Dagur - 19.11.1952, Síða 1
DAGUR
keinur næst út á laugard.
Auglýs. sé skilað' fyrir kl.
2 á föstudag.
Áskrifendur úti á landi, sem
ekki hafa innleyst póstkr. fyrir
árgjaldinu, eru áminntir um
að gera það hið fyrsta.
XXXV. árg.
Akureyri, miðvikudaginn-19. nóvember 1952
46. tbl.
Aldrei meiri dýrgripur gefinn
íslenzkri kirkju í lútherskum sið
Hinn nýi skírnaríoníur, sem Gunnhildur og Balduin
Ryel gáfu, var vígður sl. sunnudag
Aukin lánaslarfsemi bankanna mundi
verða lil að efla alvinnulíl
byggðarlagsins
(Jtvegsbankinn á Akureyri „mjög
fjárhagslega sterk stofnun64 að dómi
bankastjórans - samt vill hann ekki
auka útlán svo að þau nálgist útlán
hinna fátækari útibúa annars staðar
Síðastl. sunnudag fór fram í
Akurcyrarkirkju hátíðleg vígsla
hms nýja skímarfonts, scm hjón-
in frú Gunnhildur og Balduin
Ryel ræðismaður hafa gefið Ak-
ureyrarkirkju. Er þetta mikill og
vandaður gripur — engill krjúp-
andi, sem heldur á hörpudiski —
höggvimi úr hvítum ítölskum
marmara ’af prófessor Corrado
Vigni í Flórenz á Italíu — og er
nákværn cftirlíking hhis fræga
skímarfonts í Frúarkirkjunni í
Kaupmannahöfn, en hami gerði
Bertel Thorvaldsen.
Veitti sóknarnefnd Frúarkirkj-
unnar fúslega leyfi til þess að eft-
irmyndin væri gerð, enda væri
hún í öllu nákvæm eftii-líking.
Hlýhugur safnaðarmeðlima.
Séra Pétur Sigurgeirsson pré-
dikaði við þetta tækifæri, en
vígslubiskupinn, séi-a Friðrik J.
Rafnar, veitti gjöfinni móttöku og
sinni lagði séra Pétur út af þess-
um orðum úr Davíðssálmum:
vígði skírnarfontinn. í prédikun
Glaður verð eg er menn segja við
mig: göngum í hús drottins. —
Flutti hann ógæta hugvekju um
gidi sameiginlegrar guðsþjónustu
og hlutverk kirkjunnar og minnti
á, hvernig menn hefðu á öllum
tímum tjáð kirkjunni virðingu og
þakklæti og hlýhug með því að
færa henni gjafir, sem gerðu
þessi musteri fegurri að ytra út-
liti en þau óður voru og hæfari
að gegna hlutverki sínu.
Vildi fá íslenzkan stein.
Þá gekk í kórdyr Balduin Ryel
ræðismaður og skýrði frá aðdrag-
anda þess, að þau hjónin fni
Gunnhildur og hann gæfu kirkj-
unni skímarfontinn og rakti sögu
málsins. Það var við vígslu
kirkjunnar fyrir 12 árum að þau
hjónin ásettu sér að færa kirkj-
unni skímarfont að gjöf, því að
þau sáu, að hin nývígða kirkja
átti engan slíkan grip, er varan-
legur gæti talizt Hugmyndin var
upphaflega að fá íslenzkan
myndhöggvara til þess að höggva
skímarfont út í íslenzkan stein
og í samráði við húsameistarann,
prófessor GuÖjón Samúelsson,
var lögð mikil vinna í að finna
efni hér heima, sem nothæft
þætti, en árangur varð ekki af
þeirri leit. Þau hjónin komust
síðan í samband við kunnanítalsk
an listamann, prófessor Corrado
Vigni í Fórenz ,og eftir miklar
bréfaskriftir og aðra mrdirbún-
ingsvinnu tók prófessorinn að sér
að gera skírnarfontinn úr hvítum
marmara og nákvæma eftirlík-
ingu af hinu fræga listaverki
Thorvaldsens í Frúarkirkjunni í
Kaupmannahöfn. Veitti sóknar-
nefnd kirkjunnar góðfúslega leyfi
til þess að eftirmyndin væri gerð,
enda væri hún nákvæm eftirlík-
ing. Lauk prófessor Vigni síðan
við verkið og er það nú hingað
komið og uppsett í kirkjunni.
Taldi Ryel ræðismaður að þessi
ítalski myndhöggvari hefði unnið
verk sitt framúrskarandi vel og
samvizkusamlega. Las hann síðan
gjafabréf þeirra hjóna fyrir
gripnum og afhenti hann .
Mæðgurnar afhjúpuðu gripinn.
Afhjúpuðu þær mæðgurnar
frú Gunnhildur og Hjördís Ryel
skírnarfontinn ,en honum hefur
verið valinn staður á upphækk-
uðum palli hægra megin kórs,
hefur brjóstpanel það, sem er í
kómum, verið framlengt til þess
að hylja vegginn í bi-jósthæð
gegnt sætum kirkjugesta. Mun
ætlunin að koma sams konar tré-
innréttingu fyrir vinstra megin
kórsins, og raunar, er fram líða
stundir, í kirkjunni allri, enda
mun það hafa verið vilji húsa-
meistarans, er teiknaði kirkjuna,
próf. Guðjóns Samúelssonar.
Aldrei dýrmætari gjöf
í lútherskum sið.
Þá flutti vígslubiskupinn séra
Friðrik J. Rafnar þakkarorð og
veitti gjöfinni móttöku. Hann
lýsti því, við hverja erfiðleika
hefði verið að etja fyrir gefend-
uma, að koma þessu máli í höfn,
bæði hér heima og erlendis, og
sagði, að aldrei í lútherskum sið
mundi meiri dýrgripur hafa verið
gefinn íslenzkri kirkju en þessi
forkunnarfagri skímarfontur. —
Jafnaði hann gjöfinni við altaris-
töflu þá hina fögru er Jón Ara-
son gaf Hólakirkju í upphafi
biskupsdóms síns og enn er til.
Hann lýsti og viðleitni gefend-
anna að fá íslenzkan stein og ís-
lenzkan myndhöggvara og minnti
á, að þótt steinninn væri ítalskur
og hendur erlends listamanns
hefðu unnið verkið, væri hug-
myndin þó íslenzk, þar sem hér
væri eftirlíking af snilldarverki
Bertels Thorvaldsens. — Gekk
vígslubiskupinn síðan að skímar-
iontinum og vígði hann og afhenti
kirkju og söfnuði „til allra kristi-
legra afnota."
Hin fyrsta skím.
Þá fór fram skírn í kirkjunni
og var skírt sveinbam, er hlaut
(Framhald á 8. síðu)
Vildi selja áfengi og
lenti á tollverðinum!
Óvenjulcg tilraun til við-
skipta var gerð hér á hafnar-
krygffjuiuii sl. sunnudagskvöld,
er matsveinninn á danska
flutningaskipinu Karen vildi
selja yfirtollverðmum hér,
Zóphoníasi Árnasyni, áfengi úr
skipmu. Var yfirtollvörðurimi
í eftirlitsferð á bryggjumii um
kvöldið, óemkennisbúinn. Tók
hann líklcga í beiðni mat-
sveinsins og sagðist hafa áhuga
fyrir öllu því áfengi, sem þeir
vildu koma á land. Fór svo að
matsveinninn og aimar skip-
verji báru 32 flöskur af áfengi
í bíl tollvarðarins, en hann ók
með þá og áfengið upp í toll-
búð, kallaði þar á lögregluþjón
til vitnis og kærði mennina fyr-
ir smygl og áfengissölu. Var
mál þeirra tekið fyrir í lög-
reglurétti hér í gær og mun
matsveinninn hafa hlotið þunga
sekt auk þess sem áfengi hans
var gert upptækt.
Bærinn rafmagnslaus
á sunnudaginn vegna
spellvirkja
. A sunnudaginn var — um messu-
tímann — varð baerinn rafmagns-
laus í um 2 klst og var ástæðan sú,
að unglingar í bænum höfðu fleygt
blautri spýtu á háspennuvírana í
grennd við aðalspennistöð bæjarins.
Leiddi saman með þeim afleiðing-
um, að'vír brann sundur og bærinn
varð ljóslaus.
Mildi var, að slys varð ekki af
þessu tiltæki, því að þegar há-
spennuvír fellur þannig til jarðar,
lciðir jörðin umhverfis rafmagnið,
og er lífshættulegt að koma í ná-
munda við vírinn.
Viðgerðarmenn komu fljótlega á
vettvang og var gert við skemmd-
Réttarhöld hafa farið fram út af
atburði þessum, og mun rafveitan
gera skaðabótakröfu, bæði vegna
beins tjóns á efni og kostnaðar við
vinnu, og tekjutaps á þfinr tíma,
sem rafmagnslaust var í bænum.
I tilefn'i af atburði þessum hefur
rafvéitán birt aðvörun t’il bæjarbúa
og annarra, og er mönnum bent á
að kynna sér efni hennar.
Framsóknarmenn á Dalvík
halda árshátíð
Árshátíð Framsóknarfélagsins í
Dalvík var haldin síðastliðinn
laugardag í samkomuhúsinu á
Jón Jónsson á Böggvisstöðum,
form. félagsins, stjómaði sam-
komunni, sem hófst með sameig-
inlegri kaffidrykkju. Undir borð-
um flutti Tómas Árnason, lögfr.,
ræðu, Jóhann Konráðsson frá
Akureyri söng einsöng með und-
irleik Jakobs Tryggvasonar. Þá
var sýnd kvikmynd og að lokum
dansað fram eftir nóttu. Var
samkoma þessi hin myndarleg-
asta, og félaginu til mesta sóma.
Bankastjóriira birtir
stendur ekki
Ems og rakið var í s&asta blaði
— sanikvæmt beimildum stjórn-
artíðinda — hafor Útvegslianki
fslands lagt útibúum sínum í
Seyðisfirði, tsafiiffii og- Vcst-
mannaeyjum um 45 miDjónir kr.
til þess að festa í lánnm. á starfs-
svæði þessara banka, auk þcss
sem þessi bankafútxbá hafa spari-
fé innlagt á þessum stöðuni og
eigið fé útibúaxma haoda í milli
til ráðstöfunar.
Allt önnur stefna er hins vegar
uppi hjá Útve(gsbankanuni hér á
Akureyri, þv£ að samkvæmt
þessum reikningxim átti hann 3,7
millj. króna iixnl hjó áðalbankan-
um í Reykjavík um sl. áramót.
Nema sparifjáriimlög manna í
útibúið hér þó rösklega helmingi
þeirrar uppbseðar, sem inni
stendur sem sparifé f öllum hin-
um útibúunum.
Þessar töhxr leiða i ljós svo
skýrt, að ckki verður um villzt,
að útibú Útvegshankans öll
nema hér á Almreyri hafa
dregið vendegt Qármagn frá
aðalhankanxnab. ttt..atvinnulífs-
ins í byggðáaiögaa. sínuni, en
útibúið hér ávaoctar ekki elnu
simii allt spartféð og innst.
hlaupareiknfaxgn faár, hcldur
geymir á f jórðtr miBj. kr. í að-
albankanum í Keykjavík á
sama tíma og alhxr atvinnu-
rekstur hér þjáist at Tánsfjár-
skorti, svo að til stórvandræða
horfir.
Þessar upplýsingar Dags um
það misræmi, mbj er í fjármála-
stefnu Útvegsbankana á ýmsum
stöðum í landinu, vöktu mikla
athygli hér og umtal og hlaut
blaðið þakkir margra borgara úr
öllum stjórnmálaflokkxmum fyrir
að hafa vakið máls áþvibneyksli,
sem felst í stefnu bankaútibúsins
hér. Einn enr þé sá maður, sem
ekki taldi s«r mikrnrr greiða
gerðan með' þessum akrifum, og
er sá Svavar Gufimundsson
bankastjóri hér, sem áhyrgur er
fyrir þessari fjáarftóttastefnu. Birt
ir hann í málgagui Alþýðuflokks-
ins hér í btwnim ritsnoíð, sem
hann nefnir „greinargrrð“ um
þessi málefni, ett ekkt stendur
ritsmíð sú undir nafni.
Engin skýring.
f grein bankastjórans er engin
skýring á því furfiutógafyrirbæri,
að Útvegsbankhm hefur lagt
„greinargerð44, sem
undir nafni
þeim kaupstöðum, sem fyrr eru
nefndir, 45 millj. af fjármagni að-
albankans, á sama tíma og úti-
búið hér leggur aðalbankanum í
Reykjavík 3,7 millj. af sparifé
viðskiptamanna sinna og eigin fé
útibúsins. Þögn bankastjórans
um þetta atriði er athyglisverð-
asta atriðið í grein hans. Það
leiðir af sjálfu sér, að bankastofn-
un, sem rekin er með þessum
hætti, getur ekki orðið nein
„veruleg stoð framtaks“ í þessu
byggðarlagi, a. m. k. ekki neitt
lík stoð og þær lánsstofnanir, sem
leggja fram tugi milljóna til þess
að koma á fót atvinnufyrirtækj-
um. Enda eru dæmin um þetta
ljósust. Það er á almanna vitorði,
að útibúið hér styður útgerð í
bæ og héraði til dæmis ekki nema
að mjög óverulegu leyti og fá
munu þau skip — ef nokkur eru
— hér um slóðir nú orðið, sem
sækja styrk og stoð í greipar
Svavars Guðmundssonar og
bankaútibúsins hér. Vörn banka-
stjórans er í aðalatriðum sú, að
ekki hafi verið meira að gert hér
um aðhald í útlánastarfsemi en
eðlilegt og heilbrigt getur talizt
og hann spyr ritstj. Dags að því,
hvernig eigi að reka bankaútibú
sem séu peningalaus og í botn-
(Framhald á 8. síðu)
StjórnmálanámskeiðF.U.F.
Félag ungra Framsóknarmanna
á Akureyri hefur ákveðið að efna
til stjórnmálanámskeiðs hér í
bænum Er öllum ungum Fram-
sóknarmönnum heimil þátttaka,
hvort sem þeir eru félagsbundnir
eða ekki. Þá er og heimil þátttaka
fyrir Framsóknarmenn utan Ak-
ureyrar, ef óskað er. Námskeiðið
fer fram að Hótel KEA (Rotary-
sal) væntanlega á tímabilinu
milli 25. nóv. og 10. des. Fer það
fram á kvöldin og hefst þá kl.
8—8.30 eftir ástæðum. Eða á öðr-
um tímum á laugard. og sunnud.
Er ætlunin, að haldnir verða 8—
10 fundir.
Þátttökutilkynningar má senda
til skrifstofu Framsóknarfélag-
anna, sími 1443, eða til skrifstofu
Dags.
f næsta blaði verður nánar get-
ið um námskeiðið og tímar aug-
lýstir.