Dagur - 10.12.1952, Blaðsíða 4

Dagur - 10.12.1952, Blaðsíða 4
4 D AGUR Miðvikudaginn 10. desember 1952 DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, augiýiingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88 — Sími 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 50.00. Gjalddagi er 1. júlí. Prentverk Odds Björnssonar h.f. r Að stækka Island ÞAÐ VAR NÝR tónn í ræðunni, sem hljómaði til þjóðarinnar af svölum Alþingishússins hinn 1. desember sl. Höfuðstaðarbúar, sem staddir voru á Austurvelli, hafa vafalaust lagt við eyrun, er hinn málsnjalli Norðlendingur talaði til þeirra, en þó mun orðum hans ekki síður gaumur gefinn úti á landsbyggðinni. í fyrsta sinn um langan aldur tal- aði maður frá fólkinu úti á landi á þessum minn- ingadegi. Og orð hans voru sannarlega tímabær og þörf hugvekja. Einn kafli ræðunnar fjallaði um málefni, sem þetta blað hefur oftsinnis rætt. Þar hlaut málstaður landsmanna stuðning, sem þeir mega vel muna og þakka. Þar mælti skáldið frá Fagraskógi á þessa leið: „. .. . í höfuðborg landsins býr nú rúmlega þriðji hluti allra landsmanna, og kann þetta að vera helzt til mikið, frá hagfræðilegu sjónarmiði. Því verður ekki neitað, að í skjóli ríkisstjórnar og alls konar höfuðborgarfríðinda stendur hún vel að vígi til að skara eldi að sinni köku, jafnvel á kostnað annarra landshluta, en mun 'þó einnig kenna þeirra vaxtarverkja, sem oft fylgja gelgju- skeiðinu og of hröðum vexti. Það getur því ekki talizt nein þjóðarnauðsyn, að fólk sé hvatt til að flytja þangað búferlum. Hitt mundi að öllu leyti hollara að beina fólksstraumnum frá borg og bæ út á landsbyggðina og styrkja þar fátækar fjöl- skyldur til bygginga og búskapar. Um eitt skeið var mikið um það ritað og rætt að flytja saman byggðina, flytja fólkið frá svo- nefndum afdölum og útskögum til samyrkju- hverfa miðsveitis. Átti þessi hugmynd formælend- ur innan allra stjórnmálaflokka, eflaust hjarta- góða menn. En þeir hugsa í árum, ekki öldum, Annars er ástæðulaust að amast við samyrkju- búskap, ef hann getur samrýmst skapgerð fólksins. Hitt er mörgum þyrnir í augum að sjá byggða dali og skaga leggjast í eyði. Hvað hafa þessir staðir til saka unnið? Brimhljóð og lækjarniður kunna að hafa sett annan svipblæ á sitt fólk en götuskarkali og hornablástur á borgarbúa. En er það æskilegt, að allir séu steyptir í sama móti? Þessir fögru staðir eiga ekkert skylt við smitbera eða glæpa- mann, sem þarf að einangra. Þeir eru fullkomlega jafn réttháir öðrum byggðarlögum. Þar bjó um langan aldur harðgert fólk og veðurbitið, sem storkar óveðri og erfiðleikum og þarf hvorki að blygðast sín fyrir tungu sína né lífsvenjur. Þaðan eru komin mörg óskabörn þjóðarinnar, kjörviðir kynslóðanna. Hvenær hefur þetta fólk beðið um vorkunnsemi? Hvenær hefur það óskað þess að vera sett inn í einhver vermihús, langt frá forn- um heimkynnum? Hjá því hefur aldrei þrifizt sá veimiltítuhugsunarháttur atkvæðasmalans, að færa beri saman byggðina — minnka ísland. Það hefur aldrei þótt dyggð í þessu landi að hafa börn útundan. Þess vegna eiga þing og stjóm, fyrir hönd alþjóðar, að rétta þessu afskipta fólki hjálp- arhönd — gera vegi'og brýr, þar sem áður voru ófærur, raflýsa dalina og nesin, efla samgöngur á sjó, landi og í lofti. Þá fyrst hefur þetta þrautseiga og rammíslenzka fólk hlotið verðskuldaða umbun. Brátt munu ný og fögur býli rísa við veginn, og blómlegar byggðir fóstra heilbrigðar og traustar ættir. Þá mun það vitnast, að í raun og veru voru þessir staðir aldrei afskekktir, nema í hugarór- um skammsýnna stofulalla. — Nú 3i' sú öld, að kotin keppa við höfuðbólin. Það veit á gott. Heit- um því öll að stuðla að því með ráðum og dáð, að byggðir lands- ins færist ekki saman, heldur í aukana, unz allar verða ein sam- *<$/}, FOKDREIFAR Jóhann Svarfdælingur og Vilhjálmur Norðlendingur. GÓÐKUNNINGI margra Ak- ureyringa og annarra Norðlend- inga frá stríðsárunum, William H. Haight, er var ofursti í amer- íska setuliðinu hér, en er nú blaðamaður vestur í Wisconsin- fylki, er staðfastur lesandi Dags og hefur verið alla tíð síðan hann kom hingað, enda lagði hann sig eftir íslenzku og reyni að halda við með lestri og viðræðum við íslendinga, hver sem hann nær til þeirra. Seint í sumar fékk blaðið bréf frá honum. Hafði hann þá nýverið komist í kallfæri við ís- lending þar vestur á sléttunum og sagðist hafa þurft um margt að spjalla við hann um Akureyri og nágrenni. Fundum hans og ís- lendingsins bar saman með þeim hætti, að kunningi Vilhjálms Norðlendings — sem hann kallar sig stundum — hafði farið í fjöl- leikahús, sem hafði gestaleik í nálægum smábæ. Á meðal þeirra, er þar komu fram, var Jóhann Pétursson Svarfdælingur. Banda ríkjamaðurinn kom að máli við Jóhann eftir sýninguna og sagði honum, að meðal kunningja sinna væri einn náungi, sem sífellt væri skrafandi um ísland og þættist þar að auki kunna það furðulega tungumál, sem íslenzka nefnist og væri nú fróðlegt að sannprófa, hvort nokkuð væri á bak við nema mannalæti. Daginn eftir hittust þeir svo, Jóhann og Haight, og er ekki annars getið en að vel hafi farið á með þeim og enda ræddu þeir ýmislegt um þær byggðir, sem báðir þekkja bezt á íslandi, en. það eru byggðir Eyjafjarðar, út til dala og inn til stranda. Hafði hinn ameríski blaða maður mjög gaman af því að spjalla við Jóhann, því að hann er bæði greindur og fróður og manna skemmtilegastur, þegar því er að skipta. Á ferð og flugi — en vill helzt heim. BRÉF HINS ágæta ameríska blaðamanns varð til þess að eg fór að grennslast nánár um Jó- hann og hagi hans Fyrst langaði mig til að vita, hvort hann fengi Dag frá okkur, en við höfum nú um skeið sent honum blaðið til þess að hann geti fylgst með því, sem gerizt hér í heimabyggð hans. Og þá bar svo vel í veiði, að einn af ættingjum Jóhanns hér, Árni S. Jóhannsson, fyrrv. skipstjóri, sem stendur jafnan í bréfasambandi við hann, var ný- búinn að fá bréf frá honum og hefur hann góðfúslega lofað blað- inu að sjá það. Þar segir Jóhann m. a. frá því, að hann fái Dag frá okkur. með allgóðum skilum, enda þótt hann sé mikinn hluta ársins á ferð og flugi um Banda- ríkin. En af högum hans virðist annars þetta helzt að frétta: Hann stanfar með fjölleikaflokki, sem ferðast víðs vegar um Bandaríkin og Kanada á sumrin, en heldur að mestu kyrru fyrir um hávgt- urinn. Hefur Jóhann þá aðsetur í Gibsonton í Flórídaríki. Segir hann í bréfi sínu til Árna á þessa leið: „. . . . Nú eru tvær vikur síðan eg kom hingað til Gibson- ton og er eg búinn að hvíla mig vel eftir hið langa og stranga ferðalag, en eg var búinn að starfa svo að segja óslitið I 2 sum- ur og 1 vetur í einu. Var eg m. a. felld gróandi heild. Það er að stækka ísland Undir þessi orð Davíðs skálds ættu allir landsmenn, 'hvar sem þeir búa og hvar í flokki sem þeir standa, að geta tekið af heilum hug‘ Rauða klukkan og kotið Þegar eg var telpa átti eg rauða ullarklukku með hvítum röndum neðst á pilsinu og hvítum, hekluð- um laufum í handvegum og hálsmáli. Mér þótti svo vænt um þessa flík, sem á nútíma máli myndi sennilega nefnd undirkjóll, að eg á að hafa haft orð á því við móður mína, að eg vildi og ætlaði aldrei að eiga öðruvísi nærpils heldur en rauðu klukkuna mína. Svo liðu árin. — Einn góðan veðurdag var rauða klukkan orðin að ullarklút, sem kannske hefur mín hér vestra, enda orðn löng og verið laSður á brjóstið á mér, þegar eg fékk kvef erfið og eg feginn hvíldinni. En æða notaður til hreingerninga. Og með árunum komu aðrar klukkur, öðruvísi nærpils, þynnri pils, fullorðinsnærpils, skjört blúndupils og undirkjólar. 4 vikur í Kanada sl. sumar við sýningar. Þurfti oft að ferðast langt og var það dálítið erfitt, því að íbúðarvagninn minn, sem eg hef aftan í bílnum, er of hár og óþægilegur í umferðinni. Þó gekk allt slysalaust og hingað kom eg með góðan ,,hlut“ eftir „vertíð- ina“, sem er bezta sumarvertíð helzt vil eg ekki þurfa að vera at- vinnulaus í allan vetur. Að vísu hef eg nóg fyrir mig að leggja, en mér leiðist að þurfa að slæpast til lengdar, því að hér hef eg ekki ættingja né vini að spjalla við og rífast um pólitík! Getur verið að skreppi til Kúba og starfi þar í desember.... Líklega kem eg ekki til íslands nú á þessum vetri....“ — í bréfi Jóhanns kemur skýrt fram, að enda þótt hann hafi orðið að velja sér það hlutskipti að dvelja langvistum hjá framandi þjóðum, þá er hug- urinn allur heima og hér mundi hann helzt vilja dvelja. En þéss á hann engan kost nema fá hér líf- vænlega atvinnu við sitt hæfi. Hefur ísland þá ekki nóg verk- efni fyrir þennan son sinn? Skemmtileg bók. „Bókavinur" skrifar blaðinu á þessa leið: „Nýlega var ég á gangi um göt- ur bæjarins. Varð mér þá, eins og oft vill verða, litið í búðarglugg- ana. Einkum voru það gluggar bókaverzlananna, sem vöktu at- hygli mína, því nú eru jólin að nálgast og bókaregnið að byrja. Þó ekki líti út fyrir neitt bókaflóð á þessum vetri, verður þó samt úr töluverðu að velja. Ein bók var þarna, sem vakti athygli mína. Það var bókin „Sigur lífsins“. Saga þessi er þýdd og kom út fyrir 3(J árum síðan. Er þetta því önnur útgáfa hennar. Þetta er ekki saga skuggahverfa stórborganna, né lýs- ing á framferði ruddalegra ræn- ingja. Hún er hrífandi ástarsaga, sem sýnir, hverju hið góða í mannssálinni getur áorkað, og hve líknandi og læknandi sú hönd er, sem rétt er fram af fórnfúsum vilja til þess að létta og græða mannlegar meinsemdir. Það er hinn raunverulegi sigur lífsins. Þessi bók er skemmtileg aflestrar, hugljúf og hressandi, prentuð á góðan pappír með hæfilega stóru letri, og frágangur allur hinn vand- aðasti, en verðinu mjög í hóf stillt. Það er því góður fengur að henni á bókamarkaðinn. Mun hún verða mikið keypt, enda tilvalin jóla- gjöf.“ Kvenfólkið hefur ekki áhuga á gamla sjúkra- húsinu sem elliheimili Blaðinu hefur verið bent á, að ýmsir hafi misskilið erindi nefnd- ar frá Kvenfél. Framtíðin hér bæ, sem nýlega gekk á fund bæj arráðs til þess að ræða elliheimil ismálið. Konurnar hafa ekki áhuga fyrir því að gamla sjúkra húsið verði gert að elliheimili, enda þótt um það væri m. a. rætt á fundinum, heldur mundu kjósa að málið væri leyst með öðrum hætti. Stundum síðan hef eg velt því fyrir mér, hvers vegna mér muni hafa orðið þessi flík svo minnis- stæð og í bernsku svo fádæma kær. Ef til vill hefur mér þótt liturinn fallegur. Hárauð klukka með hvítum röndum og laufum, það var sannarlega ekki ónýtt fyrir litla telpu á þeim tímum. En það kann líka að hafa verið annað, sem átt hefur þátt í ást minni á flíkinni. Hún hefur verið hlý og mér hefur liðið vel í henni. Hver veit nema að skýring- m, eða a. m. k. einhver hluti hennar, liggi í þessu. Rauða klukkan yljaði mér um allan kroppinn og þó var hún fislétt og lipur og hin fallegasta ullar- klukka í heiminum! Þeir, sem alizt hafa upp í ullarnærfötum, þekkja vellíðan þá, sem slíkar flíkur veita á köldum dogum. Og einhverjar ykkar, góðir leséndur; 'kannast kannske líka við það, að á mörgum árum ýiíja koma gloppur í fatamálin, og kannske ekki hvað sízt nær- fatamálin. Góð ullarnærföt hefur heldur ekki verið létt að fá, nema eftir ýmsum krókaleiðum (útvega þelband — fá prjónað o. s. frv.) og ekki erum við allar jafn dugmiklar við slíkar útvegartir. Kannske höfum við sjálfar prjónað okkur nokkra boli úr „fínu“ garni, eftir að við komum til „vits og ára“, þ. e. aldursskeiðið, þegar maður helduf áð állt sé bétra úti en heima. — Þessir bolir slitnuðu, ef okkur tókst nokkru sinni að ljúka við þá, því að seinlegt var að prjóna úr „fína“ garninu og hver gat setið heima öllum stundum og prjónað? Einn góðan veðurdag erum við svo farnar að kaupa erlent hialín, sem hvergi nærri svarar kröfum veðráttu lands okkar og lifnaðarhátta. Kannast nokkur við slíka sögu? Það varð einmitt ein af þessum ieiðinda gloppum í nærfatamálum mínum í fyrra, þegar vinkona mín elskuleg gaf mér mikið forláta ullarkot, prjónað úr þelbandi. Kotið var með breiðum hlýrum, ekki flegið og nær í mittisstað. Slík kot hafa marga kosti og eru að ýmsu leyti heppilegri, heldur en síðar skyrtur. Hlýrarnir fara aldrei út af öxlunum, ekki þarf að óttast að þau geri okkur sverar á hin- um „hættulegu11 stöðum og fyrir þær, sem ekki þola ull næst sér, er hægt að vera í þunnum bol innan undir og það er líka hægt að vera í kotinu utan yfir nærkjólnum. Það eru svona kot eða bolir, sem á að framleiða. I brjóstkassanum liggja þau líffæri, sem þurfa skjólflíkur í frostunum, ef ekki á illa að fara. Og séu notaðar ullarbuxur eða aðrar þykkar buxur utan yfir þær þynnri, þegar farið er út í kulda, ætti að vera óþarfi að vera í síðum skyrtum. Þær eru líka oft óþægilegar, fara ekki vel og vilja slitna illa neðst — en kotið, með góðum snúningi í mittisstað, er áreiðanlega heppilegasta nærflíkin fyrir okkur yfir kaldasta tímann. í haust, þegar kólnaði, og eg tók frarrt ullarkotið mitt ágæta, varð mér hugsað til rauðu klukkunnar, sem vermdi mig, þegar eg var barn — og eg ákvað að senda kvennadákinum hugvekju um ullarnær- fötin, bygðða á persónulegri reynslu, til umhugsun- ar fyrir mæður, sem klæða litlar tátur í dag, og fyrir ungar stúlkur og konur, sem vilja koma sér upp góðri skjólflík fyrir veturinn. — A. S. S.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.