Dagur - 10.12.1952, Blaðsíða 1

Dagur - 10.12.1952, Blaðsíða 1
D A G U R litprentar stærri auglýsingar fyrir viðskipta- vini sína, ef sérstaklega er um það samið. Talið við afgreiðsl- una. Dagu Blaðið getur látið viðskipta- vini sína fá hentug myndamót með verzlunarauglýsingum án 'endurgjalds, ef um það er samið. Talið við afgreiðsluna. XXXV. árg. Akureyri, miðvikudaginn 10. desember 1952 52. tbl. Nýtt frímerki - tekur gildi í dag Verkfallið talið ná lil 18 þúsund manna - ýmis lélög hafna beiðni um samýðarvert Strásykur kosfar kr. 4.20, segja verkalýðsfélögin, 4.10 í KROIi 3.90 íKEA 1 tilefni af 4 ára afmæli niannréttindaskrár Sameinuðu þjóðanna, sem er í dag, hefur þetta frímerki verið gefið út á þeirra vegum. Merkin eru í tveimur gildum: þriggja centa (grænt) og fiinm centa. (azúr- blátt). Myndin er af eldtungu en linattlíkan í baksýn. Umhverfis er orðið „mannréttindi“, á hinum 5 aðalmálum Samcmuðu þjóðanna. í dsg er mannréflindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna minnzt um allan hinn frjálsa heim í dag er dagur mannféttind- anna. Um allan heim verður hans minnst í aðildarlöndum S. Þ. — Þennan dag fyrir fjórum árum var almenna mannréttindáyfir- lýsingin samþykkt. Hún skil- greinir í 30 greinum persór.uleg, stjórnmálaleg, borgaraleg, efna- hagsleg, félagsleg og menningar- leg grundvallarréttindi manna í nútíma þjóðfélögum. Þótt hinar háu hugsjónir, sem í yfirlýsingunni felast, kunni oft að vera fjarlægar hinum beiska veruleika, þá getur verið ástæða til nú — 4 ára afmælinu — að benda á, að hún hefur þó haft mikla þýðingu á ýmsum sviðum. Hún er oft tekin til fyrirmyndar, bæði þegar um stjórnarskrár og almenna löggjöf er að ræða. Mannréttindanefnd S. Þ. vinn- ur að því að endurbæta yfirlýs- inguna í þeim tilgangi að auka þýðingu hennar fyrir alþjóðlega lagasetningu. Réttindayfirlýsing- in er fyrsta skrefið til að skapa alþjóða sáttmála, sem ákveður ekki aðeins réttindi og skyldur einstaklinganna, heldur líka ríkj- anna. Jafnhliða þessu er unnið að því að vekja athygli fólks á almennu mannréttindayfirlýsingunni. Upp lýsingastofnanir S. Þ., blöðin, út- vörp og skólar hafa frætt fjölda fólks um allan heim um hana. Ný ríki hafa tekið hana sér til fyrirmyndar, þegar þau hafa samið stjómarskrár sínar. Má t. d. nefna Lýbíu, Puerto Rico og þar að aulci Eritreu, sem hefur sjálfstjórn ,en er í sambandi við Etíópíu. Yfirlýsingin hefur líka haft áhrif á stjórnarskrárbieyt- ingar í Costa Rica, Salvador, Ilaiti, Indónesíu og Sýrlandi og sömuleiðis á almenna lagasetn- ingu í Kanada, Vestur-Þýzka- landi, Svíþjóð og Bretlandi. Menn hafa einnig haft hliðsjón af henni, þegar milliríkjasamn- ingar hafa verið gerðir. Þannig má nefna sambandssamninginn milli Hollands og Indónesíu, Ev- rópusamninginn um vei-nd mann réttinda og Somalilandssamning inn. Alþjóðasamningur, sém gerður var í Geneve í júlí 1951, um rétt arstöðu flóttamanna og heimilis- lausra manna ,byggist á mann- réttayfirlýsingunni í sambandi við lög S. Þ. Yfirlýsingin var líka tekin til fyrirmyndar ,þegar jap- anski friðarsamningurinn var undirritaður í San Francisco í fyrra. í þessu sambandi má nefna, að mrs. Elisabeth Gray Vining, kennslukona japanska ríkiserf- ingjans, segir svo frá í bók sinni „Windows for thé Crownprince“, að yfirlýsingin um mannréttindi hafi verið grundvallaratriði í kennslunni heilt miseri. Þótt yfirlýsingin sé ekki nema fjögurra ára gömul, þá hefur hún þó haft mikla þýðingu fyrir al- þjóðlega samvinnu. En mikið er þó ógert áður en mönnum verða tryggð þau réttindi ,sem hún set- ur reglur um. Þetta ætti að vera okkur örvun til að leggja kapp á að framkvæma þær hugsjónir, sem í henni felast, eins og Tryggve Lie framkv.stj. S. Þ., sagði á mannréttindadaginn í fyrra. í skýrslu þeirri, er verka- lýðsfélögin gerðu um verðlags- málin í landinu og sendu at- vinnurekendum sem rökstuðn- ing fyrir hækkuðu kaupgjaldi, — og byggt er á meðaltalsút- reikningi Hagstofunnar — segir að meðalverð á kg. af strásykri í Reykjavík sé kr. 4,20 pr. kg. Nú er upplýst í einu dagblað- anna í höfuðstaðnum að KRON selji þesa vöru á kr. 4,10 hvert kg. og geti launþeg- ar fengið sér nokkra kjarabót með því að beina verzlun sinni til félagsins með þessa nauð- synjavöru og aðrar. I auglýs- ingu, sem birtist í síðasta tbl. Dags, er upplýst, að þessi sama vara kostar kr. 3,90 í ný- lenduvörudeildum KEA hér á Akureyri. Er því um að ræða 30 aura mismun á kg. frá því verði, sem verkalýðsfélögin reikna með. Sjálfsagt virðist fyrir launþega, hvar í flokki sem þeir annars standa, að at huga þessa hlið kjarabótamál- anna betur en þeir gera nú. Strásykur mun ekkert eins dæmi um slíkan verðmismun hvorki hér í bæ né Reykjavík Þá er þess að minnast, að verzlun við kaupfélögin veitir rétt til endurgreiðslu um ára- mót, og drýgir það enn hverja krónu í hendi Iaunþega. Stjórnmálanámskeiði F. U. F.lokið Stjórnmálanámskeiði Félags ungra Framsóknarmanna hér á Akureyri var slitið sl. sunnudag með sameiginlegri kaffidrykkju að Hótel KEA. Tómas Árnason stjórnandi og leiðbeindi nám skeiðsins flutti ræðu. Þá talaði einnig Þorst. M. Jónsson skólastj og Vilhjálmur Þorláksson. Skráðir þátttakendur í nám- skeiðinu voru samtals 27. Haldnir voru átta fundir og flutt fimm er- indi um stjórnmál. Á fundum námskeiðsins voru fjörugar um- ræður. Mikil verðmæti íiggja irndir skemmd- iim í skipom í höfn - ríkisstjórain skipar sáttanefnd Samtímaskák á föstu- dagskvöldið Júlíus Bogason skákmeistari hér í bæ teflir samtímaskák á vegum Skákfélagsins í Verka- lýðshúsinu næstk. föstudags- kvöld kl. 8.30. Utanfélagsmönn- um er heimilt að taka þátt í skákinni meðan húsrúm leyfir. Oskað er að menn hafi með sér tafl. Verkfallið, sem hófst um mán- aðamótin, nær nú til 49 fagfélaga og til um 18 þúsund manna, að því talið er. Er verkfallið um- fangsmest í Reykjavík, en mun minni þátttaka í því úti á landi. Hér í bæ hefur verkfallið ekki enn komið að ráði við daglegt líf borgaranna, en að því mun reka innan tíðar. Samgöngur allar á sjó eru stöðvaðar, liggja strand- ferðaskipin öll í Reykjavík bund- in við bryggjur og að auki nokk- ur skip Eimskipafélagsins og tvö skip SÍS. Samgöngur á landi haldast enn meðan tíð helzt og benzín endist, en geta stöðvast fyrirvaralítið. Samgöngur í lofti liggja að verulegu leyti niðri. Þó mun gert ráð fyrir að flogið verði 2—3svar enn fyrir jól að óbreytt- um aðstæðum. Miðar hægt í samkomulagsátt. Lítið — ef nokkuð — hefur miðað í átt til samkomulags þessa síðustu daga. Viðræður þær, sem fram hafa farið, munu einkum hafa snúist um að fá svör við fyrirspurnum um áhrif ým- issa aðgerða á dýrtíð og kaup- mátt launa, mun t. d. hafa verið rætt um möguleika farmgjalda- lækkunar, tollalækkunar o. s. frv. Allar slíkar athuganir taka nokkurn tíma og virðist verk- fallsforustan ekki hafa gert sér fullnægjandi grein fyrir því, hvers hún óskar í þessum efnum áður en til verkfallsins kom. Sýnir þetta glöggt, að mjög misráðið var að verða ekki við tilmælum ríkisstjórnarinnap um að fresta verkfallinu meðan slík athugun færi fram. Ríkisstjórnin hefur nú skipað sáttanefnd til að starfa með samninganefndum deiluaðila og var fyrsti fundur hennar og full- trúa deiluaðila í gær. Ekki var vitað til þess í gærkvöldi í Reykja vík, að neitt nýtt lægi fyrir í verkfallsmálinu. Ýmis félög neita. Ymis félög hafa þegar neitað að verða við tilmælum Alþýðusam bandsstjórnarinnar um samúðar- verkfall. Auk Iðju hér á Akur- eyri hefur Hið ísl. prentarafélag hafnað slíkum tilmælum, enn- fremur Bílstjórafélag Húsavíkur, Bílstjórafélagið Hreyfill í Rvík og Sjómannafélag Reykjavíkur og einhver töf virðist vera orðin á því að bílstjórar hér efni til samúðarverkfalls og er helzt að heyra að úr því muni ekki verða í bráð. Ekki eru hér talin öll þau félög, sem hafnað hafa verkfalls- beiðni. ' Mikið verðmæti undir skemmdum. í höfninni í Reykjavík liggur m.s. Arnarfell með fleiri hundruð smálestir af suðrænum ávöxtum á jólaborð landsmanna og liggja seir nú undir skemmdum, auk ress sem tvísýnt fer að verða að koma þeim út um land héðan af. í Gullfossi eru öll jólatré lands- manna, einnig undir skemmdum. í öllum millilandaskipunum er póstur til landsins og fæst ekki afgreiddur, og vekur sú ráðstöfun furðu, svo að ekki sé meira sagt. Þá eru togarar og bátar bundnir hver af öðrum og framleiðslan fer dagminnkandi, Akureyrartogurunum lagt. Togurum Útgerðarfélags Ak- ureyringa verður lagt jafnótt og þeir koma að landi. Kaldbakur kom inn um helgina með saltfisk- farm og var skipshöfnin afskrráð (Framhald á 7. síðu). ]ón Ferdinantsson frá Birningsstöðum látinn í gær andaðist hér á sjúkrahús inu Jón Ferdinantsson bóndi á Birningsstöðum í Fnjóskadal, rösklega sextugur að aldri, kunn- ur bóndi og vinmargur um byggðir Þingeyinga og Eyfirð- inga. Mislingafaraldur bænum 22% fjarvistir í Barna- skólanum Mislingafaraldur hefur geys- að í bænum að undanfömu og virðist nú vera að ná hámarki. Tekur veikin aðallega börn, enda hafa flestir eldri fengið mislinga hér um slóðir. Miklar fjarvistir hafa verið í Barna- skóla Akureyrar síðustu daga vegna veikinnar og voru mest sl. föstudag, en þá vantaði 190 böm, eða um 22% af skóla- börnum. Voru þétta aðallega börn úr yngri deildum skólans, sem og cðlilegt er. í sambandi við veiki þessa er rétt að minna foreldra á, að fara varlega með hörnin og láta þau ekki fara út og í skóla of snemma. Nokkuð mun hafa borið á því að undan- förnu að börnum hefur slegið niður og munu forföllin að nokkru leyti stafa af því. Misl- ingar eru ekki hættuleg veiki á börnum yfirléitt, en þó eru þeir varasöm veiki og sjálfsagt að gæta fyllstu varúðar vegna möguleika á eftirköstum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.