Dagur - 13.12.1952, Page 2
2
D AGUR
Almennar kauphækkanir leiða
ti! gengislækkunar
Fjársöfnun til
styrktar verkfalls-
inönniim
Afkoma verkalýðsins.
Sú alvarlega vinnustöðvun, sem
nýlega er skollin á, vekur menn
til umhugsunar um afkomu
verkalýðsins .Um það er engum
blöðum að fletta, að, verkamenn
hafa rýrar tekjur og æskilegt
væri að hagur þeirra gæti orðið
sem beztur. Hitt er annað, að
ágreininngur er um það, hvaða
leiðir á að fara til að' bæta hag,
ekki aðeins verkamanna, heldur
og allra annarra vinnandi manna.
Afkom averkalýðsins veltur á
fernu: atvinnu, kaupgjaldi, verð-
lagi lífsnauðsynja og framförum í
atvinnumálum. Um kaupgjaldið
er það að segja, að hærra kaup-
gjald þarf ekki að þýða hærri
raunverulegar tekjur. Háar pen-
ingatekjur þýða því aðeins góða
afkomu, að verðlag lífsnauðsynja
sé í hófi miðað við kaupmátt
launanna. Þá er hitt, að ekki tjó-
ar hátt kaupgjald, ef ekki er
nægileg atvinna. Það þarf engum
orðum að eyða að því, hver hag-
ur bíður verkamannsins, þegar
hann verður atvinnulaus. Flestir
munu sammála um, hvílíkt böl
atvinnuleysið er.
Skipulag framleiðslunnar og
ástand atvinnutcjskjanna ræðyr
samt mestu um 'lífskjör ' verká-
lýðsins sem annarra landsmanna.
Kaupgjaldið á aðra hlið og verð-
lag á hina ákveðst af afkasta-
mætti framleiðsluaflanna.' Þeim
mun meiri framleiðsla með minni
eða sama tilkostnaði, lækkar
vöruverð. Og þeim mun betri af-
koma framleiðslunnar, þeim mun
hærra kaupgjald ber framleiðsl-
an.
Ef þessar staðreyndir eru nú
athugaðar nokkru nánar kemur
fyrst á daginn, að almennar
kauphækkanir, sem óumflýjan-
lega koma í kjölfarið, ef kröfur
verkalýðsins ná fram að ganga,
valda því að erfiðara verður að
framleiða samkeppnisfæra vöru á
erlendum markáði. Þetta hlýtur
að valda samdrætti og þar með
minnkandi atvinnu fyrir verka-
menn. Þá er hitt, að almennar
kauphækkanir hækka verðlag í
landinu, svo að verðbólga vex
ennþá og finnst þó flestum nóg
um núverandi verðlag. Kröfur
verkfallsmanna eru m. a. rök-
studdar með því að fjölskyldurn-
ar eigi erfitt með að lifa á verka-
mannalaunum. Það skal ekki
dregið í efa, en hins vegar er aug-
Ijóst, að hækkun dýrtíðarinnar
kemur einmitt þyngst niður á
stórum fjölskyldum. jafnvel þótt
fyrirvinna fjölskyldunnar fái ein-
hverja hækkun hverfur það óðar
í marga munna.
Ábyrgðarlaust forysta.
Aðstaða þjóðarinnar er á
marga vegu ískyggileg. Stærsti
og bezti fiskmarkaðurinn, brezki
markaðurinn, er lokaður. Hlýtur
aðeins að vera tímaspursmál, þar
til allir landsmepn finná fyrir því.
Þjóðin öll verður að taka á sig
byrðar til að standast langvar-
andi viðskiptastríð vegna land-
helgisdeilunnar. Danir munu
þegar farnir að hugsa sér að
komast inn á brezka markaðinn
og vinna hann af íslendingum.
Slæmt árferði ^il lands og sjávar
hefur herjað landið á mjög til-
finnanlegan hátt undanfarin ár.
Þá hafa vörur, sem við verðum
að flytja inn í landið hækkað
verulega á seinustu árum, án
þess að útflutningsafurðir okkar
hafi hækkað samsvarandi .Þannig
mun viðskiptaaðstaða okkar hafa
versnað um 14—15% árin 1949—
1951. Það verður því að teljast
mikill ábyrgðarhluti að vai-pa
þjóðinni út í innanlandsófrið
milli verkalýðssamtakanna ann-
ars vegar og atvinnurekenda hins
vegar. Það er þegar sýnt, að
verkfallið muni standa yfir
nokkurn tíma, en á meðan ganga
verkamenn vinnulausir, þótt þeir
sem aðrir megi sízt við því um
þetta leyti.
Aðsfaða ríkisstjórarinnar.
Löggjöfin um stéttarfélög og
vinnudeilur byggir á því, að at-
vinnurekendur og launþegar
semji um lausn deilumála sinna,
án ^fs^pta rílíisy|ldsins.
■ f Earuf feérStœii- • embættismenn,
sáttsemjarar; sem eiga að vinna
að lausn kaupdeilna. Sé um mjög
alvarlega deilu að ræða, getur
ráðherra skipað sérstaka sátta-
nefnd vegna þeirrar deilu, enda
liggi fyrir beiðni um það frá
öðrum hvörum aðila. Það hefur
lieldur ekki verið stefna stéttar-
félaga að kalla til aðgerða ríkis-
stjómar í vinnudeilum. Enda á
ekki svo að vera. Lýðræðið er í
bráðri hættu, ef stéttarfélög geta
neytt ríkisstjórn landsins til að
breyta ákveðinni stjórnarstefnu.
Tækifæri hafa landsmenn til þess
við almennar kosningar. Ríkis-
stjórnin hefur hins vegar tekið
vel í að ræða við verkfallsmenn
og heyra hverjar tillögur þeir hafi
fram að færa til lausnar verk-
fallsins með löggjöf eða stjórnar-
boði.
Hverjar eru tillögurnar?
Það vekur hins vegar mestu
furðu almennings, að fyrst verk-
fallsmenn leita til ríkisstjórnar-
innar, skuli þeir ekki hafa gert
grein fyrir þeim tillögum, sem
þeir vilja, að ríkisstjórnin leysi
málið með. Þegar víðtækt verk-
fall hefur staðið um langan tíma
skaðast á því allir aðilar. Al-
menningur finnur til vaxandi
óþæginda og sums staðar vofir
hætta yfir afkomu manna. Það er
því mikill ábyrgðarhluti að efna
til verkfalla, fyrr en fullreynt er
um aðrar leiðir. En telja verður,
að sökum kapps og óbilgirni
forstöðumannanna, hafi verkfall-
inu verið hrint af stað, án þess að
nauðsynlegur undirbúningur til
þess að reyna með öllum mætti
að afstýra því, hafi verið látinn
fara fram. Það er því ótímabært,
þar sem löngum og dýrmætum
Verkfall verkamanna hér í
bænum hefur staðið síðan 1. þ. m.
og verkakvenna síðan 3. þ. m. og
samúðarverkföll sjómanna, járn-
iðnaðarmanna, bílstjóra og vél-
stjóra eru ýmist um það bil að
hefjast eða munu skella á á næst-
unni.
Enn bryddir ekki á vilja ríkis-
stjórnarinnar og atvinnurekenda
til að leysa vinnudeilurnar og
virðist það ráðagerð þessara aðila
að teygja verkfallið svo á langinn,
að fullkomin neyð verði meðal
verkfallsmanna og verði þannig
skipað öngþveiti, sem geti orðið
orsök að ósigri verkalýðssamtak-
anna. Slíkar ráðagerðir verður
að hindra. Sigur vei'kalýðssam-
takanna í yfirstandandi átökum
er sigur allra launþega. Ósigur
þeirra skipbrot allrar launþega-
stéttarinnar.
Allir launþegar, allir stuðn-
ingsmenn alþýðusamtakanna,
sem einhvers eru rhegnugir,
verða að sameinast um raunhæf-
an stuðning við verkalýðinn, sem
nú stendur fremstur í baráttunni
fyrir bættum kjörum allrar al-
þýðu manna. Úrslit þeirrar bar-
áttu getur oltið á því, að verk-
fallsmenn fái þann fjárhagslega
stuðning að hindruð verði neyð á
heimilum þeirra, sem verst eru
staddir. Slík fjárhagshjálp er
ekki ölmusa, hún er stuðningur
við sameiginelgan málstað allrar
alþýðu á íslandi. Við viljum biðja
álla þá, sem vilja veita fjárhags-*
Iegan stuðning, að snúa sér til
Skrifstofu verkalýðsfélaganna
eða til einhvers af undirrituðum
í söfnunar- og úthlutunarnefnd
Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna.
Jón Ingimarsson, Klapparstíg 3.
Bjöm Kristinsson, Hríseyjarg. 20.
Ragnar Skjóldal, Helgam.str. 6.
Höskuldur Egilsson, Oddagötu 1.
Vilborg Guojónsd., Munk. 14.
Cesar Hallgrímsson, Fróðas. 10.
Eernharð Helgason, Krabbast 1.
ATHS.
Blaðið tadli rétt að verða við
óskum söfnunarnefndarinnar að
birta ávarp þetta um fjársöfnun,
en bendir jafnframt á þá augljósu
staðreynd, að ummæli nefndar-
manna um viðhorf ríkisstjórnar-
innar og afskipti af vinnudeilunni
eru ómakleg og ósönn og slíkur
málflutningur er til ógagns fyrir
allan verkalýð.
tíma hefur verið eytt, áður en
verkfallsmenn hafa getað borið
fram kröfur sínar við ríkisstjórn-
ina.
Afleiðingarnar.
Fyrsta beina afleiðing langs
verkfalls er, að verkamenn ganga
atvinnulausir og hafa því engar
tekjur á meðan. Síðan lamast
framleiðslan og minnkar stórlega.
Seinast koma svo almennar
kauphækkanir, dýrtíðarhjólið fer
af stað jafnt og þétt. Öll þjónusta
hækkar og kaupmáttur launa
verður lakari en áður. Fram-
leiðslan dregst saman, þar sem
hún á ennþá erfitt með að standa
undir framleiðslukostnaði. Og
þróunin leiðir hraðfara til geng-
isfalls íslenzku krónunnar.
Það hefur hvergi verið rök-
stutt, að verkfallið muni leiða til
kjarabóta fyrir verkalýðinn. Hitt
mun sönnu nær, að verið sé að
undirbúa jarðveginn fyrir al-
þingiskosningarnar að vori kom-
anda.
í fjölbreytfu úrvali:
UNDIRFÖT
NÆRFÖT
NÁTTKJÓLAR
HÖFUÐKLÚTAR
HANZKAR
/ SOKKAR
SOKKABANDABELTI
VASAKLÚTAR
miiiiiiiiiiiiiniiiiiniiiniiiniiniiiiinminiimiiMimiiimnllliimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
AIJGLÝSIÐ í DEGI
■ ■ i ■ 11 ■ 11 • ■ i ■ i
iiiiiii
11111111111111111111
iiimimiiiiiiii
immmmmiiimmmmimmimmmmmiimmiimimi|iii