunni fáum krafta Ijá kaka smá og grautur þunnur. Um óþrifnað á Efri-Hólum í Núpasveit, sem eg hygg að ávallt hafi þó verið í tölu góðbúa, kvað Erlendur gamli Gottskálksson fyrir mörgum árum: Á Efri-Hólum eru hús öll í skít og fúa, þar er fló og þar er lús, þar má fjandinn búa. Vissulega hefur búmannsraun- in verið mörg, og oft ærin ástæða til víls og sundurlyndis. Það hef- ur m. k. þeir fundizt, sem kvað: Hér er æði fullt með fúss, fást ei ræður þuldar. Utan bæði og innan liúss eru næðingskuldar. Og einnig þeim, sem þannig kvað: Gekk eg út á þorraþræl, þótti ei betra inni: Það var bannsett barnavæl í baðstofunni minni. ÞAÐ LÆTUR að Ííkum, að nógir hafa verið tiTbúskussarnir hér áður fyrri, en því óskiljan- legri er afkoma þessa fólks, því ekki ósjaldan mun mikil ómegð og búskussaháttur hafa farið saman. Þannig er gömul búskap- arvísa úr Skaftafellssýslu: Kýrin baular, karlinn raular, konan sefur. Hvorugt þeirra í hyggju hefur, að hugsa um það, sem drottinn gefur. Onnur vísa um líka heimilis- hætti er þannig: Konan sat með síðar brár, saurinn fatið þekur. Bóndinn latur, þver og þrár þykir matarfrekur. NEI, ÞAÐ SKYLDI engan undra, þótt þjóð, sem unnið hefur jafnmikla „sællífissigra“ og við íslendingar á síðustu áratugum, geti illa hugsað sér að hverfa aft- ur til hinna frumstæðu lífsskil- yrða fyrri ára, til fátæktar þeirra og vonlausa strits. Eyðibýlunum mun frekar fjölga en fækka, og er það eðlilegt, og þó ekki sárs- aukalaust. Þeim fækkar óðum, sem trúandi er til að taka upp baráttuna á ný fyrir gamla Sig- urð í Krókárgerði í Norðurárdal, sem með hógværð hjartans kvað við konu sína, margra barna móður: Farðu vart með veittan part, vífið artarhreina. Skammta spart, því mól er margt, matinn þarftu’ að treina. - „ílaiin er alltaf að hlýna“ (Framhald af 5. síðu). liti til öryggis fyrir fólkið sjálft og fénað þess? Jafnframt því, sem kaupfélagið hefur gert fyrir hérað sitt á líð- andi stund ár hvert, þá hefur það búið í haginn fyrir framtíðina með því að byggja upp verzlun- araðstöðu, sem kdmandi kyn- slóðir taka við. Aldrei þarf aákoma aftur fyr- ir, að kaupfélagsstjórinn hafi — eins og Jakob Hálfdónarson — ekkert hús á að treysta, nema skemmuskrifli. Allt, sem félagið á í fasteignum og óskiptilegum sjóðum er gróði fjyrir framtíðina — arfur til ungra og ófæddra Þingéyinga. Aldrei hefur verið betra að vera arftaki í félaginu en nú. — Aldrei hefur það verið sterkara sem framtíðarfyrirtæki en nú, þegar það er 70 ára. Enginn taki orð mín svo, að eg haldi því fram, að ekkert sé hægt að Kaupfélagi- Þingeyinga að finna eða starfsefni þess. Það er langt frá mér að halda því fram. Hitt fullyrði eg og hef fært rök að því, að Kaupfélag Þingeyinga er gott fyrirtæki og ómetanlega mikilsvert fyrir héraðið, — hefur verið það, er það og mun verða það. Enginn á félagssvæði þess hef- ur, að mínu áliti, í raun og veru ráð á því að standa utan við þessi áhrifamestu samtök héraðsins, ef hann vill vera sjálfum sér og héraði sínu fyllilega það, sem hann getur bezt verið. Hafi félagsmaður sem þátttak- andi í samtökunum yfir óánægju efnum að kvarta, þá er réttur hans til þess skýlaus og áhrifa- leið hans innan félagsskaparins opin — svo lýðræðislegt og jafnréttistrútt er skipulag sam- vinnufélaga. V. Vissulega er margt ógert, þótt mikið hafi áunnizt. Vörugeymslur þarf að byggja í Húsavík — útibú eru óreist í sveitum. Og er ekki dæmi Gyðinganna í hinu endurreista ísraelsríki líka fyrirmynd, sem bendir langt fram um óunnin verkefni? Eiga ekki samvinnumenn ,að gera aðferðir samvinnunnar að skipulagi við að leysa sambúðar- vandamál stéttanna, sem nú skipta þjóðfélögunum innbyrðis í stríðandi heildir? Á ekki t. d. að reka útgerð og iðnað á samvinnugrundvelli, þar sem allir eigi sameiginlegra hags- muna að gæta og skipti með sér tekjum fyrirtækjanna í hlutfalli við verk sín? Sem betur fer bíða óteljandi verkefni samvinnumanna hér — og um heim allan. VI. Fyrir mörgum árum voru nokkrir þingeyskir samvinnu- menn á ferð á Hvammsheiði, áleiðis til Húsayíþuv; .kornu af kaupfélagsfundi. Þeir áttu móti veðri að sækja: „Að þeim hreytti ísi og snjó undan norðangjósti.“ Það lá vel á þeim eftír fundinn, einhver þeirra hafði orð á því, að þetta 'væri ljóta veðrið. Þá sagði Benedikt frá Auðnum, sem var í hópnum: „Nei, hann er alltaf að hlýna.“ Hinir hlóu ,— en geymdu orð Benedikts í minni. Þau voru einkennandi fyrir Benedikt og bjartsýni hans. Þau eru meira: Þau gætu hafa verið einkunnarorð starfs og stefnu þeirra manna, sem stofn- uðu Kaupfélag Þingeyinga. Þau eru sögð af því að hin log- heita slagæð sló í brjósti. Og kaupfélagið var stofnað fyrir mátt þessarar slagæðar í brjóstum gömlu Þingeyinganna — á napur-köldum tímum. Félagið átti að vinna á móti kuldanum, — og það hefur félag- ið gert — og mun gera meðan æðin slær í brjóstum félags- manna þess. Örvum þann æðaslátt, góðir Þingeyingar, til þess að norðan- gjósturinn megi sín minna — bæði beint og óbeint. Kola-þvottapottur til sölu í Eyrarlandsveg 14 B. Lítil íbúð, eða gott herbergi með að- gang að eldhúsi eða eldun- arplássi óskast fyrir lengri eða skemmri tíma. IngibjörgSteindóttir, Hfáfnagílsstræti 4. ÚR BÆ OG BYGGÐ Kirkjan. Sunnudaginn 10. ágúst verður messað í Akureyrarkirkju kl. 11 f. h. F. J. JR. Hjónaband. Laugardaginn 2. ágúst voru gefin saman í hjóna- band, af séra Friðrik J. Rafnar, Hanna Marta Vigfúsdóttir, ljós- myndara Friðrikssonar, og Björn Örvar úrsmiður, Reykjavík. — Framtíðarheimili þeirra verður í Reykjavík. 5 börn skírð í messu í Lög- niannshlíð. Sunnudaginn 3. þ. m. skírði séra Friðrik J. Rafnar 5 börn í messu í Lögmannshlíðar- kirkju. 4 þeirra voru systkina- böm, barnabörn hjónanna Sig- urðar Vigfússonar og Katrínar Björnsdóttur, Akureyri, en það fimmta barna-barna-barn þeirra hjóna. Elzta barnið sem skírt var, rúmlega árs gamalt, var móður- systir yngsta barnsins, sem var fimm vikna gamalt. Útför frú Jónu Þorsíeinsdóttur fór fram frá heimili hennar, Möðrufelli, laugardaginn 2. þ. m. að viðstöddu fjölmenni. Jarðað var í heimagrafreit. Séra Friðrik J. Rafnar jarðsöng. Minningarspjöld fyrir dvalar- heimili aldraðra sjómanna fást í bókabúð Rikku og hjá Sigurði Sumarliðasyni, skipstjóra. Hjúskapur. Föstud. 1. ágúst voru gefin saman í hjónaband á Möðruvöllum í Hörgárdal ungfrú Ingibjörg Ólafsdóttir frá Sveins- stöðum í Skagafirði og Ólafur Jónsson frá Skjaldarvík, bílstjóri á Akureyri. Ennfremur ungfrú Auður Guðjór.sdóttfr fm ýunyu- hálsi, Skagafirði, óg Stefárí 'Ing’-' ólfsson frá Víðihóli á Fjöllum, Kaupangsbakka. — Laugard. 2. ágúst ungfrú Hulda Jóhannsdótt- ir og Óli Friðbjörnsson, verzlun- arm. á Akureyri, bæði úr Hrísey. Náttúrugripasafn bæjarins er opið kl. 2—4 e. h. á sunnudögum, en ekki aðra daga. Hjónaefni. Nýlega opinbei;uðu trúlofun sína ungfrú Auður Þór- hallsdóttir og ísak Guðmann. Við lát Guðnýar Loftsdóttur, Þúfnavöllum eftir Sigurlínu R. Sigtryggsdóttur frá Æsustöðum. Vertu blessuð vina kdr, við þér brosi sumarlönd, þú varst hlý sem blíður blær, í böli vernd þín milda hönd. Líf þitt var sem lindin hrein, sem líður hljótt um farveg sinn, en leitar hafs frá steini að stein og stígur rótt í djúpið inn. Þín ást til barna blíð og tær blómum vefur minnislönd, vertu blessuð vina kær, vel þig annist drottins hönd. DANSLEIK lieldur Skógræktarfél. Tjarn- argerðis að Hrafnagili laugar- daginn 9. ágúst, kl. 9l/á e. h. Góð xnúsík. — Kaffi og gos- drykkir á staðnuxn. ‘NEFNDÍN. Lúðrasveit Akureyreyrar leik- ur á Ráðhústorgi föstudaginn 8. ágúst kl. 8 og 20 mín., ef veður leyfir. Til Sólheimadrengsins. Kr. 50 frá skagfirzkri konu. Til nýja sjúkrahússins. Til minningar um Sigurð Pálsson forstjóra frá: Rannveigu Jósefs- dóttur kr. 100. Freyju Jóhanns- dóttur kr. 100. Tryggvu Krist- jánsdóttur kr. 100. Sigríði Jóns- dóttur kr. 50. — Áheit frá konu á ísafirði kr. 110. — Áheit frá GK kr. 100. — Með þökkum móttekið. G. Karl Pétursson. Til nýja sjúkrahússins. Kven- félagið Framtíðin, ágóði af Jóns- messuhátíð 21 og 22. júní kr. 20.990.39. Þar í innifalin gjöf frá Þjóðleikhúsinu kr. 1.135.00. Þá er skylt að geta þess, að á undan- förnum árum hefur Kvenfélagið Fi-amtíðin alls lagt til bygging- arinnar kr. 403.316.64, þótt þess hafi ekki verið getið eða þakkað opinberlega. — Bifreiðastöðin Stefnir kr. 1000.00. — Safnað í Reykdælahreppi kr. 11.345.00. — Eiríkur Einarsson cand. med. kr. 500.00. — A. G. kr. 100.00. — G. H. , áheit, kr. 150.00. — N, N., áheit, kr. 100.00,—J.T. kr. 100.00. — Kvenfélagið Hlín, Höfðahverfi, kr. 2000.00. — Grýtubakkahr. kr. 11.515.00. — Skipverjar á Harð- bak kr. 4300.00. — Með þökkum móttekið. Guðm. Karl Pétursson. Sem nýr ] ‘fátaskápúr til sölu, tilvalinn í svefnlierbergi. Upplýsingar gefur Gunnar Þórsson. Sími 1045. ÞAKPAPPI MÚRHÚÐUNARNET SNOWCEM ❖ MATTOLUX- PLASTMÁLNING ❖ STÁLULL með sápu IÐNAÐAR-STÁLULL •Þ Ensk ÞAKMÁLNING mjög vönduð. ❖ Ensk ALUMINIUM BRONS * CASCO-LÍM. Axel Kristjánsson h.f. Brekkugötu 1. Sími 1356. Góður árabátur tihsölu. Afgr, vísar á.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.