Dagur - 01.10.1952, Side 4

Dagur - 01.10.1952, Side 4
D A G U R Miðvikudaginn 1. október 1952 DÁGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88 — Sími 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 50.00. Gjalddagi er 1. júlí. Prentverk Odds Björnssonar h.f. Lággengi Alþýðuflokksins ÞAÐ HEFUR verið ymprað á því nokkrum sinnum í málgagni Alþýðuflokksins hér á Akur- eyri á undanförnum mánuðum, að þörf væri á því að taka upp nánari stjórnmálalega samvinnu milli Framsóknarmanna og Alþýðuflokksmanna en ríkt hefur um sinn. Má til tíðinda telja, að þannig skuli þjóta í þeim skjá, og eru nú tímar breyttir frá því, er forustumenn flokksins hér töldu það sitt helzta hlutverk í lífinu að vinna Framsóknarflokknum ógagn og ástunda jafn- framt sem nánast samstarf við íhaldið. Þess ber að vísu að gæta, að hugleiðingar blaðsins um þessi efni hafa virzt byggðar á furðulegu óraun- sæi og sjálfsblekkingu. Allt málið hefur sem sé verið reist á þeim grunni, að Alþýðuflokkurinn og stefna hans ætti mjög vaxandi gengi að fagna hjá þjóðinni, og væri nú sá kosturinn vænztur fyrir Framsóknarmenn, að stökkva upp á sigur- vagn Stefáns Jóhanns og komast þá leiðina til aukins gengis með þjóðinni. Því er ekki að leyna, að ýmsum Framsóknarmönnum gengur illa að setja sig inn í þennan hugsunarhátt. — Eða því skyldi stefna Alþýðuflokksins eiga því gengi að fagna hjá þjóðinni um þessar mundir, sem Al- þýðumaðurinn segir frá? Er þar uppskeran af stjórnarforustu Alþýðuflokksins hér á árum áð- ur? Eða verðlaun fyrir ábyrga og raunsæja bar- áttu um hylli verkalýðsins? Kannske sýnir slíkt vaxandi gengi, að þjóðinni geðjist sérlega vel hin óeigingjarna og skelegga málefnabarátta flokks- forkólfanna og stjórn þeirra á þeim ríkisstofnun- um, sem lúta þeirra forsjá? Menn geta velt þess- um spurningum og fleiri slíkum fyrir sér, en þeir hljóta að komast að þeirri niðurstöðu, að ef Alþm. segði satt um vaxandi tiltrú, sem Alþýðuflokks- forustan nýtur, hljóti það að vera af öðrum og annarlegri ástæðum en þeim, sem hér að ofan eru taldar. Menn hafa nefnilega litlu gleymt af sögu Alþýðuflokksins síðustu árin. Sú íslandssaga er með dálítið öðrum hætti en Alþm. vill nú vera láta. SANNLEIKURINN í þessu máli er augljóslega sá, að hugleiðingar Alþm. um vinsældir Alþýðu- Elokksins um þessar mundir eru úr lausu lofti gripnar, slíkt hágengi á þessum flokki er hvergi til nema í heilabúi örfárra ríkisembættismanna. Alþýðuflokkurinn er um þessar mundir að upp- skera eins og hann hefur til sáð. Farkostur Stefáns Jóhanns og fylgifiska hans er enginn sigurvagn, og hjólin snúast ekki áfram, heldur aftur á bak. Nægir í því efni að minna á kosningarnar í Vest- ur-ísafjarðarsýslu. Barómetið þar stóð ofurlítið öðruvísi en í Alþýðumanninum. Sá andbyr, sem Alþýðuflokkurinn á nú að mæta, stafar af því, að Eólki þykir ekki nóg, að forustumenn flokksins hrópi hástöfum að þeir vilji berjast gegn íhaldi, þegár dæmin sanna — úr stjórnartíð flokksins til dæmis — að þegar í valdastólana er komið, er þessu fólki fátt hugstæðara en að ástunda hina bróðurlegustu samvinnu við íhaldið og kippa að sér hendinni, hvenær sem frjálslynd öfl þjóðfé- lagsins vílja sækja fram að einhverju takmarki, sem raimhæft gildi hefur. Þessi varð t. d. reynslan af Alþýðuflokknum hér á árum áður, er baráttan um aukið frelsi fólks í verzlunarmálum stóð sem hæst. Skrif Alþm. benda til þess, að flokksstjórn- in geri sér enn þær gyllivonir, að vísitöluvísindi flokksins og sú óraunhæfa dýrtíðarbarátta, sem þeim er tengd, hafi vakið traust á flokknum meðal launþeganna og aukið vinsældir hans. — En reynslan sannar hið gagnstæða. íslenzkir launþegar hafa af sárri reynslu lært, hvert er hið raun- verulega innihald þeirra kjara- bóta, sem miðast einvörðungu við tölu krónanna í lófanum, en forsmáir hið raunverulega verð- mæti peninganna. Það mundi vekja meiri tiltrú, ef Alþ.flokk- urinn hefði þorað að taka á þeim málum af einurð, í líkingu við stefnu hinna ábyrgu verkalýðs- leiðtoga í Bretlandi til dæmis. ALÞM. HÉR hefur skrifað margt um þörf Framsóknar- manna að breyta um stefnu til þess að ávinna sér hylli þjóðar- innar, og hefur látið í það skína, að ekki komi til mála samvinna Alþ.flokksforkólfanna við Fram- sóknarmenn fyrr en þeir hafi sveigt stefnu flokksins meira til geðs forustuliði Alþ.fíokksins í Reykjavík. Það mun almennt skoðun Framsóknarmanna, að þessir skilmálar Alþ.flokksblaðs- ins séu næsta óraunhæfir og í litlu samræmi við stjómmála- ástandið í dag. Sú vitneskja, sem fyrir hendi er, um viðhorf kjós- enda til flokkanna í dag, bendir eindregið til vaxandi fygis Fram- sóknarflokksins og til aukinnar tiltrúar á ábyrgri stjórnmála- stefnu hans til hags fyrir alla al- þýðu manna. En þessi sama vitn- eskja sýnir lækkandi gengi á Alþ.flokknum. Væri ekki ráð fyrir Alþ.flokkinn að reyna að draga réttar ályktanir af þessum staðreyndum og stuðla þannig að auknu samstarfi vinnandi fólks í sveit og við sjó? FOKDREIFAR Enginn man eftir kirkjulóðinni. Kr. S. skrifar blaðinu á þessa leið: ÞAÐ ERU NÚ 12 ár síðan Ak- ureyrarkirkju var byggð, og ekki er enn farið að standsetja kirkju- lóðina. Líklega er engin húslóð í þessum bæ jafn sóðaleg. Eftir tillögu húsameistara rík- isins átti þessi lóð að vera ein hin fegursta í bænum, enda hæfir annað ekki, svo veglegu guðs- húsi. Það átti. að lækka Eyrar- landsveginn svo mikið, að sjálft umhverfi kirkjunnar yrði lágrétt. Það átti að flytja húsið Stóruvelli burtu, og leggja þríhyrnuna, sem húsið stendur á, til kirkjulóðar- innar, og gera þar blómagarð. Það átti að steypa keyrsluveginn í kringum kirkjuna út á brekku- brúnir ,og gera hálfhringlagaða blómagarða við báðar hliðar kirkjunnar. — Þetta var tillaga húsameistara. En ekkert af þessu hefur verið fr^nkvæmt. ALLIR FERÐAMENN, inn- lendir og útlendir, sem til bæj- arins koma, fara upp á höfðann, bæði til að skoða kirkjuna og til að njóta útsýnis yfir bæinn og fjörðinn. Enda er það líka leið upp í Lystigarðinn. Nokkuð geta menn gert sér hugmynd um um- ferðina um þá lóð, að síðan að kirkjan var reist þar, hafa allt að 4000 manns látið skrá nöfn sín í gestabók, sem liggur frammi í forkirkju kirkjunnar. Fullyrða má þó, að ekki hefur helmingur þeirra ferðamanna, sem í kirkj- una hefur komið, skráð nöfn sín. Margir ferðamenn hafa spurt: Hvers vegna er umhverfi þessa veglega húss ekki prýtt? Það eina, sem hefur verið gert í þessi 12 ár er, að einstöku sinn- um hefur verið ekið mulningi of- an í verstu pyttina í lóðinni. En oft er þó svo, þegar umferð er mikil, svo sem er við fermingu og fjölmennar jarðarfarir, að bíl- ar vaða upp á bretti í forarpytt- FYRIR TÆPUM tveimur árum var byrjað að ryðja hrygginn norðan við kirkjuna með jarðýtu. Bjóst maður þá við að það væri upphaf að miklum framkvæmd- um. Nei! Það var hætt fljótlega við það. Og eftir stóð mjór hryggur, sem allir bílar, sem að kirkjunni koma, verða að þræða eftir. Er hryggur sá svo mjór, að í snjó er hann hættulegur, enda valt bíll þar út af í vor sem leið og stórskemmdist, og mildi var að ekki varð slys á fólki. Það er ekki vansalaust fyrir bæinn, að láta kirkjulóðina vera í þeirri óhirðu sem hú ner. — Nú er hrópað á atvinnubóta- vinnu. Mai’gt er það, sem gera þai’f, en mismunandi aðkallandi. Oft les maður í blöðunum um, að það þurfi að gera þetta og þetta. Og síðast í dag (26. sept.) er langur listi í Alþýðumanninum um verk, sem þurfi að vinna, og sé tilvalið til að auka atvinnu í bænum. En enginn man eftir kirkjulóðinni, sem þó er, að margra manna áliti, mest aðkall- andi. EITT AF ÞVf, sem mest ein- kennir framkvæmdir í þessum bæ, er það, að á mörgu er byrjað, en fátt klárað. Má þar nefna til sönnunar, að ekki er enn farið að fylla í skarðið á milli almenn- ingssalernanna og kirkubrekk- unnar, eða klára að þekja brekk- una.“ Leiðrétting. Frk. Ragnheiður O. Björnsson skrifar blaðinu á þeSsa leið: „Má ég biðja yður fyrir smá- leiðréttingu á grein minni í síð- asta degi um afmæli Laugalands- skólans. Frk. Svava Skaftadóttir kom til mín strax og Dagur kom út og sagði, að ég þakkaði sér þar verk, sem hún hefði ekki unnið, því að Jónína Björnsdóttir prestfrú á Laugalandi hefði safnað munun- um og komið þeim fyrir í sýning- arsalnum með aðstoð frk. Sigrún- ar Gunnlaugsdóttur vefnaðar- kennslukonu skólans, af mikilli smekkvísi. Bið ég hlutaðeigend- ur að afsaka misskilning minn. R. O. B. Skólarnir faka fil sfarfa Skólarnir eru nú um það bil að hefja starfsemi og er margt af ungu fólki komið til bæjarins til þess að setjast hér á skólabekk og sumt langt að komið. Gagn- fræðaskóli Akureyrar verður settur í dag kl. 2 síðdegis og Menntaskólinn á Akureyri verður settur á morgun kl. 2 e. h. Barna- skólinn verður settur í dag kl. 5 síðdegis, í Akureyrarkirkju. Aðr- ii> skólar munu einnig um það bil að hefja starf. Sitt af liverju tagi Erlend tízkublöð herma, að ný tízka sé áð ry'ðja sér til rúms í París nú á þessu hausti. Það er sjalið — og ber hvarvetna mikið á því á götum Parísar um þessar mundir. Það er notað bæði sem nokkurs konar „yfirhöfn" — ef elski er því kaldara í veðri — og með samkvæmisklæðnaði. Það er oftast fer- hyrningslagað og gjarnan úr grófu tweed-efni, með þykkum ullar-„frynsum“, og er þá annað tveggja lagt yfir kápuna, eða dragtina. Með samkvæmis- klæðnaði er sjalið aflangt, oft bróderað með perlum eða palléttum á hornum. Blöðin segja, að þetta sé tízka, sem allar konur, er ekki eiga pels, taki fegins hendi og muni vilja halda í sem lengst. ★ Bandaríkin eru land uppfinninganna — hvað svo sem um þau mál er sagt í kommúnistablöðum. Ný- asta uppfinning þar í landi, sem um ræðir í erlend- um kvennablöðum, er drykkjarkrús barna, sem ekki er hægt að velta um koll. Botninn er hálfkúlu- lagaður, og er blý í honum, eins og tíðkast á sumum leikföngum barna. En nýungin er sú, að lokið er með útbúnaði þannig, að ef krúsin fellur á hliðina, rennur ekki úr henni, en barnið getur samt drukkið . úr krúsinni, með því að halla henni á sérstakan hátt. ★ Kunn dönsk húsmóðir og rithöfundur dvaldist nýlega um skéið í Bandaríkjunum. Við heimkom- una lét hún svo um mælt við danskt blað, að hún teldi það misskilning af dönskum húsmæðrum, að öfunda stallsystur sínar í Ameríku af öllum þeim vélrænu þægindum, sem þar er tízka að. koma fyrir. í heimilunum. Frúin segir, að sér. finnist eitthvað kuldalegt við mörg amerísk heimili, og að þau skorti „hygge“ á við það, sem Danir eiga að venj- ast. Hún vill halda því fram, að amerísk heimili beri þess ljósan vott, að fjölskyldan haldi sig mest í eldhúsinu — og bílnum. ★ Danskt kvennablað kennir lesendum sínum að búa til eftirfarandi leikfang fyrir smáböm (t. d. börn, sem leika sér í grind). Tómar dósir undan niðiu-soðnum matvælum, geta orðið ágætasta leik- fang, segir blaðið. Bezt er að fá nokkrar dósir af mismunandi stærðum, þannig, að þær gangi hver innan í aðra, eins og kínverskar öskjur. Takið merki og pappír utan af dósunum og hreinsið þær vel. Klippið burt eða sverfið hvassar brúnir, og gætið þess vel, að ekki sé unnt að meiða sig á dós- inni. Gott ráð er að setja límband ofan á röðina, eftir að búið er að sverfa hana til. Síðan á að mála dósirnar með ýmsum slcrautlegum litum, og reynsl- an sýnir, að bömunum þylcir þetta ágætt leikfang. Þannig má oft með lagi gera leikföng, sem ekki gefa eftir rándýrum hlutum úr búð. ★ Það hefur verið nokkur tízka í Danmörku nú um sinn, að ungar danskar stúlkur hafa ráðið sig í vist á frönsk heimili. Dönsk húsmóðir, sem lengi hefur verið búsett í París, hefur nú, í grein í dönsku kvennablaði, varað ungu stúlkurnar við að búast við miklum lífsþægindum á hinum frönsku heim- ilum eða vingjarnlegri sambúð á heimilunum. Tízk- an þar er sú, að starfsstúlkan í húsinu á að vinna langan starfsdag (til kl. 9 að kvöldi), og hefur ekki þá kunningsskaparaðstöðu gagnvart húsmóðurinni, sem margar danskar stúlkur eiga að venjast heima. Kaupið er lágt, miðað við danskar kaupgreiðslur. Þessi frú bendir á, að stúlkurnar hafi miklu betri kjör heima en á framandi slóðum.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.