Dagur - 29.10.1952, Blaðsíða 1

Dagur - 29.10.1952, Blaðsíða 1
AUGLÝSINGAR í DEGI lesa flestir Akurcyringar og Eyfirðingar! Dagur \ t. Áskrifendur úti ú landi, sem ekki hafa innleyst póstkr. fyrir árgjaklinu, cru áminntir um að gera það hið fyrsta. XXXV. árg. Akureyri, miðvikudaginn 29. október 1952 43. tb! Þsð er hægf a Ólafsfjarððrmúlð - en það kosfar tvær og hálfa milljón króna Vegamálaskrifsfofan hefur láíið alhuga vegarsfæðið Á sl. ári lét vegamálaskrifstof- an fara fram athugun á vegar- stæði í Olafsfjarðarmúla að beiðni bæjarstjómarinnar í ÓI- afsfirði. Gerði Sveinn Sveinsson verkfræðingur þessa athugun, og að hcnni lokinni gerði vegamála- skrifstofan lauslega áætlun um kostnað við slíka vegargcrð og cr hann talinn ncma 2 '/■> millj. króna miðað við góðan, breiðan veg alla leið frá Dalvík og til Ólafsfjarðarkaupstaðar. Sigurður Guðjónsson bæjarfóg- eti í Ólafsfirði var gestkomandi hér í bænum fyrir helgina, og skýrði hann blaðinu frá þessu, er það ræddi við hann um samgöngu- mál Ólafsfjarðar og nærliggjandi byggða. Stutt leið, en erfið. Leiðin fyrir Ólafsfjarðarmúla er ekki nema 18 km löng, en hún er mjög erfið, enda er Múlinn sæ- bratt fjall, og mundi vegur framan í fjalíinu verða ólíkur öðrum veg- um á Islandi, en verkið er vel framkvæmanlegt að áliti kunnáttu- manna. Óiafsfirðingar hafa að sjálfsögðu mikinn hug á því að komast í betra vegarsamband en þeir nú hafa. Vegurinn um Lágheiði er aðeins sumarvegur, og leiðin um hann til kaupstaðanna og þá sérstaklega til Akureyrar, er löng og erfið. Mundi leiðin fyrir Múlann verða 62 km. en 214 km. eru í milli Ólafsfjarðar og Akureyrar, þegar farið er eftir þjóðveginum yfir Lágheiði, til Skagaf jarðar og um Oxnadalsheiði. Vegagerð í Ólafsfjarðarmúlanum mundi og gjörbreyta samgöngum í milli Akureyrar og Siglufjarðar landleiðina, og stytta leiðina um 74 km. Versta torfæran er Ófærugjá. Tiltöíulega auðvelt má telja að gera veg allt aö svonefndri Ófæru- gjá. Telja kunnáttumenn sæmilegt ýtufæri í framhaldi af Dalvíkur- vegi ,allt að svonefndu Flagi, en þaðan er um 1 km í Ófærugjá. Mundi þurfa að sprengja veginn inn í hamrana á köflum á þessari leið. Líklegt er, að yfir Ófærugjá sjálfa mundi þurfa að gera brú. Vegur mundi hvergi liggja hærra en 200—210 metra yfir sjó, og Prentmyndagerð lögð niður á Akureyri Ólafur J. Hvanndal prent- myndameistari hefur nú hætt starfrækslu prentmyndagcrðar hcr-á Akureyri og er að flytja vélar fyrírtækisins til Rcykja- víkur. Er þar með lögð niður öll prcntmyndagcrð hér á Ak- ureyri og er það til mikiUa óþæginda fyrir alla útgáfu- slarfemi hér og lil mikilla von- brigða, að ckki skuli hafa reynst unnt að reka hér prent- myndagerð. Verður nú að sækja allar prentmyndir til Reykjavíkur sem margt fleira. mundi hann verða fær í flestpm veðrum, því að snjó festir ekki framan í Múlanum að neinu ráði. Sérkennileg leið. Vegur fyrir Múlann mundi hafa mikla hagnýta þýðingu fyrir Ólafs- fjörð, Siglufjörð og Akureyri. Auk þess væri þar fundin óvenjuleg og skemmtileg ferðamannaleið, og mun óvíða fegurra um að litast í góðviðri en á Ólafsfjarðarmúla, einkum þó á öndverðu sumri, er miðnætursólar nýtur. Eg hef, sagði Sigurður Guðjónsson, bent for- manni ferðanefndar Ferðafélags Akureyrar á, að tilvalið væri fyrir félagið að vinna að því að koma vegi, miðnætursólarvegi, út að Flagi, því að það er ekkert ákaf- lega erfitt verk eða dýrt. Ólafs- firðingar mundu, þegar slík vegar- gerð væri hafin Eyjafjarðarmegin, fara á stað og brjótast eitthvað út með firðinum, kannske alla leið að Ófærugjá. Slíkt framtak mundi lyfta öllu málinu og auka mögu- leikana fyrir því að opinberir að- ilar leggi hönd á plóginn. Þetta vegagerðarmál allt var m. a. til umræðu á almennum borg- arafundi í Ólafsfirði nú á þessu- hausti, sem haldinn var að tiihlut- un bæjarstjórnar Ólafsfjarðar, og var Bernharð Stefánsson alþingis- maður þar mættur. Var samþykkt áskorun til þingmanna kjördæmis- (Framhald á 7. síðu). Menntaskólinn 25 ára í dag 1 dag cru 25 liðin síðan ,Jónas Jónsson þáv. kennslu- málaráðherra tilkynnti ncm- endum og kcnnurum Gagn- fræðaskólans á Akurcyri — sem þá hét svo — að ríkis- stjórnin hefði ákveðið að veita skólanum heimild til að halda lærdómsdeild eftir sömu rcglum og giltu um mennta- skólann í Reykjavík. Var þar með stofnaður menntaskóli á Akureyri og merkum áfanga náð í menningarsögu þessa bæjarfélags og raunar fjórð- ungsins alls. Þessari ákvörðun ríkisstjómarinnar var ákaft fagnað hér nyrðra. Sigurður Guðmundsson skólameistari lét svo ummælt í ræðuviðhina hátíðlcgu athöfn fyrir 25 árum, að mikill sigur væri hér unn- inn, en eftir væri að fram- fylgja sigrinum. Skólastofnun- in væri því aðeins sigur, að hún í íramtíð landsins yrði þjóðarsigur, að hún yrði fröin- úður þroska og dáða með þjóðinni. Nú mun það allra manna mál, að þessi sig- ur hafi unnizt, cn enginn lokasigur verður þó unninn á þeim vettvangi, því að barátt- an fyrir menningu og þroska er ævarandi. — Á þessum 25 árum hefur Menntaskólinn á Akureyri útskrifað 845 stú- denta, þar af 559 úr mála deild en 286 úr stærðfræði deild. Þessara tímamóta í sögu skólans mun verða minnst „á sal“ nú í dag. lag a nyja sjúkrahússins Fulltrúar bæjarins hafa rætí við ráðherra, landlækni, fryggingaforstjóra og fleiri valdamenn í Reykjavík Nefnd sú, er bæjarstjómin kjöri til þess að raiða reksturs- fyrirkomulag nýja fjórðungs- sjúkrahússins við stjórnarvoidin, hefur að undanförnu átt við- ræðufundi með heilbrigðismála- ráðherra, fjármálaráðherra, land- læltni og forstjóra Almanna- trygginganna, valdamönnum o. fl. Eru nefndarmcnn flestir komnir heim aftur úr förinni, en rekstursmálefni spítalans bíða þó óleyst ennþá og eru í athugun hjá ríkistjóminni. Ekki kröfupólitík heldur • krafa um jafnræði. Fulltrúar bæjarins munu.hafa gert grein fyrir því, að hvorki bæjarstjóm né almenningur hér ræðir þessi málefni við ríkis- stjórnina til þess að heimta fé úr hendi hennar hingað, heldur til þess að fá framgengt þeirri rétt- lætiskröfu, að ríkisvaldið geri ekki ráðstafanir til þess að fyrir- byggja að unnt sé að i-eka spítal- ann. Eins og nú standa sakir ákveður ríkisvaldið daggjöld sjúklinga á Landspítalanum langt neðan við kostnaðarverð og er hallinn á þeim reikningum greiddur Úr ríkissjóði af fé, sem ætlað er til þess að standa undir þessum hallarekstri á fjárlögum. Af þessu hefur skapast mikið misrétti. Ríkið hefur haldið uppi Landsspítalanum — sem er í flestum greinum bæjarspítali fyrir Reykjavík — en bæjarfé- lögin hafa mátt bera hallann af rektri spítalanna úti á landi, með ófullnægjandi fjárstyrk frá rík- inu. Ef ríkið heldur áfram upp- teknum hætti, að ákveða dag- gjöld lægri en kostnaðarverð, ber því skylda til að greiða mismun- inn, ekki aðeins á Landsspítalan- um heldur einnig á öðrum spítöl- um, sem eru neyddir til að hafa (Framhald á S. síðu.) íslenzk skip í algert löndunarbann r Brezkur maður fekur svari Islendinga í bréfi, sem birl er í „Fishing News" - Blaðið falar um „úthaldssfríð" Brezku blöðin Grimsby Evening News og Hull Daily Mail skýrðu svo frá um miðjan okfóber, að Mark Hewitson, þingmaður Verka- mannaflokksins, mundi bera fram þau tilmæli á þingi, að ríkisstjórn- in setti algert föndunarbann á ís- fenzk skip, þangað til íslendingar teíji sig fúsa til að endurskoða nýju landhelgisreglugerðina. Þessi sami heiöursmaður á að hafa lýst yfir því, samkvæmt frá- sögn blaða þessara, að hann fagn- aði þeirri ákvörðun togaraeigenda að neita að leigja Islendingum löndunartæki í Hull og Grimsby. Ummæli Edens. Rétt um sama leyti og brezku ríkisstjórninni barst orðsending ís- lenzku ríkisstjórnarinnar út af landhelgismálinu og banni brezku togaraeigendanna, var Anthony Eden utanríkisráðherra ræðumað- ur á almennum flokksfundi íhalds- manna í Hull, og drap hann þar meðal annars á deilu þá, sem risin er milli Bretlands og Islands út af fiskimiðunum. Ráðherrann lét við það tækifæri orð falla á þessa leið, eftir að hafa bent á, að mál þetta væri flókið og erfitt viðfangs: „íslenzka ríkisstjórnin skýrði okkur frá fyrirætlunum sínum, og við báðum liana að fresta fram- kvæmdum. Við lögðum til að reynt yrði í félagsskap að leysa málið með þeim hætti, að tillit væri tekið til löglegra hagsmuna allra, sem hlut eiga að máli. Við hörmum, að þetta var ekki gert. Þegar reglu- gerðin var sett, létum við í ljós álit okkar við íslenzku ríkisstjórn- ina. Við vonum enn, að lausn sé íinnanleg eftir þeim leiðum, sem við höfum bent á. Við garum allt sem við getum, til þes að hjálpa útgerðinni yfir þessa erfiðleika, og munum halda því áfram. . . . “ Breti leggur íslendingum lið. Brezk blöð hafa rætt þessi mál mjög að undanförnu. Hafa t. d. birt greinar í Lundúnablöðunum um þau, t. d. er bent á það í News Chronicle, hver áhrif löndunarbann Breta muni hafa á húshaldskostnað húsmæðranna, sem kaupa fiskinn. Þá hefur Fishing News birt bréf frá Ereta, John Theed að nafni, þar sem tekið er á málinu með öðrum hætti en venja er á þeim vettvangi. Þessi Breti segir meðal annars svo: „Nokkur atriði í fiskveiðadeil- unni virðast hafa farið fram hjá blöðum landsins. Fulltrúar Islands lögðu sig fram við að benda á, að í tveimur styrjöldum hafi togara- floti þeirra lagt fram talsverðan skerf í matarbúr Breta. Minntu þeir okkur á, að meira en 20% af togurum þeirra týndust af óvina- völdum í síðasta stríði, er þeir færðu okkur 75% af þeim fiski, sem landað var í Bretlandi á þeim tíma. Þessir flutningar kostuðu til- tölulega mörg íslenzk mannslíí. Gömul, stolt þjóð snýst hart gegn tækifærisstefnu. Þegar öll tilfinningasemi er talin frá á ann- að borð (ef hægt er að kalla það tilíinningasemi, að meta þjónustu, sem hefur kostað mannslíf), hlýt- ur maður að efast um, hvort það sé viturlega að farið, með tilliti til landafræði og stjórnmála, að gefa kinnhest þeim, sem kunna að þurfa að láta Vesturveldin fá afnot af landi sínu til mikilvægra flug- stöðva við Atlantshaf. Almennings- álitið i Bretlandi er enn ekki vakn- að til þessa máls, en eg leyfi mér að láta í ljósi þá skoðun, að togara- eigendasambandið brezka standi ekki á siðferðilega sterkum grund- velli, og ef almenningur fær á- hyggjur af málinu, muni útgerðin ekki sjást í því ljósi réttlætisins, sem hún nú baðar sig í. Þegar haft er í huga, að hagkerfi Islands er í rauninni byggt á útgerðinni, er ljóst, að það er lífsnauðsyn fyrir þjóðina að fá markaði fyrir fiskinn — ef til vill í Rússlandi. Hér ei vissulega málefni, sem nauðsyn og siðferðilegur réttur krefja að tekið sé öðrum tökum en samband tog- araeigendanna brezku hefur gert, og ákvarðanirnar ætti að taka með nægilegu tilliti til hemaðarþarfa. Ef ríksstjórnin skellir skollaeyrum við mögulegum áhrifum á verðlag og framþoð til neytenda, eru aðrar ástæður sem sýna, að rétt er að taka með meiri áhuga á þessum málum. . . .“ Cioft-Baker svarar. Þannig hljóðar bréf þessa Breta í lauslegri útleggingu, en í næsta blaði á eftir geysist formaður tog- araeigendasambandsins brezka, J. Croft-Baker, fram á ritvöllinn og lýsir undrun sinni yfir þessum slcrifum og hneykslast yfir því, að úr því að Mr. Theed fór að tala um manntjón, skuli hann ekki hafa nefnt þau mörgu brezku mannslíf, sem týndust á brezkum fiskiskip- um á stríðsárunum. I sama blaði er einnig birt bréf frá fiskimálaráðunaut ísl. sendi- ráðsins í London, Huntley Wood- cock, þar sem hann lýsir ánægju sinni yfir bréfi Mr. Theed og bend- (Framhald á 7. síðu). Jónas Krisfjánsson kynnir sér mjólkuriðnað í Bandaríkjunum Nýleg blöð frá Winnipeg herma, a<V Jónas Kristjónsson mjólkursamlagstjóri hér á Ak- ureyri, sem fór í kynnisför til Bandaríkjanna í sept. sl, hafi í byrjun þessa mánaðar dvalið á Glenboro í Manitoba í heim- sókn bjá ættingjum sínum þar. Áður hafði Jónas heimsótt Washington, höfuðborg Banda- ríkjanna, Chicago og Minnea- polis. f Chicago skoðaði hann Dairy Industries sýninguna, sem er umfangmesta og stærsta mjókuriðnaðarsýning, sem haldin er í Bandaríkjunum. — Mun Jónas kynna sér ýmsar nýjungar í mjólkuriðnaði með- an hann dvelst vestan hafs.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.