Dagur - 12.11.1952, Blaðsíða 8

Dagur - 12.11.1952, Blaðsíða 8
8 Dagub Miðvikurlagiun 12. nóv. 1952 - Bankarnir og kaupsfaðirnir (Framhald af 1. síðu). um 36 millj. króna, en ekki nema um 15 millj. hér. Sparifjárinn- 'staeða ísfirðinga í útibúinu þar er um 5,5 millj., en auk þess hefur þetta útibú 6 millj. kr. frá aðal- bankanum í Reykjavík, enda eru víxlar og reikningslán þar röskar 13 millj. Tugi milljóna vantar hingað. Ef Útvegsbanki íslands h.f. ræki sömu stefnu á Akureyri og í þeim þremur kaupstöðum, sem hér hafa verið nefndir, mundi útibúið hér ekki aðeins hafa til ráðstöfunar alla sparifjárinn- stæðuna heldur í viðbót tugi milljóna af fjármagni aðalbank- ans. Ef slík stefan væri hér uppi, mundi atvinnurekstur hér ekki þurfa að þjást af fjármagnsskorti, útvegsmenn í bæ og í verstöðv- um hér við fjörðinn mundu hafa möguleika til aukinna athafna og nýtt fjör mundi færast í atvinnu- lífið. Það er ástæða til þess að spurt sé: Hvað veldur því mis- ræmi, sem hér á sér stað? Er það stefna bankastjórnar Útvegs- bankans að viðhalda því eða læt- ur það forstöðumann útibúsins hér einan marka stefnuna í svo Leitað til félaga og fyrirtækja um þátttöku í ferðamálafélaginu Undirbúningsnefnd sú, sem vinnur að stofnun ferðamannafél. hér í bænum, til þess að gera ferðamannamóttöku og viðskipti við ferðamenn að arðvænlegri at- vinnugrein, ef unnt reynist, hefur nú snúið sér til um 150 félaga og fyrirtækja í bænum með ósk um að þau bindist samtökum innan ferðamálafélags. Voru bréf um þetta efni póstlögð í gær og þess vænst, að svör berist innan viku. Hér er um merkilegt hagsmuna- og menningarmál bæjarfélagsins að ræða og er þess að vænta, að forráðamenn fyrirtækja og félaga reynist svo framsýnir að leggja hér hönd á plóginn. Gjöf til síofnunar elliheimilis í Svarfaðarda! Nýlega gáfu börn hjónanna Jóns Jónssonar og Guðrúnar Guðmundsdóttur frá Hrafnsstaða koti í Svarfaðardal myndarlega stofngjöf til elliheimilissjóðs í Svarfaðardals- og Dalvíkur- hreppum, til minningar um for- eldra sína. Gjöfin er 10 þús. kr. og var afhent á aldarafmæli Guð- rúnar, hinn 1. nóv. sl. — Gjöfin verður í vörzlu hreppanna, unz nægilegt fé er fyrir hendi til þess að hrinda elliheimilismálinu í framkvæmd. þýðingarmiklu máli fyrir líf og afkomu þessa byggðarlags? Afstaða annarra banka. Reikningar Landsbanka ís- ands eru ekki birtir í þessu hefti stjórnartíðinda og liggja því ekki fyrir sambærilegar tölur útibúa þess, en vitað er að hér á Akur- eyri rekur Landsbankinn aðra stefna og útibúið hér mun að verulegu leyti standa undir þeim atvinnuframkvæmdum, sem þýð- ingarmestar eru og hafa verið fyrir byggðarlagið .Um Búnaðar- banka íslands er það að segja, að samkvæmt efnahagsreikningum um sl. ára mót, sem birtir eru í stjórnartíðindum, átti útibúið hér á Akureyri — sem er eina útibú- ið utan Reykjavíkur — 189 þús. kr. inni hjá aðalbankanum. Virð- ist því rúm til þess fyrir Búnað- arbankann að auka lánastarfsemi sína hér, einkum þegar þess er minnzt, að þegar útibúið var stofnað lagði aðalbankinn því til 300 þús. kr. til ávöxtunar hér. Mikilvæg málefni. Stefnur í bankamálum er hin mikilvægustu málefni fyrir allt atvinnu- og efnahagslíf hvers byggðarlags. Fjármagnsskortur til framkvæmda er að vísu ekkert sérstakt fyrirbæri fyrir þetta byggðarlag, en þær tölur, sem hér hafa verið nefndar, virðast þó benda eindregið til þess, að þessi lánsfjárskortur hafi — fyrir sér- legar ástæður — verið magnaður hér meira en í öðrum byggðar- lögum. Lágmarkskrafa hlýtur það að vera, að ekki sé lakar búið að atvinnulífinu hér en annars staðar. Slíka kröfu hljóta íbú-. arnir hér að gera til stjórnarvald- anna og þeirra, sem ráða í banka- og fjárfestingarmálum yfirleitt. Spírifusinn á of góða daga r á Islandi - ummæli dansks kirkjumanns Þátttakendurnir í öllum norrænu ráðstefnunum hér á islandi sl. sumar, eru nú í óða önn að birta ferðasögurnar í blöðum og tímaritum og kenn- ir þar margra grasa. Hefur sumra verið getið áður hér í blaðinu. Á mcðal rithöfund- anna eru þátttakendumir í norræna kirkjuorganistamót- inu, sem haldið var hér í sum- ar, og íslenzka útvarpið er enn að minna þjóðina á með því að helga orgelleik þeirra heil kvöld. f hópnmn var danskur organisti, Helvig Larsen að nafni, sem skrifar í Aalborg Stiftstidende. Á meðal þess, sem hann fræðir landa sína um, er þetta: „íslenzka ríkið sá um allt — því að við bjuggum og borðuðum fyrir ekki neitt.. . . — Við hlið orðsins í húsi drott- ins, er spíritisminn,- sem marg- ir Islendingar hallast að. Frá góðri heimild — sjólfum dóm- prófastinum í Rcykjavík — en hjá honum bjó eg og tveir aðrir danskir organistar — hefi eg það, að spíritisminn hef- ur talc á talsverðum hluta þjóð- arinnar. Margir prestar, þar á meðal nefndur dómprófastur, — og þó fremur það sem at- hyglisverðara er, nefnilega sjálfur biskupinn, — eru mjög uppteknir af þessari athugun- arverðu stefnu frá sjónarhóli dönsku þjóðkirkjunnar. En maður skilur þó betur mögu- leikana sem þessi stefna hefur til útbreiðslu, þegar maður kynnist hinni fjölbreyttu nátt- úru landsins Þar við bæt- ist, að íslendingar eru haldnir talsverðri hjátrú... . “ Þessi kirkjuorganisti kann illa við fjórraddaða sönginn í íslenzk- um kirkjum og bendir á, að kirkjukóramir spymi gegn því að söfnuðurinn taki þátt í guðsþjónustunni. Það versta sem hann sá í förinni, var hinn ógurlegi spíritismi hér, annars lætur hann vel af dvölinni, hrósar gestrisni og vinsemd landsmanna og fegurð náttúr- unnar. Von sjaldgæfra gesta eftir sunnan- veðrin - segir Kristján Geirmundsson Það má búast við því að tals- vert verði vart við suðræna flæk- inga hér nú fyrripartinn í vetur, sagði Kristján Geirmundsson í viðtali við blaðið nú eftir helgina, og ástæðan er einfaldlega sú, að hér hefur ríkt langvarandi sunn- anátt í haust og það sem af er vetri. Væri gott ef fólk athugaði um sérkennilega fugla, og ef þeir verða fangaðir ættu menn að láta Kristján Geirmundsson eða nátt- úrugripasafnið í Reykjavík fá þá til varðveizlu. Óvenjulegir gestir á Akureyri. Um gestkomur hingað til bæj- arins nú í vetur sagði Kristján, að þær hefðu ekki verið mjög margar eða óvenjulegar. Þó hefur Kristján fyrirhitt þessa: Starri var að spóka sig í garðinum hans í Fjörunni hinn 24. október, og hinn 30. okt. sá hann silkitoppu á sama stað. Vafalaust má telja, að ef þeir bæjarmenn, sem eiga trjágarða við hús sín, gæfu að því nánac gætur, mundu þeir sjá slíka fugla — og fleiri — sér til ánægju og fróðleiks. Þá voru tveir hegrar, sem sjaldgæfir eru hér á Norðurlandi, á Leirunni dagana 26? og 27. október. Þeir eru atð flögra hér um annað slag- ið, til dæmis munu 3 hegrar hafa haldið sig við Ljósavatn í fyrra- vetur, en sennilega hafa þeir drepist allir. Ræfill af einum þeirra barst Kristjáni í fyrra, en hann var of illa farinn tíl þess að nokkuð væri hægt að gera við hann. 85 ára varð sl. laugardag Sig- urjón Sumarliðason fyrrum póst- ur, hinn landskunni ferðagarpur og hestamaður, er mjög kom við sögu á póstleiðum hér nyi-ðra frá 1890—1916. Snjór í Vaðlaheiðarbrún eina forfæran á leiðinni héðan austur á Þórshöfn En vegamálastjórnin horfir aðgerðarlausf á hindrun, sem ryðja mætti í burfu fyrir nokkur hundruð krónur Um sl. mánaðamót setti niður nokkurn snjó í f jöll hér nærlendis og þar á meðal í vesturlilíð Vaðláheiðar og varð vegurinn yf- ir heiðina illfær minni bílum um skeið. Þennan snjó hefur nú tekið upp áð nokkru og er gott akfæri austur um Þingeyjarsýslur og þar á meðal yfir fjallvegi, sem sjald- an eru færir á þessari árstíð, en hindrunin í Vaðlaheiðarbrún stendur enn óhreyfð og ef eitt- hvað snjóar í viðbót, verður heiðin ófær. Verkfærin ónotuð Þessi torfæra er á 50Ó—800 metra kafla. Hefur alla daga síð- an þennan snjó setti niður, verið auðvelt áð hrginsa hann af vegin- um, sérstaklega þegar þess er minnzt, að vegagerðin hefur á þessum tíma haft ýtu við vinnu austan í Vaðlaheiði og veghefil austan heiðar. Mundi ekki hafa kostað nema nokkur hundruð krónur að ryðja torfærunni úr vegi um mánaðamótin og þá aðra daga, sem frostlausir hafa verið. Slík framkvæmd mundi — auk þess að gera akveginn greiðfæran á ný — hafa tryggt að heiðan yrði lengur fær eftir að snjóa tæki en nú verður þegar komin tru djúp hjólför í snjóinn og ruðningar í milli. En þrátt fyrir þetta — og hina miklu nauðsyn alls athafna- lífs hér um slóðir, að viðhalda samgöngum austur á bóginn sem lengst, — er ekkert aðhafst og vísast, að næstu él verði látin loka akveginum fyrir fullt og allt í vetur. Það er ekki f járskortur Þessi aðgerðarleysisstefna vega- málastjórnarinnar gagnvart sam- gönguleiðum Eyfirðinga og Þing- eyinga, strax eftir fyrstu snjóa, er óviðunandi með öllu fyrir íbúa þessara byggðarlaga. I viðtali, sem blaðið átti við vegamála- stjóra nú í haust um vegamálin hér, sagði hann m. a. að fjárskort- ur stæði í vegi fyrir því, að við- hald og njóruðningur væri fram- kvæmt eins og þörf væri á. Má það rétt vera, en aðgerðarleysi vegamálastjórnarinnar síðustu 10 dagana gagnvart Vaðlaheiðarvegi verður ekki skýrt með fjárskorti því að ljóst er, að verkið hefði ekki kostað nema nokkur hundr- uð krónur eins og ástatt var. Verður þá að leita annarra skýringa. Er það áhúgaleysi eða skilningsleysi eða hvort tveggja? Handritunum verður skilað - álif dansks blaðs Danska Ekstrabladet telur, í grein 14. okt. sl., að Danir muni skila íslendingum hand- ritunum og vitnar í ræðu Er- iksens forsætisráðherra, er þing var sett, og minnir á, að jafnaðarmenn, íhaldsmenn og vinstrimenn hafi nú lýst sig fylgjandi afhendingu handrit- anna og ætti því að vera afgert, segir blaðið, að réttlát og sann- gjörn lausn á þessu gamla deilumáli sé á næstu grösurn. Þeir unnu kappráðurinn í annað sinn Á haustmótinu í kappróðri Æskulýðsfélagsins reru þessir drengir vegalengdina á stytztum tíma, 2.30 sek. — Fremri röð (frá vinstri): Páll Stefánsson, Valgarður Sigurðsson, Jóhann Sigurðson (forræð- ari). Aftari röð: Jósep Tryggvason og_ Hallgrímur Tryggvason. — (Ljósmynd: Kristján Hallgrímsson).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.