Dagur - 10.09.1952, Page 1

Dagur - 10.09.1952, Page 1
XXXV. árg. Akureyri, miðvikudaginn 10. september 1952 36. tblj í anddyri Iðnsýningaririnar er kornið fyrir fallégurit, táknrœnum Ijós- lieit. Kliðmyndin: Úr sýningarsál KEA, mjólkursamlagið sýnir frámleiðslu- myndum;sein eiga að minna áhorfendur á að við búum i lítt numdii landi, vorur sínar; linurit sýhir próuu samlagsins; í baksýn likan af byggingum en tcckifccrin blasá hvarvetna við. Einkunarorðin eru skráð stórum stöfum, samlagsiris við Kaupvangsslncli. Myndin t. h.: Úr sýhingardeild SÍS, ttluti éirís og mýndin sýnir: L'and mitt! Þú ert örœtlur draumur, óráðin gáta, fyrir- ' af sýningu FalaVerksmiðjuiinar Heklu. Sokkaprjónaavél i gangi til viiistri. Merkor þáttiir saiitvinimfélagamia í iðnaði landsmanna og sýnmgimni Síðastliðinn Iaugardag opnaði forseti íslands formlega iðnsýning- una í Iðnskólahúsinu nýja í Keykjavík, og að þeirri athöfn lokinni var sýningin opnuð almenningi og varð þegar mjög mikil aðsókn og hefur hún. haldizt síðan. Almenningur gerir mjög góðan róm að sýningunni og telur hana hina merkustu. Kemur þar margt á óvart um hæfni og kunnáttu íslenzkra iðn- aðarmanna. Sýningin vottar, að iðnbylting ' hefur verið fram- kvæmd á fslandi síðan Iðnsýn- ingunni 1932 lauk, og hún eflir bjai-isýni áhorfenda um mögu- leika þjóðarinnar til þess að gera hvers konar iðnað einn af helztu máttarstólpum atvinnulífsins og keppa við erlendar iðnaðarþjóðir á heimsmarkaðinum. Má tvímæla laust telja opnun iðnsýningarinn- ar 1952, merkan atburð, sem lengi mun til vitnað. 200 ára minning Innréttingauna. Sýningin er haldin til minning- ar um 200 ára afmæli Innréttinga Skúla fógéta og er verðugt að minnast brautryðjandastarfs hans, sýningin er þó ekki sögul. yfirlit um þróun iðnaðar hér nema að litlu leyti, aðaláherzlan er hér lögð á að sýna getu og kunnáttu iðnaðarmannanna í dag og þau tækifæri, sem nú eru til eða í næstu framtíð, að framleiða hér ágætan iðnaðarvarning af hinum margvíslegustu tegundum. Að sýningunni standa samtök iðnaðarframleiðenda og nokkurir aðrir aðilar ásamt SÍS og Rvík. Þátttakendur eru iðnaðarfyrir- tæki fyrir sunnan og norðan, að- allega í Hafnaz-firði og Reykja- vík, alls á þriðja hundrað fyrir- tæki. Af fyrirtæjum utan Rvíkur ber langsamlega mest á sam- vinnuverksmiðjunum hér. Eiga SÍS og KEA stórar deildir á sýn- ingunni. MikiII húsakostur. Sýningin er til húsa í hinni miklu nýbyggingu Iðnskólans í Reykjavík, á Skólavörðuholti, og er þar ó fimm hæðum, auk þess eru sýningardeildir úti, á lóð skólansi Eru þetta mikil og góð húsakynni, samanlagt sýningar- rými mun vera um 5600 m2. Á fyrstu hæð er sýndur ýmiss kon- ar málmvarningur, framleiddur í vélsmiðjunum, þ. á. m. hinn ís- lenzki dieselhreyfill vélsmiðj- unnar Héðins, þarna er sýnd m. a. smíði miðstöðvarkatlá og ofna, olíunkyndingartækja, vélahluta, leikfimistækja o. m. fl. Þarna er og almenn upplýsingadeild fyrir iðnaðinn í heild og fá gestir þar í stórum dráttum yfirlitsmynd af því, hvar þjóðin er á vegi stödd í iönaðinum í dag. Á annarri hæð eru líkan inn- réttinganna í Reykjavík og þar er minnzt Skúla fógeta. Á þessari hæð hefur matvælaframleiðslan aðalsýningarskála sína, er þar t. d. hraðfrysti-iðnaðurinn, öl- og gosdrykkjaiðnaðurinn, þarna eru ennfremur ýmiss konar hrein- lætis- og matvörur, umbúðir og fleira. Á þrioju hæð eru m. a. blikk- smíðavörur ýmiss konar, léttar málmvörur aðrar, burstagerðar- vörur, plastvörur, rafmagns- áhöld, byggingavörur o. fl., og þar eru sýningarsalir SÍS og KEA og vekja mikla atliygli. Sýnlng samviiuiuverksmiðjnna. Samband ísl. samvinnufélaga hefur til umráða nokkrar stofur á þessari hæð og er þar á smekk- legan og áhrifaríkan hátt skýrt frá þróun samvinnufélagsskapar- ins í landinu og þátttöku sam- vinnumanna í iðnaðinum. Þá eru sérsýningar verksmiðja SlS og ber þar vitaskuid mest á stórfyr- irtækjum SÍS hér, Gefjuni, Ið- unni og Heklu, og þarna eru einnig sýningar sameignarfyrir- tækja KEA og SÍS, Sáþuverk- smiðjunnar Sjafnar, kaffi- brennslunnar og kaffibætisgerð- arinnar. Utflutningesdeild Sam- bandsins á þarna athyglisverða deild og í sambandi við hana er eldhús, sem býður gestum_ jafn- an upp á ýmsar tegundir ljúf- fengra ostarétta. Mikið er þarna af ljósmyndum og línuritum til skýringar, auk framleiðsluvara verksmiðjanna. Kaupfélag Eyfirðinga sýnir framleiðsluvörur verk- smiðja sinna í smekklegu sýning- arherbergi, eru þar Ijósmyndir úr verksmiðjunum og sýnishoi'h vai-riings, m. a. frá smjöi’líkis- gei’ðinni, pylsugei’ðinni, efna- gerðinni, stálhúsgagnagerðinni og málmhúðuninni, frá skipasmíða- stöðinni og mjólkursamlaginu. Er sýningai-munum og upplýs- ingum smekklega og nýstárlega fyrir komið, vekur þessi deild at- hygli og umtal. Fimm hæðir. Á fjórðu hæð eru aðallega fatn- aðar- og leðurvörur og getur þar að líta mai’gvíslega fataiðju, sem þróast hefur hér á landi á síðustu árum og er þó merkasti þáttur þeirrar iðju í sýningai’deild SÍS, þar sem skýrt er frá framförun- um í ullarvefnaði og dúkagerð Gefjunar. Á fimmtu hæðinni eru sýnd húsgögn og húsmunir ýmiss konar, ennfremur heimilisiðnað- ur aJls konar og munir frá hand- íðaskólanum. Loks er veitinga- salur. Hefur hér aðeins verið tal- ið fátt eitt og gefur slík upptaln- ing næsta fátæklegá mynd af þessari miklu sýningu. Fá fyrirtæki után af landi. Þegar sýningardeildum sam- vinnufélaganna sleppir, eru fá fyrirtæki utan af landi, sem sýna vörur sínai’. Af fyrirtækjum á Akureyi’i, að því bezt er vitað, aðeins súkkulaðiverksmiðjan Linda og vélsmiðja Stéindórs h.f. Sýnir Linda framleiðsluvörur sín ar, en Steindór fjósinnréttingu, sem vélsmiðjan hefur fundið upp og smíðar og þykir merkileg. Sjón er sögu ríkari. Ohætt er að hvetja þá, sem ástæður hafa til þess, að bregða sér suður og sjá sýninguna. Flug- félagið auglýsir nú hópferðir með niðursettu verði og sjáífsagt j verður efnt til hópfei’ða landíeið- ina líka. Samvinnuverksmiðjurnar cru langstccrsti pátttakandinn ut- an af landi, cn nokkur önnur fyrirtcvki útan Rvikur eru með, par á meðal tvö Akur- eyrarfyrirtæki, Súkkulaðiverk smiðjan Linda og Vélsmiðja SteindórS. Myndin sýhir deild IJndu h.f. Þreíöld uppskero? Líkur benda til þess, að upp- skera í kartöflugörðum hér um slóðir verði í mesta lagi þreföld, þ. e. 2—6 kartöflur í útsæðisstærð undan grasi. Kartöflugras féll nær alveg hér í Eyjafirði seint í sl. mánuði. Sáptivcrksníiðjan Sjöfn á skemmtilegan pátt í sýhingar- deild SÍS á Iðnsýningunni. Hjólið fyrir cnda gangsins snýst i sífellu og sýnir jafnframt framleiðsluvörur vérksmiðjunnar. Stúlkumyridin innst til hcegri er búin til úr eintómum sápu- stykkjum. Gestir fá sýnishorn mcð sér, ef peir æskja pess.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.