Dagur - 12.11.1952, Blaðsíða 6

Dagur - 12.11.1952, Blaðsíða 6
G D A G U R Miðvikudaginn 12. nóv. 1952 !Hin gömln kynni í Saga eftir JESS GREGG ^ *$>*$»$+$»$*$»$»$»< 4- dagur. $»$»$»$»$»$»$»$»4 götunni — röddin varð ógreini- Hún talaði ekki virðulega um forfeður sína heldur næsta kæru- leysislega og henni dvaldist furðulega lengi við galla þeirra og bresti, en þó gerði hún inn- skot hér og þar, ef frásagan varð til þess að minna á atvik úr henn- ar eigin lífi. Til dæmis varð henni hugsað til þess, er fólk stóð upp á stólum í gildaskála í París, bara til þess að sjá þegar hún gekk í salinn. Þessi endurminning leiddi svo til frásagnar um fyrsta gildið, sem hún bauð til eftir að hún varð fulltíða, og síðan hvað henni hefði þótt æsilega gaman að taka þátt í fjárhættuspili. En samt var það svo — að á meðan hún talaði, hætti henni til þess að forðast atburði — eins og þegar maður gengur úr vegi fyrir manni á legri, loksins aðeins hvískur eitt. 'En þegar hún talaði aftur í eðli- legri tóntegund, var röddin kurteisleg en ísköld: „Góða nótt, fröken Deveny,“ sagði hún. „Er yður illt?“ Elísabet stóð á fætur, óttaslegin. „Get eg ekki gert eitthvað fyrir yður?“ „Nei, þér skuluð bara fai’a,“ svaraði barónessan. „Lofið mér að vera einni.“ Glefsur úr vinnubók Elísa- betar: Enda þótt madame von Schillar haldi enn dauðahaldi í hátíðlegt mál og fyrirmannleg ávörp, er hún talar við mann, kemur fyrir að hún ljóstar upp um fákunnáttu sína í. rnóður- málinu. Hún beygir stundum vitlaust og bregður fyrir sig slettuorðum, sem ekki njóta viðurkenningar. Eg hef grun um að hún geri þetta vitandi vits til þess að ögra tízkunni — til þess að sanna, að henni sé óhætt að nota orð og tiltæki, sem mundu talin vitna um ómenningu hjá öðrum, án þess að það varpi slíkri rýrð á hana. Hún hatar Boston, þráir að komast aftur til Evrópu, en hefur ekki efni á því. Eg hef grun um að hún sé stórskuldug vegna fjárhættuspila. Árið 1907, þegar Carver öld- ungadeildarþingmaður gekk á eftir henni með grasið í skón- um, bauð hann henni í óper- una, og hélt sig við þeirrar tíð- ar venju, að panta 3 sæti, 1 fyrir fylgdarkonu hennar. En þegar hann kom til þess að sáekja hana birtist hún með heljarstóra brúðu og kynnti hana sem fylgdarkonu sína og beztu vinkonu, sem væri mikil sönglistarkona og kynni hvergi betur við sig en í óperunni. Hún mundi líka gegna með prýði fylgdarkonuhlutverkinu og hafa auga með þeim. Öld- ungardeildarþingmanninum tókst eftir langa mæðu að fá hana til þess að skilja brúðuna (Framhald). ODYR HEIMILÍSTÆKI frá WESTINGHOUSE verksmiðjiínum i Bandaríkjtinum Handryksuga Kr. 483,50 Mraujarn Kr. 172,20 Steikarofn Kr. 1005,59 Brauðrist Kr. 436,40 Öll þessi tæki létta húsmæðrum störfin ótrúlega mikið Komið og skoðið þau í Kaupfélagi Eyfirðinga. Silkisokkar .Aðeins kr. 16.50 parið. ‘V'efnaðdrvöriMÍifd. Markaskrá Eyjafjarðarsýslu Þeir, sem orðið hafa varir við villur viðvíkjandi mörkum sínum í nýútkominni Markaskrá Eyjafjarðar- sýslu, eru beðnir gera aðvart þar um Konráð Vilhjálms- syni, Gránufélagsgötu 57, Akureyri, eða Ragnari Guð- mundssyni, Hallfríðarstaðakoti, Skriðuhreppi, fyrir næstkomandi áramót. Skrifstofu Eyjafjarðarsýsu, 5. nóvember 1952, Kjólaefni einlit. — CREPE-efni, margir litir. Vefnaðarvörudeild.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.