Dagur - 10.12.1952, Blaðsíða 8

Dagur - 10.12.1952, Blaðsíða 8
8 Miðvikudaginn 10. desember 1952 Daguk Leikföng: Harmonikur Lúðrar Munnhörpur Skip Járnbrautalestir Brúður Brúðurúm Brúðuvagnar Brúðukerrur Vogir Blöðrur o. m. m. fleira. Jólapokaarkir Spil, margar tegundir Þýzkar ljósakrónur og loftskálar Ennfremur: Loftskermar Vegglampar Borðlampar mjög ódýrir. Straujárn Hraðsuðupottar Iíaffikönnur, Katlar Hraðsuðukatlar Jólatrésljós hvít og marglit Jólatrésskraut Lækkað verð Loftskraut Margar gerðir Jólakort Jólaumbúðapappír Silfurmunir: Teskeiðar Kökukafflar Barnaskeiðar Barnagafflar Rjómaskeiðar Pönnukökugafflar Tertuspaðar o. fl. Kertastjakar fyrir 1, 2 og 3 kerti. Borðfánastengur Myndavélar Járn- og glervörudeild. ;v-w Frá Bridgefélaginu 1. flokks keppni Bridgefélags- ins, sem staði'ð hefur yfir undan- farnar þrjár vikur er nú nýlokið. í keppninni tóku þátt sex sveitir. Urslit urðu þau, að sveit Friðriks Hjaltalín sigraði með 5 vinning- um og sigraðí þar með alla and- stæðinga sína. í sveitinni 'eru, auk Friðriks, Jóhann Snorrason, Jón Ólafsson, Jón Þorsteinsson og Steinn Steinsen. Röð efstu sveitanna var annars sem hér segir: 1. Sveit Friðriks Hjaltalín. 2. Sveit Baldvins Ólafssonar. 3. Sveit Adams Ingólfssonar. Þessar þrjár sveitir öðlast þar með rétt til þátttöku í meistara- flokkskeppni félagsins, sem vænt anlega verður háð fljótt eftir áramót. í meistaraflokki eru nú: Sveit Halldórs Helgasonar, sveit Mika- els Jónssonar og sveit Þórðar Björnssonar. 50 millj. ungmenna í Asíu skortir menntunarmögu- leika 10% af íbúunum í 11 Asíulönd- um — eða 50 milljónir ungmenna — skortir möguleika á verklegri menntun. Þannig er sagt frá í skýrslu Alþjóðavinnustofnunar S. Þ. Að víu er sums staðar um framfarir að ræða, en þær eru al- gerlega ónógar. Þessi lönd geta því ekki hagnýtt sér auðlindir sínar til fulls, fyrr en ungmenni þeirra fá nauðsynlega menntun. En í mörgum löndum er fjár- skortur því til fyrirstöðu. Skýrslan bendir líka á nauðsyn þes að banna barnavinnu, sem er mjög tíð í Asíu. FIMMTUGUR er í dag Guðmundur Blöndal, afgreiðslumaður í Sjöfn. þeirra, að undanteknum örfáum atvinnurekendum, sem engar verulegar framkvæmdir hafa með höndum á þessum tíma árs og mætti því ekki vænta sér- staks áhuga hjá þeim fyrir því að leysa slíka deilu. í öðru lagi væri ekkert að stöðva í Húsavík nema flutning á olíu og kolum til upp- hitunar í húsum í bænum. Nokkrir bátar róa að vísu frá Húsavík og hafa gert allan und- anfarinn góðviðristíma,en viðþað vinna sjómenn sjálfir, en frysti- húsið, sem er að mestu leyti eign sjómannanna sjálfra, breytir afla þeirra í verðmætari vöru. Af framangreindum ástæðum taldi fundurinn því ekki hægt að sjá, að verkfall bílstjóra gæti á nokk- urn hátt hjálpað þeim félögum, sem í delunni standa. Tæknileg lijálp S.Þ. er nú þrisvar sinnum meiri en í fyrra Kostar árið 1953 38 milljónir dollara, ef allar umsóknir verða teknar til greina Tæknihjálp sú, er S. Þ. veitir vanyrktu löndunum, vex óðum og er nú orðin þrisvar sinnum meiri en í fyrra. Hún kostar í ár hér um bil 21 milljón dollara. Sem stendur hafa menn til at- hugunar nýjar umsóknir um hjálp. Með þeim umsóknum, sem nú liggja fyrir, og með þeim, sem búizt er við, má gera ráð fyrir, að þessi hjálp kosti 38 milljónir doll- ara árið 1951, ef allar umsókn- irnar verða teknar til greina. En efnahags- og félagsmálanefnd S. Þ. reiknar í fjárhagsáætluninni fyrir 1953 með aðeins 25 milljón- um dollara til þessarar hjálpar. Yms hjálparáform verða því að bíða seinni tíma, ef ekki verður hægt að fá meira fé til umráða. David Owen, formaður tækni- legu hjálparnefndarinnar, hefur gefið þessar upplýsingar á þingi S. Þ. Bætti hann því við, að ekki væri gerlegt að gera áætlun um og framkvæma þessa víðtæku hjálparstarfsemi á óvissum efna- hagslegum grundvelli. Hann mæltist til, að hvert land ákveði sem fyrst framlag sitt til þessa starfs og geri þannig sitt til að út- vega það fé, er til þarf. Bílstjórar í Húsavík samþykktu einum rómi að hafna tilmælum um samúðarverkfall Á sunnudaginn sl. var haldinn fundur í Bílstjórafélagi Húsa- víkur til þess að ræða beiðni Al- þýðuambands fslands um samúð- arverkfall blístjóra. Eftir nokkrar umræður urðu þau málalok á fundinum, að allir fundarmenn greiddu atkvæði með tillögu um að hafna tilmæl- unum um vinnustöðvun. í tilefni af samþykkt þessari hafa bílstjór- ar þar eystra komið eftirfarandi greinargerð á framfæri við blað- ið: Mundi koma liarðast niður á almennum borgurum. Það kom strax í ljós við um- ræðurnar, segja þessir bflstjórar, að félagsmenn töldu að verkfall á staðnum kæmi harðast niður á þeim sjálfum og samborgurum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.