Dagur - 29.10.1952, Blaðsíða 6

Dagur - 29.10.1952, Blaðsíða 6
6 D A G U R Miðvikudaginn 29. október 1952 !Hin gömlu kynni I Saga eftir JESS GREGG 2. dagur. (Framhald). Boston var á fyrstu árum aldar- innar. Wrenn hljópst á brott með konu þingmanns borgarinnar. — Útkoman var hjónaskilnaður, sem meira var um skrafað en nokkurt annað slíkt mól í marga áratugi, en þau létu allt slíkt sem vind um eyrun þjóta og giftu sig, hvað sem hver sagði. Mér hefur alltaf fundzt að þarna vœri efni í skemmtilega bók, ef hægt væri að grafa upp nógu margar stað- reyndir og einhverja áreiðanlega vitneskju. En enginn nema ekkjan getur þar orðið að liði og hún hefur hingað til neitað að eiga nokkra samvinnu við okkur.“ Elísabet var fljót í varnarstöðu fyrir ekkjuna. „Þú getur ekki á- fellzt hana, þótt hún kjósi ekki að draga einkamál sín út á götu,“ sagði hún. „Nei, en hún komst nú ekki hjá því hvort eð var,“ svaraði Mellet. „Hún var ævinlega efniviður í stór- ar blaðafyrirsagnir, þetta var glæsi- leg kona, rík og af góðu fólki, þrí- gift, — og það er eitt næg saga til næsta bæjar í Boston, — enda gekk mikið á í hvert sinni.“ Hann þagnaði, en ekki nefna 'andartak, og hélt svo áfram: „Hún er komin aft- ur hingað til lands eftir langar fjarvistir erlendis, — er búin að vera hér þrjá mánuði.“ Elísabet leit rannsakandi á hann. Allt í einu rann það upp fyrir henni, að vitaskuld var það vegna viðskiptanna og starfsins, sem hann hafði kallað á hana, allt ann- að var draumórar. „Komdu með það, Harry,“ sagði hún lágt, og vonbrigða kenndi í röddinni, „hvað er það, sem þú hefur á bak við eyrað?“ Hann hló við. „Hvorki mikið né merkilegt,“ sagði hann. „Ekkert, nema það, að ég talaði við ekkjuna í vikunni sem leið. Eg get varla sagt, að ég nefndi Wrenn á nafn. Lagði alla áherzlu á hana sjálfa, persónuleika hennar og sögu. Hún hefur alla ævina verið að berjast við að draga úr athyglinni, sem hún hefur vakið, og gera sem minnst úr bæjarslúðrinu og hneykslissög- unum. Henni hefur tekizt þetta furðuvel — en ég held, að hún hafi týnt lífsgleðinni í leiðinni, og nú er hún einmana orðin, og ég lék eink- um á þessa strengi í samtalinu. Bókin ætti að minna heiminn á, hver hún er, og gera það þannig, að það veki samúð — í þetta sinn.“ „Og hvað meira?“ „Lítið meira. Hún getur auðvit- að ekki skrifað æviminningarnar sjálf — kann engin tök á slíku, — ég varð því að lofa því að leggja til rithöfundinn — sem gæti skrif- að alla söguna eftir frásögn hennar og blásið lífsanda í efnið.“ Hann leit spurnáraugum á hana. „Kemur þér nokkur líkleg persóna í hug?“ spurði hann, „Nei, ekki lifandi sál,“ svaraði hún. „Hvað um sjálfa þig?“ „Mig? Hvers vegna ertu að hugsa um mig í þessu sambandi?“ „Eg þarf á skáldkonu að halda, konu, sem á innsæi skálds og til- finningasemi kvenmannsins. Þetta er bók, sem þarf að vera lifandi — þarf að eiga hjarta, sem slær!“ „Já, en hvers vegna ertu að tala um mig. Þú hefur völ á fjölda manns, sem eru líklegri en ég.“ „Það má vel vera, en persónu- lega hef ég mesta trú á þér.“ Hún roðnaði lítið eitt, opnaði veskið sitt, en smellti því strax aftur. Henni var órótt. „Þetta mundi þýða, að ég mundi þurfa að búa í Boston þennan tíma. Það get ég alls ekki.“ „Hvers vegna ekki? Er einhver, sem bindur þig hér?“ „Nei!“ „Nú, hvað heldur þá í þig?“ Rödd henriar skalf lítið eitt af reiði er hún svaraði: „Var þetta allt erindið, er þú bauðst mér hing- að í dag? Vár alltaf ætlunin að taka mig í yfirheyrslu? Eg get sagt þér, að ég kæri mig ekki um þetta starf og sé'-enga ástæðu til þess að gefa þér é því nánari skýr- ingar.“ „Þá það,“ sagði hann og yppti öxlum. Þau héldu áfram göngunni. — Hvorugt sagði orð um hríð. „Ertu reiður við mig?“ spurði hún eftir drykklangá stund. „Nei, hreint ekki, en aðeins ofur- lítið undrandi á því, hversu þú varst áköf að neita mér.“ „Ef að það er þér undrunarefni, að ég hefi tilfinningar, skil ég ekki hvernig þér gat dottið í hug að fá mig til þess að skrifa ástarsögu.“ Hann stanzaði, sneri sér snöggt að henni. „Þú segir alveg satt, má- ske mér hafi skjátlazt þar.“ (Framhald). PERLON- dráttartaugar ættu að vera í öllum bílum. — Fást í Véla- og varahlutadeild. Saumur V alls konar fyrirliggjandi. Byggingavörudeild KEA Forstofuherbergi til leigu í Norðurgötu 50. Sími 1991. F ordson-dráttar vél til sölu, ásamt sláttuvél. U ppl ýsi ngar gefur Rögnvaldur Rögnvaldsson, Brekkugötu 19. Stúlka óskast á sveitaheimili um óákveðinn tíma. Mætti hafa barn með sér. Afgr. vísar á. Herbergi til leigu í Munkaþverárstræti 34. Halldórsstaðir í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði eru til scilu, e£ viðunandi boð fæst. Tilboðum sé skilað til undirritaðs eiganda jarðarinn- ar fyrir 15. des. n. k. Hey- skapur a. m. k. 500 hestar, þar af um fullur helmingur kúgæft. Tún og engjar að mestu véltækt. Hlöður fyrir 400 liesta. Akureyri, 28. okt. 1952. Sigtryggur Guðlaugsson, Norðurgötu 47. Toilefpappír Kaupfélag Eyfirðinga N ýlenduvörudeild og útibú Hreinlæfisvörur Þvottalögur Ræstiduft Gólfklútar Fægilögur Sólsápa Blámasápa Þvottasódi Kaupfélag Eyfirðinga N ýlendu vörudeild og útibú Ung, reglusöm stúlka óskast nú þegar til heimil- isstarfa. Skrifið í pósthólf 105, Akureyri. Bílakaup Hef nýlegan landbúnaðar- jeppa til sölu. Bíllinn er lítið keyrður og vel með farinn. — Skipti koma til greina á Chevrolet-vörubíl, þó ekki eldra mé)del en 194G. — Uppl. gefur Aðalsteinn Björnsson, Eiðsvallagötu 22, næstu kvöld kl. 6—8. Til sölu Vökvaámokstursvél fyrir traktora. Dodge Weapon bif- reið, með 10 manna farþegahúsi, Fordmótor, 110 hest- afla, ásarnt gírkassa, Fordson afturöxlar og fjaðrir og. Landbúnaðarjeppi, nýupptekinn og yfirfarinn. — Allar vélarnar eru til sýnis í dag og á morgun. Bifreiðaverkstæðið Þórshamar h.f. Akureyri. Willjfs Jeep varahlutir jafnan fyrirliggjandi. Öll þjónusta fljótt og vel af hendi leyst. Önnumst og viðgerðir á öllum lanbúnaðar- vélum og tækjum. Umbjóðendur fyrir Willys Jeep. Bifreiðaverksfæðið Þórshamar h.f. Sími 1353. Gaslugtir 200 og 300 kerta. GLÖS - NET - NÁLAR - SPISSAR og margt fleira til þeirra. •c$*“*■ ■» ' ■ > f 'iíKvKt ‘A> i Járn- og glervöru deiid. Akureyringar! - Eyíirðingar! ! Hérmeð tilkynnist heiðruðum viðskiptayinum vorum, að frá og með 1. nóvember ,1.952 véfðúr Litlubílastöðinni lokað um óákveðinn tíma. Gísli Eiríksson. Aðalsteinn Bjömsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.