Dagur - 22.10.1952, Blaðsíða 5

Dagur - 22.10.1952, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 22. október 1952 D A G U R 5 Þáffaskil í Kóreu-sfyrjöldinni ? Kommúnisfar hafa fil þessa fyrirbyggf samkomulag í vopnahlésviðræðunum - eru nú orðnir hernaðarlega öflugri en þeir voru fyrir 16 mánuðum Ameríska blaðakonan Mar- guerite Higgins vakti mikla athygli fyrir margar ágætar greinar sínar frá Asíu og var henni skipað á bekk með beztu blaðamönnum heims á sl. ári. Nýlega var hún enn á ferð í Asíu og kom m. a. til Japan og Kóreu og þaðan scndi hún blaði sínu, N. Y. Hcrald Tribune, þessa at- hyglisverðu grein: SANNLEIKURINN um ástand- ið í Kóreu í dag er sá, að komm- únistar eru nú öflugri hernaðar- lega 'en þeir hafa nokkru sinni verið áður og þeir bæta aðstöðu sína með hvei jum deginum sem líður. Og styrjöldin hefur ekki veikt hið kommúnistíska Kína, hún hefur þvert á rrióti styrkt stjórnina þar í sessi, því að stríð- ið hefur verið notað sem átylla og afsökun fyrir miskunnarlaus- um aðgerðum til þess að treysta tök kommúnista á kínversku þjóðinni. Þetta eru skoðanir færustu sér- fræðinga Vesturveldanna í Kór- eu og flestra manna, sem vita hvað þeir éru að tala um, frá Kóreu til Hong Kong. Og þessi vitneskja ey byggð á áreiðanleg- um uppýsingum frá Kína og Noi-ður-Kóreu. minni ástæðá' fyrir þá en nú til þess að semja um frið. Tregða þeirra við samningaborðið í Panmunjom hefur jafnan staðið í réttu hlutfalli við þá aðstöðu, sem þeir hafa hverju sinni þótzt hafa á vígstöðvunum og að baki víglínunnar. Og þessi aðstaða er þeim í hag nú í dag. Öðru máli var að gegna um mitt sumar 1951, er kommúnistar áttu frumkvæði að því að vopnahlésviðræður hóf- ust. Þá voru herir þeirra á und- anhaldi og hin hernaðarlega að- staða þeirra hvergi nærr góð. Og þannig var ástandið í Kóreu þangað til stefna Sameinuðu þjóðanna í vopnahlésmálinu varð til þess að leggja höft á framsókn herjanna, í desember 1951. Þessi höft voru lögð á herina gegn ein- dregnum tilmælum hershöfð- ingjanna í Kóreu, en það voru stjórnmálamennirnir, sem mörk- uðu stefnuna í það sinn. Ógnarstjórn í Kína . Ástandið innan landamerkja Kína sjálfs í dag er í senn furðu- legt og ógnarlégt. Stríðið í Kór- eu hefur verið notið sem átylla til stórfelldra aðgerða, sem eiga að tryggja kommúnistum völdin al- veg örugglega um næstu fram- tíð. Og útkoman er, að meira vald er nú í höndum stjórnar- innar en þekkzt hefur í öðrum kommúnistalöndum. Kínversku kommúnistarnir hafa verið miklu stórtækari og fljótvirkari en skoðanabræður þeirra í því að afmá og uppræta svokallaðar borgaralegar stéttir — sjálfs- eignabændur, kaupsýslumenn, iðnhölda, fyrrv .embættismenn, kennara og menntamenn o. s. frv. — Yfirráð kommúnismans í Kína og framkvæmd kredduvís- indanna hefur gengið miklu hraðar en í Rússlandi sjálfu á fyrstu árunum eftir byltinguna þar. í nafni stríðsins. í nafni Kóreustríðsins og þjóð- arnauðsynjar hafa kommúnistar farið geyst áfram í upptöku eigna og skattheimtu til hernað- ar, hafa krafizt yfirvinnu og helgidagavinnu af verkalýðnum og yfirleitt keyrt þjóðarbúskap- inn áfram af mikilli harðneskju á þeim forsendum, að þjóðin ætti í ófriði og hver einstaklingur verði að færa fórnir á altari föð- urlandsins og kommúnistaskipu- lagsins. — Kína er orðið lög- regluríki og eftirlit hins opinbera með hegðun þegnanna nær niður til lægstu stétta. Kommúnistar hafa komið sér upp víðtæku upp- ljóstanakerfi (börnin njósna um hug foreldranna), þeir hafa inn- leitt opinberar játningar — jafn- vel fjölda manna í einu — fjölda- handtökur, fjöldaaftökur, þræla- búðir og í einu orði sagt ógnar- stjórn, sem í engu er eftirbátur hins evrópska kerfis, en um margt Ijótari og mannúðarlaus- ari. (Lausl. þýtt). Konunúnistar öflugri en fyrr. Og hér fara á eftir staðreynd- irnar um frið og stríð í Kóreu, staðreyndirnar, sem í dag blasa við augum Baridaríkjamanna og bandamanna þeirra í Kóreu: — Síðan vopnahlésviðræðurnar hóf ust um mitt sumar 1951, hefur a.ukning herja og búnaðar Kín- verja og Norður-Kóreumanna verið svo mikil, að það mundi þúrfa tvisvar sinnum meiri her- afla af hálfu Sameinuðu þjóð- anna til þess að vinna sigur í átökunum en þurft hefði fyrir ári. Mannfall í liði SÞ mundi líka verða miklu meira nú. Enda þótt mannfjölgunin í herjum óvinanna sé stöðvuð í bili — aukningin er úr 480.000 mönnum 1 fyrir 18 mánuðum í milljón menn í dag — er sífelld framför í þjálfun og búnaði hers- ins. Kommúnistar hafa ekki að- eins fleiri og betri flugvélar en fyrr, þeir hafa líka fleiri fallbyss- ur, skriðdreka og hvers konar farartæki og e. t. v. er mest um vert að búnaður hvers einstaks hermanns er miklu betri en áður. Nú í haúst fengu hermenn kommúnista til dæmis hlýrri vetrarfatnað og betri skó en þeir hafa þekkt áður — og sýnir það m. a. að kommúnistar eru vel búnir undir vetrarstríð. — Alls konar búnaður til vetrarins hef- ur verið fluttur til vígstöðvanna í stórum stíl allt síðsumarið og haustið. Allt fram á sumarið 1951 var algengt, að hermenn SÞ tækju höndum lítt æfða, unga hermenn kommúnista, sem gripn ir höfðu verið og látnir á víg- stöðvarnar vegna skorts á æfðu liði. f dag er svo að segja hver fangi, sem tekinn er, ágætlega fær um að meðhöndla vopn sín, hefur hlotið góða æfingu á hern- aðarvísu og verulega skólun í kredduvísindum kommúnista. Þeir vilja ekki frið. Þegar eingöngu er litið á hern- aðaraðstöðuna í Kóreu í dag, geta kommúnistar áreiðanlega sagt við sjálfa sig, að aldrei hafi verið DÁNARMINNING Ólafur Sigurðsson, Syðra-Hóli í dag, þann 11. okt., var Óiafur bóndi Sigurðsson frá Syðra Holti í Svarfaðardal, til grafar borinn að Tjörn. Hann andaðist á Landakotssþítalanum í Reykja- vík þann 2. þessa mánaðar. Ólafur Sigurðsson var fæddur að Þverá (neðri) i Svarfaðardal 2. marz 1891. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Ólafsson og Júl- ía Runólfsdóttir, er lengi bjuggu að Þverá, en síðast á Krosshóli í Skíðadal. Þau hjónin, Sigurður og Júlía, voru af góðum svarfdælskum bændaættum, báru og einkenni svarfdælskra bænda, unnu hörð- um höndum, vinnudjörf, vinnu- glöð og hirðusöm ,enda farnaðist þeim vel efnalega, eftir því sem þá var talið um búendur í Svarf- aðardal, og ætið vel metin. Af börnum þeirra hjóna komst Ólafur einn úr æsku og var með foreldrum sínum alla tíð og tók við eignar- og ábýlisjörð þeirra, Krosshóli, er þau létu af búskap. Ólafur þá nýlega giftur eftrlif- andi konu sinni, Kristjönu Jóns- dóttur frá Klaufabrekkukoti í Svarfaðardal, hinni ágætustu konu. Eignuðust þau hjón 7 börn, af þeim komust 6 úr æsku, ein dóttir og synir fimm. Dótturina, Snjólaugu, misstu þau hjónin frumvaxta nýgifta, en synir þeirra eru allir á lífi, Sigurður kennari og nú bóndi í Syðra Holti, Jón, skrifstofumaður, Ak- ureyri, Kjartan, læknir í Reykja- vík, fvar, lærður járnsmiður, Ak- ureyri, og Sveinn, rafvirki í Reykjavík. Jörð sína, Krosshól, sem var þá orðin fremsta byggð jörð í Skíðadal, seldu þau hjónin og keyptu jörðina Syðra Holt, er liggur í nálægð Dalvíkur, og bjuggu þau þar síðan þar til nú á síðasta vetri, að þau létu jörðina í hendur syni sínum, Sigurði. — Hafði Ólafur þá tekið sjúkleika þann, er leiddi hann til bana og frú Krist-jana hafði um lengri tíma verið heilsulaus, þótt hún héldi áfram búsforráðum. Eg hefi fyrir satt, að frú Krist jana hafi átt frumkvæði að bú setuskiptum þeirra hjóna. Hafi talið að ekki yrði börnum þeirra veitt þau þroskaskilyrði, sem skyldi, ef þau skyldi upp ala í einangrun fram til fremstu dala. Mun henni í engu hafa skeikað í þeirri röksemdafærslu, eins og tímar voru þá og aðstaða til menntunar, enda hyggin kona trúuð og móðir í bezta lagi. í Syðra Holti farnaðist þeim hjónum vel. Eldri börnin voru þá að komast úr bernsku, og kom fljótt í ljós, að þar mundu engir letingar eða liðleskjur á ferðinni heldur ungir menn, sem vissu hvað þeir vildu. Hefur líka sú raun á orðið. Ólafur Sigurðsson var einn af þessum mörgu, sem hljótt var um, enda hlédrægur maður að eðlisfari og ógjarn á að troða sér í fremstu raðir eða gjöra hávaða í kringum sig. En hann hafði þó flesta kosti hins nýta manns. — Starfsamur og hygginn bóndi, og svo hirðusamur og snyrtilegur, að af bar, svo var og er um ættmenni hans fleiri. Öll háttvísi, prúð- mennska og hófstilling virtist honum í blóð borin, og viðskipt hans við aðra menn báru og sama svip, hrein, hispurslaus og drengi leg. Þessir eðliskostir Ólafs hlutu að skipa honum í raðir hinna hlutgengu manna, sem hvarvetna er tekið tillit til og gott er að eiga sálufélag við, enda mun sá vitnis burður fylgja honum að leiðar lokum, að þar hafi góður drengur og hraustur til grafar gengið Maður, sem skipaði sitt rúm með sæmd. Bí laverksmiðjurnar í Bandaríkj unum hyggja á stórbreyttar bílagerðir á næsta ári 1953-„módelin" verða nýtízkulegusfu bílarnir, sem sézt hafa eftir styrjöldina Nýlega var lialdin mikil bíla- sýning í París og sýndu flestir stærri bílaíramleið- endur heims þar framleiðslu sína. Þarna voru þó eingörigu bílar sem bera árgangsheitið 1952, en 1953-módelin eru ekki komin á markaðinn enn þá. Hins vegar er margt um þau skrafað og skrifað og þá ekki sízt í sambandi við bíla- sýningarnar nú í haust. — T. d. birtist eftirfarandi grein um nýju bílana í Parísarút- gáfu N. Y. Herald Tribune nú fyrir nokkrum dögum: NÝJA TÍZKAN í útliti fjöl- skyldubílsins er að fæðast — hún mun birtast fyrst síðar á þessu hausti, en þó einkum snemma á næsta ári, þegar stóru bílaverk- smiðurnar í Detroit bjóða upp á 1953-gerðirnar. Þótt ýmiss konar lúxus verði svipað því, sem gilt hefur hin seinni ár, munu nýju gerðirnar bera órækan svip þess byggingalags, sem arkítektarnir kalla „nýtízku funktsjónalisma“. Þessir bílar verða ferhyrnings- lagaðri, lægri og breiðari — líka stundum lengri — en þeir bílar, sem sjást á þjóðvegunum í dag. En hvernig sem útlitinu er háttað að öðru leyti, er þess jafnan gætt að útsýni bílstjórans sé sem víð- ast og bezt og stjórn bílsins sé sem auðveldust. Segja má, að 1953-gerðirnar verði fyrstu bíl- arnir, sem verða verulega breytt- ir frá fyrirstríðsbílunum. Leyndarmál bílafélaganna. Bílaverksmiðjurnar gæta þess vandlega ,að ,,leyndarmál“ þeirra, um útlit nýju bílanna, leki ekki út til keppinautanna í ótíma. Eigi að síður er þó tiltölulega auðvelt að komast að því, á hverju bíla- kaupendur eiga von á næsta ári í aðalatriðum. Kunn merki með nýjum svip. Chrysler og General Motors munu koma með bíla, sem eru verulega breyttir að útliti, en Ford er þegar farinn að framleiða Um heimilislíf þeirra Syðra Holtshjóna og það andrúmsloft er þar sveif yfir vötnunum, þarf eigi að ræða hér, þar bera syn- irnir ljósastan vottinn. Þegar eg nú renni huga yfir æfiferil Ólafs í Syðra Holti bera mér fyrir hugarsjónir merki hamingjumannsins á hverju leiti. Honum auðnaðist að búa foreldr- um sínum hina beztu forsjá til hinztu stunda. Hann eignaðist góða og mikilhæfa konu að lífs- förunaut. Konu, sem var honum stoð og stytta. Hann varð að vísu ekki sæll af fé ærnu — ef það er leið til sælu, en hann „var af son- um sæll“, og sú er hamingjan mest. Og að leiðarlokum strjúk- ast um hann laufvindar hlýrra minninga og vináttu samferða- mannanna. Þannig tygjaður hygg eg muni hamingjusamlegt að leggja upp í förina miklu. Skal svo þessum fáu orðum Ijúka með því að segja fyrir eigin hönd og annarra vina: Hafðu hjartans þakkir fyrir samfygldina Ólafur. Verði ferðin þér ljúf og blíð. Þór. Kr. Eldjám. bíl, sem verður í aðalatriðunum eins og 1953-gerðin. — Áætlun- um Chryslers er haldið leynd- um, en þó er vitað að nýi Dodge- vagninn verður gjörbreyttur í útliti. í dýrustu gerð hans verður V8-vél ,en venjuleg vél í öðrum gerðum. Plymouth, Chrysler og De Soto verða einnig mjög breyttir að útliti. General Motors bílarnir — Chevrolet, Pontiac, Buick og Oldsmobile — munu fá nýjan svip 1953. Um Chevrolet er það vitað, að 1953-gerðin verður gjörbreytt og er hún ákveðin og undirbúin fyrir löngu. Búizt er við því að V8-vél verði fáanleg í þessa gerð. Hudson kemur með nýja gerð, sem á að keppa við Chevrolet og Ford. Sá bíll verður með „nýjan“ svip, 100 ha. vél, sjálfskiptingu og fleiri þægindi. Studebaker kemur með fyrsta verulega nýja útlitið síðan í stríðslok. Um gerð þessa nýja bíls er ekki unnt að fá frekari upplýsingar en þær, að hann verði gjörbreyttur frá fyrri gerð- um. Loftkæling og fleira. Mikið af alls konar smátækjum og þægindum verður í nýju bil- unum, sem ekki þekktust áður. M. a. munu General Motors og Chrysler verksmiðjurnar bjóða upp á loftkælingarútbúnað fyrir farþegana. Þá mun sjálfskiptingin verða almenn og í þeim bílum verður komið fyrir vinstrifótar benzíngjafa, sem kemur þar sem „kúplings“-pedalinn er nú, og geta menn þá notað vinstri- og hægrifótar benzíngjafann að vild. Þá munu nýju bílarnir verða mun léttari en eldri gerðirnar. Klukkunni seinkað Sumartíma hér á landi mun væntanlega ljúka með sumrinu um næstu helgi — 1. vetrardagur er á laugardaginn kemur — og verður klukkunni þá seinkað um 1 klst. Þurfa menn þá að muna að færa klukkuna aftur á bak um eina klukkustund áður en þeir ganga til náða á laugardags- kvöldið. MÓÐIR, KONA, MEYJA. (Fi-amhald af 4. bls.). verksins, sem myndi varðveitast fyrir komandi kynslóðir og segja sögu um það ömurlegasta sem mannkynið hefur upplifað af var- mennsku, ruddaskap og óvirð- ingu. En Anna litla fékk ekki að lifa þetta. Hún dó tveim mánuðum áður en Holland var leyst úr áþjáninni undan nazismanum. Hún dó í fangabúðunum í Belzen, hinu jarðneska helvíti, eins og það hefur verið nefnt. Anna Frank lézt úr hungri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.