Dagur - 12.11.1952, Blaðsíða 1

Dagur - 12.11.1952, Blaðsíða 1
AUGLÝSINGAR í DEGI lesa flestir Akureyringar og Eyfirðingar! Dagur í Áskrifendur úti á landi, sem js; ekki hafa innleyst póstkr. fyrir árgjaldinu, cru áminntir um fei að gera það hið fyrsta. XXXV. árg. Akureyri, miðvikudaginn 12. nóvember 1952 45. tbl Lands- og héraðsmáiafundur Framsóknarmanna á Akureyri og í Eyjafirði verður haldinn 30. nóvember n. k. Vænzt góðrar þátttöku úr bæ og liéraði Ufvegsbðnkinn hefir lagf 45 millj. króna fjármagn fil afvinnulífs þriggja kaupsfaða - en dregið 3 millj. héSan Reikningar ntibúa bankans sýna furðulegt misræmi - stefnur í banka- málum hin þýðingarmestu mál fyrir atvinnulífið í stjórnartíðindum yfirstandandi árs, sem blaðinu hafa nýlega bor- ist, eru m. a. birtir efnahagsreikningar fyrir Útvegsbanka íslands h.f. og útibú hans og Búnaðarbanka íslands í Reykjavík. Kemur í Ijós, að meðal útibúa Útvegsbankans hefur útibúið hér nokkra sérstöðu. Stjórnir Framsóknarfélaganna á Akurcyri og í Eyjafjarðarsýslu hafa ákveðið að efna til lands- og héraðsmálafundar flokksmanna í bæ og sýslu sunnudaginn 30. nóvember næstk. og er ætlunin að taka til umræðu og ályktunar á þessum fundi ýmis landsmál, sem mestu varða þjóðarbúskap- inn uú og þá jafnframt og ekki síður tengsl þcirra við bæ og hérað. Laxness og Churchiíl nefndir í sömu andránni í sænskum blöðum Bókmenntaverðlaunum Nó- bels var útlilutað í sl. viku og hlaut þau franski rithöfundur- inn og blaðamaðurinn Francois Mamiac. Miklar bollaleggingar voru um það í Svíþjóð, hver hljóta mundi verðlaunin. Gott sýnishorn af skrifum blaðanna er grein í Morgon-Tidningen 31. okt. sl. Þar segir í fjögra dálka fyrirsögn á forsíðu: Churchill och Laxness í nobel- topp. í grcininni eru ummæli 12 þekktra rithöfunda, blaða- manna og bókaútgefenda um það, hver þeir telji að eigi að fá bókmenntaverðlaunin í ár og er útkoman sú, að Churchill og Laxness urðu efstir, fengu 3 atkv. hvor. Aðrir, sem fengu atkvæði voru Charlie Chaplin, Bandaríkjameimirnir Erskine Caldwell og Carl Sandburg, Bretinn Graham Greene, og ftalinn Ignazio Silone. Af norrænum höfundum fékk að- eins einn annar en Laxness atkvæði, Svíinn Hertzman- Erickson. Þeir, sem mæltu með Laxness eru skáldkonan Moa Martinson, ritstjóri blaðsins Folket i Bild, Ivar Ohman, og rithöfundurinn Gunnar Hird- man. Öhman sagði m. a., eftir að hafa farið miklum viður- kemiingarorðum um skáldskap Laxness, að verðlatmin honum til handa væri cinnig þörf áminning um það, að það eru smáþjóðir til í veröldinni og fslendingar væru frá sjónarhóli bókmcnntanna ein hin merk- asta þcirrjL Gunnar Hirdman taldi að Laxncss ætti að fá verðlauni* fyrir skáldskap sinn, og að auki væri þar með heiðr- uð lítil en virðuleg menningar- þjóð. Moa Martinson sagði m. a. að Laxness ætti skilið að fá verðlaunin „þrátt fyrir“ póli- tískar skoðanir sínar. Verð- launin voru í ár sv.-* Itr. 170.134.70. Gera forgöngumenn fundarins sér von um, að slíkir lands- og héraðsmálafundir geti orðið fast- ur árlegur liður í starfsemi Framsóknarfélaganna í bænum og héraðinu, og stuðlað að aukn- um áhrifum þeirra og aukinni samvinnu innn á við. Nánari tilhögun fundarins verður rækilega auglýst síðar, en í aðalatriðum mun hún verða sú, að fluttar verða stuttar framsögu ræður um helztu málaflokkana og lagðar verða fram ályktunar- tillögur. Er gert ráð fyrir að fundurinn geti hafizt fljótt upp úr hádegi þennan sunnudag og verði lokið um kvöldið. Ekki var endanlega afráðið í gær, hverjir hefðu framsögu í hinum ýmsu málaflokkum, en það verður auglýst síðar. Vænst góðrar þátttöku. Stjórnir félaganna vænta góðr- ar þátttöku úr bæ og sýslu á þess um fundi. Er gert ráð fyrir að þátttakendur verði úr öllum hreppum sýslunnar og auk þess margir flokksmenn úr bæjarfé- lögunum. Eru það vinsamleg til- mæli forgöngumanna fundarins, að þegar verði hafinn undirbún- ingur til þess að tryggja góða fundarsókn úr öllum hreppum sýslunnar og þeirri ósk beint til Framsóknarmanna hér í bænum, að þeir bindi sig ekki á öðrum samkomum þennan sunnudag heldur fjömenni á þennan fyrsta lands- og héraðsmálafund flokks- ins í bæ og sýslu og leggi þar með hönd á plóginn að gera hann að föstum, árlegum lið í flokksstarf- inu, til gagns og heilla fyrir flokkinn í heild og hérað og bæ sérstaklega. r Arsþing UMSE um næst- komandi helgi Ársþing Ungmennasambands Eyjafjarðai- verður haldið í íþróttahúsi Akureyrar um næstu helgi — laugardag og sunnudag. Eins og kunnugt er hafa þing U. M. S. E. á undanfömum árum verið hin merkustu. Má vænta að svo verði enn. Auk lögbundinna þingstarfa móta hin árlegu þing ungmenna- félaganna stefnu þeirra og störf í ýmsum félagslegum menningar- málum er þau stai-fa að víðs veg- ar um byggðir um sýslunnar. Sigraði með yf irburðum *- ttL-\ Úrslit foretakosninganna í Banda ríkjunum 3. nóv. sl. komu að því eyti á óvart, að Eisenhower sigr- aði með yfirburðum, hlaut rösk- lega 33 V-i millj. atkv., en Stevcn- son 26% millj.. Endanlcgar at- kvæðatölur eru þó ekki kunnar enn. Hinn nýji forseti — sem tek- ur við af Truman 20. jan. næstk. — en 62 ára, og hefur verið her- maður í 40 ár. Hann gat sér mik- ið frægðarorð í heimsstyrjödinni, er hann var yfirmaður alls her- afla Vesturveldanna í Evrópu. Eisenhower er hinn eini af for- seíiun Bandaríkjanna, sem hefur komið til fslands. Hann kom hér sem yfirmaður herafla Atlants- hafsbandalagsins veturinn 1851. Hinn nýkjörni forseti er mikill hæfileika- og drengskaparmaður og cinlægur friðarvinur, cn hann er enginn imdansláttarmaður og hvikar ekki frá því, sem hann telur vera rétt. Hefur lokið við að skrifa 80 ára sögu Barnaskóla Ákureyrar Á fræðslufundi sl. föstudag afhenti Snorri Sigfússon ráðinu handrit að sögu Barnaskóla Ak- ureyrar í 80 ár, er hann hefur unnið að undanfarin ár. Við þetta tækifæri gerði hann grein fyrir höfuðdráttum sögunnar og til- högun verksins. F ormaður fræðsluráðs, Brynjólfur Sveins- son menntaskólakennari, þakkaði Snorra verkið með snjallri ræðu. Hannes J. Magnússon skólastjóri ávarpaði Snorra fýrir hönd Barnaskólans. Sagði m. a. að sér væri kurmugt um að Snorri hefði lagt mjög mikið starf fram við öflun heimilda til sögunnar og samning hennar. Hefði miklum fróðleik um skólann og sögu bæj- arins verið bjargað frá glötun, því að heimildaiTnenn týna nú tölunni. Ekkert var ákveðið um það, hvort sagan yrði gefin út á næstunni eða ekki. Á sama tíma og útibúin á Seyð- isfirði, ísafirði og Vestmannaeyj- um skulda aðalbankanum um 45 milljónir króna átti útibúið hér inni hjá aðalbankanum rúmar 3,7 millj. króna. Samanlagt spari- fé í vörzlum útibúanna í Seyðis- firði, ísafirði og Vestmannaeyj- um nemur skv. þessum reikningi aðeins 20 millj. króna, en spari- fjárinnstæða í útibúinu hér á Akureyri er 11 milljónir. Þcsir rcikningar virðast gefa til kynna, að á sania tíma og útibúin í fsafirði, Vestmanna- eyjum og Seyðisfirði hafa ekki aðeins allt sparifé, sem þar er innlagt, á lánamarkaði heima í héruðunum, heldur fá að auki tugi milljóna frá aðalbankan- um í Reykjavík, er útibúið á Akureyri rekið með þeim hætti, að hluti af sparifjármn- stæðunni er geymdur suður í Reykjavík til ávöxtunar í aðal- bankanum þar, og að sunnan kemur ekkert fjármagn til at- vinnulífsins hér fyrir starfsemi þessarar bankastofnunar. Furðulegt misræmr. Upplýsingar þær, sem birtar eru í stjórnartíðindum, og eru miðaðar við sl. áramót, sýna að allt önn'ur stefna er uppi hjá for- ráðamönnum Útvegsbankans í Vestmannaeyjum, ísafirði, og Seyðisfirði, en hér ríkir. Þessi útibú draga milljóntuga fjár- magn heim í héruðin frá aðal- bankanum í Reykjavík, en bankaútibúið hér lokar þessari leið alveg og ávaxtar auk þess milljónir af sparifé héðan í Reykjavílí. Er augljóst, að þessi stefna í bankamálum hér hlýtur mjög að þrengja kost alls at- vinnulífs og gera fjármagnsskort hér meiri en eðlilegt og sann- gjarnt má kalla. Hið furðulega miræmi, sem er í milli hinna einstöku útibúa Út- vegsbankans sést glöggt þegar athugaðar eru sambærilegar töl- ur á efnahagreikningi þeirra. Sparisjóðsinnstæða Seyðfirðinga í Útvegsbankanum er t. d. ekki nema 2,9 millj., samt skuldar úti- búið aðalbankanum 13 millj., enda eru víxlar, reikningslán og skuldir á hlaupareikningum hjá þessu útibúi nær því eins há upp- hæð og í útibúinu hér, sem þó telur fram 11,1 millj. króna spari- fjárinnstæðu. Vestmannaeyingar hafa lagt útibúinu þar svipaða upphæð af sparifé sínu og við- skiptamenn Útvegsbankans hér, eða röskar 11 millj., en þetta úti- bú hefur auk þess til ávöxtunar 25 millj. frá aðalbankanum, enda eru víxlar og hlaupareiknings- skuldir Vestmannaeyinga við það (Framhald á 8. síðu). Frumvarp um miðskóla- deild menntaskólanna enn fil umræðu á Alþingi Komið er fram á Alþingi frv. um miðskóladeild við Mennta- skólann á Akureyri og í Reykja- vík. Eru flutningsmenn 10 talsins, úr lýðræðisflokkunum þremur. í frv. er gert ráð fyrir að fræðslu- mólastjóri geti heimilað mið- skólakennslu við menntaskólana ef aðstæður leyfa og kemur fram í greinargerðinni að frv. er eink- um miðað við að miðskóladeild starfi áfram við menntaskólann hér á Akureyri. Fi-v. um þetta efni hefur verið til umræðu á undanförnum þingum og hafa orðið um það harðar deilur. Hefur þegar komið til snarpra orðaskipta út af málinu, við 1. urnræðu þessa frv.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.