Dagur - 07.01.1953, Blaðsíða 7

Dagur - 07.01.1953, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 7. janúar 1953 D A G U R 7 Þakka inniega auðsýnda samúð við andlát konu niinnar SIGURBJARGAR JÓHANNESDÓTTUR, Hellu. Kristján E. Kristjánsson. Jarðarför ÞÓRU SIGURBJÖRNSDÓTTUR, sem andaðist að Elliheimilinu Skjaldarvík 3. janúar, er ákveðin frá Akur- eyrarkirkju þriðjudaginn 13. janúar kl. 2 e. h. Vandamenn. i I I I I •<- Þeim, er beindu hug sínum lil min á 85 ára af mcelis- degi minum, sendi ég hlýja kveðju. Óska öllum árs og friðar. STEINGRlMUR JÓNSSON, fyrrverandi bœjarfógeti. KHKíSHKHKHKBKBWKBKHaKBKBKHKBKHKHKHKHKH^ Elliheimilið Skjaldarvik vottar innilegar þakkir fyrir nýliðið ár, ýmsar gjafir frá einstaklingum og félögum, héimsóknir, kristilegar samkomur, og skemmtiatriði og alla vinsemd og fórnfýsi fyrir gatnla fólkið. Svo óskum við öllum gleðilegs árs og guðsblessunar framvegis. Með beztu kveðjum Vistmenn og forstöðumaður Elliheimilisins Skjaldarvik. TILKYNNING frá Innflutnings- og gjaldeyrisdeild um endurútgáfu eldri leyfa o. fl. Öll leyfi til kaupa og innflutnings á vörum, sem háð- ar eru leyfisveitingu svo og gjaldeyrisleyfi eingöngu, falla úr gildi 31. desembér 1952 nema að þau hafi verið sérstaklega árituð um, að þau giltu frarn á árið 1953 y,eit.t fyrirfram með gildistíma á því ári. Deildin mítn taka til athugunar að gefa ut ný leyfi í stað eldri leyfa, e'f leyfishafi óskar og fært þykir. í sambandi við umsóknir um endurútgáfu leyfa, vill deildin vekja athygli umsækjenda, banka og tollstjóra á eftirfarandi atriðum: 1) Eftir 1. janúar 1953 er ekki hægt að tollafgreiða vöru, greiða eða gera upp ábyrgðir í banka gegn leyf- uin, sem falla úr gildi 1952 nema að þau hafi verið endurnýjuð. 2) Endurnýja þarf gjaldeyrisleyfi fyrir óuppgerðum bankaábyrgðtnn, þótt leyfið hafi verið áritað fyrir ábyrgðarupphæðinni. Slíka endurnýjun mun deildin annást í samvinnu við bankana, að því er snertir leyfi, senr fylgja ábyrgðum í bönkunum. 3) Eyðublöð undir endurnýjunarbeiðnir leyfa fást á skrofstofu deildarinnar og bönkunum í Reykjavík, en úti á landi hjá sýslumönnum, bæjarfógetum og banka- útibúum. Eyðublöðin ber að útfylla eins og formið segir til uin. Þess ber að gæta, að ófullnægjandi frá- gangur á umsókn þýðir töf á afgreiðslu málsins. 4) Ef sami aðili sækir um endurnýjun á tveimur eða fleri leyfum fyrir nákvæmlega söníu vöru frá sanra landi, rná nota eitt umsóknareyðublað. Beiðnir um end- urnýjun leyfa, er tilheyra nýbyggingarreikningi og beiðnir urn endurnýjun annarra leyfa má þó ekki sam- eina t einni umsókn. Allar umsóknir um endurnýjun leyfa frá innflytj- endum í Reykjavík þurfa að hafa borizt skrifstofu deildarinnar fyrir kl. 5 þann 4. janúar 1953. Samskonar beiðnir frá innflytjendum utan Reykjavíkur þurfa að leggjast í póst til deildarinnar fyrir sama tíma. Leyfin verða endusend jafnóðum og endiirnýjun þeirra er lokið. Reykjavík, 29. desember 1952. ínnflutnings- og gjaldeyrisdeild. Sníðakennsla Held sníðanámskeið eftir miðjan janúar. Upplýsingar í síma 1291. Rebekka H. Guðmann. - Briinavarnamál Akureyrar (Framhald af 1. síðu). Þegar blaðið spurði hann að því, hvort hann teldi ekki eld- hættu fara minnkandi með nýrri tækni og nýjum byggingum, sagði hann að eldhætta væri jafnan mikil og oft samfara hinni nýju tækni, þótt segja mætti að ný- byggingar margar væru betur úr garði gerðar með tilliti til eld- varna en eldri hús. Væri því hin brýnasta nauðsyn að. hafa jafnan vel búið slökkvilið og skapa því aðstöðu til öflugs eldvarnastarfs, jafnframt því sem stöðugt þyrfti að brýna fyrir fólki að umgang*- ast eld og eldfim efni með varúð og hæfilegri virðingu. Dyggur starfsmaður. Um leið og Eggrt St. Melstað hverfur nú frá giftusamlegri leiðsögu brunavarnamálanna hér í sl. 35 ár, er ástæða til þesss að þakka honum dygga þjónustu og mikinn trúnað við bæjarfélagið allt og hagsmuni borgai-anna. Messað í Akureyrarkirkju. kl. 2 á sunnudaginn kemur. — P. S. Áheit á Strandarkirkju. Kr. 50 frá M. S. Mótt. á afgr. Dags. Sunnudagaskóli Akureyrarkirkju er á sunnudaginn kemur kl. 10.30 f. h. — 5—6 ára börn eru í kap- ellunni, en 7—13 ára börn í kirkjunni. — Bekkjarstjórar eiga að vera mætti rkl. 10.30 f .h. Æskulýðs- félag Akureyr- arkirkju. Elzta deild heldur fund í kapell- unni kl. 5 á sunnudaginn kemur. — Gjafir til starfsins: Frá ónefndum manni kr. 100.00, frá N. N. kr. 30.00. — Kærar þakkir. ar Hjúskapur. Á nýársdag voru gefin saman í Laufási, af séra, Þorvarði G. Þormar; ungf)-ú Svan hildur Friðriksdóttir, ‘Laufási, og Ai-i Jónsson frá Geldingsá. Enn- fremur Guðrún Björg Guðna- dóttir frá Höfn og Sigfús Arelí- usson, Geldingsá Vegna margra áskorana mun Karlakór Akureyrar að öllu for- fallalausu endurtaka söng- skemmtun með Lúcíuhátíð í Ak- ureyrarkirkju sunnudaginn 11. þ. m. kl. 5 síðd. Niðursett verð. Geysismenn! — Æfing annað kvöld á venjulegum tíma. Slysavarnafélagskonur, Akiu-- eyri! Vinsamlegast greiðið ár- gjöldin strax í Verzl. B. Laxdal. Hjartanlega þökkum við öllum þeim bæjarbúum, sem sýndu Mæðrastyrksnefnd Akureyrar vinsemd og skilning með pen- inga- og fatagjöfum nú fyrir jólin og skátafélögunum, sem af mestu alúð og dugnaði unnu að söfnun og úthlutun og veittu nefndinni ómetanlega aðstoð. — Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur gott og farsælt nýtt ár. — Mæðrastyrks nefnd Akureyrar. Nátúrulækningafélag Akureyr ar sýnir kvikmyndina: Leiðin til heilbrigðis eftir Are Waerland í barnaskólanum sunnudaginn 11 jan. næstk. kl. 4 e. h. — Þess er vænst að félagsmenn mæti sem flestir. Aðrir, sem áhuga hafa á þessu málefni, einnig velkomnir. Frá Bridgefélaghiu. Keppni í meistaraflokki hefst þriðjudaginn 13. janúar í Verkalýðshúsinu við Strandgötu. Sex sveitir taka þátt í keppnmni, en þær eru: Sveit Adams Ingólfssonar, Þórðar Bjömssonar, Friðriks Hjaltalín Mikaels Jónssonar, Halldórs Helgasonar og Baldvins Ólafs- sonar. í fyrstu umferð ,sem spil- uð verður á þriðjudaginn. keppa saman sveitir Adams og'Baldvins Þórðar og Halldórs, Friðriks og Mikaels. Önnur umferð verður spiluð á sunnudaginn, 18. jan. kl. 1 e. h. lœ oa Brúðkaup. Á jólum og gamla- -sdag voru gefin saman í hjóna- band: Þann 24 .des. sl. ungfrú Kristín Tómasdóttir og Árni Árnason forstjóri. Heimili þeirra er að Gilsbakkavegi 13. — Þann 31. des. ungfrú Áslaug Jónsdóttir og Búi Snæbjömsson flugvéla- virki. Heimili þeirra er fyrst um sinn að Þórunnarstræti 93. — Sama dag ungfrú Jósefína Hall- dórsdóttir og Guðjón Björnsson vélvirkjanemi. Heimili þeirra verður fyrst um sinn að Fróða- sundi 4, Akureyri. — Hjónavígsl- urnar fóru fram í Akureyrar- kirkju. Séra Pétur Sigurgeirsson gaf saman. Hjónabönd. Stefanía Ármanns- dóttir, Dalmannssonar, Akureyri, ■Dg Baldur Sigurðsson,' sjómaður, Dalvík. Gift 24. des. — Þórdís Gísladóttir, Hátúni, og Andrés Bergsson, sjómaður, Sæborg. Gift 27. des. — Ásta Kristinsdóttir frá Öngulsstöðum og Sigurhörður Frímannsson frá Nesi, sjómaður, Akureyri. Gift 27. des. — Gift af séra Friðrik J. Rafnar. — Laug- ardaginn 27. des. sl. voru gefin saman í hjónaband í Hafnarfirði Þuríður Sigurðardóttir, Selvogs- götu 13, og Kristján Jóns'son mat- reiðslunemi frá Dalvík. — Heim- ili brúðhjónanna verður á Hverf- isgötu 42, Hafnarfirði. — Séra Garðar Þorsteinsson gaf brúð- hjónin saman. — Laugardaginn 3. janúar voru gefin saman í hjónaband af séra Árelíusi Níels- syni ungfrú Guðný K. Jónatans- dóttir og Jóhann Þorsteinsson frá Akureyri. — Heimili þeirra verð- ur fyrst um sinn að Nökkvavogi 50, Reykjavík. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína í Skagafirði: Jórunn Guðmundsdóttir, Breið, Lýtingsstaðahreppi, Skagaf., og Sigfús Steindórsson í sömu sveit. — Marsibil Agnarsdóttir, Heiði, Gönguskörðum, og Páll Marvins- son, Enni, Hofshreppi. — Ester Skaftadóttir, Kjartansstöðum, og Steinbjörn Jónsson, Hafsteinsst., Staðarhr. — Lovísa Hannesdóttir, Sauðái-króki, og Björn Kristjáns- son, múrari frá Skagaströnd. Margrét Guðvinsdóttir, Sauðár- króki, og Björn trésm., frá Hofs- ósi. — Sesselja Jónsdóttir frá Ingólfsfirði og Stefán Þröstur Sigurðsson, Sauðárkróki. Gunnur Pálsdótir. frá Stóruvöll- um á Landi og Sigurður Ellerts son, Holtsmúla, Staðarhi-eppi. — Sigurlaug Guðrún Gunnarsdótt- ir, Víðimel, Seyluhr., og Sig- tryggur Pálsson, Sauðárkróki. Áheit á Sólheimadrenginn. Kr. 200.00 frá ónefndri konu. Mótt. á afgr Dags. Áheit á Strandarkirkju. Kr. 50 frá ónefndum. Mótt. á afgr. Dags I. O. O. F. - 134198V2 = I Sextíu -og fimm ára varð á að- fangadag jóla Sigmundur Ind- riðason bóndi í Miðvík. Fíladelfía, Lundargötu 12. — Samkoma á fimmtudag og sunnu- dag kl. 8.30 e. h. Rune Ásblom frá Svíþjóð talar. Allir velkomn- ir. — Telpnafundur miðvikudag kl. 5.30 e. h. — Sunnudagaskóli sunnudag kl. 1.30 e. h. Áttræður varð 2. þ. m. Ármann Þorgrímsson, fyrrum bóndi að Hraunkoti í Aðadal. Hann bjó langa hríð í Hraunkoti og var ágætlega kynntur, enda hinn mesti drengskaparmaður, glað- vær og góðfús. Ármann er við góða heilsu, ber þess lítil merki að vera orðinn 80 ára. Hann er kvæntur Hálfdáníu Jóhannes- dóttur frá Þönglabakka í Fjörð- um og eiga þau mörg uppkomin börn og dvelja nú í góðu yfirlæti hjá syni sínum, Birni bónda í Hraunkoti. Þau böni, sem ætla að fermast hjá séra Pétri Sigurgeirssyni eru beðin um að koma til viðtals í kapellunni næstk. föstudag kl. 6 e. h. Fermingarbörn. Séra Friðrik J. Rafnar biður væntanleg ferm- ingarbörn á komandi vori, sem ætla að fermast hjá honum, að koma til viðtals í kirkjukapell- unni fimmtudaginn 8. þ. m. kl. 4 e. h. Til nýja sjúkrahússins. Gjöf frá Jóhannesi . Jakobssyni kr. 200.00. — Gjöf frá S. O, S. kr. 200.00. — T1 minningar um látinn bróður, frá N. N., kr. 100.00. — Áheit frá ónefndum kr. 100.00. — Frá Alþýðuflokksfélögunum á Akureyri, móttekið frá hr. Braga Sigurjónssyni, kr. 8669.05. Með DÖkkum móttekið. Guðm. Karl Pétursson. I. O. G. T. — Stúkan ísafold- Fjallkonan nr. 1 minnist afmælis síns með hátíðafundi næstkom- andi mánudag kl. 8.30 í Skjald- borg. — Fundarefni: Venjuleg fundarstörf. Inntaka nýrra félaga. Minni Reglunnar. Upplestur, Einsöngur. Dans. Kaffi fæst á staðnum. Stúkan Brynja heim- sækir. Fjömennið á þennan af- mælisfund. Nýir félagar alltaf velkomnir. Hjúskapur. Nú um nýjáiið voru gefin saman í hjónaband í Reykjavík ungfrú Halldóra Þórev Skúladóttir, afgreiðslustúlka hjá síldarverksmiðjunni á Dagverð- areyri, og Jóhannes Jörundsson kennari, frá Hrísey, Efstasundi 69, Reykjavík. Hjúskapur. Á jóladag voru gef- in saman í hjónaband í Húsavík: Ungfrú Sigrún Böðvarsdóttir og Bjarni Sigurjónsson. — Ungfrú Bergþóra Guðjónsdóttir og Hösk- uldur Sigurjónsson. Frá K. A. 25 ára afmælisfagn- aður félagsins verður 14. febrúar næstk. að Hótel Norðurland. Af- mælisdagur félagsins er 8. jan. Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Ragnheið- ur Valdimarsdóttir, símamær, Akureyri, og Páll Vigfússon frá Húsavík. Guðspkistúkan Systkinabandið heldur fund þriðjudaginn 13. jan. næstk. kl. 8.30 síðdegis, Erindi. Dánardægur. Nýlátinn er í Ól- afsfirði Steinþór Þorsteinsson, 78 ára að aldri. Steinþór var kunnur merkis- og dugnaðarmaður, en hefur verið farinn að heilsu hin síðari ár.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.