Dagur - 18.11.1953, Blaðsíða 1

Dagur - 18.11.1953, Blaðsíða 1
12 SÍÐUR XXXVI. árg. Akureyri, miðvikudagnn 18. nóvember 1953 59. tbl. Hépmyiid frá tízkusýningunni Hörmulegt slys í Grundarfirði: 11 menn komust í nötabát, og af [>eim eru 3 látnir 9 vaskir sjómenn hafa því látið lífið í slysi þessu an nótabátinn, en um morguninn, cr birti, sáu skipsverjar á hinum skipunum, að Edda var horfin. Töldu þeir, að hún mundi hafa farið að svipast eftir nótabátnum. Fréttin berst frá Bár. Um hádegi kom símaboð í Grafarnes frá bænum Bár utarlega við Grundarfjörð, og bað um lækn- ishjálp. Varð þá ljóst, að hörmulegt sjóslys hafði orðið. Að Bár hafði nótabátur Eddu tekið land um morguninn, og höfðu ]1 menn ver- ið í honum. Barst báturinn gegn- um brimgarðinn að landi. Þrír ntenn af þeim ellefu, sem í bátn- um höfðu verið, voru dánir, en hin- ir voru ekki taklir í hfshættu. Skipinu hvolfdi. í gær fréttist svo, hvernig slysið hafði að höndum borið. Hafði feykilega snörp vindhviða lagt skipið á hliðina og hvolft því. Af 19 manna áhöfn komust ellefu í nótabátinn, en 6 munu hafa farizt þá þegar með skipinu. Annars voru fregnir af þessu mikla slysi fremur óljósar í gær, vegna símslita við Breiðafjörð. Þeir, sem fórust: Sigurjón Guðmundsson, 1. vélstj., Hafnarfirði, 34 ára giftur og átti 5 Ikirn, ung. — Sigurður Guðmunds- son, 2. vélstj., Hafnarfirði, 28 ára, giftur, átti fósturbarn og foreldra á lífi. — Jósef Guðmundsson, (bróðir Sigurðar 2. vélstj.) Hafnarfirði, há- seti, ókvæntur. — Guðbjartur Guð- mundsson, háseti, 42 ára, Hafnar- firði.giftur, átti 5 börn og foreldra á líl'i. — Guðbrandur Pálsson, há- seti, 42 ára, Hafnarfirði, giftur, átti 6 börn, flest ung, og aldraða móður á lífi. — Albcrt Egilsson, 30 ára, há- scti, Hafnarfirði, átti konu og 1 barn og móður á lífi. — Stefán Guðnason, háseti, 18 ára, frá Stiiðv- arfirði, ókvæntur, á móður á lífi. — Sigurjón Benediktsson, háseti, 17 ára, Hafnarfirði, ókvæntur, átti foreldra á lífi. — Einar Ólafsson, há- seti, Sandgerði, 19 ára, lætur eftir sig unnustu og átti foreldra á lífi. Skipstjóri á Eddu var Guðjón Illugason, kunnur aflamaður, frá Ilafnarfirði. Aðalsteinn Magnússon látinn í gær lézt í Sjúkrahúsi Akur- eyrar Aðalsteinn Magnússon, fyrrv. skipstjóri, nú um langt skeið af- greiðslumaður í Áfengisverzlun ríkisins hér í bæ. Hann varð 61 árs. Aðalsteinn var kunnur borg- ari og vel metinn, var m. a. framar- lega í stéttarsamtökum skipstjóra. Eins og rakið var í síðasta blaði, var haldin tízkusýning hér á Akureyri fyrra sunnudag, hin fyrsta hér nyrðraj og var mjög íjölsótt. Varð húsfyllir þrisvar í samkomusal Varðborgar, félagshéimílis ieihplara. Sýndar voru ýmsar gerðir kjóla frá saumastofu frk. Margrétar Stein- grím-jdóttur, sem á 20 ára starfsafmæli um þessar mundir. Kjólarnir vöktu atliygli fyrir lát- lausa og smekklcga gcrð, og fyrir lágt verð. Myndin sýnir allar stúlkurnar, sem fram komu, og þá um Ieið fimm gerðir kjóla, sem sýndar voru. Frá vinstri: Frú María Ryel, frk. Ragna Ragnars, frk, María Jónsdóttir, frú Stella Sæberg og frk. Sigurlaug Jakobsdóttir. Edvard Sig- urgei»sson tók myndma og eins myndirnar, sem birtar eru í kvennadálki innan í blaðinu. Hörmulegt slys varð í síld- veiðiflotanum í GrundarfirSi í ofviSrinu sl. mánudagsmorgun. Vélskipinu Eddu frá HafnarfirSi hvolfdi, og drukknuSu þar sex menn þegar, en ellefu menn af áhöfninni komust í nótabát skipsins, og hrakti þá út á GrundarfjörS. Tók báturinn land undan bænum Bár utar- lega í firSinum, en þrír menn fórust, sem meS honum voru, en ekki var ljóst í gærkvöldi, hvort þeir hefSu farizt í lend- ingunni eSa látizt eftir aS á land var komiS. Hafa því alls níu vaskir sjémicnn farizt í hamförum þessum, sem eru einhverjár þær mestu um margra ára skeið. Skipin í vari viS Grafarnes. Samgöngomálaráðherra hefur ákveðið að ýtur verði til taks við Öxnadals- os Holtavörðuheiðar Verulegur árangur hefur þegar náðst í þeirri baráttu Norðlendinga að vegamála- stjórnin taki upp aðra starfs- liætti á þjóðvegum að vetrar- lagi en verið hefur. Var þessu mikilvæga hagsmunamáli fjórðungsins hreyft hér í blað- inu enn á ný lyrir hálfum mánuði, en á liðnum árum hefur það oft verið rætt og bent á þörf úrbóta. En það gerði gæfumuninn nú, að með samgengumál í ríkisstjórn- inni fer nú maður, dr. Kristinn Guðmundsson, sem er gagnkunn- ugur málefnum fjórðungsins og skilur nauðsyn þess, að unnt sé að halda uppi flutningum á þessari fjölfcrnu leið á vetrum. Ýmis fyr- irtæki og áhrifamenn í þremur héruðum hafa nú siðustu dagana rætt þessi mál við þlngmenn og viö ráðherrann cg í fyrradag lagði ráð- herrann svo fyrir, að urrúð skyldi að því meðsn snjóíé.t er á lág’endi, að halda þjóðveginum yfir Holta- vörðnuheiði og Oxnadalsheiði opn- um með verkfærum vegamála- stjórnarinnar og er þess að vænta, að það starf sé þegar hafið. Umferð um Holtavörðuheiði. Umferðin yfir heiðarnar síðustu dagana sannar greinilega, hver þörf er á þessum ráðstöfunum. Að und- anförnu hefur að kalla látlaus straumur vöruflutninga úr öllum Norðlendingafjórðungi verið í um- brotafærð á Holtavörðuheiði. Hér er ekki aðeins um að ræða bifreið- ir héðan frá Akureyri og Eyjafirði, hefdur og úr Húnavatnssýslum og Skagafirði, og sýndu Húnvetning- ar og Skagfirðingar engu minni áhuga en Akureyringar fyrir þessu máli og gengu rösklega fram í því að fá viðunandi fausn á því. Til dæmis um umferðina er þetta: Á aðfaranótt laugardags sl. fóru 8 bílar yfir Holtavörðu- heiði, voru 6 tíma að fara yfir heiðina. Á laugardaginn voru 9 bílar í 7 klst. að brjótast yfir heiðina. (Framhald á 12. síðu).' Aðfaranótt mánudagins gekk fár- viðri yfir Suður- og Vesturland. Mörg síldveiðiskipin á Grundar- firði leituðu vars skammt undán bryggju í Grafarnesi í Grundarfirði, en svo mikið var veðrið, að legu- færi héldu naumast, og þurftu skipin sífellt að vera að færa sig. Meðal þessara skipa var Edda. Um nóttina mun skipið ltafa misst ann- Fundir Framspknarmanna um helgina: r Ársskemndturs á laugardags- I - abennur ílokks- íiifidur á sunnudag Framsóknaríélögin hér á Akureyri lialda ársskemmt- un sína að Hótel KEA næstk. laugardagskvöld og hefst hún kl. 8.30 e. h. Þar mun Hermann Jónasson, formaður Framsóknarflokksins flytja ávarp og fleiri stuttar ræður verða fluttar. Einar Sturluson óperusöngvari mun syngja nokkur lög, og enska söng- og dansmærin Linda Lane mun syngja nokkur lög með undirleik hljómsveit- ar Árna Elfars. Síðan verður dansað og leikur hljóm- sveitin fyrir dansinum. Stjórnir félaganna skora á alla félagsmenn að sækja ársskemmtunina. — Aðgöngumiðar fást við innganginn og síðdegis á laugardaginn á Hótel KEA. — Samkvæmisklæðnaður ekki áskilinn. Á sunudaginn kl. 2 verður haldinn almennur fundur Framsóknarmanna og mun Hermann Jónasson flytja þar ræðu um stjórnmálaviðhorfið, en síðan verða frjálsar umræður. Þessi fundur verður að Hótel KEA og eru all- ir Framsóknarmenn velkomnir, bæði úr bæ og héraði eins og húsrúm framast leyfir. Koma Hermans Jónassonar er því skilyrði háð, að flugfært verði norður á laugardag. iÚ<H3<HKH><H><H><H><HKHKBSSHKBKH><H><H><HÍ<KHKBKHKH3<H><HKH3<tC DAGUR kemur næst út á regluleg- um útkomudegi, miðviku- daginn 25. nóvember. GJALDDAGI blaðsins var 1. júlí. — Léttið innheimtuna! Sendið afgr. áskrifíargjaldið! Vétskipið Edda fórst í ofviðrinu á inánudðgiiin og með því 6 ntenn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.