Dagur - 07.01.1953, Blaðsíða 4
4
D A G U R
Miðvikudaginn 7. janúar 1953
DAGUR
Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON.
Afgreíðsla. auglýiingar, innheimta:
Erlingur Davíðsson.
Skrifstofa í Hafnarstvxti 88 — Sími 1166
Blaðið kemur út á hverju.n miðvikudegi.
Árgangurinn kostar kr. 50.00.
Gjaládagi er 1. júlf.
Prcntverk Odds Pjörnssonar h.f.
j
Himnabrauð og annar kostur
M5SS GÆTTI MJÖG fyrir jólin, að landsmenn
tóku feginsamlega lausn verkfalls þess, sem þá
hafði um langa hríð þjaltað allt þjóðlífið. Jólin eru
hátíð gleðinnar en ekki áhyggjunnar og deilulok-
in greiddu úr vandræðum heimilarma við jólaund-
irbúninginn. Þjóðin hélt sin jól í friði og sátt að
kalla. En nú eru þau liðin og nýtt ár er rtinnið yfir
þjóðina. Nú er kominn tími reikningsskilanna.
Vandamálin, sem hlóðust upp við dyr landsmanna
á jólaföstunni, hafa ekki gufað upp með reyknum
af jólaréttunum, heldur fylgja þau okkur inn í hið
nýja ár. Verkfallið virtist mönnum svo stórfeng-
lengt vandamál um sinn, að þeim gleymdist að
gera sér fulla grein fyrir ýmsum öðrum hindrun-
um á veginum, og ánægjan yfir lausninni hefur
byrgt a. m. k. ýmsum mönnum sýn á því, hvernig
hún var fengin. Hér rigndi sem sé engu himna-
brauði. Hér fengu ekki allir eitthvað fyrir ekkert,
enda þótt svo sé nú að heyra á sumu fólki. Þær
dýrtíðarniðurfærzlur, sem lausn deilunnar byggð-
ist á, eru að verulegu leyti gerðar fyrir ríkisfé.
Það er að vísu notaleg hagfræði að ylja sér við í
skammdeginu, að ríkið geti þannig bætt kjör allra
landsmanna án þess að það kosti nokkuð eða komi
nokkurs staðar við, en hætt er þó við því að hún
reynist skammvinnur ylgjafi er fram í sækir. Þótt
fagna beri því að nú er a. m. k. gerð tilraun til þess
að feta niður himnastiga dýrtíðarinnar og að ríkis-
valdið hefur þar forustuna, er það hættuleg blekk-
ing, að lækning dýrtíðarmeinsins verði fram-
kvæmd og kjarabótunum viðhaldið án raunhæfra
tengsla við framleiðsluverðmæti þjóðarbúsins. Og
vandamál framleiðslunnar voru ekki leyst fyrir
jólin. Þau fylgja okkur á hinu nýbyrjaðaáriogþau
eru torveld viðfangs. í meginatriðum hljótum við
þó að stefna að lausn þeirra með sama hætti og
aðrar þjóðir. Um áramótin 1951—1952 hvöttu for-
ustumenn nágranna okkar í Danmörku og Bret-
landi — og raunar fleiri löndum — þjóðirnar til
aukinnar framleiðslu og meiri afkasta. Þeir héldu
upp fyrir sjónum manna von um raunhæfar
kjarabætur ef tækist að auka framleiðsluna á ár-
inu sem nú er nýlokið. Á nýársboðskap forráða-
manna þessara þjóða er nú svo að heyra, að þetta
hafi tekist að verulegu leyti. Danir hafa t. d.
mjög bætt efnahagsafkomu sína á árinu, og horfa
nú vonglaðir til komandi tíma. Þeir uppskera
þar ávöxtinn af iðjusemi og hagsýni og ábyrgu
stjórnarfari en hafa ekki fitnað á neinu óvæntu
himnabrauði. Afkoma almennings í þessu landi
fer ekki eftir því — þegar til lengdar lætur —
hvort með samtökum stéttanna reynist unnt eða
ekki að knýja ráðsmenn þjóðarbúsins til þess að
auka niðurgreiðslur úr ríkissjóði á einstökum
vörutegundum heldur eftir því, hversu mikið
verðmæti þjóðin framleiðir og hvernig henni tekst
að koma því í verð erlendis. Útlitið á hinu ný-
byrjaða ári er því miður ekki bjart. Nágrannar
okkar í Bretlandi beita okkur enn kúgunarráð-
stöfunum og senn er bezti sölutími ársins liðinn
á brezka markaðinum án þess að útgerð okkar
fái að njóta hans. Erfiðleikar bæði saltfisk- og
freðfisksölu eru miklir. Og markaðserfiðleikarnir
— og innanlandsdeilurnar — draga úr framleiðsl-
unni. Þannig eru ærin vandamál við dyr þjóðar-
innar, sem kalla á samheldni, ábyrgðartilfinningu
og skilning á því, að þjóðin er
hér öll eins og skipshöfn, sem á
allt sitt undir góðri stjórn og
dugnaði og trúmennsku hvers
skipsmanns.
HÉR í BLAÐINU hefur um
hver áramót nú um langa hríð
verið minnt á, að meginþátturinn
í nýársboðskap forráðamanna
nágrannaþjóða okkar hefur jafn-
an verið að brýna nauðsyn auk-
inna afkasta fyrir þjóðunum.
Brezk blöð og útvarp birtu um
skeið nokkurs konar sigurtil-
kynningar úr kolaiðnaðinum
brezka. Hver viðbótarsmálest,
sem losuð var, var nefnd sem
sigur í lífsbaráttu þjóðarinnar.
Hér hefur oft ríkt minni skiln-
ingur en æskilegt er á tengslum
góðra lífskjara til frambúðar og
framleiðslumagnsins við sjó og í
sveit. Vörn íslenzku þjóðarinnar
í aðsteðjandi erfiðleikum hlýtur
að vera sú ein, að framleiða alls
staðar meiri verðmæti en áður
leggja fram meira starf til mark-
aðsleitar en áður og auka hvar-
vetna skilning manna á sam-
ábyrgð allra landsmanna á vel-
ferð þjóðarskútunnar. Það er
góðs viti, að í nýársávörpum
forustumanna þjóðarinnar hefur
aukin áherzla verið lögð á þessi
atriði öll.
FOKDREIFAR
1^/j, dwia, /s/sýyœ
Tíu ára kvennadáikur
Með þessu blaði er kvennadálkur „Dags“ tíu ára.
Það var um áramótin 1942—1943 að allveruleg breyt-
ing varð á „Degi“ og liann stækkaði frá því að vera
4 síður upp í 8 síður, og í íyrsta tölublaðinu í jamiar
1943, eða fyrir nákvæmlega 10 árum, birtist fyrsti
kvcnnadálkurinn undir yfirskriftinni „Móðir, kona
meyja." — Síðan þá hefur þessi dálkur verið fastur
liður í blaðinu, sum árin reglubundið og í hverju
tölublaði, en önnur nokkuð stopulla, en aldrei hefur
hann lagzt niður um langan tíma t sénn.
Því miður er ckki að þessu sinni txkifæri til að tclja
santan dálkana á þcssum fyrsta tug ævi þeirra, en
óliætt er að segja, að nokkur hundruð þeirra hafi
séð dagsins ljós á þessu tímabili.
Höfum við gcngið til góðs?
Birta í skammdeginu.
OFT HEFUR mér fundizt að
óþarflega drungalegt væri um að
litast í okkar ágæta bæ í skamm-
deginu. Götujósin voru til
skamms tíma strjál og dauf og
verzlanir ærið oft sparar á ljósin.
Á þessu hefur nú orðið skemmti-
leg breyting. Nú er búið að stór-
bæta götulýsinguna í miðbænum
og á nokkrum öðrum stöðum.
Nýju ljóskerin bera betri birtu en
þau gömlu. Fyrir þessi jól voru
búðargluggar bjartir og skemmti-
legir víðast hvar — eins og all-
rækilega var rakið hér fyrir jólin
— og að auki var nú í fyrstá sinn
skemmtileg jólaskreyting á bæn-
um, sem ánægjulegt var að horfa
á og átti sinn þátt í að gera þenn-
an jólaundirbúning skemmtilegri
en oft áður.
Jólaskreytingar í bænum.
KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA
reið hér á vaðið og lét setja upp
fallega, ljósum prýdda jóla-
stjömu yfir Kaupvangstorgi.
Þessi stjarna bar birtu yfir torgið
og sást langt að. Litlu síðar lét
félagið koma upp uppljómaðri
jólabjöllu yfir Hafnarstræti —
sunnan Kaupvangstorgs — og sló
hún klukkustundimar, svo að
heyrðist um nágrennið. Þá lét
félagið reisa jólatré á svæðinu
framan við Hótel KEA og var
það einnig ljósum prýtt. Með
þessum aðgerðum öllum tókst
félaginu að setja ánægjulegan
svip á umhverfið og vonandi
verður þessum sið haldið héðan í
frá. Það er eins með slíkar úti-
skreytingar og jólatrésskrautið
heima, að börnunum þykir það
fallegast og skemmtilegast eftir
að þau hafa þekkt það í nokkur
ár. Gamla jólastjaman ljómar
alltaf skærar og skemmtilegar en
sú, sem var keypt í gær, af því að
við gömlu stjörnuna eru tengdar
ljúfar minningar um jólin í fyrra
og öll árin þar á undan. Og öll
erum við að meira eða minna
leyti börn á jólum Eg er viss um
að þegar árin líða fara börnin í
bænum að hlakka til að jóla-
stjaman komi á Kaupvangstorg
og jólabjallan í Hafnarstræti.
Það verður þá fastur og ánægju-
legur liður í bæjarlífinu, eins og
hljómur klukkunnar í kirkjunni.
Ljósadýrð er upplyfting.
EN FLEIRA var hér gert til að
prýða bæinn, en það, sem nú var
talið. Bæjarstjórnin í Bergen
færði okkur að gjöf stórt og fag-
urt grenitré, sem afhent var hér
með hátíðegri athöfn á jóladag-
inn. Vegna samgöngutafanna fyr-
ir jólin kom þetta tré á síðustu
stundu og munaði minnstu að
bæjarbúar yrðu af þeirri
skemmtun, sem þessi vinargjöf
átti að veita þeim. En starfsmenn
rafveitunnar brugðust fljótt og
drengilega við, reistu tréð og
prýddu ljósum, þótt jól væru
komin og á jóladag blasti tréð við
af kirkjuhæðinni, beint og tígu-
Iegt og öllum til augnayndis. Þá
lét Fegrunarfélagið koma fyrir
jólaskreytingu á Ráðhústorgi eins
og undanfarin ár og sennilega
víðar í bænum, þótt eg hafi ekki
komið þar, og kann því ekki að
segja frá því. Þá prýddu ýmsir
einstaklingar húsagarða sína með
marglitum Ijósum. En og öllu sam
anlögðu hygg eg að bjartara hafi
verið yfir bænum hið ytra á
þessum jólum en áður og er það
ánægjuleg staðreynd. Vonandi
stefnum við að því framvegis að
gera bæinn bjartari í skammdeg-
inu. Þá verður líka léttara yfir
fólkinu, sesn bæinn byggir.
Ljósadýrð á jólum er upplyfting
fyrir alla, jafnvel þótt margt ami
að og áhyggjur séu margar. Og
vitaskuld hafa jólaljósin ekki
megnað að sópa burt ’ öllum
áhyggjunum nú fremur en endra-
nær. Margir hafa búið við þröng-
an kost á þessum jólum og
margir hafa áhyggjur af framtíð-
Leiðrétting.
MÉR HEFUR' verið bent á, að
í síðasta hefti Félagstíðinda KEA,
sem eg hef annast um fyrir
félagið, hafi orðið þau mistök, að
myndin, sem fylgir grein um
Skipasmíðastöð KEA, sé ekki frá
þeirri stöð, heldur frá Skipa-
smíðastöð Kr. Nóa Kristjánsson-
ar á Oddeyrartanga. Ástæðan
fyrir þessum mistökum er ein-
faldlega sú, að myndamót í
vörzlu minni hafa ruglast í með-
förum og er minni vangá um að
kenna. Með þessu vildi eg því á
engan hátt gera lítið úr merku
starfi Skipasmíðastöðvar Kr.
Nóa né heldur seilast til fullyrð
inga um Skipasmíðastöð KEA,
sem ekki fá staðist. Með því að
nokkur tími mun líða áður en
næsta hefti Félagstíðinda kemur
út, þótti mér hlýða að koma
þesari leiðréttingu á framfæri í
bæjarblaði nú þegar í þeirri von,
að þeir, sem hér eiga hlut að
máli — eða óviðkomandi — ætli
ekki að hér búi neitt meira undir
en að ofan er sagt. — Haukur
Snorrason.
Tek nemendur
í listmálningu. Er til viðtals
efti kl. 7 e. h. daglega.
Haukur Stefánsson.
Sími 1550.
Ford-junior
til sölu.
Afgr. vísar á.
Hver er xtlunin með slíkum þáttum scm „Móðir,
kona, meyja“? Eg mundi lielzt vilja segja, að ætlunin
væri að rcyna að vckja athygli á ýmsu sem betur má
lara í líii og starfi kvenna, bæði á heimilunutn og
utan þeirra, vekja til umhugsunar um það, sem við
getum gcrt skynsamlega og vel i hinum smáu hlutum
hvcrsdagslífsins. Lítutn ckki á aukaatriðin heldur á
aðalatriðin — cr oit sagt, cn hinir lillu hlutir eru ekki
alltaf aukaatriði. Þeir geta aftur á móti oft verið
undirstaða undir það stóra og mikla. Þúsund mílna
ferðalag hefst með einu skrefi. Eitt skref cr í sjálfu
sér ekkert — en þó upphaf langrar ferðar og óráð-
innar framtíðar.
Og það er vegna þessa, að kvennadálkurinn hefur
stundum irnprað á ýmsum smáatriðum, sem bctur
mættu fara í liinu dagiega lífi. En þá vákna'r sú spurn-
ing, hvort slíkt komið að nokkru gagni — gerði iiokkr-
um til góðs? Ef það hefur tckizt, þótt ekki væri nema
örsjaldan eða jafnvel aðeins einu • sinni, er skoðun
kvennadálksins, að hann cigi rétt á sér'i bláðinu.
Oft hblur kvennadálkurinn fengið bréf frá lesend-
um og marga munnlega kveðju á þessum árum. Margt
hefur verið þakkað, anrtað skammað og stundum
hcfur slctzt upp á vinskapinn, rétt eins og í öðrum
störfum á öðrum vettvöngum. ......
Fyrir þetta allt (— líka aðlinnslúrnar) bcr að þakka
nú, um leið og þess cr óskað, að kvennadáikur DagS
eigi eftir að þroskast og vitkast á komandi árum og
lifa lengi í blaðinu ennþá, sem létt lcstrarefni og að-
gengilegt, hclzt dálítið skemmtilegt, málsvari þess, sem
betur má fara, og stöku sinnum .umhugsunarefni
fyrir ungar konur og gamlar.
Þessar eru óskir kvennadálksins á 10 ára afmaelinu,
og með þeim sendir liann einnig lesendum sínuin
nær og íjær góðar nýárskveðjur með þakklæti fyrir
gömlu árin.
A. S.
Ostaréttir
Ostaeggjakaka.
100 gr. rifinn ostur, 3 egg, ]/2 tesk. salt, 3 matsk.
rjómi eða mjólk, 4 mcðalstórar kartöflur (soðn-
ar), karsi cða steinSelja, 50 gr. smjör.
Eggin eru þeytt með saltiuu, þar í er rjómanum og
rifna ostinum blandað. Smjiirið er brúnað ljóbrúnt á
pönnu, eggjajafningnum hellt á, stcikt við hægan eld,
— stinga skal í kökuna ineð gaffli. Þegar kakan er
hálfbökuð, er kartöflubitunum raðað ofan á og saxaðri
steinselju stráð yfir. Þegar eggjakakan er hlaupin, er
hún lögö tvöföld saman, látin á fat, og rifnum ©sti og
saxaðri steinsclju stráð yfir. — Borðuð með ltrærðu
smjöri.
Ostasamlokur (lieilar).
2 þykkar, stórar ostsneiðar, 4 heilhveitibrauðs-
sneiðar, smjör, radisur.
Frekar þunnar brauðsneiðar eru smurðar með
smjiiri, tveim brauðsneiðum cr hvolft saman með ost-
sneiðinni. Brauðsamlokurnar eru steiktar við liægan
eld i smjöri á steikarapönnu, þar til brauðið er brúnt
og osturinn bráðinn.
Gott er að setja steikt egg yfir brauðsamlokurnar.
Radísur, tómatar eða annað hrátt grænmeti cr ljúf-
fengt að borða með þessu. Borðað sem smáréttur til
miðdegis- eða kvöldverðar.