Dagur


Dagur - 01.04.1953, Qupperneq 6

Dagur - 01.04.1953, Qupperneq 6
6 UAGUR Miðvikudaginn 1. apríl 1953 Hin gömlu kynni Saga eftir JESS GREGG 24. dagur. (Framhald). Hún klæddi sig af mikilli natni þetta kvöld, hvarf hljóðlega út um útidyrnar, skundaði yfir göt- una og inn í litla skemmtigarðinn. Hún sópaði snjónum af bekknum undir álminum og settist þar. Hún var sífellt að líta á klukkuna. Fótatak hans færðist nær, allt í einu var hann seztur við hlið hennar og hvíslaði: „Elísabet.“ „Guði sé lof,“ hvíslaði hún. „Hvað er orðið langt síðan?“ „Hundrað ár,“ svaraði hann. „Nei, miklu lengra, það eru hundrað ár síðan eg kom hingað í garðinn og settist og beið. Nú skulum við aldrei skilja framar. Nú þarf eg á styrk þínum að halda.“ „Þorir þú að horfast í augu við það nú?“ „Eg þori engu nú orðið og þess vegna er mér meiri þörf á styrk frá þér nú en nokkru sinni fyrr.“ „En við munum örugglega finna leið út úr ógöngunum," sagði hann, — „örugglega." Klukkutíma síðar gekk Elísa- bet hljóðlega inn um dyrnar heima og flýtti sér upp stigann. En áður en hún va'r komin alla leið upp á efri hæðina, birtist barónessan í stofudyrunum niðri. „Jæja,°‘ sagði hún, „þér hlupuð út án þess að kveðja, og nú kom- ið þér aftur án þess að heilsa.“ „Get eg gert eitthvað fyrir yð ur núna?“ spurði Elísabet. „Nei, hafið engar áhyggjur af mér. Eg er einmana það er allt og sumt. En hvar hafið þér verið?“ „Eg var úti að ganga,“ svaraði unga stúlkan og hvarf um leið upp stigann. Áður en vikan var liðin, var kaflinn um Wrenn langt kominn. Hún gat nú enga grein -gert sér fyrir því lengur, hvað var raun- veruleiki og hvað var ímyndun. Hún skrifaði hvort tveggja í frá sögn sína af tilhugalífi Elísabetar Carver og Wrenns. Henni fannst ekkert athugavert við þetta, því að hér gerði hún engan mun á persónu Elísabetar Deveny og Elísabetar Carver. Þær sáu Wrenn með sömu augum að hún bezt vissi. „Það nær engri átt, eruð þér alveg frá yður?“ hrópaði barón- essan upp yfir sig, og enda þótt þetta væri aðeins símtal og mót- parturinn sæi ekki andlit henn- ar, bar það órækan svip ánægju og kankvísi. Hún lagði síma- áhaldið frá sér og sneri sér að Elísabetu. „Þetta var Harry Mellett,“ sagði hún. „Hann vill fá okkur með sér á synfónískan konsert í kvöld.“ „Það verður gaman,“ sagði Elísabet, en það var engin hrifn- ing í röddinni. En barónessan tók ekki eftir því. „Viljið þér gjöra svo vel að hringja á hárgreiðslu- dömuna mína, og segja frk. Worth frá þessu, svo að hún geti athugað kjólana mína. Ætli eg ætti ekki að fara 1 Schaparelh- kjólinn. Hann mun vekja athygli eftir 100 ár, svo djarflegur er hann í sniðinu! Kannske sér mað- ur margt fólk þarna t’rá fyrri tíð, já, og Harry Mellett er mjög glæsilegur maður.“ „Eg vissi ékki að þér væruð spenntar fyrir hljómlist," sagði Elísabet. Barónessan svaraði þessu engu. „í hverju ætlið þér að vera?“ spurði hún. „Eg á ekki margra kosta völ. Ætli eg verði ekki í síða svarta pilsinu og hvítu blússunni.“ „Vitleysa!“ sagði barónessan. „Farið þér heldur og lítið á kjóla- safn mitt og vitið, hvort þér finn- ið ekki eitthvað, sem hentar.“ Hún fann þar látlausan, falleg- an gráan kjól með silfurbrydd- ingum. Hún þurfti að gera lítils háttar breytingu á honum, en nálin lék ekki í höndum hennar í kvöld. Hún var leið yfir að þurfa að hætta við að skrifa og fórna heilu kvöldi . frá bókinni fyrir skemmtun, sem hún hafði í sann- leika engan áhuga fyrir. (Framhald). Ráðskona! Ráðskonu vantar í sumar eða til eins árs, á fámennt heimili utan Akureyrar. — Góð íbúð, rafmagn. Nánari upplýsingar á skrif- stofu Dags. 4 herbergja íbúð ggSTO' 'Sipewanis- ■oimmnjmsafi til sölu. — Góðir borgunar- skilmálar. Árni S. Jóhannsson, Hafnarstræti 29. UM PÁSKANA verða mjólkurbúðirnar opnar sem hér segir: Á skírdag frá kl. 10-13 Á fösfudaginn langa frá kl. 10-13 Á páskadaginn lokað allan daginn. Á 2. páskadag verður opið frá kl. 10-13 MJÓLKURSAMLAGIÐ. Kauptilboð óskast Húsgrunnurinn Engimýri 6 í Mýrahverfi er til sölu, ásamt uppdráttum af húsi og raflögnum. — Fjárfest- ingarleyfi er fengið til að ljúka verkinu. Grunnurinn er 80 m2, þar af kjallari ca. 42m2. Grunninum fylgir það byggingarefni sem er á staðnum, grjót, möl og timbur ca. 2400 fet af 1”X 6” borðvið. Þeir sem liafa áhuga fyrir að kaupa grunninn snúi sér til Óskars Gislasonar, Rán- argötu 2, A kurcyri, sem gef- ur nánari upplýsingar. Guðbrandur Sigurgeirsson Til sölu: Svefndívan, kommóða, bárna- rúm, barnavagn, eldhússtólar og ýmislegt fleira. — Vil kaupa stóra ferðatösku eða fá hana í skiptum. Uppl. í Oddeyrargötu 24. STÓR ÍBÚÐ sem næst miðbænum óskast til leigu frá 14. maí næst komandi. Afgr. vísar á. WILLYS JEEP Viðgerðir Varahlutir umboð á Akureyri. Lúðvík Jonsson 8c Co. SÍMI 1467. Á strandstaðnum Þeir áttust við ísleifur bóndi og Uni danski í gær. -A' Þeir fundust á Furðuströndum þar sem feigðin að lífsþránni hlær. Þeir höfðu bátinn sinn brotið og biðu heljar með ró Nú gátu þeir stytt sér stundir meðan stríðsörnin brýndi kló. . UNI: Mér heyrðist þú vera að hrópá háðungarorð að mér. Að ég vilji stela Snorra og Sturlungum frægum af þér, sé einnig að flíka fjöðrum sem faðir þinn sæll hafi átt og því gæti heiftin og hefndin míns höfuðlags síðustu nátt. Þetta eru álygar einar. Þótt afi minn fremdi hér dáð í nafni konungs og krónu. Hvar stóð þá ykkar ráð? stór-sekir snæra þjófar snikjandi náðar brauð. Eignaréttur var okkar svo auðvitað ltóngurinn bauð. Við handritin tókum til hirðu og handargagns hvar sem var. Við bárum þau brjósta í milli og báðum þeim Guðsnáðar. Hver átti svo annar en ríkið þami auð sem var dreginn í bú, af slíkri umhyggju og elju? ísleifui' svara þú! ÍSLEIFUR: Jú grómið — gulnuðu blöðin — sem geyma ina dýrustu rún árituð íslenzkum höndum eiga sitt föður tún. Hetjuljóð hugsuð og sköpuð í hreysum við kertaljós, andleg auðæfi þjóðar sem enn ber sögunnar hrós. Hvort ferst ykkur blöðum að brengla fyrir bragfróðri landnáms þjóð, sem getið ei mælt fram málið — hin mergjuðu gullaldarljóð — né sögu borgfirzka bóndans sem í bróðurhefnd vann sér dáð með kjamyrðum keypti sitt höfuð og konungsins dýra náð. Svo loks eftir ár og aldir þegar ykkar gull eru týnd, þið reisið upp borð og bekki þar sem blöð okkar eru sýnd sem velfenginn aðfluttur auður!! Skyldi ei almættis höndin sem fyrr víxlara borðin brjóta og berja þá út fyrir dyr. Er Hitler húsbóndi gerðist. á heimili ykkar um skeið, við hræddir um handritin vorum og hamingju ykkar um leið. Því Gruntdvig'sem Görings-bróðir gat ’ann af hrekkvísi skráð. Svo ýmsu um eignarréttinn. á ófriðartímum er spáð. Andersen ykkai- frægan Sejn í æðar hlaut spámanns blóð, haft gat ’ann heim með sér fanginn til háðungar bugaðri þjóð. Svívirt og selt gat á leigu sæmdir og þjóðarbú, þá hefðuð þið liarðsporann kannað og hlut okkar skilið nú. Þýfi úr klaustrum og kirkjum sem kúgarans dró sér hönd gerzt hefði ætta arfur ágirndar heftur í bönd. En jafnskjótt og hættu var hrundið með hjálp þess er sterkastur varð skaði skyldi þá bættur og skilsemi ríða í garð. Uni var orðinn rjóður það ólgaði víkingsins blóð. „Þið stálust úr okkar eigu meðan á okkur jámhællinn stóð, þið kvödduð vart konunginn sjálfan. En hver getur láð okkur það þó við hirtum úr ómagans eigu að endingu blað og blað? Þjófsorð er þarflaust að bera fyrir þetta skítuga dót. Skimipjötlur skældar og teygðar og skilj’a ekki í orðunum hót. Til fegrunar veljast fjaðrir af fugli er plokkaður slapp. Haminn þó saklaust að sýna sannarlegt fundvísra happ.“ Enginn veit endalokin. Er í grun manna þó aö „lína og litur máist“ og lágskagar hverfi í sjó. , Að atom-sprengjur og eldar í auðn leggi manna verk og upphef ji ýmsar þrætur örlaga höndin sterk. Því sláum hér striki við Uni svo styttist þá okkar tíð. Hrægammar yfir hlakka og Hel þykist vinna öll stríð. En eigi vor andi að lifa og óháður starfa í geim hann fangelsisfjöturinn brýtur og flytur skinnblöðin hcim. EINAR NORÐLENZKI.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.