Dagur - 13.08.1952, Blaðsíða 5

Dagur - 13.08.1952, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 13. ágúst 1952 ____________D A G U R Siff af hverju tagi úr erlendum biöSum BandaríkjamCnn framleiða meiri neyzluvarning en nokkru sinni fyrr þrátt fyrir Kóreustyrjöld- ina - Deila Kínverja og Bandaríkjamanna um Peking-manninn - Þræðirnir frá Panmunjom liggja til Moskvu AÐ NORÐAN lerin eru komin á Snæfellsnesi en ekki í Eyja- írði - Sæmilega rætist úr með heyskapinn - íyrrlált í síldarverksmiðjum við Eyjafjörð - hað á að gera við hin stóru fyrirtæki, ef síldin er horfin? - Hæglát flugvallargerð við Eyjafjarðarárósa Framleiðsla Bandaríkjanna. Fjárhagsskýsrla sú, sem forseti Bandaríkjanna lét þinginu í té, er fjárhagsárið var hálfnað, geymir marltverðar tölur. Fram- þróun efnahagskerfis Bandaríkj- anna þrátt fyrir risavaxnar byrð- ar, er nánast furðulegt fyrirbæri. Ef talan 100 er lögð til grundvall- ar árið 1939, er framleiðsluverð- mæti þjóðarinnar á yfirstandandi ári 374. Þjóðin heyjir styrjöld hinum megin á hnettinum, en eykur samt framleiðslu neyzlu- varnings. Hér er ekki frá litlu að segja. Forsetinn játar hreinlega, að hér sé ekki eingöngu um póli- tískan sigui’vinning að ræða. Hann lofar framtak bænda og verkamanna, sem hafa lagt hönd á plóginn. Hann hefur meira að segja nokkur hlýleg orð handa verzlunarfyrirtækjum og kaup- sýslumönnum, sem gerðu þetta mögulegt með áætlunum sínum og leiðsögu. Og hann játar jafn- framt, að háir skattar og vaxandi fjárhagshalli ríkisins sjálfs, hafi verið þröskuldur í. vegi. Ef litið er á tölur um fram- leiðsluverðmæti þjóðarbúsins, á grundvelli fasts dollaraverðmæt- is miðað viS1939, llefur verðmæti framleiðslunnar aukizt um 67,3% síðan 1940. Persónuleg neyzlu- eýðsla þjóðarinnar hefur ekki hækkað nema um 52%, en eyðsla ríkisins hefur hækkað um 300%. Af þessu sést ,að enda þótt fram- leiðslan hafi stóraukizt, hefur ríkisstjómin aukið kaup sín á markaðinum sex sinnum meira en hinn almenni neytandi. Hvað þýðir þetta í raun? Það þýðir að skattar hafa hækkað gífurlega. En við vitum samt, að stjórnin hefur aldrei skattlagt nægilega mikið til þess að standast öll út- gjöld. Við vitum að ríkið er rékið með greiðsluhalla, og að dollar- inn í ár er minna virði en dollar- inn var 1939. Hallinn á ríkisbú- skapnum hefur stuðlað að því að minnka verðgildi peninganna. Það þýðir að ríkið hefur tekið sinn skerf af framleiðsluverð- mætinu með öðrum hætti en sköttunum einum: það hefur skorið niður kaupmátt pening- anna jafnframt. Eða með öðrum orðum: aukið framfærslukostn- kostnaðinn. Forsetinn hefur bent á, að af- rek þjóðarinnar á efnahagssvið- inu sé mikið. Hann minnir jafn- framt á, að mörg og mjög alvar- leg viðfangsefni bíði úrlausnar á þessum sama vettvangi. N. Y. Herald Tribune 31. júlí. Peking-maðurinn. Einkennileg þræta er komin upp í milli Bandaríkjamanna og Kínverja (kommúnistastjórnar- innar) og segir frá henni í N. Y. Herald Tribune nú fyrir nokkr- um dögum. Snýst hún um það, hvar muni vera niðurkominn Peking-maðurinn svonefndi, eða beinaleifar þær, er fundust í jarðlögum austur í Kína árin 1926—1937 og voru taldar leifar frummannsins og a. m. k. 500.000 ára gamlar. Ungur kanadískur vísindamaður, sem árið 1927 starfaði við Peking-háskóla, komst á slóð þessara stórmerku fornleifa í jarðlögum 37 mílur frá Peking. Var það tönn, sem fyrst fannst, en síðan fundust ýmis bein og var unnt að gera sér þess ljósa grein, hvernig þessi frummaður hefur litið út. Rann- sókn þessa jarðlagasvæðis var enn ekki lokið 1937, er Japanir hernámu þennan hluta Kína og stöðvaðist þá könnunin. En há- skólinn í Peking vildi ekki láta beinin falla í hendur Japana og fundu þeir þau aldrei, þrátt fyrir mikla leit. Um það bil, sem Jap- anir réðust á Pearl Harbor, var gerð tilraun til þess að smygla beinunum út úr Kína og koma þeim til varðveizlu í Bandaríkj- unum meðan styrjöldin stæði. — Voru þau geymd um sinn í sendi- ráði Bandaríkjanna í Peking og flutt þaðan er flotaliðar Ameríku manna héldu burt frá Peking 5. desember 1941. Þeir komu til Tientsin þann 7. des., en eftir það fara engar samstæðar sögur af kössunum með Peking-mannin- um. Sumir segja, að kassarnir hafi fallið í höfnina í Tientsin, er flutningapramma hvolfdi, aðrir, að Japanar hafi rænt lestina, sem flutti varninginn. Nú segja kínverskir kommún- istar að Bandaríkjamenn muni hafa stolið beinunum og hefur Pekihg-útvarpið flutt langar þulur um þetta efni, en Banda- ríkjamenn neita harðlega, að vita nokkuð um beinin. Samastaður Peking-mannsins er því ókunnur. Það er hlálegt, að náttúran sjálf skuli í 500.000 ár hafa geymt þessar leif- ar frummannsins betur en mann- inum sjálfum tókst í ein 20—25 ár. Kóreustríðið og samningaþófið í Pamnúnjom. Fréttirnar segja okkur, að kín- versku kommúnistaherirnir hafi tekið hæð með áhlaupi, en herir Sameinuðu þjóðanna náð henni aftur. Flugvélar SÞ fljúga norður að Yalu-fljóti og varpa sprengj- um á orkuver. Flugvélar komm- únista leggja til atlögu, það er barizt og síðan halda leifar flug- herjanna heim. Viðræðurnar i Panmunjom lifna allt í einu við, en lognast svo út af og fundum er frestað á ný. Einn hershöfðingi er vongóður um vopnahlé, annar lætur í ljósi efasemdir. Víglínan er hreyfanleg dag frá degi með mönnunum í skotgröfunum. Þeir Sjálfir, fjölskyldur þeirra og vin- ir, já og við öil, spyrjum: Hvenær verður leyst þessi Kóreuþraut? Á því leikur enginn efi, að ákvörðunin um 'að taka eða hafna vopnahléstilboði verður tekin einhvers staðar á taflborði svika- myllu þeirrar og refskákar um völd og aðstöðu, sem' leikin er handan járntjaldsins. Þessir þræðir verða að síðustu raktir til Moskvu. Þaðan kemur straumur- inn af birgðum, sem heldur kommúnistum við líði á vígvöll- unum, og þaðan kom fyrsta vitn- eskjan um að vopnahlé væri kannske möguleiki. í Kreml koma saman þræðirnir, sem liggja til kommúnistaflokkanna um víða veröld, þar er höndin, sem kippir í spottana eftir því sem geðþótti segir fyrir um. En enda þótt ákvörðunin verði tekin í Moskvu, eru ekki þar öll þau atvik og öll sú aðstaða, sem skapar ákvörðunina. Hagsmuna- mál kínversku kommúnistanna verða ekki léttvæg fundin þar, ósigrar franskra kommúnista hafa haft áhrif á viðhorfin, það verður að taka með í reikninginn uppreistarmenn í Indó-Kína, hópfundi í Austur-Berlín, æsing- ar Tudeh-flokksins í íran og ara- bískra þjóðernissinna í Norður- Afríku. Valdamennirnir í Kreml verða að setja á vog loftárásir SÞ á orkuverin við Yalu og mögu- leikana til þess að efla and- spyrnu gegn Vesturveldunum í Þýzkalandi, þeir verða að meta hvort muni hagstæðara málstað sínum að auka hatursherferðina, sem hafin var með lygaáróðrin- um um sýklahernað, eða senda friðardúfuna enn á ný af stað út um löndin. Athafnir kommúnista eru of margbrotnar og ósamstæð- ar til þess að venjulegur borgari geti af þeim ráðið, hver sé stefna Sovétstjórnarinnar í tilteknum málum. Hjartahreinir kommar eiga sjálfir bágt með að átta sig á öllum rykkjum og skrykkjum á „línunni“. Það er því ógerlegt að segja, hver verða örlög hinna langvinnu vopnahlésviðræðna í Kóreu, hvort kommúnistar muni að lok- um leggja þann stein í götuna, sem vopnahlésumleitanirnar ná ekki að yfirstíga, hvort þeir varpa öllu friðartali fyrir borð og hefja stórsókn á ný eða hvort þeir láta sér nægja að binda herafla banda manna austur þar meðan þeir undirbúa ævintýri sín annars staðar. Fyrir vestrænar þjóðir er því aðeins ein leið fær: hún er að vera vel á verði alls staðar og láta aldrei slæva varnarviðbúnað (Framhald á bls. 7). Útvarpið segir að berin séu komin á vestur á Snæfellsnesi og má það satt vera, en hlýrra hefur bá verið þar um slóðir lengst af í sumar en hér reyndist. Eg hef verið að hyggja að berjum hér í nágrenni okkar undanfarna daga, báðum megin Vaðlaheiðar, en lítils orðið vísari. Nokkur kræki- ber sjást á stangli hér og þar, en lítið hygg eg að sé um bláberja- vísira og blátt ber mun vart fyr- irfinnast enn. Hvernig á þetta líka öðruvísi að vera á sumri, sem heldur holtasóleyjunum í fullum blómskrúða fram í ágústbyrjun og gerir vatnavexti seint í júlí, jegar heitur dagur gengur yfir? Sumarið í fyrra þótti engin sælu- tíð hér nyrðra og var það heldur ekki, en þá mátti víða finna blá- ber sæmilega þroskuð á fyrstu ágústdögum og það sumar gerð- izt allgott berjasumar að lokum. Ef til vill reynist síðsumar- og hausttíðin svo hagstæð fyrir okkur, að berin koma að lokum, og er þá vel, því að berjatínslan er ekki aðeins búbót fyrir fjölda heimila, hún er skemmtun og til- hlökkun fyrir unga og aldna, þá fara margir fyrst að nokkru ráði á gras úti í náttúrunni, og stund- um er fegurst á haustin hér á norðurslóðum. En ekki hefur allt gengið okk- ur í móti til landsins. Heyskap- artíðin hefur verið allgóð og nýt- ing heyja mun víðast hér um slóðir talin mjög viðunandi og þaðan af betri. Spretta var víða léleg, og þó misjöfn, og munu kalskemmdir í túnum vera einna stórtækasti heyskaði bændanna. Á engjum — en þar er heyskapur víða hafin, t. d. á bökkum Eyja- fjarðarár — er spretta talin all- góð víða, en einnig misjöfn. Yf- irleitt er þó svo að heyra á bænd- um hér í innsveitum Eyjafjarðar, að þeir telji að heyfengur muni reynast sæmilega góður þegar öll kurl koma til grafar, ef tíð spill- ist ekki fyrr en vænta má. Lakara mun ástandið í útsveitum fjarð- arins og í möi’gum sveitum Þing- eyjarsýslu. Þar byrjaði heyskap- urinn seinna en hér innra, spretta mun einnig víða hafa verið lak- ari og allt tíðarfarið erfiðara. Þó er svo að heyra á mönnum, að sæmilega muni rætast úr ef tíð helzt góð fram á haustið. Hætt er við að uppskera úr görðum verði rýr í ár. Loftkuldi er að jafnaði mikill og næturfrost geta dunið yfir fyrr en varir. Kartöfl- ur sýnast víða lítið sprottnar og sums staðar í útsveitum þornaði svo seint um í görðum í vor, að sáning gat ekki farið fram fyrr en komið var langt fram á sumar, Dar sem hún var þá ekki látin niður falla með öllu, en þess munu dæmi. Harðæri til landsins mundi léttara að bera ef árgæzka væri til sjávarins en því er heldur ekki að heilsa hér við nörðurströnd- ina, sem kunnugt er. Fiskhlaup hafa að vísu komið upp að ströndinni víða og handfærabát- ar hafa aflað vel tíma og tíma á grunnmiðum, en lítið fyllir það í mælirinn þegar á annað hundrað skip ösla um hafið í leit að síld og fá fæst nokkuð, sem heitið getur. Ferðamaður, sem ekur um lit- skrúðugar hlíðar Vaðlaheiðar á jessu sumri og lítur vestur yfir Eyjafjörð, sér að jafnan er kyrr- látt við síldarverksmiðjurnar þrjár, í Krossanesi, Dagverðar- eyri og Hjalteyri. Þar stígur naumast nokkru sinni reykur til himins, enda munu þessar verk- smiðjur sáralitla síld hafa fengið, en eitthvað af ufsa hefur borizt í seinni tíð og er það þó lítill heildarfengur. Afkoma allra þessara verksmiðja hlýtur að vera hörmuleg eftir vertíðina. Tvær þeirra eiga hlutafélög í Reykjavík, en þá þriðju á Akur- eyrarkaupstaður. Þrátt fyrir síld- arleysi undanfarin ár, hefur stjórn þess fyrirtækis farið þannig úr hendi, að bæjarmenn hafa vel mátt við una. Þar hafa verið gerðar markverðar endur- bætur og aðstaða efld til þess að gera verksmiðjuna að verulegri lyftistöng í efnahagslífi bæjarins, ef síldarganga kæmi að strönd- inni. Karfavinnsla var þar stór- rekstur um hrið meðan markað- ur var fyrir þá vöru. Þrátt fyrir fiskleysið og erfiðar aðstæður á ýmsan hátt hefur tekizt að gera hag þessa fyrirtækis sæmilega góðan með góðri stjórn. En þegar veiðin bregst svo algerlega, sem nú er orðið, hlýtur það að draga dilk á eftir sér fyrir þessa verk- smiðju sem aðrar. Ef síldin er horfin frá okkur, blasir við það vandamál að finna verkefni fyrir hinar miklu síldarverksmiðjur á Norðurlandi. Þar eru tugir mill- jóna í húsum ög vélum, sem ekki skila vöxtum nú ár eftir ár. — Munu margir telja, að nú sé biðin eftir síldinni orðin nógu löng og tími til kominn að snúa sér að öðrum verkefnum. —o— Hér hefur í allt sumar verið unnið að undirbúningi flugvall- argerðar í Eyjafjarðarárhólmum. Sanddæla hefur verið að verki við ósa vestustu kvíslar árinnar (Framhald á bls. 7).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.