Dagur - 13.12.1952, Page 1
D A G U R litprentar stærri
auglýsingar fyrir viðskipta-
vini sína, ef sérstaklega er um
það samið. Talið við afgreiðsl-
una.
Blaðið getur látið viðskipta-
vini sína fá hentug myndamót
með verzlunarauglýsingum án
endurgjalds, cf um það er
samið. Talið við afgreiðsluna.
XXXV. árg.
Akureyri, laugardaginn 13. desember 1952 -
53. tbl.
Listamaður gefur SÞ málverk
Kunnur listamaður, José Vela Zanetti, sem fæddur er á Spáni, en
er forstöðumaður listaskóla Dominíkanska lýðveldisins í Suður-
Amcríku, hcfur gefið Sameinuðu þjóðunum þetta málvcrk, sem á
að r:ýna baráttu mannkynsins gegn þrælahaldi. Myndin er 20 metra
löng og á að prýða salarkynni í hinni nýju stórbyggingu SÞ í N. Y.
Jólabúð barnanna verður opnuð
á mánudaginn kemur
Lögmæfir flufningar iðnaðarvöru stöív-
aðir áf verkfallsmönnum
Hindrun flutnings iðnaðarvarnings með bifreið-
um virðist lögleysa ein — íðnverkamenn og bíl-
stjórar ekki í verkfalli
Á mánudaginn opnar KEA
Jólabúð barnanna í nýbygging-
unni Hafnarstr. 93 og er búð
þessi alger nýjung í verzlun-
arlífi bæjarins og líkleg til þess
að vekja mikla athygli og setja
sérstakan jólasvip á miðbæinn.
Búðin mun selja ýmiss konar
varning við hæfi barna, en af-
greiðslu annast stálpuð börn.
Jólasveinn mun birtast þania
og í fyrsta sinn á morgun, sbr.
auglýsingu í blaðinu. KEA hef-
ur gert fleira nú fyrir þessi jól
til þess að setja bjartan og
skemmtilegan jólasvip á aðal-
verzlunarhverfi bæjarins. f sl.
viku var komið fyrir fallegri
jólastjörnu með björtum ljós-
um við Kaupvangstorg, og í
dag mun verða sett upp falleg
bjalla í Hafnarstræti, sunnan
Kaupvangstorgs.
Veturinn er kominn
Vetur kom loksins snögglega
yfir okkur aðfaranótt sl.
fimintudags og hefur verið
norðan garður síðan með frosti
og snjókomu. Vegir austur á
bóginn eru ófærir, en akfæri
sæmilega golt innanhéraðs og
fært var enn talið yfir Oxna-
dalsheiði og til Reykjavíkur í
gær.
Söngskemmtun og
Lúcíuhátíð
Karlakór Akureyrar efnir til
söngskemmtunar með Lúcíuhátíð
í kirkjunni í kvöld kl. 9 og aftur
á morgun kl. 5 síðd. Verður þar
kórsöngur og einsöngvar. Söng-
stjóri er Áskell Jónsson. Kórinn
hefur nokkrum sinnum áður haft
söngskemmtun með slíku sniði,
sem hefur fengið góða dóma og
hlotið vinsældir meðal bæjarbúa.
Lúcíuhútíð er mjög algengur
siður í Svíþjóð og fleiri Norður-
löndum. Er hún haldin 13. des.,
sem er Lúcíumessa.
Hér á landi er þessi siður lítið
útbreiddur, en vafalaust munu
bæjarbúar fjölmenna á þessar
söngskemmtanir.
DAGUR
Nú eru aðeins fá blöð til jóla.
Verzlunum og iðnfyrirtækjum
er bent á að bezta tækifærið til
þess að ná til Akureyringa og
Eyfirðinga fyrir jólin verður í
DEGI í næstu viku. — Næsta
blað kemur út á miðvikudag.
Auglýsingum sé skilað fyrir kl.
2 e. h. á þriðjudag.
Verkfallið:
Viðræðum haldið áfram
— árangur óviss í gær
Sáttanefnd sú, er ríkisstjórnin
skipaði til þess að starfa að lausn
vinnudeilunnar, hefur undan-
farna daga setið á fundum með
deiluaðilum og mun nú vera að
undirbúa tillögur, sem fela i sér
mögulcika til að binda endir á
verkfallið. En ekki var talið lík-
Iegt í Reykjavík í gær að skjótra
úrslita væri að vænta enn. Munu
athuganir, sem fram fara á
möguleikum til að draga úr ein-
stökum þáttum dýrtíðar og bæta
kjör án grunnkaupshækkana,
taka nokkurn tírna.
Falleffar barnasögur
o o
eftir séra Pétur Sigur-
geirsson'
í dag kemur í bókaverzlanir
lítil, falleg bók, sem hefur að
geyma nokkrar barnasögur eftir
séra Pétur Sigurgeirsson. Mynd-
ir í bókina hefur Garðar Lofts-
son gert, en Æskulýðsfélag Ak-
ureyrarkirkju gefur bókina út.
Bókin heitir: „Litli Hárlokkur
og fleiri sögur“. í formálsorðum
segir höfundur, að sögurnar hafi
oi’ðið til í sambandi við barna- og
unglingastarfið í Akureyrar-
kirkju, en höf. hefur, sem kunn-
ugt er haldið uppi fjölþættu
æskulýðsstarfi í bænum undan-
farin ár.
Enginn, sem þekkir til starfa
séra Péturs, þarf að efast um að
þessar sögur hans eru fallegar og
hafa fagran boðskap að flytja.
Guðmundur Eggerz
gefur út minningabók
Guðmundur Eggerz^ fyrrv.
sýslumaður, er lengi var fulltrúi
bæjarfógetans hér í bæ, hefur
skrifað minningabók og Leiftur
h.f. gefið út. Þetta er stór og
myndarleg bók og skemmtileg að
lesa. Höfundur segir fyrst frá
nánustu ættmönnum sínum og þá
frá berhskuheimilinu. Síðan eru
þessir kaflar: í latínuskólanum,
Stúdentsár í Kaupmannahöfn,
Dvöl á Jótlandi, Starfsárin í
Stykkishólmi, í Suður-Múla-
sýslu, Sýslumaður Árnessýslu,
Sextán síðustu árin, Vinir og
venzlafólk^ Nokkrir smælingjar
og Stjórnmál og loks eftirmáli.
Þorsteinn M. Jónsson skólastjóri
skrifar formálsorð fyrir bókinni.
í bókinni er m. a. ýmsar frásagnir
af dvöl Guðmundar Eggerz á
Akureyri og nágrenni. Bókar
þessarar verður væntanlega getið
nánar í blaðinu síðar.
f gærmorgun gerðust ,þau tíð-
indi að forráðamenn Verka-
mannafélags Akureyrarkaupst.
settu verkfallsvörð við Ferða-
skrifstofu ríkisms, sem annast af-
greiðslu langferðabílanna frá
Rvík, og tilkynntu jafnframt,
að engir vöruflutnmgar yrðu
leyfðir frá verksmiðjum og öðr-
um fyrirtækjum í bænum, en
heimilt væri cinstaldingum að
senda böggla.
Jafnframt var framleiðsluvör-
um nokkurra verksmiðja í bæn-
um snúið frá og sendar heim aft-
ur af starfsmönnum verkfallsins.
Þessar aðfarir virðast aíger
lögleysa, því að sendingar iðn-
aðarvarnings héðan með bif-
reiðum er ekkert verkfallsbrot.
Iðnaðarmenn þeir, sem vör-
urnar framleiða, eru ekki í
verkfalli — höfnuðu tilmælum
um samúðarverkfall — bíl-
stjórar eru heldur ekki í vferk-
falli og bifieiðaakstur allur
frjáls. Starfsmenn iðnaðarfyrir-
tækjanna hafa flutt Varning á
afgreiðsluna og er það engin
nýlunda og ekkert yfirleitt að-
hafst við þessa flutninga, sem
verkfallsmenn geta með nein-
um rétti gert athugasemd við.
Verkfallsstjórnin Verður að horf-
ast í augu við þá staðreynd — og
taka afleiðingum hennar — að
iðnaðarmenn eru frjálsir að vinna
að framleiðslu og bílstjórar að
akstri. Verkfallsstjórnin getur
ekki upp á sitt eindæmi stöðvað
slíkan atvinnurekstur og bakað
fyrirtækjum hér, sem þurfa að
koma framleiðslu sinni á markað,
stórtjón. Með aðgerðum sínum
hefur verkfallsstjórnin tekið
valdið í sínar hendur til að
stöðva löglegar athafnir og hlýt-
ur hún að verða kölluð til
ábyrgðar fyrir slíkt framferði af
þeim, sem hér eiga hlut að máli.
Þótt vinnulöggjöf íslands sé
frjálsleg og viðurkenni rétt
fagfélaga til verkfalla, gcta
verkfallsmenn ekki svipt menn
rétti til að fara frjálsir ferða
sinna eða stunda atvinnurekst-
ur með löglegu móti án þcss að
verða sóttir til ábyrgðar fyrir.
Verksfallsmenn hafa gngu meiri
rétt til að stöðva löglega flutn-
inga varnings, en til að neyða
félagsmenn Iðju og bílstjóra til
að hætta vinnu, gegn löglegum
samþykktum og eindregnum vilja
þeirra. Stöðvun vöruflutninga
með bifreiðum héðan eins og nú
standa sakir, er því ekkert nema
ofbeldisráðstöfun gagnvart at-
vinnulífi byggðarlagsins, líklega
til þess að hafa verulegt fjárhags-
tjón í för með sér. Virðist nauð-
synlegt að úr því verði skorið hið
bráðasta, hvort hægt er með
þessum hætti að stöðva löglegar
athafnir og yfirleitt hvort heldur
duttlungar pólitískra ævintýra-
manna eigi að ráða í þjóðfélaginu
eða lög og réttur.
Frelsisskerðing.
Sunnanlands hafa verkfalls-
menn stöðvað bíla á þjóðveginum
og leitað í þeim, rétt eins og hér
væri ríkjandi hernaðarástand.
Með hvaða rétti eru slikar aðfar-
ir hafðar í frammi? Virðist slíkt
framferði freklegt brot á per-
sónufrelsi manna og athafnafrelsi,
sem ætti að vera tryggt í stjórn-
arskrá og lögum. Stöðvun póst-
flutninga til landsins og frá því
virðist einnig ofbeldisráðstöfun,
sem engan rétt hefur, en er fram-
kvæmd í skjóli þess að fram-
kvæmdavaldið hér er máttlaust
og sinnulaust um réttindi þegn-
anna þegar ófyrirleitnir pólitískir
ævintýramenn leika lausum hala.
Útvarp Skjaldarvík
á 407 metrum
Undanfarna daga hefur annað
veifið mátt heyra gjallandi músík
á bylgjulengd 407 m., þetta er út-
varp Skjaldarvík eða endur-
varpsstöðin nýja hér norðan við
bæinn. Er verið að reyna nýju
vélarnar. Ætlunin cr>. að hefja
reglulegt endurvarp fyrir jól.
Frægir menn í Skjald-
borgarbíó
Skjaldborgarbíó sýnir næstk.
mánudagskvöld fræga franska
kvikmynd, sem mikla athygli
hefur vakið. Hinn frægi kvik-
myndaleikari Jean Pierre Au-
mont hittir að máli suma fræg-
ustu núlifandi Frakka, svo sem
Picasso, Sartre, Rostand, Gide og
Le Corbusier. Inn í myndina er
fléttað ævintýrum úr lífinu í
París. Danskur texti er með
myndinni.