Dagur - 14.01.1953, Side 5
Miðvikudaginn 14. janiiar 1953
D A G U R
5
Landbúnaðurinn: Þróun hans og framtíðarhorfur
YERKFALLIÐ
- Seinni grein -
Eftir ÁRNA JÓNSSON tilraunastjóra
1. sept. 1952 voru tekjur og
gjöld vísitölubúsins, sem lagt er
til grundvallar vísitöluútreikn-
ings á landbúnaðarvörum, á þessa
leið:
G J Ö L D:
1. Kjarnfóður Kr. 5.788.00 % 8.7
2. Áburður 3.718.00 5.4
3. Viðhald húsa 1.823.00 2.8
4. Kostn. v. véla 2.356.00 3.6
5. Ýms kostnaður
ýmsar tekjur 435.00 0.6
6. Kaup bónda 27.838.00 57.2
7. Aðkeypt vinna 14.108.00 21.6
Alls kr. 66.066.00 100%
TEKJUR:
1. Afurðir nautgripa kr. 43.771.00
2. Afurðir sauðfjár — 17.901.00
3. Afu. af hrossum — 807.00
Alls kr. 66.066.00
Gjöld vísitölubúsiiis eru lögð
til grundvallar framleiðslukostn-
aðar og landbúnaðarvísitölu og
gjöldum búsins jafnað niður
framleiðslueiningar þess.
Kaup bóndnns í þessu vísitölu-
búi er miðað við vinnulaun ann-
arra sambærilegra stétta, því að
fotsvarsmenn bænda hafa haldið
því fram, að ekki sé hægt að ætl-
ast til þess að bændum vinni fyrir
minna kaupi heldur en aðrir. —
Þegar ekki er nægileg eftirspurn
eftir framleiðslu bænda, skapast
önnur viðhorf.
I»örf breyttrar stefnu.
Eg vil nú leiða nokkur rök að
því, að þessi pólitik undanfarinna
ára í verðlagsmálum landbúnað-
arins þarf að breytast, ef land-
búnaðurinn á að geta þróast á
eðilegan hátt, með hliðsjón af
því. að innan skamms verður að
flytja verulegan hluta af fram-
leiðslunni úr landi og selja á
heimsmarkaðsverði. Framleiðslu-
möguleikar landbúnaðarins eru
áreiðanlega miklir, ef rétt er á
haldið og geta og eiga að aukast
mjög mikið í náinni framtíð.
Hins vegar verður sala á land-
búnaðarafurðum innanlands tak-
mörkuð, fyrst og fremst af því, að
þjóðin er fámenn og árleg fólks-
fjölgun því ekki mikil eða um
3000 manns.
Sé ræktun aukin líkt og verið
hefur undanfarin ár, eða um og
yfir 2000 ha. á ári, ætti heyfengur
af þessu landi að svara til þess að
hægt væri að fóðra um 2500 kýr,
en þær ættu að mjólka a. m. k.
um 5 miljónir kg. á ári, eða sem
samsvaraði mjólk handa um 10
þúsund manns.
Svipað verður uppi á teningn-
um í sauðfjárræktinni. Þar verð-
ur innan fárra ára þörf á að
flytja út þúsundir tonna af kjöti.
a En öllum má vera ljóst, að eins og
nú er háttað verðlags- og kaup-
gjaldsmálum hér á landi, er sala
útilokuð á heimsmarkaði fyrir
það verð sem þar er á hliðstæðri
vöru. Skal nú vikið nokkru nánar
að verðlagi á nokkrum landbún-
aðarvörum í nágrannalöndum
okkar.
Verðlag hér og þar.
Verð á landbúnaðarvöru um-
reiknað í íslenzkar krónur eins
og verðlag var sl. haust. Er hér
yfirleitt miðað við beztu gæða-
flokka hverrar vörutegundar.
Verðið er miðað við heildsölu-
verð í krónum pr. kíló.
ísland Svíþjóð Noregur Danm. Bandar.
Nautakjöt 15.00 10.90 13.20 9.44 7.60
Dilkakjöt 16.40 14.22 13.00 12.98
Kjöt af fullorðnu fé 11.15 12.00 11.17 7.08
Hrossakjöt 7.50 7.11 7.30 7.08
Smjör 45.90 23.94 14.82
Nýmjólk 3.67 1.32 0.95 1,70
Egg 24.00 14.82 10.85
Kartöflur 2.21 0.63 0.45 0.50
Mais 2.20 1.29 1.03
1 stórum dráttum sýnir þessi
samanburður á verði landbúnað-
arafurða, að verðmismunur á
kjöti er ekki mjög mikill. Á dilka-
kjöti t. d. er mismunurinn 10—
20%. Mjólkin og mjólkurvörur
eru hins vegar mikið dýrari hér
á landi, munar um tugi króna á
smjörinu t. d. Þessi samanburður
gefur til kynna, að við getum
enga þessa vörutegund selt á er-
lendum markaði með því verði,
sem framleiðendur telja sig þurfa
að fá, enda þótt nægur markaður
væri fyrir hendi, því að auk
verðmismunarins yrði að gera ráð
fyrir nokkrum flutningskostn. og
einhverjum tollum. Verðlag og
framleiðslukostnaður hér innan-
lands er á þann veg, að telja
verður útilokað að selja kjöt og
mjólkurvörur úr landi með fram-
leiðsluverði, nema með stórfelld-
um uppbótum úr ríkissjóði, eða
þá að selja hærra verði þann
hluta landbúnaðarafurða, sem
seldur er á innlendum markaði.
eða í þriðja lagi að framleiðslu-
kostnaðurinn verði lækkaður svo
að framleiðsluverð verði sam-
bærilegt sams konar framleiðslu
landbúnaðarins, sölumöguleika
og verðlag. Niðurstaða mín er
því sú, að eigi landbúnaðurinn að
geta blómgast og vaxið á eðlileg-
an hátt eins og til hefur verið
stofnað á undanförnum árum,
sem ætti að leiða til stóraukinnar
frámleiðslu, vcrður verðlag á
landbúnaðarframlciðslu að mið-
ast við verð á hliðstæðri vöru á
heimsmarkaði. Útflutningsgrund-
völlur getur að mínum dómi ekki
verið fyrir hendi til langframa á
öðrum forsendum. Jafnframt því
sem heimsmarkaðsverð réði verði
á búvöru yrði almennt kaupgjald
að færast í hliðstætt horf og mið-
ast við þann grundvöll sem fram-
lciðslan hefur upp á að bjóða á
hvcrjunt tíma.
Það er hægt að draga úr
framleiðslukostnaði.
Eg ætla að lokum að benda á
nokkur atriði, sem geta miðað að
því að draga nokkuð úr fram-
leiðslukostnaði við landbúnaðinn.
svo að verð á framleiðslunni geti
lækkað, en jafnframt geti hún
aukizt. í því sambandi er rétt að
hafa til hliðsjónar verðlagsgrund
völl framleiðsluráðs, vísitölubúið,
sem áður er getið.
1. Hagkvæm notkun tilbúins
áburðar gæti í senn aukið upp-
skeru og lækkað framleiðslu
kostnað hvers heyhests.
2. Með betri heyverkunaraðferð-
um fást betri hey og minni
efnarýrnun, og má þar til nefna
súgþurrkun og votheysgerð.
3. Verð á kjarnfóðri ætti að vera
hægt að lækka, t. d. með því að
skapa bændum aðstöðu til þess
að fá allar fóðurvörur fluttar
beint frá útlöndum til helztu
verzlunarhafna úti um land og
að bændum gefist kostur á því
að fá fóðurvörur með heild-
söluverði, þegar þær eru
keyptar í sekkjatali. Það sýnist
vera óeðlilegt að bændur, sem
kaupa fóðurvörm- í tonnatali,
skuli þurfa að greiða fyrir þær
sama verð og þær eru seldar á
í búðum, þegar búið er að
vigta þær í smáskammta. Fleiri
rekstrarvörur ættu einnig að
vera fáanlegar á heildsöluverði,
þegar um stærri kaup er að
ræða. Þá má og benda á, að
fleiri bændur gætu slegið sér
saman og gert sameiginleg inn-
kaup hjá sínu kaupfélagi eða
kaupmanni, þannig, að verzl-
unin þyrfti ekki að afgreiða
með heildsölukjörum mjög
smáar pantanir í einu. í þessu
sambandi má benda á, að í
Reykjavík er nú að rísa upp
alda og áhugi fyrir pöntunar-
félögum, þar sem neytenda-
hópar slá sér saman og mynda
félag til vöruinnkaupa fyrir
heimilin og um leið og slíkt
félag hefur verið tilkynnt til
samvinnufélagsskrár getur fé-
lagið og meðlimir þess fengið
hvers konar heimilisvörur, svo
sem matvörur, fatnað, tóbak o.
fl. hjá hvaða heildsölufyrirtæki
sem er eða verksmiðjufram
leiðendum.
4. Ef miðað er við meðalbúið þarf
aðkeypt vinna að minnka, en
hún er í verðlagsgrundvellin-
um 21.6% af heildargjöldum,
og sé miðað við framleiðslu
þess bús, ætti aðkeypt vinna að
geta minnkað; þegar bóndinn
hefur í þjónustu sinni vinnu-
sparandi vélar, góða ræktun og
hagkvæmar byggingar fyrir
búfé.
5. Reiknað kaup bóndans er
57.2% af framleiðslukostnaði
vísitölubúsins. Skiptir því
miklu máli að bóndinn sé vel
verki farinn, sé hagsýnn
vinnutilhögun, kunni að not
færa sér til hlítar þau tæki og
vélar sem hann hefur við fram
leiðslustörfin.
6. Auknar kynbætur búf járins og
betri fóðrun, mundi einnig
auka framleiðsluna án þess að
kostnaðarliðir þyrftu að hækka
svo að neinu nemi.
7. Hvers konar leiðbeiningastarf
semi þarf að stóraukast, bæði í
jarðrækt, búfjárrækt og tækni.
Leiðbeiningastarf getur beint
eða óbeint stuðlað að betri
búnaðarháttum auknum vinnu
afköstum, t. d. í sambandi við
vélanotkun, betri framkvæmd
á ræktun, betri nýtingu á heyj
um og hagkvæmari og ódýrari
fóðrun o. fl. Með leiðbeininga-
starfsemi ættu ýmsir nýjungar
að geta náð fyrr til bændanna.
sem gætu þá miðað að því að
minnka framleiðslukostnaðinn
og að gera framleiðsluna ör
uggari.
8. Aukið lánsfé með hagkvæmum
vöxtum og afborgunum er að
sjálfsögðu mjög stórt atriði
fyrir landbúnaðinn og jafnvel
lifsnauðsyn, bæði af því að það
er mjög erfitt fyrir bændur að
þurfa að stofna til framkvæmda
með óhagstæðum lánum, því að
yfirleitt eru fjárfestingar nú
settar í varanlegar fram
kvæmdir. Hagstæð framleiðslu
lán, eins og þau sem Búnaðar-
bankinn hefur veitt til bygg-
inga og ræktunar, gera það að
verkum, að þáttur stofnkostn-
aðarins verður lítill í fram-
leiðslukostnaðinum í þeim til-
fellum, en aftur á móti tölu-
verður liður þegar lán eru
óhagstæð.
Vanmáttur stjórnarvaldanna
Sjálfstæði þjóðarinnar í hættu
Afurðaverð landbúnaðarins
Eftir JÓN H. ÞORBERGSSON á Laxamýri
Fullveldisdeginuin var heilsað
með verkfalli, eða með glöggum
merkjum þcss, að verið er að
grafa máttarstoðirnar undan
sjálfstæði þjóðarinnar.
Það stefnir að fjárhagsþroti hjá
ijóðinni og ‘ er tilræði við sjálf-
stæði hennar. Það sýnir líka að
stjórn landsins er vanmáttug og
kraftlaus til að stöðva tilræðið,
sem hún þyrfti þó að vera megn-
ug að gera. Meira að segja ríkis-
útvarpið flytur þá fregn að for-
kólfar vei-kfallsins — nokkrir
pólitískir ævintýramenn — hafi
leyft að selja mætti einhvern
slatta af mjólk í Reykjavík, handa
sjúklingum og börnum þar. Hitt
hefði þó verið sínu nær að rík-
isstjórnin hefði bannað stöðvun
á mjólkursölu í bænum.
Kaupgjald og framleiðsla.
Ríkisstjórn og Alþingi ætti líka
að vera þess megnugt að ákveða
og láta gilda, í gegnum þykkt og
þunnt þann verðgrundvöll, sem
tryggi það, að framleiðslan til
sjós og lands beri sig. Þannig, að
sníða kaup og laun við magn og
verðmæti framleiðslunnar á
hverjum tíma og miða uppbætur
og vísitölu við afrakstur fram-
leiðslunnar, þótt hún yrði mis-
jafnlega há eða lág eftir árferði.
Það er þessi verðgrunnur, sem
alltaf hefði átt að gilda og verður
að gilda. Beri þjóðin ekki gæfu til
að skipa verðlagi í landinu sam-
kvæmt þessum grundvelli, þá
verður það erlend þjóð eða þjóð-
Við gctum orðið samkcppnis-
færir.
Eg er í engum efa um, að hér
á landi er hægt að framleiða
landbúnaðarafurðir á því verði,
sem aðrar þjóðir bjóða vörur
sínar á, þrátt fyrir hnattstöðu
landsins, því að hér cru landkost-
ir góðir, ákjósanlcg skilyrði til
grasræktar, beitiland gott og
landrými mikið. Séu einhverjir
þeirrar skoðunar, að ekki sé hægt
að framleiða landbúnaðarafurðir
nema fyrir innlendan markað og
með tollamúrum, er ástæða fyrir
þá að gleðjast yfir því, hversu
fólki hefur fækkað í sveitunum
undanfarið, því að ef þetta sjón-
armið ætti að ráða, er nauðsyn-
legt fyrir bændur að framboð
landbúnaðarafurða sé alltaf minna
en eftirspurnin. Þetta sjónarmið
vil eg kalla neikvætt.
Þáttur ríkisvaldsins og þeirra
pólitísku flokka, sem cru mál-
svarar landbúnaðarins, eiga að
sjá svo um, að pólitískar hags-
munaklíkur og einstakar stéttir
þjóðfélagsins kollvarpi ekki eðli-
legri verðlags- og kaupgjalds-
þróun. Núvei'andi ástand í verð-
lags- og kaupgjaldsmálum er yfir
spennt og óeðlilegt og hlýtur fyrr
eða síðar að hrynja, ef heilbrigð
skynsemi á að ráða í stjórnar-
háttum landsins.
Verðlag á landbúnaðarvörum
verður að miðast við heimsmark-
aðsverð og kaupgjald verður
einnig að miðast við kaupgjald í
þeim löndum, þar sem við höíum
viðskipti okkar, því að ekki er
hægt að ætlast til að íslenzkir
bændur geti greitt verkamanni
um 1000.00 krónum meira á mán-
uði en starfsbræður þeirra gera í
heztu viðskiptalöndum okkar og
boðið framleiðslu sína á sama
verði og þeir.
irt sem kenna íslendingum það,
þegar þeir hafa glatað hinu fjár-
hagslega sjálfstæði sínu. Að rík-
isstjórn og Alþingi ekki ræður
við þessi undirstöðuatriði fyrir
sjálfstæði þjóðarinnar eru dauða-
mörk á stjórnarfoi-mi í sjálfstæð-
ismálum hennar.
Aflciðing kröfustefnunnar.
Verðgrunnurinn hefur undan-
farna áratugi verið ákveðinn
samkvæmt kröfum, en ekki sam-
kvæmt framleiðsluskilyrðum
landsins. Af því hafa orðið til
margir þjóðfélagslegir örðug-
leikar:
1. Miklu meiri skuldasöfnun
hjá ríkinu en æskilegt eða hefði
þurft að yera. 2. Miklu meiri
eyðsla (flottheit) í daglegu lífi,
heldur en nauðsynleg er og af-
komumöguleikar landsins geta
veitt sínu fólki. — Jafnvel getur
I ekkert land í heimi veitt svo
íburðarmikið og fórnarlítið líf,
sem fjöldamargt fólk í þessu
landi lifir nú í dag, einkum í
höfuðstað landsins. 3. Verðfelling
krónunnar, sem miðar nú að því
drjúgum skrefum að gera hana
verðlausa og þá er hrunið komið
og íhlutun erlendra þjóða um
fjárhag landsins. — Bátagjald-
eyririnn er grímuklædd krónu-
felling. — 4. Óeðlileg og allt of
mikil aðsókn fólks að komast í
launastöður, en varpa frá sér
ábyrgri framleiðslu. — Það er af
því að launað fólk hefur haft betri
kjör. — Um síðustu aldamót var,
a. m. k. 75% af þjóðinni
ábyrgir framleiðendur, þar af
landbúnaðarfólk 71,5%. Nú eru
þessir framleiðendur komnir all-
langt niður fyrir 40%. Við þá tölu
bætist þó það fólk, sem vinnur
að iðnaði úr innlendur fram-
leiðsluvörum.
Aðeins fáir menn í Reykjavík
eru valdir að þessu verkfalli og
er stórillt og athyglisvert, að þeir
skuli hafa svo óhæfilega aðstöðu
til að leika sér að fjöreggi þjóð-
arinnar. Þessir R.víkingar hafa
líka aðstöðu — vegna samtakanna
— til að draga aðrar bvggðir
landsins ofan í svaðið með sér, á
móti vilja fólksins, sem þar býr,
sem eykur mjög áhættuna, sem
þessar ráðstafanir hafa í för
með sér.
Kaupgjald og landbúnaðarvörur.
Því hefur verið haldið fram í
sambandi við verkfall þetta, að
kaup og laun þyrftu að hækka
vegna hækkunar á verði land-
búnaðarafurða frá 1. sept. síðastl.
Þetta eru tylliástæður einar og
furðuleg vitleysa, þegar það er
vitað, að verð landbúnaðarafurð-
anna hækkaði vegna kaups- og
launahækkana á árinu og þegar
það er vitað, að það er nefnd
manna af beggja hálfu, seljenda
og kaupenda, sem koma sér sam-
an um eða ákveða verðið, og að
þetta fyrirkomulag er lögbundið.
Launahækkunin var búin að
gilda mánuðum saman, þegar
varan var hækkuð 1. sept. En
þetta verðsamræmi milli launa og
afurðaverðs verður að gilda, svo
að framleiðslan haldi áfram. Nóg
er nú komið af fólki samt burt
frá framleiðslunni, til stórrar
skaðsefni og hættu fyrir fjárhags-
lega afkomu þjóðarinnar.
Þrátt fyrir þessa hækkun 1.
sept. síðastl., þá er þó t. d. mjólk-
(Framhald á 6. síðu).