Dagur - 12.11.1952, Blaðsíða 7

Dagur - 12.11.1952, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 12. nóv. 1952 D A G U R 7 TVÖ LJÓÐ SÍÐSUMARKVÖLD A AKUREYRI. Hnígur, sígui' húmið yfir bæ. Blíður líður blærinn yfir sæ. Hlýleg rkýin hverfa tungli frá. Breytist, skreytist báran sænum á. Glitrar, titrar, glampar ægisdjúp; bærir, hrærir bláan rökkurhjúp. Bleikur leikur bjarminn yfir sæ. Þýður, blíður þeyrinn fer um bæ. —o— HAUSTLJÓÐ. Hallar nú haustrænum dögum, húmvafin skreyta kvöld ómar frá óskráðum lögum, ósungin tóna fjöld. Leika sér laufvindar þýðir, lögst eru blóm í dá, íannhjálmur fjallstinda prýðir, farfuglar svífa hjá. Þýðlegri þangblæju vafið þrumir hið aldna land, kólgulaust kyrrláta hafið krýpur við ægisand. Sæmundur G. Jóhannesson. Til Árnar skálds á Steðja 60 ára 1. okt. 1952 Eg veit ekki af hvers konar völdum, mér varð að yrkja í dag: Óm af lindanna öldum, en engan fossabrag, k'em eg með að kvöldi kæra afmælisbarn, og þakka varmans veldi, við þinn heima arrt : Ei dái eg þig dýrum í óði, drápu að fornum sið — en dalbúans litla ljóði, þú leggur hlustir við; þött flytji það færra en skyldi — færra við þinn stig; er segja. vel eg vildi um valinn dreng, sem þig. — Gagnrýnendur þín geta að góðu fjær og nær, og frónbúans fremdir meta — fræðiiðkanir þær, sem þú af heilum huga helgar þig alla tíð. Jafnt því af dyggð að duga við daglegt amstur og stríð. Virt er af landsins lýði, Ijóðagerð þín snjöll. Hvert kvæði er kveðið með prýði, kosti hafa þau öll, að frumleik forms og hátta, með fullkomið gildi sitt. Mengi margra átta minna á nafnið þitt. Andstreymi ár og daga er örðugt að standa mót. Búmannsraun er til baga og brautar torfæra ljót. Allir sem andstreymi kafa, elju lúnir við strit. Þreklyndi þurfa að hafa, þrautseigju, kjark og vit. Þú hefur sigrað er situr á sextugs leiti í kvöld. Þótt blési um þig kylja bitur, þér brugðust aldrei þau völd, sem alltaf huganum orna og ylgeisla veita lund. Bóndinn sér blikandi morgna og bjaríásta gleðistuhdi' ! /■/:úí; V '. y. ' /'///, / . í náhii ér-hý d'agsskíma, • t nýjum tengirðu hug, GJAFIR til minningarlunds gamla livenna- skúlans d Laugalandi. Páll Jónsson og dætur hans þrjár, Aðalbjörg, Þuríður og Dag- rún, til minningar um Sigríði Jóns- dóttur á Stóruvöllum kr. 2000.00. Hólmfríður Pálsdóttir og fleiri ætt- ingjar til minningar um Jónínu Guðmundsdóttur, Þórustöðum, kr. 500.00. Margrét Júlíusdóttir, til minningar um Þóreyju Júlíusdótt- ur, Munkaþverá, kr. 100.00 Mar- teinn Pétursson og systur hans í Holti, Glerárþorpi, til minningar um móður þeirra, kr. 100.00. Þóra Hallgrímsdóttir, til minningar um Hallgr. Hallgrímsson, hreppstjóra, Hripkelsstöðum, er var söngkenn- ari við skólann, kr. 100.00. Þórður Jónatansson og Katrxn Sigurgeirs- dóttir, til minningar um Jónínu Stefánsdóttur, Öngulsstöðum, kr. 200.00. Tvær systur, til minningar um móður þeirra, kr. 2000.00. Þor- gerður Jónsdóttir á Munkaþverá (gömul námsmær) kr. 200.00. Jón- ína Jónsdóttir, Uppsölum (gömul námsmær) kr. 100.00. Jónína Jóns- dóttir frá Ishóli, Bárðardal, nú á Siglufirði (gömul námsmær), kr. 100.00. Anna Laxdal, Akureyri, kr. 100.00. Ragnh. O. Björnsson, Ak- ureyri, kr. 100.00. Sigríður Jóns- dóttir, Hóli, kr. 45.00. Magnea Sig- urðardóttir, Staðarhóli, kr. 50.00. Fanney Ingvarsdóttir, Akureyri, kr. 50.00. Sigríður Sigtryggsdóttir á Stóra-Hamri (gömul námsmær), kr. 100.00. Svava Skaftadóttir kennari, til minningar um móður sína, Bergljótu Sigurðardóttur, og fóstru sína, Svövu Jóhannsdóttur, kr. 1000.00. Með þakklæti meðtekið. Héraðsamb. eyfirzkra kvenrta. Aths. Þess er vinsamlega óskað, að þeir, sem senda gjafir til lunds- ins til minningar um gamlar náms- meyjar, láti fylgja ofurlítið ævi- ágrip þeirra og helzt mynd, ef hægt er. Verður æviágripið og myndin fest inn í minningabók um gömlu námsmeyjarnar, sem geymd verð- ur í Laugalandsskóla. Æskilegt er að geta fæðingardags, foreldra, helztu dvalarstaða og starfa, gift- ingar, barna, og dánardaga og ann- ara upplýsinga, sem sendandi kann að óska að geta um. Allar upplýs- ingar um gamlar námsmeyjar, þvort sem þeim fylgja gjafir til lundsins eða ekki, verða þakksam- lega þegnar, og má senda slík ævi- ágrip til sr. Benjamíns Kristjáns- sonar, Syðra-Laugalandi. * Fokdreifar (Framhald af 4. síðu). Gagnrýni hans er dálítið öfga- kennd, en sannleikur felst í henni. Þeir, sem hingað koma ut- an úr heimi, hljóta að taka eftir því að oft er farið kæruleysislega með bíla hér og meira sést hér af verksummerkjum árekstra en annars staðar. Við íslendingar eigum orðið mikið af alls konar vélum og tækjum, en mikið skortir áreiðinlega á, að við för- um nægilega samvizkusamlega og vel með þessi tæki. Hirðuleysi og kæruleysi eru oft áberandi. Það er ekki nema vonlegt að útlend- ingar reki augun í það. Ástæðu- laust er því að reiðast slíkum ábendingum, heldur á fremur að íhuga, hvert sannleikskom dylst í þeim og lagfæra það, sem lag- færingar þarf við. í akstri og meðferð bíla er það áreiðanlega mikið. nýtt viðhorf, nýja tíma, með nýjum áratug. Gleðji þig gróðurskrúði, gæfan haldi yörð, ■ . um þig.Oj* þina brúði, þín->börn- og Bigharjörð. • •> *■> Gunnar S. Hafdal. BREF Hún hefur aldrei verið strákur! Útvarpshlustandi skrifar blað- inu á þessa leið: „RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTT- IR, rithöfundur, flutti á sunnu- dagskvöldið ferðaþátt frá stór- borg í Bandaríkjunum. Sá hún xar stráka gægjast fyrir húshorn í Indíána- og kúrekabúningum, vopnaða byssum og sverðum. — Allir strákar í einum börgarhlut- anum virtust vera í slíkum bar- dagaleik, og hneykslaðist Ragn- heiður mjög, kvað leiki þessa bera vott um stríðsæsingar. Flutti hún innfjálgar friðarhug- leiðingar í því sambandi. Þegar ég var strákur fyrir 30 árum voru helztu og skemmtileg- ustu leikir okkar félaganna ræn- ingja-, útilegumanna- og Indí- ánaleikir. Glumdi þá oft í sverð- um. Hvað um stríðsæsingar í því sambandi? Nei, strákar verða alltaf strák- ar, og ólíkir leikir eru þeim eðli- legir. Fyrirlesarinn hefur aldrei strákur verið, og skilur ekki at- hafna- og ævintýraþörf þrótt- mikilla stráka. Það væri t. d. heldur óskemmtilegt, ef íslenzkir drengir tækju upp á því að leika sér helzt að brúðum í mömmu- leik.“ - Samkomur í sveitum (Framhald af 5. síðu). menningarleysi. Til þess að koma þeim í sem skjótasta framkvæmd, þarf samvinnu menntamólaráð- herra, alþingis og forystumanna æskulýðssamtaka sveitanna. Fái þær ekki í aðalatriðum stuðning sveitafólksins, verður að líta á allt skraf þess um óviðunandi, ástand í skemmtanalífinu markleysu eina. Verður þá að líta svo á, að vel sé unandi við það óorð, sem nokkrir „rónar“ og óvarkárir unglingar, er lent hafa í óhollum félagsskap, setja á samkomur þess, við hrind- ingar og pústra í samkomusölum, við meiðingar á friðsömum og reglusömum borgurum, við há- reysti og hróp að ræðumönnum, söngmönnum og söngkórum og annað það, er setur svip á skemmt- anir í sveitum. Hljóti þær ekki fylgi þeirra, sem fara með löggjaf- arvald og réttargæzlu, verður og að líta svo á, að þeir leggi blessun sína yfir ástandið. Fari hins vegar svo, að sveitafólkið, og þá einkum margs konar félagssamtök þess, sjái í þeim möguleika til úrbóta og vilji ekki láta sitja við orðin tóm, en fái ekki nægilegan stuðn- ing löggjafarvalds, dómsvalds og annarra opinberra aðila, verður að grípa til annarra ráð. Mun ég, ef til kemur, hafa aðrar tillögur fram að færa, sem byggðar verða ó þeim málefnagrundvelli, reynist hann fyrir hendi. Hvítafelli við Laugaskóla, 29. október 1952. Páll H. Jónsson. Til nýja sjúkrahússins. Gjöf frá Aðaldælahreppi kr. 5000.00. — Gjöf frá U. M. F. Geislg, Aðaldal, kr. 1200.00. — Gjöf fra E. Þ. kr. 100.00. — Áheit frá N. N. kr. 100.00. — Með þökkum móttekið. Guðm. Karl Pétursson. Frá bókasafni Kristneshælis. — Nýlega hafa borizt tvær bóka- gjafir til bókasafns sjúklinga í Kristneshæli, önnur frá Jóhann- esi Kristjánssyni deildarstjóra, 9 bindi, góðar bækur, og hin frá Jakob Kristinssyni, erl. og ísl. bækur, alls 23 bindi. Sjúklingarn ir biðja blaðið að flytja þessum mönnum beztu þakkir fyrir þess- ar myndarlegu bókagjafir. Guðspekistúkan „Systkinaband- ið'* heldur fund þriðjudaginn 18. 'þ. iir- á - venjulegum stað og tíma. Erindi. — Kaffikvöld. i/Jp lœ oa é □ Rún 595211127 = 2.: I. O. O. F. = 134111481Ú = I. O. O. F. — Rbst. 2 — 10111128V2 Messað í Akureyrarkirkju sunnudaginn 16. nóv. kl. 2 e. h. Vígsla nýja skírnarfontsins. Séra Pétur Sigurgeirsson prédikar, en vígslubiskupinn vígir fontinn, sem verður afhentur af gefend- unum. í tilefni af 12 ára afmæli kirkjunnar verða merki seld á sunnudaginn. Messað í Glerárþorpi kl. 5 e. h. næstk. sunnudag. F. J. R. Möðruvallakl.prestakall. Mess- að á Bægisá sunnud. 16. þ. m. kl. 2 e. h. og á Bakka sunnud. 23. þ. m. kl. 2 e. h. Guðsþjónustur í Grundarþinga- prcstakalli: Kaupangi, sunnudag- inn 16 .nóv. kl. 2 e. h. — Munka- þvex-á, sunnudaginn 23. nóv. kl. 1.30 e. h. — Hólum, sunnudaginn 30. nóv. kl .1.30 e. h. — Saurbæ unnudaginn 7. des. kl. 1.30 e. h. Sjónarhæð. Sunnudag. Sam- koma kl. 5 e. h. Sæmundur G. Jóhanness. talar. Allir velkomnir. Sunnudagaskóli kl. 1. Öll börn velkomin. Brúðkaup. 8. nóv. voru gefin saman í hjónaband ungfni Hekla Eiríksdóttir og Sigurður Stefáns- son bifvélavirki. Séra Friðrik J. Rafnar vígslubiskup gaf brúð- hjónin saman. Séra Ragnar Fjalar Lárusson talar á samkomu í kristniboðs- húsinw Zíon • næstk. sunnudag. ki. 8.30‘é: h.- Fíladelfía. Almennar samkom- ur í Luridargötu 12 sunnudaga og fimmtudaga kl. 8.30 e. h. Ræður, söngur og hljóðfæraleikur. — Stundvísi æskil. Allir velkomnir — Sunnudagaskóli hvern sunnu- dag kl. 1.30 e. h. — Telpnafundir (saumafundir) hvern miðvikudag kl. 5.30 e. h. Námshópar Verkaniannafélags Akureyrarkaupstaðar. Kennsla í ensku og esperanto hefst á vegum Aðalfundur Skautafélag Akur- eyrar verður haldinn í kvöld kl. 8.30 í íþróttahúsinu. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Sig- urlína Pétursdóttir, Glerárgötu 2, og Eyvind Splidt, Grund, Glerár- þorpi. Áheit á Strandarkirkju. Kr. 12 frá R .R. — Mótt. á afgr. Dags. Félagsvist og dans, til ágóða fyrir nýja sjúkrahúsið, heldur Austfirðingafélagið að Hótel KEA finuntudaginn 13. þ. m., kl. 8.30 síðdegis (amiað kvöld). Inngangseyrir kr. 10.00. — Styðjið gott málefni. Allir vel- komnir. Nátúrugripasafnið í nýju slökkvistöðvarbyggingunni er op ið á hverjum sunnudegi kl. 2—4. Þar er m. a. að sjá allar íslenzkar fuglategundir auk margs annars. Upplýsinga- og hjálparstöð I. O. G. T. og áfengisvarnanefnd- anna á Akureyri, fyrir drykkju- sjúka menn og aðstandendur þeirra, verður framvegis opin á hverjum föstudegi kl. 6—7 síð- degis í herbergi nr. 66 á Hótel Norðurlandi. Suðurnesjamenn eru byrjaðir liáhymingsveiðar á vopnuðum vélbát, en háhymingar hafa gert mildnn usla í netum fiski- báta að undanförnu. Er veiði- skapur þcsi bæði til þess að spyma gegn netatjóni og í ágóðaskyni, því að háhymingur gefur talsvcrt af sér. Eru skepnurnar skutlaðar, líkt og tiðkast hefur á hrefnuveiðum hér á Eyjafirði um langan ald- ur, enda er skyttan á Kcflavík- urbátnum enginn annar en Páll Pálson, Akurcyringur, sem Icngi hefur tundað hrcfnu- og hnísuveiðar hér á Eyjafirði og Skjálfanda. Fyrirlestur verður haldinn í kvöld, miðvikudaginn 12. nóv., kl. 9 í salnum í Túngötu 2. Efni: Munu trúarbrögðin leysa úr vandamálum heimsins? Ræðu- verkamannafélagsins nú á næst- maður: Qliver A. Macdonald. - nnni VíPntnnmcfiv hoHtnb-on/^in* _ unni. Væntanlegir þátttakendur eru beðnir að mæta til viðtals í Verkalýðshúsinu næstk. sunnud. kl. 4 síðdegis. Hcimilsiðnaðarfélag Norðurl. heldur hálfsmánaðar kvöldnám- skeið í kven- og barnafatasaum. Námskeiðið hefst laugardaginn 22. nóv. Símar 1488 og 1026. Fundarboð. Fundur verður haldinn í Stúdentafélaginu á Ak- ureyri fimmtudaginn 13. nóv. 1952, kl. 20.30, í Rotarysal KEA. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga. — 2. Árni Kristjánsson, mennta- skólakennari: „Breyting á lögum nr. 21/1936 um Háskóla íslands“. Fi-jálsar umræður. — 3. Önnur mál. — Stjórnin. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Heið- björt Björnsdóttir frá Laugalandi og Tryggvi Gunnarsson skipstjóri frá Brettingsstöðum Flateyjardal. Sunnudaga- skóli Akur- eyrarkirkju. Á sunnudag- inn kemur kl. 10.30 f. h. Börn, sem ekki hafa náð skólaskyldualdri (5 og 6 ára) í kapellunni, en börn 7—13 ára í kirkjunni. — Bekkjarstjórar eiga að vera mættir tíu míúntur yfir tíu. Æsltulýðsfélag Akureyrar- líirkju. Fund- ir á sunnudag- inn kemur: — Mið-deild kl. 8.30 e. h. í kapellúnni. Þetta efni var aðalræða á al- þjóðamóti Votta Jehóva í Wemb- ley Stadium, London, fyrir einu ári. Vox-u þar viðstaddir 36,000 áheyi-endur. Aðgangur í kvöld er ókeypis og allir eru velkomnii'. Eldri borgari kom að máli við blaðið og sagði: Hafið þið aldrei heyrt getið um hrævareld? f minu ungdæmi þótti það vita á mildan vetui', ef hrævareldur sást á haustdegi, en aldrei heyrði eg fyrirbæri þetta nefnt í sambandi við heimsóknir frá öðrum hnöttum. Eru ekki „fljúgandi diskar“ niítímans sama fyrirbærið? f gamla daga var ekki kostur að senda frá- sagnir af slíkum fyrirbærum í fréttaskeytum landshornanna í milli. Þær voru skráðar í ann- ála og geyinast þar. Utför frú Guðrúnar Bjai-na- dóttui', eiginkonu Magnúsar Pét- urssonar kennara, fór fram sl. laugai'dag að viðstöddu fjölmenni. Frú Guði'ún lézt að heimili sínu hér í bænum 4. þ. m. eftir þunga legu. Hún var húnvetnsk að ætt, en hafði búið hér öll sín fullorð- insár. Þessarar mætu konu verð- ur minnst hér í blaðinu síðar. I. O. G. T. Stúkan ísafold- Fjallkonan heldur fund næstk. mánudag kl. 8.30 e. h. í Skjald- borg. — Venjuleg fundai'störf. Inntaka nýrra félaga. Ýmis mál. Yngri embættismenn stjóina fundi og yngri hagnefnd sér um fræðslu- og skemmtiatriði, svjp sem-leikþátt-o. fl. Allir á fund. — Nýir félagar alltaf velkomnir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.