Dagur - 13.08.1952, Blaðsíða 7

Dagur - 13.08.1952, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 13. ágúst 1952 D A G U R 7 ÚR BÆ OG BYGGÐ - Að norðan (Framhald af 5. síðu). og hefur myndað dálítinn sand- hólma við norðurmörk hins fyr- irhugaða flugvallar, en ósköp virðist vegfarendum hann smár miðað við allt mannvirkið og langan tíma mun taka að hækka allt landið þar með sanddælu þessari ef dæma má eftir reynsl- unni í sumar. Nýr flugvöllur er sannarlega tnikið nauðsynjamál fyrir þetta byggðarlag allt og verður ekki sagt að yifrstjórn flugmálanna hafi verið sérlega viðbragðsfljót að leysa úr þessu vandamáli okkar hér nyrðr a. Það eru nú víst 6 ár síðan lofað var að hefjast hér handa um flugvallargerð og vísast er að önnur 6 ár líði áður en mannvirkið rís upp úr mýrinni við Eyjafjarðarárósinn, ef sand- dælan gula á að ráða hraðanum á verkinu. Þess er þó að vænta, að aukinn kraftur verði í þessum flugvallarframkvæmdum í fram- tíðinni og sjást þess vonandi merki áður en langt um líður. Þessi flugvallargerð er annars hið merkasta fyrirbæri fyrir Ak- ureyringa og þeir munu ekki allir hafa gert sér grein fyrir því, að verið er að breyta landslaginu við suðurtakmörk bæjarins þeirra. Ef . menn staldra við á veginunr surman gróðrarstöðvar- innar og hugsa sér hvernig landið muni veí'ða þegar búið verður að veita vestustu kvísl Eyjafjarðar- ár austur fyrir flugvallarstæðið, sjá þeir, að svipur landsins þarna verður annar en áður var. En um það þýðir ekki að fást, jafnvel þótt ýmsír kiinni 'áð sakna þess, seni várj Engírih ’ stöðvar tímans þunga nið. ------------“Níirðlendingur. r - Ur erlendum blöðum (Framhald af 5. síðu). sinn, en halda jafnframt uppi þeim varnarviðbúnaði í Kóreu, að ekki sé hætta á að kommún- istar geti yfirbugað hann í skyndi. Hugrekki að horfast í augu við staðreyndirnar og óhvikul stefna hafa haft greinileg áhrif á hið óstyrka heimsveldi kommúnismans á liðinni tíð. — Undanlátssemi og stefnuleysi er vatn á myllu kommúnista. Eng- inn skyldi láta blekkjast af frið- arskrafi og hopa af vegi þess vegna, því að slíkt leiðir aðeins til aukins yfirgangs. N. Y. Herald Tribune 2. ágúst. Barnavagn til sölu í Ocldeyrargötu 3. ÍBÚÐ, 2 herbergi og eldlnis ósk- ast til leigu sem fyrst. Afgrf vísar á. r Utvarpstæki, fyrir raflilöðu, til sölu. Afgr. vísar á. — Fokdreifar (Framhald af 4. síðu). að eg hefði kosið mér þarna fjöl- mennt sálufélag samstilltra sam- samsafnaðarmanna, er fyllti hina fögru kirkju sína og flytti þar guði skylda þökk og vegsemd. — Það mun hafa verið um næstu helgi á undan, sem fjölmenni æskumanna var sem mest á skemmtistöðunum víða um land- ið og vann þar ömurlegust her- virki á Hreðavatni og annars staðar. Mundi ekki samband vera á milli þeirrar staðreyndar, hversu oft og víða kirkjurnar standa auðar hér á landi og ástandsins, sem lýsir sér í skemmdarverkum og hvers kon- ar villimennsku á þeim stöðum, þar sem fólkið hyggst helzt höndla gæfuna og lífsnautnirnar, bæði helga daga og virka? X. Málverkasýiiing í Gagnfræða- skólanum Tveir ungir Akureyringar hafa nýlega opnað athyglisverða mál- verkasýningu í Gagnfræðaskól- anum, og stendur hún sennilega a. m. k. út þessa viku. Eru það þeir Aðalsteinn Þráinn Vest- mann og Gunnar Dúi Júlíusson. Er Aðalsteinn áður kunnur frá síðustu sýningu Frístundamálara Akureyrar í desember síðastl. — Átti hann þar einar 14—15 mynd- ir. Þetta er fjölbreytt sýning og fjölskrúðúg: Olíumálverk, vatns- litamyndir, teiktíingár dinoleum- skurður o .fl., alls um 124 myndir og fylla 2 stöfur. Gunnar Dúi sýnir eingöngu olíumyndir,"- um 30 taísins; Er meiri hluti þeiri'íi’nýtízku mynd- ir, samstilling ýmissa 1 flatar- mynda og hluta í fjöbreyttu lita- vali og sámræmi. Þó eru þar einnig nokkrár landslagsmyndir. Litaval hans og samstilling er athyglisvert pg sérkennilegt á suma vísu. Minnir „veggur hans“ í fljótu bragði á miðalda- eða antikan austrænan litblæ yfir að líta. Aðalsteinn virðist mjög fjöl- hæfur .Hann á hér upp undir 100 myndir af fjölbreyttasta tagi, og sumar sérstaklega athyglisverðar. Þar eru bæði olíumyndir, vatns- litamyndir, teikningar og linole- umskurður. Það er allfjölbreyttur gróður og fjölskrúðugur, sem sprottið hefur upp undanfarna vetur í gróðrarstöð F. F. A. (Félags Frístrmdamálara Akureyrar), án þess að því hafi verið mikill gaumur gefinn. Hefur þó starf þetta verið þess vel vert, að bæði bæjarstjórn og bæjarbúar yfir- eitt veittu því athygli. Ætti að vera metnaður Akureyrar og gleði að styðja þá starfsemi ræki- lega og sækja vel sýningar þær, er ungir nemendur og efnilegir stofna til öðru hvoru. — Og nú er eitt slíka tækifæri í sumarbirtu og litbrigðum! — Ólíkt þroska- vænlegra og menntandi heldur en að húsfylla við hverja aðvífandi loddarasýningu eða arg, er að garði kann að bera! — Sækið því sýninguna í Gagn- fræðaskólanum! — Og sækið liana vel! Helgi Valtýsson. ÍBÚÐ, 2—3 herbcrgi, óskast fyrir 1. október. Fátt í heiuiili. Góð urirgengni. ». ■ Upplýsingar í síma 1408. - Deila lækna og sjúkrasamlaga (Framhald af 8. síðu). aðra áhugamanna, reyndu að út- vega meðlimum sínum beztu mögulegu kjör hjá læknum og sjúkrastofnunum um meðul og meðhöndlun. Og hvað eru þau orðin? Risavaxin stofnun, sem nær öll þjóðin er þátttakandi í, og sem telur það hutverk sitt að takmarka eins og unnt er þá þjónustu, sem meðlimunum er veitt — ekki hvað sízt til þess að vinna gegn síhækkandi relcsturs- og stjórnarkostnaði, sem tekur til sín drjúgan skerf meðlimagjald- anna. Þessar takmarkanir eru þegar komnar langt áeiðis í sam- bandi við meðalnotkun, því að sá skilningur virðist vera fyrir hendi, að meðalanotkun sé oft gagnslaus og það sé þjónusta við fólkið að forða því frá meðalaáti með því að torvelda aðganginn að meðulunum. En eftir er þó að sjá, hvað sparast á þessum vettvangi. Forsvarsmenn sjúkrasamlaganna tala margt og mikið um meðala- kostnaðinn, en þó er það stað- reynd, að hann er aðeins brot af heildarkostnaðinum. Oðru máli gegnir með læknishjálpinna. Hún var 1951 1/3 af heildarútgjöldun- um og nú er komið að þessum kostnaðarl. að dæma af ræðu hr. Larsens. Hann lét ekki við það sitja að tala um „ganslaus pat- jentmeðul, sem fíjóta í stríðum srtaumum um íandið“, heldur lét hann á sér skilja, að læknarnir séu helzt til þaulsætnir hjá sjúkl- ingunum og hafi tilhneigingu til þess að ofstunda þjóðina. Úr því að þetta er álit forsvarsmanna sjúkrasamlaganna, og fyrst er farið að takmarka meðalanotk- unina, má ætla að í uppsiglingu séu tilsvarandi ráðstafanir til þess að takmarka aðgang að læknishjálpinni sjálfri. Samkvæmt skoðun formanns- ins er 150 læknar á ári í viðbót offramleiðsla, og ef ekki verður breyting á, kann að reynast nauð synlegt að takmarka aðgang lækna að starfi fyrir meðlimi sjúkrasamlaganna. Hugsunin er augljóslega sú, að því fleiri lækn- ar sem eru, því dýrara verði það fyrir sjúkrasamlögin, því að á þeim lifi læknarnir. Þetta getur þó ekki staðizt prófun. Tekju- möguleikar læknanna hljóta að fylgja venjulegum reglum: Ef of margir menn eru í faginu, leiðir það til rýrari kjara fyrir alla. Og ekki er hægt að segja að lækn- arnir séu of margir, frá sjónarhóli sjúkrasamlaganna, þegar sjúkl- ingarnir fylla biðstofurnar og þurfa að bíða tímunum saman eftir afgreiðslu. ... “ Þessar umræður í Danmörk vekja óhjákvæmilega umhugsun um ástandið hér og þar. Þróun sjúkrasamlaganna hér og þar virðist svipuð. Hér var hafin fyr- ir nokkru talsverð takmörkun á hluttöku samlaganna í meðala- kaupum. Það var fyrsta skrefið á þeirri braut, sem samlögin í Dan- mörk hafa gengið. Vel má svo fara, að samlögin hér þurfi að ganga lengra á þessari braut og kann slíkt síðar að leiða til árekstra. BÆ Látinn er hér í bænum, 10. þ. m., Sigurjón Jónsson frá Borgar- hóli. Hann var Eyfirðingur, fæddur og uppalinn á Borgarhóli og var þar bóndi um skeið, en hafði dvali ðhér í bænum mörg hin síðari ár og stundað trésmíð- ar, gegn og góður borgari og vel kynntur. Sjúkrahúsið. Gunnlaugur heit- inn Daníelsson, Oddeyrargötu 8 hér í bæ, hafði ráðstafað 2000 kr. til sjúkrahússins er hann lézt. Upphæðinni hefur verið veitt móttaka í KEA 22. júlí. Áfengiskaup fyrir verzlunar- mannahelgina, á föstudag og laugardag, í Áfengisverzlun ríkisins námu að þessu sinni í Reykjavík kr. 632.473.00, — eftir því sem blöðin syðra herma. Hér á Akureyri upplýs- ir sölumaðurinn í Áfengis- verzluninni, að áfengi hafi ver- ið keypt þar fyrrnefnda daga fyrir alls kr. 90.000.00, — þar af fyrir kr. 60.000.00 á Iaugardag- inn fyrir hádegi. — B. T. - Bærinn hafnar tilboði Brunabótafélagsins (Framhald af 1. síðu ). þannig, að þau verði ekki hærri en í Reykjavík, að fengn- um framangreindum lagfær- ingum á slökkviliði og slökkvi- tækjum. 6. Að Akureyrarbær fái bónus eða hluta af ágóða Brunabóta- ' félagsins af brunatryggingum á Akureyri. 7. Að Akureyrarbær fái auk láns til kaupa á slökkvitækjum, brunasíma- og slökkvistöðvar- úyggingar, allríflegt lán til end- urbóta á vatnsveítukerfi bæj- arins. 8. Samningurinn verði gerður til ákveðins tíma, t .d. 2ja eða 3ja ára og síðan endurskoðaður annað hvort ár, eftir því sem samningsaðiljar óska eftir. Fullt frelsi er takmarkið. Enda þótt samningar takizt til 2—3 ára í milli bæjarins og Brunabótafélagsins á grundvelli þessara tillagna — sem óvíst er — er ekki þar með fengin nein framtíðarlausn á brunatrygg- ingamálum landsins utan Reykja víkur. f þeim efnum er takmark- ið alls staðar eitt og hið sama: Afnám lögverndaðrar einokunar- aðstöðu eins félags og fullt frelsi til þess að bjóða tryggingarnar út. Við það frelsi búa Reykvíkingar og þá líka við hagstæðari bruna- tryggingakjör en aðrir lands- menn. Miklar líkur eru til þess að þau bættu kjör, sem Brunabóta- félagið er nú að tala um, fengjust strax á frjálsum markaði. En félagið tefur sífellt tímann — lét bæinn bíða fram um þinglok í fyrra eftir tilboði sínu, og nú ætl- ar forstjóri félagsins að skrifa frá Reykjavík einhvern tíma síðar. Væntanlega gerir bæjarstjórn- in ráðstafanir til þess að þessi brunatryggingamál öll komi til meðferðar Alþingis á næsta þingi á þeim grundvelli einum, sem eðlilegur og sanngjarn er, að öll ihnlend 'tryggingafélög sitji við sama borð og allir landsmenn búi við sama rétt. Stúkurnar á Akureyri, ísafold- Fjallkonan og Brynja, hafa í hyggju að fara skemmtiferð til Olafsfjarðar, u*n Skagafjörð, um næstu helgi, ef nægileg þátttaka fæst. Þeir, sem kynnu að vilja taka þátt í för þessnri, eru beðn- ir að gefa sig fram við Ferðaskrif- stofuna (Hrefnu Hannesdóttur), sem fyrst, og munu þar verða gefnar allar unplýsingar. Tómas Árnason lögfræðingur er nýlega kominn til landsins eft- ir ársdvöl við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum, þar sem hann stundaði framhaldsnám í lögvís- indum, með styrk utanríkisráðu- neytis Bandaríkjann. Tómas dvelur um þessar mundir á æskustöðvmn sínum, en mun væntanlegur hingað til bæjarins laust fyrir mánaðamót næstk. Hjúskapur. Nýlega voru gefin saman í hjónaband í Húsavík ungfrú Matthildur Zóphonías- dóttir frá Þórshöfn og Halldór Benediktsson, bakaiasveinn, Húsavík. Kvenfélagið Iðunn í Hrafna- gilshreppi heldur skemmtisam- komu að Hrafnagili n.k. laugard. Þar syngja þau frú Sigríður Schiöth og Jóhann Ogmundsson. Laxveiðin í Laxá í Aðaldal var bezt á sunirinu í þeirri viku, sem Morgunblaðið sagði les- endum sínum að ekkert hefði veiðst þar. Frá laugardegi 2. ágúst til mið'vikudagskvölds 6. ágúst veiddust þar um 120 lax- ar. Síðan Iíefur verið sæmileg veiði og ágæt á efstu svæðun- um í ánni. Fengust t. d. 10 lax- ar í Hóhnavaðslandi á mánu- daginn og 12 á sunnudaginn. — Reykvíkingar hafa verið að veiðum síðustu daga, cn Akur- eyringar taka við í dag. Frá Ferðafélagi Akureyrar. — Næsta kvöldferð er í kvöld (mið- vikudag) og þá farið til Skriðu, Möðruvalla og Hjalteyrar. — Á laugardaginn verður farið vestur í Blöndudal og norður hjá Svína- vatni að Blönduósi og sv<\ norður á Skagaströnd og gengið á Spá- konufell. Á sunnudag ekið um Norðurárdal til Laxárdals í Skagafirði og niður á Sauðár- krók. Finnntugur varð í gær Steindór Steindórsson frá Hlöðum, hinn kunni nátúrufræðingur og rit-. höfundur. Minningarspjöld dvalarheimilis aldraðra sjómanna fást í Bóka- búð Rikku og hjá Sig. Sumar- liðasyni skipstjóra. Systrabrúðkaup. Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra Stefáni Snævarr á Völlum: Ung- frú Birna Kristjánsdóttir frá Klængshóli og Héðinn Friðriks- son, húsgagnasm., Reykjavík, ungfrú Jónína B. Kristjánsdóttir og Hermann Aðasteinsson, Más- stöðum, Skíðadal, og ungfrú Eva Kristjánsdóttir og Rósmundur G. Stefánsson, Miðbæ, Svarfaðardal. Systurnar eru dætur Kristjáns Halldórssonar og Margrétar Árnadóttir, búandi hjóna á Klængshóli. Áheit á Strandarkirkju. Kr. 100 frá S. J. Mótt. á afgr. Dags. Áheit á Strandarkirkju. Kr. 200 frá D. S. Mótt. á afgr. Dags. Áheit á Strandarkirkju. Kr. 150 fi'á Ó. Ó. Mótt. á afgr. Dags. ' Áhcit á Strandarkirkju. Kr. 10 frá N. N. Mótt. á afgr. Dags.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.