Dagur - 15.10.1952, Page 5
Miðvikudaginn 15. októher 1952
D A G U R
5
S j ö t u g u r:
Kristján Eldjárn Kristjánsson
hreppstjóra á Hellu
Kristján Eldjárn Kristjánsson
bóndi og hrepþstjóri á Hellu
varð sjötugur í gær. Er skylt að
minnast hans nú, því að hann er
merkismaður.
Kr. E. Kristjánsson er fæddur
14. okt. 1882 á Litlu-Hámundax--
stöðum á Árskógsströnd (nú Ár-
skógshreppi). Voru foreldrar
hans Kr. Jónsson og Guðrún
Vigfúsdóttir, búandi hjón þar, af
traustu og greindu fólki komin,
og má óhætt segja það af nokkr-
um kunnugleik, að í hlut Kr. E.
Kr. hafi komið margir hinna
beztu eiginleika foreldra hans og
ættmenna, svo' sem greindin,
dugnaðurinn, umbótahugurinn
og skapfestan. En allt þetta og
margftleira gott fékk Kr. E. Kr
í vöggugjöf.
Árið 1905 útskrifaðist Kr. úr
Hþlaskóla, og arið eftir fer hann
utan til búnaðarnáms. Var hann
þá um tíma í Danmörk við land-
búnaðarstörf, en síðar í Noregi
við búnaðarskólann á Stend og
svo við Landbúnaðarskólann
Osló. Hann er því prýðilega
menntur bóndi, og var á sinni
tíð fágætlega menntaður í þeirri
stétt.
Er heim kom gerðist hann
leiðbeinandi bændanna í byggð-
um Eyjafjarðar um nokkur ár,
sem sýsluráðunautur, en keypti
bráðlega óðal féðfa sinna, Hellu
hóf þar búskap.ög hefur búið þar
síðan óslitið. eða. rúmlega 40 ár.
Á þessum áratugum hefur
Hella tekið miklum stakkaskipt
um, með stóraukinni ræktun og
ágætum húsakosti, og hefur
þannig verið setin með mikilli
prýði.
Þegar á unga aldri gerðist
Kristján virkur . þátttakandi
félagsmálum sveitar sinnar, sem
voru heldur fáskrúðug eins og
víðar. En með stofnun Ung
mennafé'i. „Réyiiii-*1 þar í sveit
hófst ný félágsalda, sem hóf hina
ungu menn til vaxtar og þroska
og voru þeir Hámundarstaða-
bræður meðal forystumanna þar
í hvers konar félagslegri starf
semi, og Kristján raunar verið
það alla ævi. Því að hann hefur
verið driffjöður í hvers konar
menningarlegri framfaraviðleitni
og félagslegri uppbyggingu sveit-
unga sinna alla tíð.
Þeir munu áreiðanlega sjá það
ef ekki nú, þá síðar, hverjum
beri fyrst og fremst að þakka for
göngu í ýmsu því, sem nú prýðir
menningu sveitarinnar og skipa:
henni í fremstu röð. Má þar fyrst
nefna það, að Árskógshreppur
varð fyrstur allra byggða hér að
koma upp svetiarsíma inn á svo
að segja hvert heimili. Og þótt
margur legði þar á gjörva hönd,
þá var það fyrst og fremst
hreppsnefndin, með oddvita sinn
í broddi fylkingar, Kristján E.
Kfistjánsson, sem foryztuna
hafði. Það var stórmyndarlegt
átak á þeirri tíð, og bar fyrir-
hyggju og kappi oddvitans gott
vitni, enda hafði hann af því
mikið erfiði, — og ánægju að
lokum.
Næsta skrefið var bygging
skólahússins. Það var mikið lán
fyrir sveitina, hve snemma hún
var á ferðinni. En þegar litið er
á „efni“ og ástæður“ hefði mátt
ætla að aðrir hefðu orðið á und-
an. Og það er alveg vafalaust,
þótt kennarinn þar, virtur og
vinsæll að maklegleikum, ætti
sinn veigamikla þátt í að skapa
þann hug hjá fólkinu, sem lyfti
undir þá framkvæmd, þá er það
fyrst og fremst að þakka hinni
Stefna valdhafanna í Moskvu felur í sér gífurlega
hætfu fyrir allan hvíta kynstofninn
farsælu forystu oddvitans og
skólanefndarformannsins, Krist-
jáns E. Kristjánssonar, að í þá
byggingu var ráðist af slíkri for-
sjá og dugnaði. Og nú á Árskógs-
hreppur sitt skólaheimili, eitt hið
prýðilegasta á landinu, og hefur
jannig í eitt skipti fyrir öll ráðið
fram úr þessum málum, sem allt
of margir vam'æktu of lengi og
eru nú í vandræðum með.
Miklu fleiri mætti nefna, sem
Kr. E. Kr. hefur átt drjúgan þátt
í að hrinda í framkvæmd. Eg vil
minna á sóknarkirkjuna í því
sambandi. Einu sinni var vegleg
kirkja byggð í Stærra-Árskógi,
vígð rétt fyrir sl. aldamót. Hún
var af lítilli fyrirhyggju byggð,
enda varð endingin eftir því. Nú
er þar ein hin fegursta sveita-
kirkja, vönduð að allri gerð, sem
mun lengi standa og vitna um
menningu safnaðarins á tímum
safnaðaroddvitans, Kr. E. Kr.,
dugnað hans og fyrirhyggju.
Eins og sjá má af því, sem hér
er ritað, hefur Kristján haft á
hendi margs konar trúnaðar-
störf fyrir sveit sína. Hann hefur
verið sýslunefndarmaður um 4
áratugi, sóknarnefndarmaður og
skólanefndarformaður um langt
árabil, og hreppsnefndaroddviti
lengi og hreppstjóri síðan 1939.
Það má því óhætt segja, að hann
hafi verið forvígismaður sveitar
sinnar um áratugi, og alla tíð til
uppbyggingar og sæmdar.
Kristján er kvæntur Sigur-
björgu Jóhannesdóttur Jónssonar
prests Reykjalíns frá Þöngla-
bakka, hinni ágætustu konu, og
eiga þau 4 uppkomin börn og
eina fóstui'dóttur. Eru nú synir
þeirra að leysa þau af hólmi. Jó
hannes sonur þeirra mun nú í
1 þann veginn að taka við búsfor-
ráðum á Hellu, en eldri sonurinn,
Snoi’ri, muni ætla sér að reisa bú
að Krossum, en þá jörð keyptu
þeir feðgar fyrir all-mörgum ár-
um, enda liggja jarðirnar hvor að
annarri, báðai; ágætlega fallnar
til mikilla ræktunarframkvæmda
og vel í sveit settar. Mun þessum
nýju bændum kippa í kyn um
dugnað og manndóm, og munum
við öll, sem til þekkjum, óska
þeim fai’sældar. En afmælisbarn-
inu og konu hans þökkum við
langa samfylgd og gott ævistarf.
Og alveg sérstaklega sendi eg
Kr. E. Kr. hugheilar þakkir fyrir
foi’na vináttu og félagsskap uppi
á Doffafjöllrun í slagtogi með
Molda, Hi-úgu og Fera, og
mosaþembum Vallnatúns og
Ti-jónubakka í félagsskap við
Sælor, blessaðan. Eg þakka
drengskap hans og dug í hverri
raun, og óhvikula ti-yggð hans
við æskuhugsjónir og ættarerfð
ir. Og eg vildi mega óska þess
þjóð minni til handa, að ísl
bændastétt ætti jafnan möi’gum
slíkum mönnum á að skipa.
Að svo mæltu óska eg Krist-
jáni til hamingju með afmælið
og unnin stöi’f og sendi fjöl
skyldu hans allri beztu kveðjur.
Snorri Sigfússon.
Þættir úr endurminningum Henry Wallace, fyrrverandi
varaforseta Bandarkjanna
— FOKDREIFAR
(Framhald af 4. síðu).
pakka með flugvél á vegum
hlutafélags en með bifreið á veg
um hins opinbei’a. Ein afleiðing
þessa ráðslags er sú, að menn
forðast að fara með pakka í póst-
húsin, sé þess, kostur. Reyna
leirgstu lög að koma þeim með
öðrum hætti. Minnkandi viðskipti
þykja áhyggjuefni hjá venjuleg
um fyrirtækjum. Kannske er hið
opinbera undantekning að þessu
leyti.
í grein þeirri, er birtist hér í
blaðinu í sl. viku, lýsti Henry
Wallace, fyrrv. varaforseta Banda
ríkjanna og
formaður
„Progressive"
flokksins þvi,
hvernig Rúss
ar l.eyndu
hann og fé-
1 a g a h a n s
þrælabúðun-
um í Síberíu,
er þeir ferð-
uSust u m
landið 19 4 4.
Stefnuhv ö r f
u r ð u h j á
Wallace eftir
valdarán kommúnista í Tékkó
slóvakíu, og þó einkum eftir að
kommúnistar komu af stað Kór-
eustyrjöldinni, þrátt fyrir allt
friðartalið. í þessari grein heldur
Wallace áfram að segja frá
reynslu sinni.
Þegar eg lít til baka til ferða
lagsins yfir þvera Sovét-Asíu og
Kína og eftir að hafa lesið og
heyrt lýsingar vinnuþrælanna
xeirra fáu, sem loppið hafa lifandi
á lífinu í vinnubúðunum, sé eg,
að mér varð alltof mikið um þá
leiksýningu, sem rússneskir emb
ætismenn settu á svið fyrir okk
ur. Mér virðast þessir rússnesku
embætismenn engum líkjast frem
ur en framgjörnum kapítalistum,
Eg sé ennfremur nú, að á þessu
ferðalagi mínu 1944, gei’ði eg of
lítið úr möguleikum Kínverja til
ress að efla herveldi sitt.
Herveldi Kínverja.
í Norður-Kína, sem hefur
fimmtán sinnum fleira fólk en
Síbería, fyx’irfannst þá sem næst
enginn þungaiðnaður. Fram-
leiðslumáttur þessa landssvæðis
virtist þá enginn nema geta smá
bændanna, sem unnu baki brotnu
á smájörðum sínum með frum-
stæðum verkfærum, nótt og nýt-
an dag að kalla. Það, sem eg sá
til kínvei’skra hei’manna 1944
virtist benda til þess, að ógerlegt
mundi að æfa þá og búa svo, að
þeir gætu árið 1952 orðið hern
aðarmáttur eins og sá, er við
þel^kjum nú í Kóreu. En eg sá
þó 1944, að Kínverjar voru furðu
lega fljótir að færa til miðlungs
stórt .stórskotalið og þeir kunnu
vel að beita því. En enda þótt eg
lýsi undrun minni yfir því,
hversu fljótt Kínverjar hafa eflst
hernaðarlega, var það þó grun
ur minn og ótti þegar árið 1944,
að Kínverjar kynnu einhvem
tíma að verða voldugasta her
veldi heims. Eg óttaðist, að þeir
mundu eiga eftir að vejða leið
togar þjóðanna í Asíu í baráttu
gegn hinum vesti’æna heimi.
einn tuttugasta af því, sem al-
mennir vei’kamenn í Bandaríkj-
im, Kanada og Vestur-Ev-
ropu gera. Þetta fólk á fyrir
vændum 40 ára styttri meðalævi
en við Vestui’landabúar, vegna
lélegs viðurværis, sjúkdóma og
fáfræði. Með menntun og góðu
viðurværi væri geta þessara
manna engu minni en okkar. Eg
vildi sjá til þess, að þessi mikla
fylking hinna óbreyttu alþýðu
manna, skipaði sér í lið með okk
ur, og ég taldi að bezta tryggingin
fyrir því að svo yrði, væri að
hjálpa þessum þjóðum efnahags
lega með því að auka fram-
leiðslumöguleika þeirra og afköst.
í stuttu máli, eg taldi, að þegar
til lengdar léti væri það einasta
örugga leiðin fyrir Bandaríkja
menn væi’i að vingast við þjóðir,
sem kallað er að séu skammt á
veg komnar efnahagslega og
tæknilega.
betur, að hinn rússneski komm-
únismi, sem enga virðingu ber
fyrir sannleikanum, er haldinn
ofstæki, miskunnar- og tillits-
leysi við aðrar skoðanir og for-
smáir trúarbrögðin og siðfræði
þeiri’a, er af hinu illa.
Bandaríkin vilja hjálpa Asíu-
þjóðunum.
Bandai’íkin hafa ekki og munu
aldrei reka heimsvaldapólitík
gagnvart Asíu. Bandaríkjamenn
gáfu Filippseyjum frelsi og þeir
munu hvei’fa frá Japan og For-
mósu undir eins og hættan á
kommúnistískri árás er liðin hjá.
Þeir hafa aldrei rekið nýlendu-
pólitík á meginlandi Asíu. En eins
og sakir standa, og þrátt fyrir
yfirburði Bandaríkjanna á sviði
tækni og auðlegðar, eru áhrif
þeirra á undanhadi í þessum
löndum, vegna þess, að Banda-
ríkjamenn skilja ekki fólkið þar
eins vel og Rússar gera.
Við vitum það gerla að vísu,
að valdhafarnir í Kreml munu
svíkja þetta fólk undir eins og
þeir hafa náð öruggu tangarhaldi
á því, en í dag virðast þeir samt
eiga meiri samúð að mæta hjá
því en við og okkar stefnumál.
Þarna eru á ferð vandamál
bænda og verkamanna. sem
vinna sér inn minna en 10 krónur
á dag.
Rússneskir fjötrar
Það varð því fyrsta verk mitt
eftir heimkomuna sumarið 1944,
að flytja ræðu um möguleikana
stórauknum viðskiptum við
Asíulöndin, yfir Kyrrahafið. Eg
held að þetta hafi verið góð ræða,
og ef sú stefna, sem ég þar mark-
aði, hefði náð fram að ganga,
hefði það sparað óhemju fjár-
magn. Eg hafði séð framsókn
hins óbreytta alþýðumanns í Asíu
árið 1944, en það sem ég sá ekki,
var áætlun Sovét-Rússa að fjötra
alþýðuna siðferðislega, sálarlega
og líkamlega, til gagns fyrir eigin
heimsvaldastefnu. í dag hefur
Sovét-Rússland — með hjálp
Mao-Tse-tung — milljónir kín-
verskra verkamanna á valdi sínu,
milljónir, sem búið er að gera
að hermönuum.
Elska Rússa ekki meira en aðra
hvíta menn.
En valdhafarnir í Moskvu virð-
ast ekki gera sér ljóst, að hinn
mikli risi, sem þeir hafa þannig
vakið úr svefni aldanna, geti, er
tímar líða, snúist gegn þeim,
Eins og nú standa sakir — á
meðan er reynt að hrekja hvíta
manninn burt úr Kóreu — láta
kínverskir kommúnistar sem þeir
séu dyggir þjónar Moskvuvalds-
ins, en þegar frá líður mun koma
í ljós, að Kínverjar munu ekki
elska Rússa meira en aðra hvíta
menn, og ekkert meira en Banda
ríkjamenn eða Vestur-Evrópu-
menn. Kínverjar munu sann- möguleikana á árekstrum í fram-
Von, sem hrást.
Hver mun Ieiða þetta fólk til
betri lífskjara? Um tíma trúði
eg því að Rússland og Bandarík-
in gætu unnið saman að þesari
endurreisn í gegnum Sameinuðu
ijóðirnar. En hegðun valdhaf-
anna í Moskvu hefur sannfært
mig um að eina leiðin nú sé að
Sameinuðu þjóðirnar leggi meg-
inkapp á tæknilega og efnahags-
lega aðstoð, bæði beint og í gegn-
um stofnanir sínar eins og Vís-
inda- og landbúnaðarstofnunina,
til dæmis í löndum eins og Ind-
landi, Persíu o. s. frv. Með því að
hjálpa þessu fólki til mannsæm-
andi lífskjara kaupum við okkur
meira öryggi með 1 dollar en með
20 dollurum, sem varið er til að
vígbúast.
Vann fyrir friðinn.
Eg er stoltur af því að hafa lagt
að veði pólitíska aðstöðu mina
fyrir friðinn á þeim tíma, sem það
var mjög óvinsælt að tala um
slíka hluti. Enginn háttsettur
stjórnmálamaður í Bandaríkjun-
um reyndi fremur eú eg að koma
á skilningi og vináttu í milli
Rússa og Bandaríkjanna og hinna
vestrænu þjóða yfirleitt, áður en
það yrði um seinan. Margir eru
þeirrar skoðunar að við Roose-
velt forseti höfum reyr$ að kaupa
vináttu Rússa með undanláts-
semi. Satt er, að við báðir sáum
40 ára styttri meðalævi.
En að öðru leyti hafa skoðanir
mínar, þær er eg myndaði mér
þessari ferð 1944, ekki breytzt, og
þær eru eins réttmætar í dag og
þær voru þá. Eg fór til Asíu 1944
með þá skoðun, að nýlendupóli-
tíkin hefði e .t. v. fólgna í sér
mestu hættuna fyrir hvíta kyn-
stofninn. Eg taldi að mesta
vandamál heimsins væri hin
stanzlausa ganga hins óbreytta
alþýðumanns og sú staðreynd, að
Iangflestir óbreyttir alþýðumenn
heims vinna sér inn minna en
reyna, að það felst engin hagsbót
fyrir Kína í því að skipta á kín-
versku lénsstjórnarskipulagi og
nýlendupólitík fyrir rússneskan
kommúnisma.
Framtíð veraldarinnar getur
mjög hæglega orðið háð því,
hversu vel Bandaríkjamönnum
tekst að sannfæra Kínverja,
gegnum Sameinuðu þjóðirnar,
að til þess að losna úr taki hinnar
rússnesku kúgunar, þurfi Kín
verjar ekki að taka upp aftur
miðalda lénsstjórnarskipulag eða
lúta evrópskri nýlendupólitík
þess stað hafi þeir tækifæri til
þess að sækja fram til miklu
meiri framleiðslu og Rærri lifi
standards en þeir geta nokkru
sinni vænst að öðlast með því að
heyja styrjaldir fyrir Rússa. Tími
þessarar stefnubreytingar er ekki
kominn enn, en hann er ekki
langt undan.
Eg er að sannfærast um það æ
tíðinni og vildum reyna að forð-
ast þá. En eg er einn þeirra, sem
trúi því, að ef Roosevelt hefði
lifað og haft heilsu, mundi fram-
vinda sögunnar hafa orðið með
öðrum hætti og við mundum ekki
í dag verja 60 milljörðum dollara
til vígbúnaðar.
Rússar stefna að tortímingu.
Eg vildi vinna að friði, en ekki
að friði sem kostaði kommún-
istíska yfirdrottnun. Eg hélt að
leiðtogarnir í Moskvu væru víð-
sýnni en mér hafa virzt þeir vera
af gerðum sínum undanfarin ár.
En reynslan hefur nú sýnt að eg
var of bjartsýnn að þessu leyti.
En eg er sannfærður um að mér
skjátlast ekki þegar eg spái því,
að ef Sovét-leiðtogarnir halda
áfram á þeirri braut, sem þeir
eru nú á, felur það í sér þann
(Framh. á 7. síðu).