Dagur - 24.09.1952, Síða 8

Dagur - 24.09.1952, Síða 8
8 Miovikudaginn 24. sept. 1952 Að minnsfa kosfi 250.000 fenings- mefrar af framræsluskurðum grafnir í héraðinu í sumar Nýrækfir í ár fullf eins miklar og áður - bygginga- framkvæmdir eiffhvaö minni Samtal við Ólaf Jónsson héraðsráðunaut (Jm 100 bílar í fjárfíufningum til Suðurlands alla þessa viku - Flufningar hafa gengið framar öllum vonum - segir umhoðsmaður sunnlenzku bændanna hér Sumarið 1951 voru grafnir framræsluskurðir í Eyjafjarðar- sýslu og þeim .liluta Suður-Þing- eyjarsýslu, er liggur að Eyjafirði, er námu 250.000 teningsmetrum, og á yfirstandandi sumri mimu framkvæmdirnar ekki minni, sennilega eitthvað meiri, en mæiingum er ekki Iokið, enda eru skurðgröfur enn að verki hjá ræktunarsamböndunum og munu verða fram á haustið, eftir því sem tíð leyfir. Þessar upplýsingar fékk blaðið hjá Ólafi Jónssyni héraðsráðu- naut, er það leitaði fregna hjá honum af ræktunarframkvæmd- um í héraðinu. Framkvæmdimar í sumar. í sumar hafa skurðgröfurnar verið að verki hjá öllum ræktun- arsamböndunum nema Svarfað- ardfll, en þar var mikið rmnið í fyrra. í stórum dráttum eru framkvæmdirnar þessar: Hjá Ræktunarsamb. Saurbæjar- og Hrafnagilshreppa hefur í sumar aðallega verið unnið syðst í Hrafnagilshreppi, á Grund, Mið- húsum, Finnastöðum, Torfum og Möðrufelli og einna mest á síðast taldri jörðinni, enda standa þar yfir miklar framkvæmdir. Eru tveir synir Kristins bónda Jóns- sonar að stofna þar nýbýli. Þetta ræktunarsamband á sjálft skurð- gröfuna og starfrækir hana. Hjá Ræktunarsambandi Öngulsstaða- hrepps vinnur skurðgrafa, sem er eign Vélasjóðs og hefur hún unnið nyrzt í hreppnum í sumar, í bæjaröðinni frá Kaupangi og norður úr að hreppamótum. Þar utan við er að verki skurðgrafa Ræktunarsamb. Grýtubakka- og Svalbarðsstrandarhrepps. Hefur hún að undanförnu unnið á Veigastöðum og er um þessar mundir að byrja í Sigluvík, en' fyrr í sumar stai’faði hún í Höfðahverfi, og þar var einnig mikið grafið í fyrra. Ræktunar- samband Amess- og Árskógs- hreppa hefur skurðgröfu frá Vélasjóði, hefur hún til þessa að- allega starfað syðst í Árskógs- hreppi, í Kálfskinni og Rauðu- vík og heldur nú inn eftir, um Fagraskóg, Kjarna til Arnar- ness. Þessi grafa var að starfi í Svarfaðardal í fyrra. Næst sunn- an við er grafa Vélasjóðs, starf- rækt af Ræktunarsainbandi Glæsibæjar-, Skriðu og Öxna- dalshreppa. Sú grafa vann fyrst í Kræklingahlíð, en síðan í Oxnadal og er þar að starfi nú. Loks er svo skurðgrafa Akur- eyrarbæjar, sem unnið hefur að framræslu fyrir ýmsa ræktunar- menn í nágrenni bæjarins. Að öllu samanlögðu má telja víst, að grafnir hafi verið meira en 250.000 teningsmetrar. — Ólafur Jónsson taldi að nýræktir í hér- aðinu væri fullt eins miklar í ár og í fyrra, en byggingafram- kvæmdir eitthvað minni. Hann taldi að heyskapur mætti teljast sæmilegur allvíða, einkum inn- fjarðar, en rýrari en ella allvíða sökum kalskemmda á sl. vori. Kal og grastegundir. Þegar blaðið spurði Ólaf um álit hans á rannsóknum þeim, sem gerðar hafa verið á kal- skemmdum í ár og fregnir hafa birzt af í blöðum, sagði hann, að enn hefði ekkert komið fram í blaðafregnunum, sem ekki væri áður vitað. Ólafur framkvæmdi sjálfur athuganir á kali fyrir nokkrum árum og skrifaði ýtar- lega um þau efni í Ársrit Rækt- unarfélags Norðurlands. Er þar m. a. bent á þolni háliðagrassins, sem virðist vera aðalniðurstaðan nú. í framhaldi af þessu sagði Ólafur Jónsson, að grasfræblönd- ur þær, sem fengist hefðu hér að undanfömu, hefðu valdið sér vonbrigðum, og því miður væri ekki sú bót orðin á grasfræsöl- unni, sem hann og fleiri ræktun- armenn hefðu vænzt. Til dæmis væri ástæða til að ætla, að há- liðagrasið, sem var í blöndu þeirri, sem seld var í vor, hefði ekki spírað að gagni nema að einhverju leyti. Grasfræblöndur þær, sem fengust fyrir stríð, reyndust vel, og taldi Ólafur ástæðulaust að breyta þeim nema fyrir lægju sannanir um betri blöndur, en slíkar sannanir væru ekki fyrir hendi. Yfirleitt virtist sér að vanda þyrfti meira til grasfræinnkaupa og grasfræ- blöndu en nú er gert. Aðalsláfurííð hófsí í gær í gær hófst aðalsláturtíðin hér og var slátrað 350 kindum úr Glæsibæjarhreppi, á sláturhúsi KEA á Oddeyri. Féð virtist vera mjög vænt. Engin kjötsala var á sláturhúsinu í gær, enda hafði ekki barizt tilkynning um haust- verð á sláturafurðum frá verð- lagsráði landbúnaðarins og má það heita undarleg ráðsmennska, að verðið skuli ekki tilkynnt í upphafi sláturtíðar. Von mun hafa verið á verðtilkynningunni í gærkveldi. Stjórn „Iðju" mótfallin uppsögn kjarasamninga Um næstkomandi helgi fer fram atkvæðagreiðsla í Iðju, félagi verksmiðjufólks, jafn- framt fulltrúakjöri- til Aíþýðu- sambandsþings, um uppsögn á núgildandi kaup- og kjara- samningum og mun Alþýðu- samband íslands hafa mælzt til þess að félögin hafi samninga lausa um miðjan des. næstk. — Stjórn og trúnaðarráð Iðju hér í bæ haía lýst sig andvíg upp- sögn samninganna á þessum mynd í Nýja-Bíó Nýja-Bíó hér í bæ hefur und- anfarna daga haft sýningar á ítalskri söngvamynd (Bajazzo), sem gerð er eftir óperunni Pagli- acci eftir tónskáldið heimskunna Leoncavallo. Syngja ágætir ítalskir söngvarar hlutverkin, m. a. Tito Gobbi, sem er í hópi beztu núlifandi söngvara, og Nina Lollobrigide, sem er í senn ágæt óperusöngkona, og leikkona, og auk þess fegurðardrottning ítal- íu. Hljómlistin í myndinni er því með ágætum, auk þess er þessi stutta ópera meðal skemmtilegustu og áhrifaríkustu minni ópera á síð- ari tímum. Ætt enginn, sem ann söng og fagurri tónlist að missa af þessari mynd. Hún mun verða sýnd nú síðari hluta vikunnar einu sinni eða tvisvar. Hópíerðir á iðnsýninguna Fjöldi manna héðan úr bæ hefur gert ferð til Reykjavfkur til þess að sjá sýninguna og hafa bæði Flugfélagið og Norðurleið h.f. boðið upp á sérstök kjör vegna þessara ferðalaga. M. a. þeirra, sem farið hafa suður, eru margir starfsmenn KEA, og var ætlað að um 90 starfsmenn mundu fara suður fyrstu 3 helgar ýningar- innar. Síðastl. föstudag komu hingað til Eyjafjarðar fyrstu fjárflutn- ingabílarnir úr Þingeyjarsýslu og hvíldu hér í Staðareyju um nótt- ina. Fluttu þeir fé úr Kelduhverfi sem átti að fara í Gnúpverja- hrepp í Árnessýslu. Lögðu þeir upp héðan á laugar- dagsmorguninni suður á bóginn. Þann dag fóru 19 bílar fullhlaðn- ir suður, á sunnudaginn 33 bílar, á mánudaginn 48 bílar og eitt- hvað svipuð tala í gær. Hver bíll hefur frá 45—65 lömb og hafa flutningarnir gengið framar öll- um vonum, að því umboðsmaður sunnlenzku bændanna, Guð- mundur bóndi Guðmundsson á Efri-Brú í Grímsnesi — sagði blaðinu í viðtali í gær. Engar teljandi bilanir hafa orðið á bíl- um og yfirleitt er skjótt brugðið við að gera við vegi þar sem þörf þykir, hefur einkum verið þörf á því á Uxahryggjarvegi, sem var endurbættur nú nýlega með tilliti til fjárflutninganna.. Flestir bílarnir eru sunnlenzkir. Guðmundur sagði að um 100 bílar væru nú skráðir til fjár- flutninganna og skiptast þeir þannig: Bílstjórafélag Þingey- inga 16 bílar, Bílstjórafélag Húsavíkur 7 bílar, úr Reykjavík 10 bílar, fáeinir bílar úr Rang- árvallasýslu, 2 af Hvammstanga, 1 úr Stykkishólmi og um 60 bílar úr Árnessýslu. Af Akureyri verða nokkrir bílar, er að því kemur að flytja fé úr Eyjafirði. Flutningurinn er greiddur með 13 aurum á hvern km. fyrir lamb ,og mun láta nærri að bíl- arnir fái 80 krónur fyrir að flytja lambið úr Kelduhverfi í Gnúp- verjahrepp, en það er mesta vegalengdin, en nokkru styttri til annarra áfangastaða í Ámes- sýslu. Er lömbunum skipt þar á 7 staði, og þangað sækja svo bænd- ur lömbin. Áætlað er að menn fái allt að50%af tölu þess bótaskylds fjár, er þeir urðu að lóga vegna sauðfjárveikivarnanna. Lömbin líta vel út. Guðmundur sagði að fjár- kaupmennirnir, sem starfa í Þingeyjarsýslu og Eyjafirði teldu lömbin líta mjög vel út og væru ánægðir með þau. Hins vegar heyrðist sér að ýmsir bændur hér um slóðir teldu þau tæplega í meðallagi, en þá væru þeir líka vanir vænu fé. Oll lömb, sem suður eru komin, líta vel út og hefur ekkert lamb farizt eða meiðst í flutningunum það sem af er. Auk gimbralambanna kaupa bændur hrútlömb, 1 hrút fyrir hverjar 12—15 gimbrar, og hefur ekki reynst neinum erfið- leikum bundið að fá hrútlömbin. Horfur eru á því að sú tala, sem lofað var, fáist fullkomlega og sennilega vel þáð éftir því sem nú horfir. Hætt við kaup á Svalbarðsströnd. Þegar uppvíst varð um garna- veikina í kindúm frá Svalbarðs- strönd, var hætt við að kaupa lömb á Svalbarðsströnd. Er fjár- kaupasvæðið því frá Jökulsá á Fjöllum að girðingu við Lónsbrú í Glæsibæjarhreppi, að undan- skildum Saurbæjarhreppi í Eyja- firði og Svalbarðsstrandarhreppi. Góð fyrirgreiðsla. Fjárflutningar þessir, sem eru þeir umfangsmestu, sem sögur fara af hér á landi, munu standa fram um miðja næstu viku, ef allar áætlanir standast. Guð- mundur á Efri-Brú kvað það trú sína, að það lán, sem hefði verið yfir flutningunum til þessa mundi endast sunnlenzku bænd- unum allan tímann hér nyrðra. Rómar hann mjög alla fyrir- greiðslu bændanna, sem selja lombin, og allra annarra aðila, sem sunnlenzku bændurnir eiga hér skipti við. Sagði hann að reynt væri að greiða fyrir flutn- ingrmum eftir íöngum, hvar sem þeir kæmu. UM 350 MUNIR (Framhald af 1. síðu). Á meðal gripa, sem Ragnar sýndi fréttamönnunum, voru ýmsir útskurðarmunir, þ. á. m. nokkrir eftir Bólu-Hjálmar, tó- vinnuverkfæri alls konar, askar, mjólkurílát, vefnaður, reiðskap- ur alls konar, reizlur og vogir, tóbaksílát og verkfæri, brenni- vínskútar, hákarlaífærur o. m. fl. Verður væntanlega hægt að segja nánar frá safninu og einstökum gripum þar í næstu viku. Húsgögn frá Valbjörk á Iðnsýningunni ■líiíiiit 4 ■ s-i nm vhí Eitt þeirra norðlenzku fyrirtækja, sem taka þátt i Iðnsýnmgunni, er húsgagnavinnustofan Valbjörk s.f. hér á Akureyri, sem sýnir smekkleg og nýtizkuleg húsgögn, sem vekja athygli. Hér er smekk- leg borðstofa frá Valbjörk. — Ljósinynd: Guðni Þórðarson.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.