Dagur - 12.11.1952, Blaðsíða 4

Dagur - 12.11.1952, Blaðsíða 4
t D A G U R Miðvikudaginn 12. nóv. 1952 DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýiingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88 — Sími 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 50.00. Gjalddagi er 1. júlf. Prentverk Odds Björnssonar li.f. Endurskoðun á aðbúð iðnaðarins VAFALAUST má telja, að Iðnsýningin í Reykjavík hafi haft veruleg áhrif á almenning gagnvart iðnaðinum. Almenningur gerir sér nú tjóst fremur en áður, að íslenzk iðnaðarfyrirtæki eru þess megnug að framleiða margs konar nauð- synjavöru, sem í engu er eftirbátur sambærilegrar erlendrar framleiðslu. Þess verður nú fremur vart en oft áður, að almenningur kýs fremur inn- lenda vöru en erlenda,.enda er innlenda iðnaðar- varan yfirleitt ódýrari. Skilningur á gildi iðnaðar- ins fyrir afkomu almennings og þjóðarbúskapinn í heild er að aukast hjá fólkinu í landinu. En verð- ur þessa aukna skilnings á gildi iðnaðarins vart meðal stjórnmálamanna og innflytjenda? Ýmsum virðist, að þessir aðilar hafi verið seinni að læra en hinn almenni borgari. í dag er þrengt að heil- brigðum iðnaði í landinu með margs konar ráð- stöfunum hins opinbera. Ýmis tolla- og skatta- ákvæði eru honum óeðilegur fjötur um fót. Það er til dæmis óviðunandi með öllu að þau iðnaðarfyr- irtæki, sem aðallega vinna úr íslenzkum hráefn- um, þurfi að greiða óeðlilega háa tolla af því er- lenda efni, sem þau þurfa að flytja inn til þess að gera framleiðsluna fullkomna. Sama er að segja um það fyrirkomulag, að endurnýjun véla er skattögð til ríkisins eins og endurnýjunaraðgerð- ir iðnfyrirtækja væru munaður, sem réttlátt væri að láta kenna þunglega á fjárþörf ríkissjóðs. Gildandi ákvæði um tolla af hráefni og vélum til iðnreksturs og um söluskatt af iðnaðarvarningi, þarfnast endurskoðunar og það er hlutverk stjórnmálamannanna að koma þeirri endurskoðun í framkvæmd hið fyrsta og skapa iðnaðinum lífvænlegri skilyrði í landinu. EN JAFNFRAMT ÞVf, sem slík endurskoðun fer fram þarf að taka til nýrrar athugunar tilhögun innflutnings á erlendum iðnaðarvarningi til lands- ins. Þegar hafizt var handa um að afnema verzl- unarhöftin, var á það bent hér í blaðinu, að þótt sú ráðstöfun að auka frjálsræðið í verzluninni væri fagnaðarefni, bæri að gæta þess að slíkar ráðstafanir yrðu ekki til þess að setja fótinn fyrir heilbrigðan iðnrekstul' í landinu, t. d. ætti ekki að flytja inn fullunnar iðnaðarvörur í samkeppni við vörur, sem að mestu eru unnar úr íslenzkum hrá- efnum. Slíkt aðhald um málefni innflutningsins var á engan hátt óeðlilegt í sambandi við aukið frjálsræði í verzluninni og má í því sambandi minna á að erlendar viðskiptaþjóðir okkar, sem auðugri eru en við og betur settar með tilliti til gjaldeyrisöflunar, telja sér ekki fært að láta eftir- litslausan innflutning og stofna innlendri fram- leiðslu í hættu. Meira að segja Bandaríkjamenn, sem eru auðugasta þjóð veraldar og öndvegisþjóð frjálsra viðskipta, hafa talið sér nauðsynlegt að sporna við innflutningi ýmissa vörutegunda til þess að tryggja afkomu inniendra framleiðenda. Mó í því sambandi minna á takmarkanir þær, sem settar voru í fyrra á innflutning á osti frá Evrópu- iöndum mg fleira af því tagi. Vel rn^vera, að stjórnarvöldin hafi búizt við því að innflytjendur mundu sýna innlendum iðnaði þá velvild, að hrúga ekki inn í landið sumum þeim vömtegundum, sem vitað er að hagkvæmara er að framleiða hér en flytja inn. En ef þau hafa haft þessa trú fyrir ári, ætti reynslan að hafa kennt þeim, að innflytjendur margir hverjir og ýmsar verzlanir sýna innlendum iðnaðarvarningi eng- an veginn þann sóma, ssm hann á skilið. Þótt gjaldeyrisskortur sé og aukið aðhald um yfirfærslur af hálfu banka og opinberra aðila, virðist samt hægt að gera óskyn- samleg innkaup fyrir hinn tak- markaða gjaldeyri. Er eitt síðasta dæmið innflutningur jólakerta frá Bandaríkjunum. Þennan inn- flutning greiðir þjóðin með dýr- mætum dollurum og hann er seldur hér í samkeppni við ágæta íslenzka framleiðslu og raunar á miklu hærra verði. En reynslan sýnir, að þótt verðmismunur sé verulegur, selzt alltaf talsvert af hinni erlendu vöru, enda gera ýmsar verzlanir meira að því að halda henni fram en innlendri framleiðslu. OFAN Á ÞESSA erfiðleika innlenda iðnaðarins bætast svo þau sérstöku vandamál, sem iðn- fýrirtæki úti á landi eiga við að búa. Fyrirkomulag innflutnings- mála og kyrrstaðan í þróun vöru- flutninga hér innanlands, eru þeim fjötur um fót. Enda er mól- um svo komið, að þegar sleppir iðnaðarframkvæmdum samvinnu félaganna, er sáralítið um nýj- ungar eða framfarir í iðnaðinum úti á landi. Þeir, sem festa fjár- magn í iðnaðarframkvæmdum, kjósa að ávaxta það í Reykjavík og má það eðlilegt kallast. Fjár- magnið leitar þangað ,sem skil- yrðin eru bezt, alveg eins og fólkið. Þegar hin nauðsynlega endurskoðun á aðbúð iðnaðarins í landinu fer fram, þarf því að gefa sérstakan gaum að þróunar- skilyrði iðnfyrirtækja úti á landi og þá einkum hér, við annað að- alorkuver landsins. Ef engin stefnubreyting verður, mun ork- an ekki koma þjóðarbúskapnum í heild að þeim notum, sem efni annars standa til. FOKDREIFAR Sitt af hverju tagi GAMLIR NYLONSOKKAR. Það er hægt að nota gamla og ónýta nylonsokka til margs, og því gott ráð að safna þeim saman í lít- inn poka eða öskju og eiga þá þar til þess að grípa til þeirra, þegar með þarf. Ef sokkarnir eru klipptir niður í grannar ræmur, sem síðan eru undnar í hnykil, er ágætt að nota þetta til þess að styrkja sokka (hæl og tá), leizta og annað, em þarf að end- ast vel og lengi. Nylonið er þá lagt með ullarband- inu um leið og prjónað er, svo að þeir staðir, sem helzt verða fyrir sliti, verða tvöfaldir og ótrúlega sterkir á þennan hátt. Gamall nylonsokkur getur líka verið ágætur til þess að þvo með baðker, handlaugar og annað þess háttar. Það er víst ágætt að eiga einn í eldhúsinu og annan í baðherberginu ti þess arna. Þá má ekki gleyma hinu góða ráði með geymslu á lauk. Hann geymist ágætlega í nylon- sokk, þannig, að hnýtt er á milli hvers lauks og sokkurinn síðan hengdur upp á þurrum og hæfilega köldum stað. Bágt eiga fínu bílarnir á íslandi. ÐANSKA TfMARITIÐ „Mo- tor“ birtir grein um bágindi fínu bílanna á íslandi, og er þar margt að finna um bílamálin hér, bæði satt og logið. En danskurinn segir m. a. á þessa leið: „Það má með sanni kalla ísland land hjólkoppslausu bílanna. Það eru iiefnilega fæstir af nýju lúxus- bílunum, sem hafa alla fjóra hjól- koppana meðferðis eftir akstur- inn á hinum skelfilegu þvotta- brettum (engu líkara en höf. hafi ekið hér um nágrenni Akureyr- ar sl. sumar). Ferðamaður, sem kann að meta bíla, fær blátt áfram sting í sálina við að sjá þessi ágætu verkfæri misnotuð á svo ruddalegan hátt. Dælduð aui'bretti og rúður með „stjörn- um“ tilheyrir hinu daglega útsýni hins furðulega stóra bílaflota sögueyjarinnar. Sjöundi hver ís- lendingur á bíl, og er þar ein minningin frá tímum ríkidæmis-, ins, þegar amerískir og enskir hermenn fluttu gull inn í land- ið... . En glansinn fer sem kunn- ugt er af dýrlingamyndunum. — F j árhagsástandið á íslandi er ekki í sem skemmtilegustu ásig- komulagi sem stendur. Síldin bregst og þar með dollararnir til þess að flytja inn dýra ameríska bíla. Maður verður því að þræiast á því, sem maður hefur, og þræl- dómurinn er mikill. Það eru hinir iélegu vegir, sem eru aðalorsökin, holur og hryggir á mjög hörðum, og oft ákaflega rykugum vegum, kosta bílaeigendur á íslandi stór- fé. Maður, sem átti 1948 „rnódel" af enskum bíl, skýrir frá því að hann hafi greitt um 10.000 kr. fyrir viðgerðir á ári og við þetta bætist svo allui' úthaldskostnað- ur vagnsins. Það er því blandin ánægja að því að vera bíleigandi á þessum breiddargráðum heims... . “ Og bágt eiga leigubílstjórai'nir! bókina og færi inn nafn og númer sökudólganna í þessum bæ. Það búa um 50 þúsund manneskjui' í höfuðstaðnum og þar eru meira en 400 dældaðir en annars fremur nýlegir leigubílar til þess að ann- ast leigubílaþörfina. En hvernig slíkt getur orðið lifibrauð fyrir hvern bílstjóra er mér hrein ráðgáta. 1 fyrsta lagi á fimmti hver maður í borginni sjálfur sinn bíl, þar næst virðist það vera takmörkunum háð, hvað hægt er að nota leigubíla til í ekki stærri bæ, sem ekki hefur upp á að bjóða fleiri bíilausa menn en raun ber vitni. En lgigubílar eru þarna samt og dýrir eru þeir, 6 ísl. kr. er grunntaxtinn .Og bílstjóramir eru þá heldur ekkert upp á það komnir að láta af hendi þjónustu, sem maður skyldi ætla að hörð samkeppni gerði nauðsynlega. — Þeir láta útvarpið í bílnum ganga af fullum krafti og gæta samtímis útvarpstakkanna og stýrishjóls- ins, en farþegarnir verða að kall- ast á af öllum kröftum til þess að heyra hver í öðrum. Engin rúða aðskilur bílstjórasætið og far- þegasætin, og enda þótt bílstjór- arnir séu nokkuð sérstakir af þessum sökum, mega þeir þó eiga það, að þeir kunna að aka bíl, því að þeir fara með miklum hraða og „dödsforagt“ yfir vonda vegi, hárnálabeygjur og heljardjúp gil. Bezt að geyma bílinn heima. I FRAMHALDI af þessu ráð- leggur „Motor“ lesendum sínum að geyma bílinn heima, ef þeir hugsi sér íslandsferð. Bíllinn sé miklu betur kominn í bílskúrnum heima en á þjóðvegunum á ís- landi. Og enn segir: „Bílarnir aka eftir miðjum vegunum, því að í miðjunni eru þeir beztir, en ef þeir mæta bíl er á síðasta augna- bliki ekið út á vegkantinn. Oftast gengur það vel, en dældirnar á aurbrettunum gefa þó til kynna, að aðferðin sé ekki alveg ör- ugg.... Þegar maður mætir bíl á Eflaust er margt fleira, sem hægt er að gera við gömlu sokkana, svo að ekki er ástæða til að fleygja þeim, þótt þeir séu búnir að ljúka hinu uppruna- lega hlutverki sínu. NÝTT. Heyrði um daginn um skemmtilega nýjung ameríska að uppruna. Þetta er bindi, sérstakega ætlað skákmönnum, sem eru á ferðalagi. Bindið er rúðótt, svart og hvítt, og reitirnir jafn margir og á taflborði. Að neðan er bindið tvöfalt, þannig, að neðst á breið- ari endanum er eins konar vasi, og í vasanum eru litlir og léttii’ taflmenn úr leðri. . Þegar skákmaðurinn er á ferðaíagi, .getur hann þrifið af sér bindið, breitt úr því og sjá — þar er tafborðið og taflmennirnir, allt sem..til.þarf til þess að hefja hinn skemmtilega leik, hvort heldur er við samferðamanninn eða bara ímyndaðan keppinaut. KOSS Á KVÖLDIN. Á barnaspítala í Notthingham á England voru nýlega settar reglur ,sem vakið hafa athygli víða um heim. Reglui' þær, sem hér um ræðir, eru á þá lund, að hinir litlu sjúklingar skuli allir frá „góða- nótt-koss“ annað hvort frá pabba sínum eða mömmu eða einhverjum nánum ættingja á hvei'ju einasta kvöldi. Þegar þessari reglu hafði verið fylgt í fjóra mánuði, gaf forstjóri sjúkrahússins út þá yf- irlýsingu, að kossinn að kvöldinu hefði betri áhrif á heilsu hins sjúka barns, heldur .en nokkurt meðal. A. S. EPLA-TERTA. 200. gr. smjörlíki. — 50 gr. sykur. — 2 eggjarauð- ur. — 200 gi'. hveiti. — 2—3 epli. — Saxaðar möndl- ur. — Grófur sykur. — 2 eggjahvítur. Þegar búið er að hræra deigið, er það látið bíða í 2 klst.Deiginu skipt í tvo jafn stóra hluta. Tertuform með lausum botni er notað, og er helmingurinn af ENN SEGIR „Motor“: f Reykjavík er hinn mesti aragrúi af bílum. Eg minnist þess ekki að hafa séð aðrar eins halarófur af „parkeruðum“ bílum annars staðar nema í sumum amerískum borgum. Víðast er einstefnuakst- ur, en menn taka sér „parker- ings“-fyrirmæiin fremur létt. — Bílarnir standa oft meter eða meira úti á götunni, stundum snúa þeii' skottinu út á götuna, en sjaldan mun það koma fyrir að lögregluþjónn grípi litlu svörtu íslandi um sumardaginn, verður maður hans fyrst var er maður sér ský bera við sjóndeildarhi'ing. Sá, sem lítið er kunnugur, fer þá að velta því fyrir sér, hvort þetta sé reykur frá heitum hver eða þá bíll. Hverir eru margir, en rykplágan er slæm á íslandi og rykið smýgur inn í bílana, þótt allir gluggar séu lokaðir.... Að lokum segir höf. þó, að þrátt fyrir allt borgi sig að heimsækja ísland og ekki hvað sízt Norðurland. — (Framhald á 7. íðu). deiginu settur í botninn. Ofan á þetta lag er raðað smátt skornum eplum, söxuðum möndlum, ofan á þær grófum sykri og síðast stífþeyttum eggjahvítum. Hinn helmingurinn af deiginu er settur ofan á eins og lok og terktan síðan bökuð í % klst. Kakan er bezt nýbökuð. Mjög góð með þeyttum rjóma, ea. líka án hans. Þessa köku má nota bæði sem eftirrétt og einnig á kaffiborðið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.