Dagur - 15.10.1952, Side 6

Dagur - 15.10.1952, Side 6
c D A G U R Miðvikudaginn 15. október 1952 «4» «*» Hin gömlu kynni Saga ejt.ir JESS GREGG $*$*$»$*$*$*$> 2- dasur- $»$»$*$*$»$*$>¥%? (Framhald). dyranna. Elísabet óttaðist að hún hefði móðgað hana og flýtti sér að segja: „Það er bara að eg vil ógjarnan vera fyrir nokkrum eða * láta hafa fyrir mér,“ sagði hún í afsökunartón. En dyrnar lokuð- ust á eftir Worth án þess að frá henni kæmi nokkurt svar. Elísabet andvarpaði, gekk svo að stiganum, sem lá úr anddyr- inu upp á efri hæðirnar og upp á loftið. Einhvers staðar í þessum sal- arkynnum sló klukka fimm högg. Einkennilegt stærilæti mátti kalla það, hugsaði Elísabet, að láta klukkur tifa í þesum húsa- kynnum, því að í þeim hafði tím-. inn ekkert gildi lengur, var hætt- ur að vera til. Hún hraðaði för sinni. Hún vissi ekki hvort hafði meiri áhrif á hana, íburðurinn eða einangrunin. Henni fannst það léttir, að finna þarna herbergi ,sem ekki var neitt að ráði í borið og lítið skreytt, nema þá af daufri sólar- birtu. Veggirnir voru hvítmálaðir og það var hátt undir loft, en fátt var um gullna vegglista og annan íburð og aðeins Örfáar myndir á veggjum. Gólfið var einlitt trégólf, eins og þilfar á herskipi. Hér var ekkert, sem hafði truflandi áhrif á hana, en heldur ekkert til þess að dást að. Hún lét staðar numið, tók háls- klútinn sinn og hengdi hann inn í tóman fataskáp. Hún hafði val- ið, þetzt að. Hún rak augun í ofurlítið rós- rautt fingrafar á ljósri eikarum- gerð dyranna. Blóð, hugsaði hún fyrst, en hratt hugsuninni frá sér. Þetta var sennilega ekkert annað en leifar af gamalli málningu. „Eruð þér nú vissar um, að þér viljið endilega fá þetta herbergi?" Elísabet snerist á hæli og leit til dyranna. En þar var enginn nema frú Worth, með töskuna hennar í hendinni. „Herbergin hinum megin eru skemmtilegri,11 sagði hún, „sér- staklega þó þriðja herbergið á þriðju hæðinni. Þar er líka hið merkilega Winslow-safn af postulínsmunum.“ „Eg kann ágætlega við mig hér,“ svaraði Elísabet feimnis- lega, „hér er allt einfalt — og laust við íburð.“ „Jú, það mun nærri lagi, þetta er herbergið hans.“ „Herbei'gi hvers?“ „Herra Wrenn bjó hér.“ - „Maríus Wrenn?“ Þjónustustúlkan kinkaði kolli, en Elísabet leit í kringum sig á ný með aukinni athygli. „Var þetta vinnustofa hans eða svefnherbergi?“ spurði hún. „Hvort tveggja. Hann málaði hér og svaf hér líka.“ „Og dó hér?“ spurði Eílsabet hikandi og leit á mjóan legu- bekkinn úti í horni. „Nei,“ svaraði frú Worth um leið og hún lét frá sér töskuna. „Hann drukknaði.“ „Hvernig vildi það til?“ Frú Worth opnaði dyrnar. „Hún segir yður sjálfsagt frá því, þegar henni. þykir tími til kom- inn, ungfrú.“ „Hvaða hún?“ „Frú Wrenn,“ svaraði þjónust- an „barónessan." Elísabet var aftur ein í her- berginu. Hún opnaði töskuna sína. Hún hafði ekki tekið nema fátt eitt með sér, en hún fór sér að engu óðslega að koma fötum sínum og öðru dóti fyrir. Hún lét þrjár bækur, sem hún hafði tekið með sér, á borðið við legu- bekkinn: Ljóðmæli Keats, ritsafn Shakespears og litlu Ijóðabókina sína. Hún greip litla kverið og fletti því lauslega, eins og annars hugar. Á titilblaði var þessi til- einukun: Tileinkað Harry Mell- ett. (Framhald). Barnateppi Hekla barnateppi úr tillögðum lopa og grófu bandi. Fljót af- greiðsla. Gertrud Poorten, Oddeyrargötu 24. Stúlka óskast um óákveðinn tíma. — Upp- lýsingar í síma 1726. Allstórt herbergi, eða 2 minni, óskast til leigu nú þegar. Helzt sem næst miðbænum. Upplýsingar í síma 1204. Vetrarmaður Ungur maður, alvanur sveitastörfum, óskar eftir vetrarvist. — uppl. hjá Hallgrími Tryustasym, Akureyri. Tek nemendur í Upplestartíma í vetur. — Til viðtals kl. 7—9 síðdegis. Sínri 1892. Edda Schevmg. Hríseyjargötu 18. Vetrarmáðui* Ungur maður, vanur sveita- störfum, óskar eftir vinnu. Afgr. vísar á. Karlmannsúr fundið. Simi: Ytra-Gil. 2 hrútar, veturgamall og tvævetur (1. verðlaun), til sölu. Jón Rósinantsson, Syðrakoti, Arnarneshreppi. List-stopp (Kunststop) Geri við slysagöt á betri fötum. ANNA HLÍÐAR. Sími 1937. Hrossasmölun í Saurbæjarhreppi er ákveð- in laugardag 19. þ. m. Rétt- að verður í Borgarrétt. Fjallskilastjóri. Stór eldhúsvaskur, úr aluminium, til sölu. Tækifærisverð. Bragi Eiriksson. Sími 1612. Tvö herbergi til leigu. Aðgangur að eld- húsi kemur til greina fyrir barnlaust fólk. — Uppl. í Þórunnarstræti 87. Tómas Árnason lögfræðingur Hafnarstæti 93, 4. hæð. Simi: 1443, 1628. Viðtalstími: Kl. 1.30-3.30. Laugardaga kl. 10—12. TAKIÐ EFTIR! Vegglampar, áður kr. 92.00, nú kr. 70.00 áður kr. 89.00, nú kr. 65.00 Melís, grófur Strásykur, fínn. — Hveiti ' Vínber o. fl. Verzlunin HRÍSEY ÍBÚÐ, 2 stofur og eldunarpláss, til leigu frá næstu mánaðamót- um eða 1. desember. Afgr. vísar á. Dulrænar frásagnir frá fundum Hafsteins Björns- sonar miðils, eftir Elinborgu Lárusdóttur, heitir ný bók, sem kemur út um n. k. mán- aðamót. — Safnað verður áskrifendum að bókinni, og tekur Arni Bjarnarson, í Bókaverzl. Edda, á móti pönt- unum. Bridgenámskeið Bridgefél. Akureyrar hefst innan skámms. Þáttaka til- kynnist formanni félagsins, sem gefur allar nánari upp- lýsingar í síma 1996. Tvímenningskeppni Bridgefélagsins Iiefst þriðjudaginn 21. okt. í Strandgötu 7, kl. 8 e. h. Þátttaka heimil öllum, er gerast félagar, og tilkynnist hún formanni félagsins fyr- ir 17. þ. m. VeTðlækkun Seljum nú: MOLASYKUR á kr. 5.20 pr. kg. STRÁSYKUR á kr. 4.10 pr. kg. Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeildin og útibú. BÆNDUR! Höfum fengið nokkrar birgðir af Amerísku fóðurblöndunni. Pantanir óskast teknar nú þegar. Verzlunin Eyjafjörður h.f. 1 (J) fbúð til sölu Efri hæð hússins Oddagötu 7 er til sölu. Upplýsingar á sarna stað kl. 5—7 e. h. eða í síma 1156. Stúlka _ óskast i vist á gott og fá- mennt heimili í Reykjavík. Afgr. vísar á. Fjögra manna bíll, smíðaár 1947, mjögvel með farinn, til sölu. Afgr. vísar á. Herbergi, nýmálað, með aðgangi að síma, til leigu á Oddeyri. Upplýsingar í síma 1849, eftir kl. 8 e. h. Saumanámskeið Næsta námskeið Irefst 23. þ. m. Jórunn Guðm undsdótt ir, Brekkug. 35. Sími 1732. eru ennþá til. m a * L » Byggingavörudeild KEA fyrirliggjandi. Byggingavörudeild KEA Þakpappi nýkominn. Byggingavörudeild KEA Succat (dökkt) nýkomð. Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeild og útibuin. Gúmmístígvél á börn og fullorðna. Skódeild KEA. Barnaskór í miklu úrvali. Skódeild KEA.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.