Dagur - 29.10.1952, Blaðsíða 7

Dagur - 29.10.1952, Blaðsíða 7
Miðvikudagiim 29. október 1952 D A G U R 7 — NORSK ELDHÚS (Framh. aí 5. síðu.) eru vettlingarnir á sínum stað, þá er á þarf að halda, en oft vill fara svo, að þeir finnast seint og illa, þegar börnin vilja hlaupa út til að leika sér. Vegna þess að pok- inn er gagnsær, er fljótlegt að sjá, hvað hann geymir. Þetta áhald kostar aðeins röskar 12 krónur norskar, og þykir mörgum þar vei varið peningum. Kynni aí Norðmönnum. Norðmenn eru frændur okkar, og við erum þeim líkir um margt. Norskt húshald mun á marga lund líkjast því, sem við þekkjum, og sömu hlutir henta í mörgum til- fellum báðum þjóðunum. Svo virð- ist þó, sem viðskipti okkar við Nor- eg séu lítil. En gaman væri að fá hingað til reynslu norsk alúmíní- um-eldhúsáhöld, til dæmis pott- ana, sem áðan voru nefndir. Slik tæki mundu koma í góðar þarfir hér. Flest heimili vildu gjarnan spara rafmagnið, kostnaðar vegna. Og þegar raforka er svo takmörk- uð hér, sem raun ber vitni um, er það þýðingarmikið atriði, að sem flest heimili hafi hentug rafmagns- áhöld. Á það skortir áreiðanlega mjög hér hjá okkur, og allar úr- bætur koma því í góðar þarfir. - Vegur fyrir Ólafsfjarðarmúlann (Framhald af 1. síðu). ins um að flytja frv. um vegargerð þessa á Alþingi. Með vaxandi fiskigengd á venju- leg fiskimið Olafsfirðinga, — en menn vænta þess, að sá verði m. a. árangur friðunarinnar,>—1 mun Ol- afsfjörður verða vaxandi athafna- pláss. Bættar samgöngur í milli bæjanna þriggja, Siglufjarðar, Ol- afsfjarðar og Akureyrar, geta haft mikla þýðingu-fyrir athafnalífið á Öllum þessum stöðum og opnað möguleika, sem menn eygja nú éf til vill ekki/Sagði Sigurður Guð- jönsson að lokum. • Hjónaefni. Fyrsta vetrardag qpinberuðu trúlófun sína ungfrú Hildigunnur Þorsteinsdóttir, Efri-Vindheimum, Þelamörk, og Stefán Hrólfsson, Stekkjarflötum, Skagafirði. — Landhelgismálin (Framhald af 1. síðu). ir á, að þar komi í fyrsta sinn fram í brezku blaði viðleitni til þess að láta Islendinga njóta sannmælis. „Úthaldsstríð“. En þrátt fyrir þessi bréfaskipti, er ekki liægt að segja, að friðsam- legt sé meðal Breta út af þessum málum eða þess sjáist veruleg merki, að þeir vilji taka gildar rök- semdir íslendinga. Blöðin halda á- fram einhliða og villandi málflutn- ingi. Raddir þeirra, sem vilja meiri sanngirni og víðsýni, heyrast vart. Gott sýnishorn af „stemningunni“ er fyrirsögn í Fishing News 11. okt. Þar stendur með svörtu letri yfir þvera forsíðuna: Britain and Ice- land—A War oí Attrition“ — eða lauslega útlagt: Bretland og Island — úthaldsstríð. Bretinn virðist treysta því, að markaðsþörfin muni fyrr beygja Islendinga en fiskleysið beygir þá. Framsóknarfélag Akureyrar hóf vetrarstarfsemina með Fram- sóknarvist og dansskemmtun að Hótel KEA sl. sunnudagskvöld og var þar margt fólk saman komið. Haukur Snorrason ritstj. ávarp- aði félagsmenn og gesti úupphafi samkomunnar, en síðan var spilað undir stjórn Þorl. Þorleifs- sonar og að lokum dansað. Félag- ið hefur í hyggju að hafa nokkrar slíkar samkomur í vetur. Skápur Fata- og tauskápur til sölu. Lágt verð. Afgr. vísar á. Stóðhestur, bleikur að lit, dökkur á fax og tagl, Óniarkaður, tveggja vetra, er í haldi að Hlíðar- enda hér í hreppi. — F.ig- andi hests þessa vitji lians sem fyrst og borgi áfallinn kostnað. Hreppstjóri Glæsibæjarhreps. Gúmmíhjól á HJÓLBÖRUR fyrirliggjandi. Byggingavörudeild KEA jambgimbur Mér undirrituðum hefur verið dregin livít lamb- gimbur, kollótt, með mínu marki, sýlt hægra og tvíbit- að aftan vinstra. Lamb þetta á ég ekki, og getur sá, er sannað getur eignarrétt sinn á því, fengið andvirði lambsins greitt að frádregn- um áföllnum kostnaði. Akureyri, 27. okt. 1952. Veturliði Sigurðsson. Herbergi og aðgangur að eldhúsi, til leigu nú þegar. Afgr. vísar á. Óskilahestur Hjá undirrituðum er dökk- jarpur hestur, stór, ójárnaður, með mikið fax, mark: Gagn- bitað h., sneiðrifað biti fr. v. Réttur eigandi vitji hestsins sem fyrst og gveiðí áfallinn kostnað. Torfum, 28. október. Axel Jóhannesson. Bændur! Með m. s. Goðafoss eru væntanlegar flestar teg- undir af Kúa- og Iiænsnafóðri. burði hinnar nýju tegundar af spena- hylkjum á Fullwood mjalta- vélum. ★ mjaltavélin Fullwood Midget mjalta- vélin er hentug fyrir os. AXEL KRISTJANSSON h.f. Verzl. Eyjafjörður h.f Dansleikur verður að Saurbæ laugar- daginn 1. nóvember, kl 10 e. h. Veitingar á staðnum. Kvenfélagið Hjálpin. Aðalfundur Skákfélags Akur- eyrar verður haldinn í kvöld kl. 8.30 í Verkalýðshúsinu. Félagar, mætið stundvíslega. Kvennadeild Slysavarnafélags Akureyrar heldur fund að Lóni föstudaginn 31. þ. m. kl 8.30 e. h. Vanaleg fundastörf. Kór deildar- innar undir stjórn Áskels Snorra sonar syngur. Konur, fjölsækið og takið með ykkur kaffi og verkefni. Kvöldskóli Jónasar S. Jakobs- sonar tekur til starfa 3. nóvember í Hafnarstræti 88 II. hæð. Kvikniyndirnar Söngvararnir, með hinum heimsfrægu ítölsku söngvurum og Eroica, sem er stórbrotin og merk mynd um aevi Beethovgns-,> verða .sýndar í allra síðata sinn um næstu helgi í Sk j aldborgarbíó. í/* hœ og, Messað í Akureyrarkirkju kl. 2 e. h. á sunnudaginn kemur. — Allra heilagra messa. — Þeirra minnzt, sem látizt hafa á sl. ári og verið jarðsungnir frá Akur- eyrarkirkju. — P. S. Möðruvellir í Hörgárdal. Mess- að sunnudaginn 2. nóv. næstk. kl. 2 e. h. Safnaðarfundur. I. O. G. T. Stúkan ísafold- Fjallkonan nr. 1 heldur fund n.k. mánudag á venjulegum stað og tíma. Fundarefni: Venjuleg fundarstörf. — Inntaka nýrra félaga. — Vígsla embættismanna. — Önnur mál. — Eldri flokkur sér um fræðslu- og skemmti- atriði. Fjölmennið á fundinn. Til nýja sjúltrahússins. Frá Þorsteini Baldvinssyni, Dalvik, til minningar um dóttur hans Soffíu, kr. 1000.00. — Gjöf frá Steinþóri Eiríkssyni, Bjarmahlíð, Egilstöðum, kr. 1000.00. — Áheit frá ónefndri kr. 200.00. — Áheit frá ónefndum kr. 100.00. — Á.heit frá Guðlaugu Stefánsdóttur kr. 50.00. — Áheit frá Ester.Mar- teinsdóttur kr. 50.00. Með þökk- um móttekið. G. Karl Pétursson. Stúdentafélagið á Akureyri. — Aðalfundur verður haldinn í Stú- dentafélaginu á Akureyri fimmtudaginn 30. þ. m., kl. 8.30, að Hótel KEA (Rotai'ysal). — Fundarefni: 1. Inntaka nýrra félaga. — 2. Venjuleg aðalfundar- störf. — 3. Önnur mál. Leiðrétthig. í auglýsingu um óskilahross í Skriðuhr., er birt- ist í síðasta tölubl. Dags, misrit- aðist mark á þriðja hestinum er auglýstur var. Markið á honum er: Biti [framan og tvífjaðrað aftan h. Valbjörk s.f. er í Strandgötu 3 B en ekki í Strandgötu 36 eins og misvitast hafði í síðasta tbl. Happdrætti templara. Dregið var í Happdrætti templara 15. október, og komu upp þessi númer: 37834 bifreið. — 8063 ís- skápur. — 28868 þvottavél. — 41967 skíði. — 11159 reiðhjól. — 3823 rafmagneldavél. — 1475 bónvél. — 1206 hrærivél. — 43304 uppþvottavél. — 20175 strauvél. — 11497 ryksuga. — 22863 hrað suðupottur. — 4130 hraðsuðu pottur. — 38596 hraðsuðupottur. Birt án ábyrgðar: Nú hefur fuglum mjög fjölgað á Andapollinum. Hyggja þeir vafalaust á vetursetu þar. Eru þessir gestir öllum bæjarbú- um aufúsugestir og er þess vænst að þeir njóti gestrisni eigi síður en verið hcfur. Er þess því vænzt að undir og gamlir færi fuglunum brauð- mola. f sambandi við umferð um vcginn neðan við pollinn er bent á, að unglingar fara þar oft ógætilega á reiðhjólum og er mildi að meiðsli liafa ekki hlotizt af. Guðspekistúkan „Systkina- bandið“ heldur fund þriðjudag- inn 4. nóv. næstk. kl. 8.30 síðd. á venjulegum stað. — Fundarefni samkvæmt umtali. kapellunni. Kvenveski fundið. — Upplýsingar í síma 1587. Herbergi til leio-u í Eyrarlandsveg 14 B. □ Rún 595210297 — 1.: I. O. O. F. = 13410318F2 = Árshátíð Golfklúbbs Akureyrar verður haldin laugardaginn 8. nóv. að Hótel KEA. Meðlimir og þeir aðrir, sem vilja taka þátt í henni, geri svo vel að rita nöfn sín á lista, er liggur frammi í Ferðaskrifstofunni. Nefndin. Æskulýðsfélag Akureyrar- kirkju. Fund- ur í Miðdeild sunnudags- kvöld kl. 8.30 í Hvítsmárasveitin starfar. Haukur Leósson. Kappleikur. Á laugardaginn verður, ef veður leyfir, kappleik- ur Oddeyrardrengja á móti drengjum á Brekkunni, Innbæn- um og Glerárþorpi. — Drengir úr Æskulýðsfélaginu keppa.— Odd- eyrardrengir hafa unnið undan- farin þjú ár. Brúðkaup. Þann 25. okt. sl. voru gefin saman í hjónaband í Akur- eyrarkirkju ungfrú Júdith Matt- hildur Sveinsdóttir, Ási, Glerár- þorpi, og Bergsteinn Eyfjörð Garðarsson, verkamaður, Felli, Glerárþoi'pi. Heimili brúðhjón- anna verður fyrst um sinn í Ási. — Þann 26. okt. sl. voru gefin saman í hjónaband ungfrú Þór- unn Ólafía Júíusdóttir og Stefán Valdimar Jóhannsson bóndi. Heimili brúðhjónanna er að Hömrum við Akureyri. — Hinn 24. þ. m. voru gefin saman í hjónaband af sr. Friðrik J. Rafn- ar vígslubiskupi, ungfrú Sigrún Guðný Gústafsdóttir, Gerárþorpi, og Lárus Marteinsson, sama stað. Á mánudaginn varð vart við lífsmark með uppbótarþing- manninum frá Akureyri, Stgr. Aðalsteinssyni. Hclgi Hjörvar lýsti í útvarpinu frv., sem þcssi þingmaður flytur, Er þar gert ráð fyrir að skylda húseigend- ur í kaupstöðum til þess að hafa uppljómuð númeraskilti á húsum sínum að kvöld- og næturlagi til hagræðis fyrir leigubílstjóra! Fleiri fáránleg ákvæði eru í frv. þessu. Frum- varpið er dágott sýnishorn af því, hvernig sumir menn vilja reyra allt líf borgaranna í viðj- ar laga og fyrirmæla. Bæjar- stjórnir og hiiseigendur mega nú ekki ráða því í friði lengur, hvernig þeir hafa útilýsingu á húsum sínum eða koma fyrir nafn- og númeraskiltum. Frá Tónlistarfélagi Akureyrar. Vegna fyrirspurna um, hvort félagið geti ekki fengið óperu- söngvarann Jussi Björling til Ak- ureyrar, óskar formaður félagsins að taka fram, að strax og það heyrðist að hans væri von til Reykjavíkur, leitaði hann eftir því við Þjóðleikhússtjóra að ráða Björling hingað, og síðar við fleiri forráðamenn Norræna félagsins, en það reyndist algerlega útilok- að, m. a. vegna þess hve hann hefur takmarkaðan tíma í Rvík. Happdrætti Háskólans. Endur- nýjun til 11. flokks happdr. er til II. nóv., en ekki 18. nóv. eins og misritaðist í augl. í síðata blaði. Byrjandinn. Hinn nýji lesefn- isflokkur fyrir byrjendur, sem þcir gefa út Jón Þorsteinsson og Snorri Sigfússon námsstjóri, fæst í Bókaverzl. Eddu og Bókaversl. Axels Kristjánssonar h.f.,. qn ekki annars staðar í bænum, enda ér upplag mjög lítið. Var ranglega frá þessu skýrt hér í blaðinu á dögunum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.