Dagur - 29.10.1952, Blaðsíða 4

Dagur - 29.10.1952, Blaðsíða 4
4 DAGUR Miðvikudaginn 29. október 1952 ÐAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýúngar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88 — Sími 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 50.00. Gjalddagi er 1. júlf. Prentverk OdcLs Björnssonar h.f. Kommúnistar „uppljóma44 áhugaleysi sitt UPPLÝSINGAR þær, sem birtar voru í síðasta blaði um þróunina í búsetu landsmanna ,hafa vakið mikla athygli, og bæjarmenn hér til umhugsunar um nauðsyn þess að snúa undanhaldinu upp í sókn. I því efni eiga fleiri hlut að máli en Akureyrarkaup- staður. Víða um þorp og bæi Norðurlands er ástand- ið sízt betra en hér. Menn flýja dýrtíðina og fram- kvæmdaleysið og leita til þeirra staða, sem bjóða upp á betri lífskjör og meira atvinnuöryggi. Ríkjandi stefna í verzlunar-, siglinga- og bankamálum miðar að auknum fólksflutningum til verstöðvanna við Faxaflóa og þrengri lífsskilyrðum fyrir fólkið úti um lar.d. I þessa átt hefur stefnt allt síðan á fyrstu „nýsköpunarárunum" og er eðlilegt, að verksum- merkin verði því ljósari, sem lengri tími líður. Á þeim árum náði Reylcjavík undir sig 95% af inn- flutningsverzluninni, þá var höfuðborgin gerð að einu innflutningshöfn landsins, og þá var komið fyrir kattarnef þeim tilraunum, sem gerðar voru til þess að efna til stóriðju og mikillar fjárfestingar úti á landi. Má í því sambandi minna á áburðarverk- smiðjuna, sem nýsköpunarþrenningin fyrirbyggði að staðsett yrði utan lögsagnarumdæmis Reykjavíkur, og þær ráðstafanir Aka Jakobssonar og flokks- bræðra hans, sem komu í veg fyrir það, að Akur- eyri gæti í framtíðinni haldið þeirri forustu í skipa- smíðaiðnaði, sem bærinn hafði, fyrir framtak sam- vinnufélaganna. Þegar þessar staSreyndir eru rifjaðar upp, er blöskrunarvert að sjá máléagn kommúnista hér býsnast yfir þeirri þróun, sem orðin er, og kenna hana Framsóknarmönnum og forustumönnum sam- vinnufélaganna. Staðreynd er, að það eru samvinnu- félögin, sem hafa mest og bezt staðið gegn því, að flóttinn til Reykjavikur yrði örari en raun ber vitni. Þau hafa ávaxtað verzíunararðinn heima í héraðinu og staðið gegn því, að fjármagn vaeri flutt burtu, eítir því sem unnt er. Iðnaðarframkvæmdir þeirra hér á Akureyri eru vissulega hornsteinn atvinnu- Ufsins, og með þessum iðnaði hefur flutzt hingað verulegt fjármagn annars staðar frá. Má í því sam- bandi minna á byggingu hinnar miklu Gefjunar- verksmiðju, sem nú er að ljúka. ÞAÐ ER hlálegt, að sjá því haldið fram í blaði hér í bænum, og það í alvöru, að því er virðist, að þessar framkvæmdir allar séu skör lægri á mæli- kvarða atvinnulifs og uppbyggingar en einhverjar aðgerðir kommúnista atvinnulífinu til framdráttar. Hvar skyldi þær framkvæmdir vera að finna í dag? Hvern hag hafði bæjarfélagið af starfsemi pöntun- arfélags þess, sem hér átti að umbylta verzluninni? Hvar eru atvinnufyrirtækin, sem kommúnistar hafa komið á fót? —- Hér sjást engin merki þess, að hér í bæ starfar flokkur, sem þykist í hverju Verka- manns-tölublaði bera hag atvinnulífsins fyrir brjósti. Kommúnistar eru duglegir að sækja sellufundi og lesa sér til í kredduvísindum og ástunda Rússa- dýrkun, en þeir eru manna ónýtastir til að koma upp lífvænlegum atvinnufyrirtækjum eða standa að atvinnulegum framkvæmdum, sem lengi eiga að standa. Svo ósýnt er þeim að undirbyggja slík mál- efni að minnstu munaði að þeir og fylgifiskar þeirra úr Alþýðuflokknum fyrirbyggðu að unnt yrði að efna hér til togaraútgerðar. Hin einstrengingslegu bæjarútgerðarsjónarmið þessara flokka voru togara- málinu til óþurftar. Hér væru ekki fjórir togarar í dag, ef þau mál hefðu ekki notið stuðnings ann- arra en kommúnista. Þegar borgaraflokkarnir höfðu ákveðið það heppilega form, sem haft var á útgerð- inni, brugðust einstaklingarnir og kaupfélagið og fyrirtæki þess svo vel við um hlutafjárframlög, að málinu var borgið. Nú er þessi togaraútgerð sæmi- lega öflug orðin, og það er ekki sízt vegna þess, að málið var vel undirbyggt og að hinum pólitísku bæjarútgerðarsjónarmiðum kreddu mannanna var vísað á bug. Þannig tókst að forða þeim örlögum, sem sósíaliskar kennisetningar bjuggu bæjarsjóðum Vestmannaeyja og Siglufjarðar og fleiri staða. ÞAÐ ER augljóst mál, að út um landið þarf að verða vakning til þess að spyrna gegn hinum hóf- lausu Reykjavíkursjónarmiðum og skapa aftur lífvænleg skilyrði fyrir fólkið úti á landi. Sú vakning verð- ur þá fyrst veruleiki, þegar lands- menn hætta að senda umboðsmenn Reykjavikurvaldsins á þing í nafni landsbyggðarinnar, þegar hætt er að taka skatt af hverjum lands- manni með hafnar- og umhleðslu- gjöldum í Reykjavík, þegar aðrir landshlutar njóta skynsamlegs jafnréttis við höfuðstaðinn um siglingar og verzlun, og þegar fjár- magni þjóðarinnar er skynsamleg- ar og réttlátlegar dreift til fram- kvæmda en nú er. I öllu þessu starfi hlýtur hlutur samvinnufélag- anna að verða stór. Iðnaður þeirra, sem nú er eitt helzta mótvægið gegn einokun Reykjavikur, þarf að njóta aukins stuðnings þjóðarinnar og siglingar Sambandsskipanna að verða sú þjónusta, sem landsmenn væntu eitt sinn að „óskabarn þjóð- arinnar" mundi veita þeim. Samvinnufélög og einstaklingar þurfa að eiga kost á lánsfé til þess að stofnsetja ný atvinnufyrirtæki úti á landi, og það þarf að vera tryggt, að samgönguleysi, óbilgjörn skattheimta eða aðrar heimatilbún- ar ástæður verði slíkum fyrirtækj- um ekki fjötur um fót. Viðhorf kommúnistanna hér til þessara mála virðist vera, að ráðast helzt gegn þeim, sem líklegastir eru til þess að verða að liði. Rógur þeirra um kaupfélagið hér og SIS er því vatn á myllu uppgjafar- og flóttastefnunnar, en gagnstæður þeirri viðnáms og viðreisnarstefnu, er Framsóknarmenn og samvinnu- félögin berjast fyrir. Maður úr þeirra hópi er kallaður að vera uppbótarþingmaður frá Akureyri. Hann er nú um þessar mundir að berjast við að skylda húseigendur landsins í kaupstöðum til þess að uppljóma númeraskiltin á húsum sínum að næturlagi. Þetta er eina lífsmarkið, sem bæjarmenn hér hafa lengi séð á þessum þing- manni. Uppljómunarfrumv. hans er ágætt sýnishorn af raunveruleg- um áhuga kommúnista fyrir mál- efnum bæjarins og landsbyggðar- innar í heild. Þar er allt innantóm- ur hégómi, þegar til á að taka, en enginn lífvænlegur kraftur. FOKDREIFAR Umhverfið fríkkar — en torgið er ljótt. NÚ er verið að ganga frá að utan nýja Landsbankahúsinu við Ráðhústorg, enda þótt innréttingu hússins sjálfs sé hvergi nærri lokið. Ivlá kalla það nýjung og hana lofs- verða, að hafa svo hraðan á um ytri frágang. Venjan er yfirleitt sú hér um slóðir, að ekki er gengið frá húsum hið ytra fyrr en innrétt- ingum er lokið, og stundum dregst þessi snyrting árum saman og fyrir kemur, að hún er aldrei gerð. Þetta nýja bankahús er hin veglegasta bygging, og fríkkar nú allmjög um- hverfi Ráðhústorgs. En sjálft torg- ið heldur áfram að vera ljótt, og bólar ekkert á aðgerðum til þess að bæta úr því. Bílatorg væri réttnefni. Bílatorg væri réttnefni á Ráð- hústorgi, því að þar er ekkert ráð- húsið en mikið um bíla. Vafasamt má telja, að ráðhús komi nokkurn tíma þar, og nafnið verður þá að- eins til þess að minna á, að einu sinni hafi verið ráðgert að byggja þar ráðhús, en á þá ráðagerð hafi hrunið mikið grjót, og liggi hún þar undir. En bílar eru þar margir og allt of margir til þess að torgið geti gegnt því hlutverki, sem slik- ur staður í miðjum bæ á að gegna. Tvær bifreiðastöðvar eru svo sem kunnugt er við torgið, og auk þess þykir það hentugur staður til þess að geyma ýmsa aðra bíla. Á miðju torginu standa gömlu trén og gras- blettur umhverfis, en í milli trjánna og bílanna er ljóta girð- ingin, sem bærinn lét koma 'þar upp fyrir mörgum árum af ein- stöku smekkleysi og búrahætti. Hefur þessi girðing staðið af sér öll veður og hvergi haggazt við blaðaskammir, stofnun fegrunarfé- lags, tilkomu verkfræðinga og ann- arra verkvísindameistara og fegr- unarsérfræðinga í þjónustu bæjar- félagsins. Má kalla það mikið út- hald. Bátakví er ekki réttnefni. Skammt frá Ráðhústorginu er frægt mannvirki, sem kallað er bátakvíin hans Erlings. Átti Al- þýðuflokkurinn eitt sinn ekkert á- hugamál stærra en að gera kví þessa, og var mannvirkið skírt í höfuðið á Erlingi í virðingar- og þakklætisskyni við forustu hans í málinu. En sá gallinn hefur jafnan verið á þessu mannvirki, að það er engin bátakví, enda eru þar fáir bátar og útræði ekkert. Bátakví er því ekki réttnefni. Kví þessi er ekkert annað en daunillur drullu- pollur, sem nauðsyn er að uppræta, ekki sízt af heilbrigðisástæðum. Það er augljóst mál, að poll þenn- an þarf að fylla upp og gera fast land úr minnismerki Alþýðuflokks- ins og Erlings. Samgönguniiðstöð í Bótinni. Ýmsir láta sér detta í hug, að á því landi væri tilvalið að gera samgöngumiðstöð fyrir bæinn. Þar gætu bílastöðvarnar haft aðsetur, og þar mætti koma upp afgreiðslu langferðabíla og skýli fyrir farþeg- ana. Akureyri byggir nú svo mjög á samgöngum á landi, að óviðun- andi er með öllu að hafa afgreiðslu langferðabíla í þröngum götum. Heppilegt er, að bílaafgreiðslur, fyrirgreiðsla við ferðamenn o. s. frv. sé sem mest á sama stað. Þeg- ar aðalakbrautin inn í bæinn að norðan breytist, kemur þessi stað- ur til með að liggja sérlega vel við. Það er talað um, að slík uppfyll- ing mundi kosta miliið fé, og víst má það vera rétt. En einu sinni var hér starfað að uppfyllingum, sem meiri eru, og var bærinn þá fámennari og fátækari en hann er nú, jafnvel þótt oft sé nú þröngt í búi og útlit ekki glæsilegt. Ástæða er því til að taka þessa tillögu til gaumgæfilegrar athugunar og hefja framkvæmdir hið fyrsta. En hvað sem verkvísindameisturunum þyk- ir rétt að gera eða gera ekki, er eitt víst og rétt: Ráðhústorg þarfn- ast gagngerðra endurbóta við. Bíl- arnir þurfa að fara og Ijóta girð- ingin að hverfa. Þar þurfa að koma grös og blóm og tré, og ef til vill mætti setja þar minnismerki um fræga bæjarmenn, þegar bærinn telur fært að sýna minningu þeirra þann sóma. Svipazt um í norsku eldhúsi Þegar maður svipast um í sýningardeildunum á hinni stóru norsku vöru- og iðnaðarsýningu, sem haldin var sl. sumar, — eða ef maður á þess kost að sjá norska húsmóður að störfum x eldhúsinu sínu, — kemst maður ekki hjá að taka eftir því, að iðn- vöruframleiðendur í Noregi leggja verulegt kapp á að gera heimilistækin þannig úr garði, að þau séu í senn falleg að horfa á og hentugri að vinna með en eldri eldhús- og heimilistæki. Þetta gildir ekki sízt um ýmsa ódýra og smáa hluti, sem húsmóðirin verður þó að nota daglega. í þessu sambandi er bent á það, hvað mikið gildi það hafi fyrir þrótt og lífs- gleði manneskjunnar, að umgangast fallega og hent- uga hluti. Allt slíkt lyftir húsverkunum upp úr grá- um hversdagsleikanum og spyrnir gegn því, að þau reynist leiðinleg slitvinna. Mikið ber á alls konar alúminiumílátum í norskum eldhúsum, enda eiga Norðmenn stórar alúminíum- verksmiðjur, sem hafa lagt kapp á að auka notagildi þesa málms, með því að nota hann í sífellt fleiri heimilistæki. Norska alúmíníumframleiðslan, sem fer til heimilistækjagerðar, gengur í gegnum svo- nefndan „elokseringsprocess“, sem gerir útlit málms- ins þannig, að hann minnir helzt á ryðfrítt stál, verk- ar með öðrum orðum sem fallegri, vandaðri og dýrari vara en hún er kannske í eðli sínu. Þannig fram- leiða Norðmenn nú potta og könnur og hvers konar önnur ílát með þessari aðferð. Þau eru mjög létt í notkun, auðvelt að halda þeim hreinum, falleg að horfa á þau, og þrátt fyrir alla þessa kosti, tiltölu- lega ódýr. Hentugir pottar. Þótt mikið sé gert að því að þóknast auganu, er notagildinu ekki gleymt. í því safflbandi verður mörgum starsýnt á nýja tegund af pottum, sem nú tíðkast mjög í norskum eldhúsum. Þeir hafa það til síns ágætis, að það er hægt að sjóða allan mið- dagsmatinn á einni rafmagns- eða gasplötu á elda- vélinni, í stað þess, að húsmæðurnar eru oftast með 2—3 plötur í gangi og kosta því meira til matar- gerðarinnar í rafmagni eða gasi heldur en þörf er á. Þessir pottar eru ekki hringlaga hver fyrir sig, en þegar búið er að raða þeim saman, þá mynda þeir hring eins og einn stór pottur, en eru þó sjálfstæðar einingar hver fyrir sig þannig, að sjóða má mismun- andi matartegundir í þeim, t. d. fiskinn eða kjötið í einum, kartöflurnar í öðrum og annað grænmeti í þeim þriðja til dæmis. Þetta eru tæki, sem hafa verulega þýðingu fyrir rafmagnsútgjaldalið heimil- isins. Þannig er unnið að raunhæfum sparnaði með réttri framleiðslu og innkaupum og má segja, að þetta sé því til fyrirmyndar. Norsku alúmímumverksmiðjurnar hafa ákveðið diametermál á öllum pottum, er þær framleiða, og þær framleiða nokkrar stærðir með sama diameter- máli. Við þetta vannst það, að sama lokið passar á alla pottana, enda þótt þeir rúmi mismunandi mikið. Ný kaffikanna. Norskar húsfreyjur hafa nú almennt tekið í notkun nýja kaffikönnu. Hún er úr þykku alúmíníum, og er innbyggður sjálfvirkur uppáhellingarútbúnaður (per- culator-aðferð). Þessar könnur eru til bæði fyrir raf- magn og til að hita á eldavélarplötu. Þær eru fallegar að horfa á, og þær má bera beint á borðið. Kaffið þarf ekki að kólna við að yfirfæra það í „fínu“ könnuna. Þessi „kaffetrakter“, sem Norðmenn kalla svo, er að útrýma gömlu könnunum með lausa pok- anum (Danir kalla þær „Madam Blaa“) og má segja að það sé heppilegt, því að kaffipokinn er oft ó- skemmtilegur, og áreiðanlegt er, að kaffipokaað- ferðin er dýrari og ósparari á kaffið en þessi nýja aðferð. Hentugur poki. Margar norskar húsfreyjur eiga eitt áhald, sem íslenzkar stallsystur þeirra mega öfunda þær af. Þó er það í senn bæði einfalt og ódýrt. Þetta er stór poki úr þykku, gagnsæju plasticefni. Hann er í lag- inu eins og tromma, og er rennilás hringinn í kring. í þennan poka lætur norska húsfreyjan vettlinga barnanna, sokka þeirra og annan slíkan fatnað. Þar (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.