Dagur - 29.10.1952, Blaðsíða 2

Dagur - 29.10.1952, Blaðsíða 2
2 DAGUR Miðvikudaginn 29. október 1952 Dagskrármál landbímaðarins: FÓÐURSÖLT Eftir Sigurjón Kristjánsson, Brautarhóli A SÍÐASTLIÐNU VORI rit- Fimm þúsund nemendur hafa sfundað nám í Bréfaskóla SÍS Kennsla veiff undir landspróf í mörgum greinum uðu Guðbrandur Hlíðar dýra- læknir og Gísli Kristjánsson rit- stjóri í Búnaðarþótt „Dags“, um notkun fóðursalts handa kúm. Hefi ég tilhneigingu til að leggja hér orð í belg og geta ögn um reynslu mína af notkun vissra salta, sem ég hefi fengið handa kúnum. Er þá bezt að byrja söguna þar, sem ég sumarið 1950 verkaði vot- hey í turni í fyrsta sinn og gaf kúnum mikið magn þess veturinn 1950-51. Sögur heyrði ég um það úr ýmsum áttum að heyið væri stórskemmt eða jafnvel ónýtt og þóttust aðrir þar vita betur en ég sjálfur, þó ég gæfi fóðrið dag- lega. Það var þá heldur enginn vafi á því, að áliti almennings, að votheyið átti sök á því að í júní- mánuði um vorið missti ég 3 kýr. Sú saga var sögð að ekki gæti leikið vafi á, að „votheyið úr turninum góða“ ætti sökina. Síð- ar um sumarið fannst kýr dauð úti í haga eftir að kýrnar höfðu verið á beit nokkurn tíma. Ef til vill var erfiðara að kenna vot- heysgjöf um þetta dauðsfall, en líklegt þó, þar sem fleiri kýr höfðu verið lasnar. Um veturinn og vorið hafði ég gefið kúnum fóðursalt það sem fékkst á verzlunarstöðum hér norðan lands, og það allmikið, svo tæpast var hægt að álíta að þar skorti sölt, enda notað reglulega. Þrátt fyrir það var bersýnilegt að eitthvað skorti í fóðrið, heilsu gripanna var ábótavant og kýr sem báru reyndust ekki. Um vor- ið þegar þær voru látnar út voru nokkrar það illa farnar (en sem lifðu þó) að þær gátu alls ekki fylgt hinum kúnum eftir, það brast og brakaði í þeim við hverja hreyfingu. —o— EFTIR ÞESSA ATBURÐI, og eftir að hafa séð kýrnar, sendi Gísli Kristjánsson ritstjóri, mér salt nokkurt ásamt lyfi er ég skyldi gefa kúm þeim, sem enn voru lasburða og varla komust af básum og alls ekki gátu fylgt hinum kúnum í hagann. Notaði ég hvorutveggja eftir hans fyrir- mælum með góðum árangri, það liðu ekki margir dagar áður en kýrnar fengu annað yfirbragð. Þær hresstust, og fóru að ganga svo að þær gátu eftir skamman tíma fylgt hinum kúnum án þess að á þeim sæi í göngulagi, þótt þær hefðu áður naumast get- að í neinn fótinn stigið. Leið svo fram á haust. Eg beitti svo kúnum á fóður- kál eins og eg hafði verið vanur að gera undanfarin haust. Mjólkuðu þær prýðilega, en mjólkin var mögur. Virtist mér að kúnum fara heldur aftur að útliti, höfðu þær þó ágæta beit og fóður með eftir vild. Leið svo á veturinn og allt gekk vel. Eg gaf vothey svipað og árið áður, og það var gott eins og mér hafði reynzt það árið áður. En svo fékk eg fóðursalt frá Gísla seinni part vetrar. Hafði hann fengið nokkuð af hráefnum og blandaði sjálfur og mun hafa látið ýmsa hafa nokkuð til reynslu. Kveðst hann hafa hagað samsetningu þess með tilliti til að nokkuð muni vanta af ákveðnum steinefnum í fóður kúnna almennt og hafi fóð- ursölt þau, sem að undanförnu hafa verið notuð, og eg hafði not- að eins og aðrir, ekki verið sam- sett eins og skyldi. Byrjaði eg að gefa þetta salt upp úr miðjum marz, og notaði það eftir forskriftum. Árangur- inn af notkuninni hefur gefið mér tilefni til að skrifa þessar línur, en hann varð sá, að í fyrsta lagi voru kýrnar hraustar og bet- ur útlítandi en nokkru sinni, en svo skeði annað, sem eg hafði ekki búizt við, og það var breyt- ing á fitumagni mjólkurinnar. —o— VIKU EFTIR að eg byrjaði að gefa kúnum umrætt salt, hækk- aði fitumagnið í mjókinni, sem fór til samlagsins, úr 3,80% í 4,60%. Aðeins einu sinni var þó fitan svona há, en lækkað ögn í næstu viku ,en hækkaði svo aft- ur og fór þá upp í 4,40% og var þar þegar saltið þraut í maílok. En þegar það var þrotið brá svo við, að fitan hrapaði um leið, á einni viku, úr 4,40% niður í 3,40%, og svo þegar votheyið þraut, í fyrstu viku júní, fór fitu- magnið niður. í 3,30%. Voru hér snögg umskipti á einni viku og ég get ekki séð nokkra átæðu til breytinganna nema notkun salts- ins. Fyrst þegar ég byrjaði á salt- inu hélt eg að aukning fitunnar stafaði af því, að votheyið færi batnandi og væri að þakka snemmsleginni töðu, en það getur varla staðizt, því að þegar enn neðar dró var sama snemmslegna taðan, og það allt til þess að vot- heyið þraut. Og svo má bæta því við, að þegar kýrnar voru komn- ar á sumarmbeit á túni mátti við því búast að fitumagnið hækkaði aftur eins og venja er á nýgræð- ingi. En þetta skeði ekki, það reyndist í júnílok aðeins 3,70% eða eins og fitan var minnst á meðan eg notaði fóðursaltið. Nú veit eg auðvitað ekki hvort hér er saltinu einu að þakka eða eitthvað annað óþekkt kemur til með að hafa þessi áhrif. Væri fróðlegt að vita hort aðrir, sem fengið og notað hafa umrætt salt, hafa sömu sögu að segja. —o— GÍSLI HEFUR sagt mér, að þetta hafi ekki komið sér á óvart, en þó ekki búizt við að áhrifin yrðu svona mikil, en hann mun hafa ályktað um þörf þessa efnis eftir því hvernig almennt er borið á túnin, og eftir efnasamsetningu fóðursins, sem eg og aðrir nota, en veigamesta ástæðan til að hann hlutaðist til um útvegun umrædds salts var þó, að slá því fötu, að óhætt er að gefa mikið vothey ef samtímis er séð fyrir því að skepnurnar fái nægilegt magn þeirra steinefna, sem ann- ars skortir í grösin á túnunum, og þá auðvitað líka í töðuna og vot- heyð, eða með öðrum orðum: Skepnurnar fái á annan hátt þau steinefni, sem þurfa til samræmis við næringarefnamagnið í fóðr- inu. Prímusar Olíuvélar Jám- og glervörudeild. Stórt skrifborð til sölu. Tækifærisverð. Afgr. vísar á.: Stúlka, með gagnfræðaprófiv óskar eftir atvirlnu. Má vera vist. Afgr. vísar á. Fegrunarfélagið veitir verðlaun fyrir skrúðgarða Formaður Fegrunarfélags Akur- eyrar, Sig. L. Pálsson menntaskóla- kennari, hefur skýrt blaðinu frá 3ví, að félagið hafi veitt þrenn verðlaun fyrir skrúðgarða á síðastl. sumri, og að auki 20 húseigendum viðurkenningu fyrir fallega garða. Verðlaunin hlutu: Haraldur Jóns- son, Eyrarveg 25A, 1. verðlaun, Helgi Steinar, Ægisg. 24, 2. verðl., Garðar Olafsson, Eyrarlandsv. 27, 3. verðlaun. Viðurkenningu hlutu garðar við þessi hús: Helgamagra- stræti 21, Ægisgata 21, Helga- magrastræti 26, Rauðamýri 22, Laxagata 7, Brekkugata 4, Munka- Dverárstræti 17, Bjarmastígur 1, Helgamagrastræti 1, Helgamagra- stræti 3, Þingvallastræti 20, Þing- vallastræti 2, Gilsbakkavegur 13, Aðalstræti 58, Aðalstræti 46, Aust- urbyggð 4, Skólastígur 7, Möðru- vallastræti 4, Eyrarlandsvegur 24 og Þrastalundur. Fegrunarfélagið telur nú um 300 manns. Það reynir sífellt að hrinda áleiðis ýmsum umbótamálum og verður nokkuð ágengt, enda þótt fjárráð þess séu lítil, engin önnur en félagsgjöld og svo tekjur af samkomum, er félagið reynir að efna til í fjáröflunarskyni. Hafði um 5700 krónur af merkjasölu og hlutaveltu á þessu ári. — Félagið hefur í hyggju að ráða garðyrkju- mann næsta vor til þess að hjálpa fólki til að skipuleggja garða sína. Kvöldskóli í íeikningu og myndamótun Jónas Jakobsson myndhöggvari opnar kvöldskóia í teikningu og myndamótun hér í bænum nú á næstunni. Mun skólinn hefjast 3. nóvember. Nemendur geta snúið sér til Jónasar nú þegar, í Hafn- arstræti 88, II. hæð, sbr. auglýs- ingu í síðasta tbl. Bréfaskóli SÍS hefur nú starfað í tólf ár. A því tímabili hafa inn- ritast í skólann rúmlega fimm þúsund nemendur, — Nemendur bréfaskólans eru bókstafiega sagt úr því nær öllum stéttum og starfsgreinum í Iandinu, karlar og konur á ýmsum aldri. Ýtarleg kennslubréf. Þessir nemendur eru í höfuð- borginni eða öðrum bæjum, en einnig í innstu sveitum og á yztu nesjum, jafnvel margir á íslenzk- um bátum og skipum og nokkrir í öðrum löndum. Dvalarstaður nemenda skiptir eigi máli, en það er vegna þess að kennslan fer fram bréflega. Kennslan byggist í aðalatriðum á því, að bréfaskól- inn gefur út kennslubækur í hverri námsgrein, svokölluð kennslubréf, sem nemandinn fær send í röð eftir því sem honum sækist námið. Þessi bréf eru einkum að því leyti frábrugðin venjulegum kennslubókum, að í þeim eru meiri útskýringar á námsefninu, vegna þess að munn- legum skýrngum kennara verður eigi við komið. Einnig eru í hverju kennslubréfi verkefni sem nemandinn á að leysa úr og senda til skólans, en kennarinn leiðrétt- ir og gefur þær skýringar sem þarf. Þannig fara fram margar bréfasendingar milli skólans og hvers nemanda, sem stundar nám. — Á síðasta ári voru t. d. afgreidd 12600 bréf í bréfaskólan- um, ýmist til nemenda eða frá þeim og til kennara. Bréfanámið krefst dugnaðar og ástundunar eigi síður en annað nám ef ár- angur á að nást. — Þessi kennslu aðferð, bréfakennslan, er viður- kennd og mikið notuð í flestum löndum. Oftast eru það sérstakir bréfaskólar, sem annast kennsl- una, eins og t ,d. „Hermods brev- skola“ í Svíþjóð og „Folkets brevskola" í Noregi, sem báðar eru með mikinn fjölda náms- greina með mikilli kennslu, t. d. kennslu til stúdentsprófs o. þ. h. Ódýr kennsla. Aðaltilgangur með starfi Bréfa- skóla SÍS er sá, að gefa kost á ódýrri og góðri kennslu. Það er æltun skólans að veita fólki tæki- færi til náms jafnhliða daglegum störfum, að skapa möguleika til góðrar tómstundaiðju með bréfa- náminu, að veita nemendum fræðslu er kemur.þeim að bein- um notum við störf þeirra og að búa nemendur undir nám í öðr- um skólum. Námsgreinum fer fjölgandi. Síðan í fyrrrahaust hafa bæzt við 8 nýjar námsgreinar og eru þær nú samtals 24. Eftir næstu ára- mót munu væntanlega bætast við tvær námsgreinar. íslenzk mál- fræði og íslenzk setningafræði, kennari verður Bjarni Vilhjálms- son, cand. mag. Keiuisla fyrir landspróf. Kennsla er veitt í eftirtöldum námsgreinum undir landspróf: íslenzkri réttritun og bragfræði, dönsku, ensku, eðlisfræði og stærðfræði. Eru kennslubréfin ýmist samin eða yfirfarin af próf- dómurum í larulsþró'fsnefn{Ív Þeir néméhdur, sem þessár |reínar lesa með landspróf í huga ættu að geta þess þegar þeir innrita sig í skólann. 1690 nemendur skráðir um ára- mót. Á síðastliðnu ári innrituðust í bréfaskólann 960 nemendur og um áramót voru skraðif'néméncl- ur í skólanum 1690--eanatals-.--- Síðustu tvö árin hefir verði fram- burðarkennsla þ' vgguxn bréfa- skólans í Ríkisútvafpinú í ensku, dönsku, Esperantó og frönsku. f frönskukennslunni er sérstök samvinna milli útvarpsins og bréfaskólans. Útvarpið á þakkir skildar fyrir velvild og góða sam- vinnu við skólann. Námsgreinar skólans eru: íslenzk réttritun og íslenzk bragfræði, kennari Sveinbjörn Sigurjónsson, magister. Danska í tveimur flokkum, kennari Ágúst Sigurðsson, cand mag. Enska í tveimur fidkkum, kennari Jón Magnússon, fil. cand. Þýzka, kennari Ingvar Brynjólfsson, menntaskólakennari. Franska, kennari Magnús G. Jónsson, menntaskólakennari. Esperantó, kennari Magnús Jónsson, bók- bindari. Bókfærsla í tveimur flokkum, kennari Þorleifur Þórð- arson forstjóri. Reikningur, sami kennai'i. Skipulag og starfshætt- ir samvinnufélaga, kennari Eirík- ur Pálsson lögfræðingur. Fundar stjórn og fundarreglur, sami kennari. Búreikningar, kennari Eyvindur Jónsson, búfræðingui'. Algebra, kennari Þóroddur Oddsson, menntaskólakennari. Eðlisfræði, Sigurður Ingimundar- son, dipl. ing. Mótorfr&ði í tveimur flokkum, kennari Þor- steinn Loftsson, vélfræðingur. Siglingafræði, kennari Jónas Sig- urðsson, stýrim. sk. kennari. Landbúnaðarvélar og verkfæri, kennari Einar Eyfells, landbún- aðarverkfræðingur. Sálarfræði, kennarar frú Valborg Sigur'ðar- dóttir, uppeldsfræðingur og Dr, Broddi Jóhannesson. Skák i tvelmur flokkum, k'ennáfi Báídur Möller, skákmeistari. © ± Hjartans þökk —! Sem farfuglahópar á hausti sér hraða um bláan geim, jafn vængléttar konnC ykkar kveðjur á kappflugi til mín heim! I haustdagsins úrsvöiu heiði með hundruð vængja blak, þær færðtt mér óvænt yndi og yl-huga fjölbreytt kvak! Loks flugu hér fjórir svanir, — þeim förlast ei veguf né sýn — frá öræfa yndis-löndum með ástarkveðjur til nún! Hvers ætti ég frekar að óska — ofan við grænan svörð — en eiga að ævilokum ítök á himni og jörð! Sá auður er öllum meiri, og ekkert grandað fær! Guðs ást af hrærðum huga! O g hjartans þ ökk! — fjær og nær! 25.-26. október 1952. Helgi Valtý sson. *

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.