Dagur - 22.10.1952, Blaðsíða 1

Dagur - 22.10.1952, Blaðsíða 1
AUGLÝSINGAR í DEGI lesa flestir Akureyringar og Eyfirðingar! Dagur PÓSTKRÖFUR fyrir andvirði blaðsins 1952 hafa verið send- ar til fjarlægra staða. — Innleysið þær grciðlega! XXXV. árg. Akureyri, miðvikudaginn 22. október 1952 42. tbL hrygnandi síld á djúpmiðunum 200 milur ausfur í hafi Skipin fá á þriðja huncfrað tunnur í iögn - halda veiðunum éfram enn um sinn Reknetaskipin héðan frá Akur- eyri halda áfram veiðunum aust- ur í hafi og afla ágætlega. Eru sum skipanna búin að leggja á 'land á þriðja þúsund tunnur af fullsaltaðri síld og cru nú um það bil að leggja upp í nýja vciðiför. Veiðin mun nú vera orðin þessi: Akraborg, um 2500 tunnur, er nýlega komin á miðin eftir @ð hafa losað ágætan afla. Snæfell, um 2650 tunnur, fcr væntanlega í nýja veiðiför í nótt. Kom með 600 tunnur eftir 9 sólarhringa útivist og 5 lagnir. Súlan, er á heimleið úr veiðiför, mun alls hafa að henni lokinni um 2030 tunnur. Ingvar Guðjónsson, er nýkominn úr veiðiför, hefur á þriðjá þús. tunnur. Stjarnan, er nú á miðun- um: hefur aflað um 1000 tn. Auk þessara skipa eru þrír austfirzkir bátar, sem hafa aflað allvel. VEIÐJN STÖÐUG. Dagur hafði í gær tal af Agli Jóhannssyni skipstjóra á Snæ- felli og spurði hann fréíta af miðunum. Egill sagði að stöðugt væri afbragðsveiði á sömu slóð- um, meira en 200 mílur austur í hafi, fékk Snæfell mest 245 tn. í lögn í síðustu .veiðiför og öll skipin fá jafnan ágæta veiði þeg- ar veður leyfir að látið sé reka. Veður hafa mátt heita sæmileg, þó hefur gert áhlaup sem hafa gert skipunum erfitt fyrir. Gerizt nú erfiðara að stunda þessar veiðar vegna óstöðugra tíðarfars og þverrandi dagsbirtu. Egill sagði, að sér virtist síldin halda sig á þessum sömu slóðum og lít- ið færa sig úr stað og væri engu líkara en hafið þarna væri heim- kynni hennar. HRYGNANDI SÍLD. Merkilegt mætti til dæntis kalla það, að sjómennirnir hefðu þarna orðið varir við síld, sem er að hrygua, og virðist þetta imdarlcgt fyrirbrigði þegar aðgætt er að þarna er 1800 metra dýpi og skipin úti á reginhafi. Ætlaði EgiII að koma með sýnishom af þessari síld heim nú, en það misfórst, Síðastl. föstudag brann til kaldra kola eyðibærinn Lón í Ólafsfirði, eign Jóns Björnssonar útgerðarmanns í Ólafsfjarðar- kaupstað. Var bærinn notaður sem sumarbústaður, en enginn bjó þar á vetrum. cn verður vonandi bætt úr því í næstu veiðiför. Hingað til hafa ntenn haldið að síld hrygndi ekki nema á tiltölulcga grunnu vatni. Virðist þarna vera um athyglsverð fyrrbæp að ræða, sem líklegt er að fiski- fræðingar vilji kynna sér nán- ar. ENGIR ÚTLENDINGAR. Á veiðislóðum íslendinganna eru engir útlendingar, hins vegar munu Norðmenn vera að rek- netaveiðum sunnar og austar í hafinu og er svo að heyra á sam- tölum skipstjóranna að afli þeirra þar sé allsæmilegur þótt erfitt sé að átta sig á því eða gera saman- burð við afla íslendinganna. — Færeysku skipin, sem íslending- arnir heyrðu oft til fyrr í haust, virðast nú horfin og er svo að sjá, sem þau séu hætt veiðunum. Sídin er enn sem fyrr falleg og feit Norourlandssíld, fitan nú um 18,6%, sem má kalla gott. Hins vegar er nú farið að bera nokkuð á því að einstakar Korsíldar sjáist innan um aflann. Fyrr í haust var talsvelt af átu í maga síldarinnar, en nú cr hún horfin, sagði Egill Jóhannsson að lokum. Sjötíu og fimm ára á laugardaginn Ilelgi Valtýsson rithöfundur verður 75 ára næstk. laugardag. Hann er fyrir Iöngu kunnur hér hcima og í Noregi fyrir ritstörf sín, enda liggja eftir hann mikil og merkileg verk. Helgi er Aust- firðingur, dvaldi á yngri árum í Noregi við blaðamennsku og kennslustörf. Mörg hin síðari ár hefur hann átt heima hér á Ak- ureyri. Helgi gengur enn að störfum sínum sem ungur væri eg lauk á sl. ári útgáfu Álasunds- bókarinnar, sem Akureyrarbær gaf út og gaf auk þess út ljóð- leikinn Jónsmessunæturdraum- ur. Fleiri járn mun hann hafa í eldinnum. — Dagur ámar þess- um merka borgara allra heilla á þessum tímamótum og þakkar honum ánægjuleg samskipti á liðnum árum. eyri fil Reykjðvíkur i íiðusf og sumar Fólksfækkun á annað hundrað manns á árinu 1951 - verður sennilega mun meiri á þessu ári Verið er að koma upp sfórri sendi- sföð og radíóvifa til öryggis fyrir flugferðir hingað Um þessar mundir vinna er- lendir óg innlendir sérfræðingar að því að koma upp stórri loft- skeytasendistöð í húsakynnum Flugfélags íslands h. f. hér á Akureyri og er stöð þessi mörg- um sinnum sterkari en gamla stöðin, sem starfrækt hefur verið hér lengi vegna flugsamgangn- anna (Akureyrar-radíó). Það er flugmálastjórnin íslenzka, sem að þessu verki stendur, en nýtur tæknilegrar aðstoðar frá Al- þjóðaflugmálatofnuninni. Þá verður komið upp hér fullkomn- um radíovita, og öðrum á Hjalt- eyri, og er þannig stefnt að mjög auknu öryggi í flugferðum hing- að. Enn mun nokkuð langt í land að verkinu verð lokið. Unnið er að uppsetningu vélanna um þess- ar mundir og búið er að reisa eitt „mastur“ af þremur, sem bera loftnet stöðvarinnar. Framsóknarvisf og dans é sunnudagskvöldið Framsóknarfélag Akureyrar gengst fyrir Framsóknarvist á sunnudagskvöldið kemur — 2. vetrardag — kl. 8.30 e. h. að Hótel KEA og hefst þar með vetrar- starfsemi fél., sem vænta má að verði fjölbreytt. Eftir að spila- mennskunni lýkur vei’ður dans- að. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. Samkvæmt opinberum skýrsl- um varð fólksfækkun hér á Ak- ureyri árinu 1951 er nemur 176 manns. Var á sínum tíma bent á það hér í blaðinu, að þetta væri uggvænleg staðreynd. Akureyri hefur verið í hóflegum vexti nú um langan aldur, en hér voru þáttaskil. Sérstaklega athygiis- verð er sú staðreynd, að flest þetta fólk flutti til Reykjavíkur. Blaðið hefur að undanförnu reynt að afla sér upplýsinga um hvernig þróunin væri á þessu ári og hefur fyrir því góðar heimild- ir, að þessi þróun heldur áfram og það með vaxandi hraða að því er virðist. Síðan um mitt sumar munu fleiri en 15 fjölskyldur hér í bæ hafa tckið sig upp með alíí sitt og flutt til Reykjavxkur eða næsta nágrennis cgblaðiðhefur það fyrir satt, að allmargar fleiri fjölskyldur ráðgeri að taka sig upp og flytja suður. Við þessa fólksflutninga bætast svo einhleypingar, sem fjöl- mcnna suður, cg þar á meðal margir fyrir fullt og allt, og fjölskyldur úr héraðinu, en munu þess dæmi. að fólk þar hafi tekið sig upp og flutt til Reykjavíkur nú í suniar og haust. Allar líkur benda því til þess að fólksfækkunin hér á Akui’eyri haldi áfram með vaxandi hraða. Og allt hverfur þetta fólk til Reykjavíkur og virðist sífellt geta fengið atvinnu og húsnæði þar. Með því flytzt það fjármagn, sem það hefur safnað hér, byggðin hér stendur fátækari eftir, en hin mikla miðstöð í Reykjavík hefur í bráðina fengið úr meiru að spila en til lengdar hlýtur þessi þi'óun að hafa í för með sér hættur og erfiðleika fyrir höfuðstaðinn sjálfan og loks þjóðarbúskapinn allan. Betii afkomumöguleikar. Þessir fólksflutningar sýna gleggra en flest annað, hvar fólk telur afkomumöguleikum sínum bezt borgið. Meim gátu ekki tryggt sér lífvænlega framtíðar- atvinnu hér, en allt ráð þeirra vænkaðist fljótlega eftir að suður var komið. Meðan fasteignir úti á landi eru yfirleitt seljanlegar, eru möguleikar fyrir hendi að flytja peninga suður og festa þá í húseignum í nýju hverfunum, sem eru að rísa upp í nágrenní Reykjavíkur, og þangað liggur leið margx-a, sem flytja til Rvíkux utan af landi. Menn njóta þess líka, er suður er komið, að dýr- tíðin þar er minni en úti á landi og viðráðanlegri. Mjög margar nauðsynjavörur eru mun dýrax’i hér norðanlands en þær eru í Reykjavík. Landsmenn verða að greiða flutningsgjaldið norður, taka þar með út refsinguna fyrir það, að vera ekki búsettir syðra síðan sá háttur komst á, að Reykjavík er eina innflutnings- höfn landsins. Skilniiigsleysi opinberra aðila. AUt síðan í stríðsbyrjun hefur það verið stefna þeirra, sem með völdin fai-a, bæði stjórnaideilda og opinberra stofnana, nefnda og ráða, að efla gengi höfuðstaðarins beint og óbeint. Skipulag inn- flutnings- og siglingamálanna er þar drýgati þátturinn, en margt fleira kemur til greina. Veiga- mikið atriði til þess að flýta flóttanum frá landsbyggðinni til Reykjavíkur er ástandið á láns- fjármarkaðinum og ríkjandi stefna í bankamálum. Enda þótt fjánr.agii virðist jafnan Iaust til þess að stofna hvers konar atviixmifyrirtæki í Reykjavík og íxágrenni, er við- burður e£ hafizt cr handa um nýjungar í atvinnurekstri úti á Iandi. Sum bankaútibúin cru notuð eins og sogdælur til þess að soga sparifé landsinanna suður, til innlcggs í aðalbank- ann þar. (Framhald á 8. síðu). Ærin hvaríífyrravor-skil- aði sér í haust með 2 vetur- gamla hrúta og 1 dilk! SI. haust vantaði Jón bónda Gestsson á Brekku í Kaup- angssveit á af f jalli og tvö lömb hennar. — Famist hún ekki í seinni göngum og fara engar sögur af henni fyrr en í göng- uni nú i haust, cr hún kom fram á Bleiksmýrardal og fylgdu hemii þá 2 veturgamlir hriitar — og dilkur að auki. Mun fjöiskyldan hafa gengið af á Bleiksmýrardal allan fyrra- vctur. Annar vcturganxli hrút- uriixn var seldur til lífs og vóg hann 150 pund.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.