Dagur - 24.09.1952, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 24. sept. 1952
D A G U R
5
Finnar iuku við skaðabófagreiðsl-
urnar tii Rússa í síðastliðinni viku
Vörur fyrir 300 milijónir dollara á fyrirstríðsverði
Betri framtíðarhorfur við rækt-
unarstörf á eigin jörð en vinnu-
snöp í kaupsföðunum
Þrír ungir Eyfirðingar stofna nýbýli á heimaslóðum
. Síðastliðinn föstudag lauk
skaðabótagreiðslum finnsku þjóð
arinnar til Rússlands. Fátt sýnir
betur dug og fómfýsi Finna en
sú staðreynd, að þótt þeir hafi
axlað þessa þungu byrði árum
saamn, er efnahagsleg aðstaða
þjóðarinnar í heild betri í dag en
hún var fyrir heimsstyrjöldina.
Við lok skaðabótagreiðslanna
gerðu ýmsir sér vonir um, að
skattar mundu lækka og fólkið
fá meira í milli handanna, en það
hefur haft undanfarin ár, en
þetta er ekki stefna ríkisstjórn-
árinnar og ráðandi stjórnmála-
flokka. Ríkisstjórn Kekkonens
hefur í hyggju að viðhalda hinum
þungu skattaálögum og treystir
því að fá samþykki þjóðarinnar.
Slík stefna mundi tryggja fram-
kv æmd aætlana um iðnaðarlega
uppbyggingu norðurhluta lands-
ins. Innan tíu ára gæti fram-
kvæmd slíkra áætlana haft stór-
kostleg áhrif á allt efnahagslíf
landsins og tryggt þjóðinni betri
lífskjör til frambúðar en hún
hefur áður þekkt.
Átta ára byrði.
í átta ár hafa Finnar axlað hina
þungu byrði rússnesku skaða-
bótanna. Mörgum hefur virzt það
nærri því ofurmannlegt átak fyr-
ir þjóð, sem ekki telur nema
fjórar milljónir manna. En Finn-
ar hafa löngum verið frægir fyrir
að standa við orð sín og umfram
allt, að borga skuídi rsínar. Og á
meðan Finnar stóðu í skilum á
hverjum gjalddaga, varð ríkis-
stjórnin að þræða hina vandröt-
uðu leið mitt í milli austurs og
vesturs á sviði alþjóðamálanna.
Sjálfstæði landsins var þeim ofar
í huga en nokkuð annað, en þar
bjó líka ótti við að utanaðkom-
andi öfl mundu hrinda af stað
atburðum, sem bæru í sér tor-
tímingu frelsisins.
Stjarnfræðilegar tölur.
Þegar vopnahléð var samið
1944, undirgengust Finnar að
greiða Rússum í skaðabætur
vörur, sem námu 300 milljónum
dollara í gullverðmæti og þó í
rauninni miklu meira, því að
Rússar settu það skilyrði, að
verðlag ársins 1938 væri lagt til
grundvallar. Mun láta nærri að
Finnar hafi, — vegna þessa við-
sjála skilyrðis sigurvegarans, —
orðið að greiða helmingi meira
en ella. Upphaflegi samningurinn
hljóðaði upp á sex árlegar af-
borganir og væri hver 50 rrfílljón-
ir dollara. Síðar samþykktu
Rússar að lengja greiðslutíma-
bilið í 8 ár, og eftir lok júlí 1948,
felldu Rússar niður helming þess,
sem þá var ógreitt. Nam afslátt-
urinn, sem þeir veittu Finnum,
73,5 millj. dollara.
Óbilgjöm krafa.
Enda þótt verzlunarskýrslur
sýndu, að Finnar fluttu inn fyrir
styrjöldina mörgum sinnum
meira magn af járni og öðrum
málmum en þeir fluttu út, settu
Rússar það upp að 3/5 skaðabót-
anna skyldu greiðast í varningi
úr málmi ýmiss konar. Aðeins
1/3 skáðabótanna mátti vera í
trjávörum, en slíkar vörur voru
meginhluti útflutnings finnsku
þjóðarinnar fyrir styrjöldina.
En Finnum tókst að skapa sér
ávinning með þessari óbilgjörnu
kröfu Rússa. Hér lögðust allir á
eitt. Á skammri stundu varð al-
ger bylting í þungaiðnaði lands-
ins. Framleiðsla stáls tvöfaldaðist
á ótrúlega skömmum tíma. Helm
ingi fleiri starfsmenn unnu í
stálsmiðjum og skipasmíðastöðv-
um en fyrir stríðið. Finnar hófu
að framleiða í allstórum stíl
ýmiss konar vélar, svo sem sög-
unarvélar og hvei’s konar aðrar
trjávinnsluvélar, járnbrautar-
vagna, rafmagnsmótora o. s. frv.
Martínus, dulspekingurinn og
hugsuðurinn danski, hélt síðasta
erindi sitt hér á Akureyri í
Samkomuhúsi bæjarins í fyrra-
kvöld. Áður hafði hann flutt þrjú
erindi í Skjaldborg og hlaut í öll
skiptin góða aðsókn og ágætar
undirtektir áheyrenda sinna. —
Mun hann nú senn vera á förum
héðan til heimalands síns.
Þótt Martínus telji sig sjálfur
óháðan öllum trúarstefnum og
aðhyllast enga þeirra, er óhætt
að fullyrða það, að boðskapur
hans er mjög skyldur boðun guð-
spekinga og í mörgum greinum
alveg samhljóða, enda kom hann
t. d. hingað til bæjarins á vegum
guðspekifélagsins hér. Kjarninn
í siðfræði hans og heimsskoðun
er þá einnig mjög í samræmi við
ýmsar kenningar og heimsskoð-
anir hinna æðstu trúarbragða —
og þá ekki hvað sízt kristin-
dómsins — þótt ýmislegt ný-
stárlegt bætist þarna við, sem
síður hefur verið athygli veitt
áður. f þrem síðustu erindunum
studdist ræðumaðurinn við
skuggamyndir, sem hann hefur
sjálfur dregið. af mikilli hug-
kvæmni, og eiga þær að sýna og
styðja kenningar hans á tákn-
rænan hátt.
Áður en Martínus kom hingað
l il bæjarins, birtist hér í blaðinu
grein, þar sem getið var nokk-
urra helztu áfanga á ævi og þró-
unarferli þessa athyglisverða
manns, og er því ekki ástæða til
að endurtaka það hér, sem þar
var sagt. En eftir komu hans
Þarfnast nýrra markaða.
Þegar ekki þarf lengur að af-
hénda Rússum þessar vörur fyrir
ekkert, þarfnast Finnar nýrra
markaða. Sennilega munu Rúss-
ar kaupa slíkar vörur að ein-
hverju marki í framtíðinni.
Finnar gerðu fimm ára verzlun-
arsamning við ráðstjórnina árið
1950 og þar er gert ráð fyrir slík-
um viðskiptum. Jafnframt eru
Finnar stór útflytjandi timburs
og trjákvoðu til Vesturlanda.
Bretar eru þar stærsti kaupand-
inn, og Bretar selja Finnum líka
meira en nokkur önnur þjóð.
Sovét-Rússland er þar annað í
röðinni. Næst stærsti kaupandi
finnskra framleiðsluvara í dag er
V estur-Þýzkaland.
Bjartari tímar.
Við lok skaðabótagreiðslnanna
geta Finnar horft fram á bjartari
tíma og útflutningsverzlun þeirra
er þegar í vexti. Ekkert atvinnu-
leysi er í landinu. Fremur má
segja að vinnuafl skorti í sumum
greinum, sérstaklega í skógar-
höggshéruðum norðurlandsins.
Lífsafkoma fólksins er betri nú
en hún var 1938. Verðlag er hátt,
en launin eru líka há. Engir
nema kommúnistar halda því
fram, að finnski vei'kamaðurinn
geti ekki keypt meira fyrir launin
sín nú en 1938.
hingað, mun enginn, er hlýtt
hefur á erindi hans, í vafa um
það, að Martínus ber með sér
stórbrotinn og óvenjulegan per-
sónuleika og er mikill ræðuskör-
ungur, sem hefur orðsins list
mjög á valdi sínu. Er það eitt út
af fyrir sig stórfurðulegt, að
óskólagenginn maður að kalla,
eða „ómenntaður“ á heimsvísu,
skuli hafa tileinkað sér ræðustíl
og rökrænt orðalag — í senn al-
þýðlegt, ljóst, en þó nákvæmt og
háfræðilegt — sem allur þorri
hinna lærðustu heimspekinga og
vísindamanna mætti mjög öfunda
hann af, og þá ekki síður af hit-
anum og sannfæringarkraftinum,
sem I.er boðun hans svo mjög
uppi.
Engin tilraun skal hér annars
gerð til þess að gera grein fyrir
boðskap Martínusar, því að þess
er naumast nokkur kostur í
suttu máli. Og því síður verður
þess freistað að leggja hér nokk-
urn dóm á sannleiksgildi eða
þýðingu þess boðskapar yfirleitt,
Það eitt skal hér sagt og fullyrt
um þetta efni, að boðskapurinn
um kærleikann, bróðurþelið og
miskunnsemina á enn sama
brýna erindið til okkar mann-
anna sem á dögum Krists ,og víst
er fyrirheitið um þróunina frá
myrki’i til ljóss — bæði í beinum
og táknrænum skilningi — ávallt
fagurt fagnaðarerindi, sem gott
er á að hlýða, ekki sizt á þessum
viðsjárvei-ðu tímum „hrynjandi
heimsmenningar“.
í< jJ;
Um þessar mundir er stórvirk
skurðgrafa að verki í landi
Möðrufells í Eyjafirði og er verið
að ræsa fraxn mýrlendisfláka
austan við túnið.
Á þessum slóðum getur einnig
að líta myndarlegar útihúsabygg-
ingar, sem reistar hafa verið í
sumar það langt frá bæjarhús-
unum, að ólíklegt er að þar sé
Möði-ufellsbóndinn sjálfur að
verki, enda ei’u reisulegar bygg-
ingar fyrir heima á staðnum. Við
nánari eftirgrennslan kemur líka
í ljós, að þama eru að rísa upp
tvö nýbýli í Möðrufellslandi,
tveir synir Ki’istins Ó. Jónssonar
bónda þar hafa valið sér fi-amtíð-
arstarf og heimili. Nokkru norð-
ai’, í landi Finnastaða, er þi'iðja
nýbýlið að rísa upp, og er þar að
verki sonur Ketils bónda Guð-
jónssonar á Finnastöðum. íbúð-
ai’húsbygging stendur yfir þar
um þessar mundir.
Ræktunarstörf á hcimaslóðum.
Nýbýlin í Möðrufellslandi
heita Ytrafell og Syðrafell. Á
Ytrafelli ætlar Jón Heiðar, 24
ára, að búa, en á Syðrafelli Þor-
steinn Ægir, 25 ára. Þegar Dagur
spurði hina ungu menn að því á
dögunum, hvort ekki hefði
hvarflað að þeim að flytja að
heiman á mölina, sögðu þeir að
þeim hefði ekki litist það árenni-
legt, og miklu lífvænlegra á allan
hátt að staðfestast við ræktunar-
störfin heima, en þurfa að ti’eysta
á stopula atvinnu í kaupstöðun-
um. Nokkurs virði væri að eiga
þá jörð, sem maður gengur á og
vera sjálfs síns herra. Þeir eru
bjartsýnir á framtíð sveitalífs-
ins og búskaparins. Þeir hafa trú
á því, að landið, sem þeir hafa
fengið til ræktunar — og hafa
þegar ræktað að nokkru leyti —
sé gott land og muni geta skapað
þeim betri lífsskilyrði en þeir
eygja annars staðar. Hafa þó
báðir hleypt heimadraganum og
m. a. verið í vei’i í Vestmanna-
eyjum og unnið við búskap í ná-
grenni Reykjavíkur.
40 kúa fjós.
Bræðurnir byggja útihúsin í
félagi. í sumar hafa þeir byggt
1200 hesta hlöðu og er hún full-
gei’ð og þegar full af heyi, þá hafa
þeir byggt 20 kúa fjós og á það
að vera fyrir annað býlið, hitt
fjósið, einnig fyrir 20 höfuð, ætla
þeir að byggja að vori. íbúðar-
hús verður byggt fyrir hvort býli
eins fljótt og ástæður leyfa, en á
meðan búa þeir heima á Möðru-
felli, enda er þar góður húsakost-
ur. Landið sem þeir hafa undir
og eru nú að i-æsa fx’am, er sam-
tals 75 hektarar, þar af eru 11
hektai-ar þegar komnir í ræktun.
Aukin fjölbreyttni í búskapnum.
Bræðumir telja, að nauðsyn-
legt sé að auka fjölbreytnina í
búskapnum. Auk kúastofnsins
eru þeir ákveðnir að koma sér
upp fjárstofni og telja mikla
möguleika tengda sauðfjárrækt-
inni, enda eru beitilönd mikil og
góð í Möðrufellslandi. Kornrækt
hafa þeir og kynnst sunnanlands
og hafa áhuga fyrir að reyna sig
á þeim vettvangi, er tímar líða.
Yfirleitt skortir þá ekki verkefni.
Þau blasa hvarvetna við augum
manna, sem eru að skapa sér
heimili og framtíðaraðstöðu á
heimaslóðum.
Breytt viðhorf.
Þótt stofnun nýbýla sé ekki
nýlunda í sjálfu sér, eru þessar
framkvæmdir þó vottur um
breytt viðhoi’f til sveitalífsins nú
á seinni árum. Það gerizt nú æ
algengara að ungir menn vilja
miklu heldur stai’fa við búskap-
inn heima við en sækja í hring-
iðu og óvissu bæjarlífsins. Unga
fólkið sér þar mikla framtíðar-
möguleika fólgna. Bættar sam-
göngur, aukinn vélakostur og
ýmiss konar aðstoð ríkisins hafa
opnað möguleika til nýbýlastofn-
unar og ræktunar, sem ekki voru
áður til. Allt þetta miðar að því
að gei-a stai’f bóndans eftii’sótt og
er það gleðilegur afturbatavottur
í þjóðfélaginu.
Landrými í Eyiafirði.
Hér í blaðinu var fyrir nokkru
rætt um búskap í Eyjafirði og
landrými og bent á, að færri
kæmust að sem bændur en
vildu. Framkvæmdir þær, sem
nú er verið að gera í Möðrufelli
og á Finnastöðum — og raunar
víðar í héraðinu — minna á, að
landi’ými er nægilegt á fjöl-
mörgum jörðum til hliðstæðrar
þróunar. Möguleikar til veru-
legrar býlafjölgunar eru fyrir
hendi í héraðinu. Landkostir
Eyjafjarðar geta framfleytt miklu
fleira fólki en nú býr þar. Fram-
leiðslan hér um slóðir getur á
næstu árum margfaldast.
Rússneskur píanóleikari
á Akureyri
Nýlega eru komnir til landsins
nokkrir getsir frá Rússlandi, á
vegum félagsins MÍR, þ. á. m.
pínaóleikax’inn frú Tatjana
Nikolajeva. Frúin hélt hljómleika
í Nýja-Bíó hér á Akureyri í gær-
kveldi, á vegum Akureyrardeild-
ar MÍR.
Danski dulspekingurinn
Marfínus á Ákureyri