Dagur - 29.11.1952, Side 4

Dagur - 29.11.1952, Side 4
4 D A G U R Laugardaginn 29. nóvember 1952 »$5$$$$S$$$55$5$$S$$S5$$S$$S5S5$SSSS$$5$$$5$$5$^ DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýiingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88 — Sími 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 50.00. Gjalddagi er 1. júlí. Prentverk Odds Björnssonar h.f. Kúgunaraðgerðir Breta BRETINN er mikið umtalaður á íslandi í dag og ekki að ástæðulausu. Mönnum gremst það, að ríkis- stjórn þessa volduga og sögufræga lands skuli láta sérhagsmunaklíku haldast uppi ósvífnar hefndarráð- stalanir á hendur smáþjóð, sem reynir að sporna við því, að hún verði svelt í hel af erlendum arðráns- mönnum á nokkrum áratugum. Brezku togaraeig- endurnir vita vel, livað þeir liafa verið að gera hér. Fyrst voru heimamiðin uppurin. St. Kilda fór í eyði af því að lífsmöguleikum eyjarskeggja var eytt með botnvörpunni — og svo var herjað á Norðursjóinn. Þar voru eitt sinn auðug mið, sem nú eru orðin fá- tæk. Fisklausi hringurinn í kringum Bretlandseyjar hefur alltaf verið að stækka með hverjum áratug, og hann náði norður undir ísland. Það þurfti ekki að vera neitt undrunarefni, þótt Islendingar gripu fyrsta tækifæri til Jtess að stöðva þessa þróun á sínum heimamiðum, og vafalaust hafa þeir Bretar, sem bezt þekkja til, íurðað sig á því, að ekki skuli hafa verið gripið til varnaraðgerða fyrr. I-Iin heilaga vand- læting fer illa í munni togaraeigendanna, sem eru sífellt að skrifa blöðunum bréf. Frá þeim heyrðist ekki hósti né stuna, þegar Rússar tóku að verja 12 mílna landhelgi sína með fallbyssum. Fyrir hefur komið, að rússnesk varðskip hafa tekið brezka togara 1 Norðurhöfum 10—12 mílur úti í hafi, og fært til hafnar. Fishing News hefur ekki eytt einum hundr- aðsta af þeirri prentsvertu, sem fer til þess að afflytja málefni íslands, til skrifa um þvílík mál. Þar voru þó tilefni til meiri blásturs í blöðum, þótt minni efni hafi verið til refsiaðgerða. Þessi blaðakostur sagði frá því ekki alls fyrir löngu og án allrar hneykslunar, að Ástralíustjórn ætlaði að færa út landhelgi sína um margar mílur með einfaldri lagasetningu. Hvers vegna reiddust ekki goðin þá? Afstaða togaraeigenda- sambandsins og málgagna þess fer ekki eftir eðli málsins. Málsvarar réttlætisins fyllast eldmóði, þegar réttlætismálin eru l'yrir borð borin, livar sem er á hnettinum. En sérhagsmunaklíkurnar hafa yíirskyn réttlætisins á eiginhagsmunastriti sínu og sýna ekki hnýflana, nema þeir haldi sig eiga við minni máttar. Þannig er forsaga þeirra aðila í Bretlandi, sem nú þykjast vera verndarar hefðbundinna réttinda á liaf- inu. Þegar voldug þjóð á í hlut, er skætingur í blöð- linum látinn nægja, þegar samveldisland er annars vegar, er flaðrað upp um verndara fiskimiðanna, en þegar smáríkið í Norðurhöfum vaknar til þess að verja lífsmöguleika sína og halda uppi rétti sínum að alþjóðalögum, með friðsamlegum og lögformleg- um hætti, er gripið til kúgunarráðstafana á efnahags- sviðinu, í von um að geta beygt þá, sem eiga mest undir friðsamlegri sambúð þjóðanna og eðlilegum og vinsamlegum samskiptum. Furðuefnið liér á íslandi er ekki aðallega það, að brezkir togaraeigendur — íámenn en fjársterk klika — skuli grípa til slíkra ó- yndisúrræða. Nokkur reynsla er hér áður fyrir sann- girni og heiðarlegum starfsaðferðum þessarar stéttar, því að ljóst er, að engir aðilar hafa oftar gerzt brot- legir við þá litlu landhelgi, sem hér hefur gilt á liðnum 50 árum en brezkir togarar. Eru margir þætt- ir þeirra viðskipta þannig, að vcl færi á að rifja þá upp nú. Undarlegra og óskiljanlegra er það í augum Islendinga, að ríkisstjórn Bretlands og löggjafarþing skuli lála slíkurn klíkum lialdast uppi að taka slíka þætti utanríkisviðskipta og utanríkisverzlunar alger- lega í sínar hendur og ástunda íjandsamlcgar að- gerðir gcgn þjóð, sem alla tíð hefur vcrið liinni brezku þjóð vinveitt og haft við liana margvíslegt samstarf á liðnum árum, ekki livað sízt á hættutímum styrjaldarinnar. En svo langt er nú gengið, að brezkir tog- araeigendur kalla á hjálp stéttar- bræðra sinna handa við Norður- sjóinn til þess að vinna íslenzkum hagsmunum sem mest ógagn, og er nú hlutverkum skipt frá því á stríðs- árunum og það með furðulegum liætti. BREZKU togaraeigendurnir og brezk stjórnarvöld fara villur vegar er þeir halda, að bolabrögð þau, sem beitt er gegn íslendingum beri tilætlaðan árangur. íslendingar eru fúsir til þess að láta alþjóðadómstól fjalla um ákvarðanir sínar í land- helgismálinu og ldíta úrskurði slíkrar stofnunar. Ríkisstjórn Is- lands hefur fyrir löngu lýst sig fúsa til þess. Þannig liafa íslendingar haldið að væri sæmst siðuðum þjóð- um að útkljá dcilumál. Þeir munu því, allir sem einn, standa saman um að láta ekki fjársterka erlenda einstaklinga lirekja Sig af leið, sem þeir telja rétta og löglega og auk þess nauðsynlcga fyrir framtíð hins unga ríkis. Þær óvinsamlegu aðgerð- ir, sem íslendingar hafa orðið að þola af hálfu brezkra aðila nú í seinni tíð, hljóta að leiða til þess, að íslendingar kynni hinum frjálsa heimi málið með því að vekja máls á því á alþjóðlegum vettvangi. Hinn 15. desember liefst fundur Atlantshafsráðsins í París. ísland er jiar aðili, m. a. fyrir hvatningu frá Stóra-Bretlandi. Við höfum skilið það svo, að þau samtök séu til samhjálpar á efnaliagslegum ekki síður en liernaðarlegum sviðum. Á hvern hátt samrýmast aðgerðir Breta anda þess sáttmála? Eða eru þessar kúgunarráðstafanir i sam- ræmi við þær mórölsku skuldbind- ingar, sem Sameinuðu þjóðirnar liafa undirgengizt liver gagnvart annarri? íslendingar hljóta að leita svars við þessum spurningum, undir eins og færi gefst. FOKDREIFAR Bretasögfur. VIÐ TÖLUM margt um Breta nú í seinni tíð og það með dálítið óvenjulegum hætti, því að venju- lega liggur okkur fremur gott orð til þessara nágranna okkar. En það tala fleiri um Breta og ekki sízt Jieir sjálfir. Annað eða Jtriðja hvert ár kemur út í Englandi dálítil bók, sem lieitir „Tliis England". Efni hennar er dálítið sérstætt. ' Tíma- ritið „The New, Statesman" flytur í viku hverri dálítinn þátt, sem les- endur blaðsins leggja Jjví til. Þátt- urinn er eingöngu tilvitnanir í brezk blöð, aðallega í bréf, sem les- endur skrifa blöðum sínum víðs vegar um landið. Eins og íslend- ingar Jiekkja af tilvitnunum í bréf togaraeigenda, er þar stundum skringilega á málum haldið. Bretar sjálfir hafa gaman af þessu, kalla Jietta spéspegilmynd af brezkum hugsunarhætti og gefa út í bókar- formi, sér og öðrum til gamans. Þær eru líka hálfskrýtnar, sumar Jaessar Bretasögur, og af Jná að við tölum mikið um Breta um þessar mundir, er hægt að gcra sér }>að til dundurs að skoða á Jteim jjessa hlið líka. HÉR KEMUR þá tilvitnun í bréf, sem „Yorkshire Post“ birti á sl. ári, og það skemmtilega við liana er, að íjölmargir Bretar geta ekki séð, Jtótt Jteir eigi lífið að leysa, að hún sé neitt skemmtileg. Lesandi skrifar: „Flest fólk er alveg miður sín og minnkast sín íyrir útvarpið, [>egar það heyrir fréttir um verkföll og annað þess Iiáttar lesið í fréttunum á undan fregnum af konungsíjöl- skyldunni. Eg leyfi mér að fara fram á að allir góðir borgarar skrifi útvarpinu og lýsi vanþókn- un sinni á þessum starfsháttum og skori á útvarpsstjórnina að færa fréttir af konungsfjölskyldunni á sinn rétta stað. ..." Virðuleg frú skrifar kvennablað- inu „Woman": „Oft hef ég hugsað um })að, live skemmtilegt það liljóti að vera að vera starfandi í Buckinghamhöll. Hversu óendanlega stoltur hlyti maður ekki að vera við tilhugsun- ina um })að, að Margrét prinsessa mundi ekki hafa fengið sitt lin- soðna egg með morgunmatnum, ef ég hefði ekki verið J>ar...." EN EKKI eru allar sögurnar um kóngadýrkun. Nokkrar eru um erf- iðleikana sem eru á þvi að tilheyra yfirstéttinni í landinu. Ein tilvitn- unin er á Jiessa leið: „Húseigandinn mætti í dag í húsaleiguréttinum í Marylebone og svaraði þar þeirri spurningu, hvers vegna hann tcldi herra skurðlækni N. N. óæskilegan leigjanda í hús- eign sinni í Berkeleystræti. Hann svaraði því til, að leigjandinn gerði sjálfur innkaup íyrir heimili sitt í verzlunum. Það liefur skaðsamleg áhrif í slíku umhverfi, ef leigjend- urnir annast sjálfir verk, sem }>jón- ustuliðið á að gera. Aðrir leigjend- ur Jtola ekki slíkt framferði. .. . “ TORTRYGGNI gagnvart út- lenaingum er ríkur þáttur í fari margra Breta, og aldrei efast }>eir um, að }>að sé mikil náðargjöf Drottins að vera fæddur af ensku foreldri. Blaðið „Evening Argus" hefur }>essi orð eftir dómara einúm: „Fólk í öðrum löndum er ef til vill bctra eða verra en Englending- ar, en aldrei skyldi maður }>ó reikna mcð þeim möguleika, að aðrir en Englendingar skilji þýð- ingu samninga....“ Lesandi skrifar „News Chro- nicle“: „Eg legg J>ví eindregið til, að enginn hérlendur maður gifti sig útlendingi.... “ Annar lesandi skrifar þessi vís- dómsorð til „Daily Herald": „Það er óvéfengjanleg staðreynd, að lykt af geitum er sérstaklega lircllandi fyrir Englendinga. ... “ Þá veit maður }>að! Borgari skrifar „Sunday Times": „Eg lánaði bók Dostojevskys, Glæpur or refsing, einum af vinum mínum, og Jtegar hann hafði lokið við að lesa bókina, spurði ég, Iivern- ig lionum hefði líkað. Hann svar- aði: Atburðir sem Jteir, er þarna er lýst, hefðu aldrei getað gerzt, ef persónurnar licfðu gengið í enskan lieimavistarskóla.... “ MENN FÁ heldur skrýtilegt inn- sýni í hugsunarhátt sumra Eng- lendinga við að lesa }>cssar tilvitn- anir. Til dæmis segir „Edinburgh Evening Dispatch" frá }>ví, að nafn- grcind eldri frú liafi „jafnan pant- að eplasafa, er hún ferðaðist með járnbraut, eingöngu af J>ví að hún vissi, að eplasafi var ekki fram- reiddur í matsal vagnanna. Maður nokkur var dreginn fyrir dómara, sakaður um að hafa stolið kvennærfötum af snúru. Hann svar- aði, að J>ví er eitt blaðið hermir: „Líklega hefi ég gert það, af }>ví að ég þráði meiri tilbreytni í tilveruna, hún var að verða ójtolandi leiðin- leg... .“ (Framhald á 7. síðu.) Ostaneyzla - ostaréttir S. í. S. gaf út smekklegan bækling í sambandi við Iðnsýninguna í Reykjavík í haust. Þar ræðir Jónas Ivristjánsson mjólkursamlagsstjóri um ostaneyzlu lands- manná og gikli osts fyrir heilsu og þrótt mannslíkam- ans. Síðan eru birtar uppskriftir af Ijölmörgum osta- réttum. Var nokkurra þeirra getið hér í þættinum nú nýlega, en ástæða er lil }>ess að minna húsmæðurnar á }>á aftur og bæta nokkrum nýjum réttum við. Því að osturinn er til íleiri hluta nytsamlegur en að skera liann ofan á brauð, J>ótt allt of fáir íslendingar geri sér }>að Ijóst. Með erlendum J>jóðum er ostur mikils- verð fæðutegund og notaður í rnargs konar matargerð, auk }>ess sem menn börða þar miklu meira af osti með brauði og kexi en hér er venjulegt. í grein sinni segir Jónas Kristjánsson á þessa lcið: „íslenzkir bændur liafa frá landnámstíð verið miklir mjólkurframleiðendur, enda hafa mjólk og mjólkur- matur skipað öndvegið í hinu daglega viðurværi Is- lendinga og gera það enn í dag. Menn og þjóðir hafa frá órnuna tíð þekkt og skilið hinn alhliða næringarmátt mjólkurinnar, ekki einung- is fyrir börnin og annað ungviði, lieldur og fyrir full- orðna á öllum aldursskeiðum lifsins. Þó hafa rann- sóknir og þekking síðari tíma stutt þennan skilning og leitt enn betur í ljós, að mjólkin inniheldur öll nauð- synleg efni lífverunum til vaxtar bg þroska. Mjólkin sjálf hefir að vísu freniuf litíð'geýmsluþol. En með ostgerðinni liafa löngu liðnar kynslóðir fund- ið sígilda aðferð til að geyma þurrefni mjólkurinnar í þéttara formi og liandhægara til neýzlu' á livérjum tíma, án þess þó að nokkúð verulega tapist af liennar dásamlega ljúffengi og mikla næringarkrafti. Tvö þúsund ára gömul rit sanna, að þekkingin um ostgerðina, og ostinn sem afburðagóðan mat, var þá þegar kunn í Suður-Frakklandi. ítaJiu, Grikklandi, Egyptalandi og Gyðingalandi. -En ; ostagerð og, osta- neyzla hefir síðan breiðzt út frá þessum löndum um hinn gjörvalla heim. Ostgerð tíðkaðist mjög á íslandl þégarlá.landnáms- öld, en sennilega hefir ostframleiðslair verið nokkúð einliæf eða aðeins gerðir hinir svokölluðu súrostar. Hleypi-ostgerðin mun liins vegar vera tiltölulega ung iðngrein hér á landi, en þó höfum við nú tileinkað okkur ofurlítið brot af þessum gömlu atvinnuvísind- um, og með þeirri aðtoð, sem þekking og tækni nú- tímans veitir, framleiðum við nú hér á landi nokkrar osttegundir, sem geta verið fyllilega samkeppnisfærar á heimsmarkaðinum livað vörugæði snertir. Við nútíma ostagerð eru að vísu notaðar margvís- legar aðferðir, sem liér skal ekki gerð nein tilraun til að lýsa, en þó skal það tekið fram, að undirstaða góðrar ostgerðar er enn sem fyrr lireinlæti og ná- kvæmni, og aftur hreinlæti og nákvæmni. — Til ost- gerðarinnar er ætíð valin bezta mjólkin, sem völ er á, en til frekara öryggis er hún jafnan gerilsneýdd áður en osttilbúningur hefst. Lagergeymsla ostanna tekur nokkrar vikur eða nokkra mánuði, allt eftir tegund- um, en allan lagertímann þarf að liafa vakandi umsjón og hirðingu á hverjum osti, á líkan hátt og góð hús- móðir hefir jafnan vakandi augu með öllu, er varðar liina daglegu matargerð á heimili hennar. Allir landsmenn geta nú fengið góðan ost til hinnar daglegu neyzlu. En vegna þess að ostgerðin, í núver- andi mynd, er ung hér á landi, þá skortir okkur fullan skilning á fæðugildi ostsins og einnig nauðsynlega æf- ingu í ostneyzlu, á líkan hátt og hinar eldri menningar- þjóðir gera. Hver húsmóðir og hver einstaklingur eiga að gera sér ljóst, að hinn góði og feiti ostur er sérlega holl, nærandi og Ijúffeng fæða og þrátt fyrir allt einnig ódýrari en margar aðrar fæðutegundir, ef miðað er við hið alhliða og holla næringargildi hans. Ef miðað er við ýmislegt álegg á brauð, befir ost- urinn, miðað við þunga, langmest næringarefna-inni- hald (hitaeiningar) og sýnir eftirfarandi þctta mjög glöggt. (Framhald á 7. siðu).

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.