Dagur - 18.11.1953, Side 2
2
D A G U R
Miðvikudaginn 18.nóvember 1953
Ástcndið í alþjóðamálum kallar á nauðsynlegar
landvarnir, en reynslan sýnir þörf á breytingum
á framkvæmd gildandi samninga
Eins og skýrt var fra í síðasta
tbl., hefur ríksstjórnin nú til um-
ræðu uppkast að orðsendingu til
Bandaríkjastjórnar um breyting-
ar á varnarsamningnum. Þessara
tillagna hafði verið vænzt.
Það var vitað mól, að Framsókn-
arflokkurinn mundi beita sér fyrir
nýrri skipan sambúðarmálanna við
Bandaríkjamenn. Það hafði verið
boðað á síðasta flokksþingi. Blöð
flokksins höfðu gagnrýnt fram-
kvæmd samningsins og bent á
nauðsyn þess, að leyndarhulunni
væri svipt af þessum málum og
um þau rætt fyrir opnum tjöldum.
— Þegar Framsóknarflokkurinn
ákvað að taka þátt í núverandi
ríkisstjórn og taka við stjórn utan-
ríkismála, var augljóst, að tíðinda
mundi að vænta. Kom það raunar
þegar fram, er stjórnarsamningur-
inn var birtur. Þar var ákveðið að
endurskipuleggja stjórn varnar-
málanna og fela þau sérstakri
stjórnardeild, í stað þess sem áð-
ur var, er ýmsir þættir sambúðar-
málanna komu til kasta fleiri aðila.
Miðstjórn flokksins skipaði síð-
an sérstaka nefnd til þess að gera
tillögur um þær breytingar, sem
flokkurinn hafði áhuga fyrir, í ein-
stökum atriöum, og lagði nefndin
álit fyrir miðstjórnarfund 22. okt
sl. Var þar gengið endanlega frá
tillögum flokksins, og síðan hóf
utanríkisráðherra undirbúning að
samningum við Bandaríkin um að
fá breytingunum á varnarsamn-
ingnum fram komið. Er um þessi
mál fjallað í orðsendingu þeirri,
sem væntanlega verður send innan
skamms.
Breytingarnav sntia inh á við.
Gagnrýni sú, sem Framsóknar-
flokkurinn hélt uppi um varnar-
málin í tið fyrrv. ríkisstjórnar,
byggðist ekki á þvi, að talið væri
rétt eða fært að fá varnarsamning-
inn numinn úr gildi og hervarnir
landsir.s niður fel'dar.
Það var samhljóða vilji þing-
manna allra lýðræðisflokkanna, að
áska landvarna, þegar varnarsamn-
ingurinn var gerður,eins og það var
vilji þeirra að Island gerðist aðili
að Atlantshafsbandalaginu. Þessi
skoðun byggðist á hinu ótrygga
astandi í alþjóðamálum. Hvert rík-
ið af öðru hafði orðið heimsvalda-
stefnu kommúnista að bráð. Frið-
samar nágrannaþjóðir sáu sér
pann kost vænstan, að leggja fram
stórfellda fjármuni til landvarna
og að kalla unga menn til her-
þjálfunar, jafnframt því sem þær
feituðu samstöðu með öðrum lýð-
sama sakleysingja“, nokkurn byr
undir vængi í áróðri sínum. En
aðgætandi er, að mjög vafasamt er,
að þessi áróður hafi nokkuð fjölgað
þeim hóp sem í raun og sannleika
vill hafa landið óvarið. Það eru
sjálf sambúðarmálin, sem mörfju
fólki eru þyrnir í augum, og það
öngþveiti, sem stundum hefur virzt
ríkja í stjórn þessara máfa.
Tillögur Framsóknarmanna eru
miðaðar við að nema burt ástæð-
urnar fyrir þessari óánægju. Þær
snúa því inn á við. En utanríkis-
stefnan sjálf er óbreytt eins og
þörfin fyrir lándvarnir og aðild
íslands að Atlantshafsbandalaginu.
Meginefni tillagnanna.
I síðasta tbl. var rakið megin-
efni tillagna Framsóknarmanna.
Þær eru, auk þess að setja öll
sambúðar- og varnarmálin undir
eina stjórn í utanríkisráðuneytinu,
í aðalatriðum þessar:
1. Að framkvæmdum varnar-
liðsins sé þannig hagað, að ekki
þurfi að flytja inn erlent verka-
fólk vegna þeirra ,en jafnhliða sé
þó höfð full hliðsjón af vinnuafls-
þörf íslenzkra atvinnuvega á
hverjum tíma. Jafnframt sé lögð
áherzla á að haga framkvæmdun-
um þannig, að þær geti komið
þjóðinni að gagni til annars en
ræðisþjóðum um sameiginlegar
varnir.
I raun og veru var enginn mis-
munur á aðstöðu Islendinga og t.
d. Norðmanna í þessu efni annar
en sá, að Norðmenn höfðu sjálfir
möguieika til þess að taka að sér
landvarnir sínar, en við ekki. ís-
lendingar urðu því að taka þá ör-
lagariku ákvörðun, hvort þeir ættu
að láta land sitt óvarið með öllu
og opið til árása fyrir landræn-
ingjana, eða semja við vinveitt
stórveldi um að taka að sér varn-
irnar, og freista þess þannig að
fyrirbyggja að Island yrði her-
numið af heimsvaldasinnum ef að
syrti í alþjóðamálum.
Iiér var þó ekki aðeins um ör-
yggi Islands að tefla. Island í
höndum árásarríkis er hin mesta
ógnun við þjóðir Vestur-Evrópu og
Vesturálfu og siglingar á norður
höfum. Islendingar hafa lengi lif-
að í þeirri trú, að þeir mundu r, , „ .... , . , ,
! landvarna. Brottflutnmgur erlends
óáreittir af öllum í stórveldastyrj- ‘
öld og margir trúðu því, allt til
endaloka fyrri heimsstyrjaldar, að
okkur hafi í rauninni ekki verið
búin nein hætta af þýzkri árás.
En það er nú sannað með
skjölum, sem fundust í Þýzkal.
í þrotabúi nazista, að árás á ís-
land var einmitt á dagskrá áður
en Bandamenn tóku landið und-
ir sinn vemdarvæng.
Með hliðsjón af þessari sögu og
almennu ástandi í alþjóðamálum,
var varnarsamningurinn við
Bandaríkin gerður. Það er fullvíst,
að honum var ekki þröngvað upp á
Islendinga. Þeir urðu sjálfir að
ákveða, hvorn kostinn þeir völdu.
Og að sjálfsögðu verða þeir að
koma fram sem ábyrgir samnings-
aðilar við það stórveldi, sém kall-
inu hlýddi. Enda er ekki um það
að ræða, að breyta varnarsamn-
ingnum út á við. Enginn nema
kommúnistar treysta sér til að taka
sér í munn fullyrðingar um frið-
vænlegt útlit í heiminum eða telja
varnarviðbúnað lýðræðisþjóðanna
ástæðulausan. Þær vonir, sem
menn gerðu sér um batnandi
ástand eftir fráfall Stalíns, eru
flestar að engu orðnar og útlitið í
heiminum nú engu friðsamlegra en
það hefur verið síðustu árin.
Landvarnir hér eru því enn sama
nauðsyn og fyrr. Breytingar þær,
sem Framsóknarmnn beita sér
fyrir að fá fram, snúa inn á við, að
sambúðarmálunum og framkvæmd
samningsins hér á landi.Þessisamn
búoarmál og það, hvernig haldið
hefur verið á málunum af Islands
hálfu, hefur gefið öfgamönnum og
þeim, sem þeir sjálfir kalla „nyt-
verkafólks, sem nú starfar að fram-
kvæmdum fyrir varnarliðið verði
hafinn sem fyrst.
2. Að íslenzka ríkið annist gerð
og viðhald mannvirkja fyrir varn-
arliðið ,svo sem nú á sér stað um
vegagerð vegna fyrirhugaðra rad-
arstöðva.
3. Að varnarsvæðin verði skipu
lögð þannig, að dvalarsvæði varn-
arliðsins og útlendra manna
þjónustu þess verði svo glöggt að-
greind frá dvalarsvæðum íslenzkra
starfsmanna, að auðveldara verði
um eftirlit með mörkum þessara
svæða.
4. Að settar verði reglur um
leyfisferðir varnarliðsmanna utan
samningssvæðanna, enda gildi
þær reglur einnig um erlenda
verkamenn, sem dveljast á vegum
varnarliðsins. Reglur þessar miði
að því að hindra óþörf samskipti
landsmanna og varnarliðsins og
takmarki dvöl þess við þá staði,
sem það hefur til afnota.
5. Að athugaðir verði möguleik-
ar é, að Islendingar annist fyrir
varnarliðið starfrækslu fyrirhug-
aðra radarstöðva, — svo og önnur
tiltekin störf í sambandi við varn-
irnar — enda verði hafinn undir-
búningur að sérmenntun íslenzkra
manna í því skyni, eftir því sem
með þarf.
Stutt greinargerð.
Rétt þykir að skýra nokkru nán-
ara einstaka liði í élyktunum mið-
stjórnarinnar:
Fyrsti Hðurinn fjallar um það,
að erlendir verkamenn, sem vinna
hér aö gerð mannvirkja í þágu
hersins, verði fluttir úr landi, en
þó verði ekki fleiri íslendingar
ráðnir til slíkra starfa en þörf ísl.
atvinnuvega leyfir. Af þessu mun
leiða, að umræddar framkvæmdir
munu taka nokkru lengri tíma en
ráðgert hefur verið. Slíkt er í sam-
ræmi við það, sem gert hefur ver-
ið annars staðar og byggt er á
þeirri skoðun, að yfirvofandi
stríðshætta sé nú tæpl. eins mikil
og hún var um skeið, þótt hún
gæti fljótt aukizt aftur, ef dregið
væri úr þeim vörnum, sem nú eru.
Annar liðurinn fjallar um það,
að íslenzka ríkið talci að sér að sjá
um alla gerð og viðhald mann-
virkja Þþágu varnanna. Af þessu
myndi m. a. leiða, að Hamilton-
félagið hætti hér störfum. Ogerlegt
er að hafa nægilegt eftirlit með
þessum framkvæmdum, nema yf-
irstjómin sé í höndum íslenzks að-
ila og kemur þá ekki annar til
greina en ríkið sjálft. Hér er nær
eingöngu að ræða um húsabygg-
ingar, flugvallargerð og vegagerð
og getur íslenzka ríkið ekki síður
annast slíkar framkvæmdir fyrir
varnarliðið en fyrir sjálft sig.
Þriðji liðurinn þarfnast tæplega
skýringa.
Fjórði liðurinn fjallar um það,
að settar verði reglur, er takmarki
dvöl varnarliðsins við samnings-
svæðin. Engar slíkar reglur eru nú
til, nema þær, sem herinn sjálfur
kann að hafa sett, og er því nauð-
synlegt, að um þetta atriði verði
gerðir glöggir samningar.
Fimmti liðurinn er um athugun
á því, að Islendingar annist sjálfir
gæzlu radarstöðvanna og er þá að
sjálfsögðu átt við það, að íslend-
ingar taki að sér þessa gæzlu, ef
athugunin sýnir, að það er vel
framkvæmanlegt. Þá er í þessum
lið einnig gert ráð fyrir viðtækri
athugun eða þeirri, að Islendingar
taki að sér gæzlu herstöðvanna að
mestu eða öllu leyti, ef friðarhorf
ur glæddust svo, að erlends hers
þætti hér ekki þörf.
Samningarnir við Bandaríkin.
ÚR ERLENDUM
Til þess að koma fram áður-
greindum ráðstöfunum þarf samn
inga við Bandaríkinmenn. Utan
ríkisráðherra hefur í undirbúning
að slíkar viðræður verði hafnar.
eins og áður segir. Ríkisstjórnin
hefur nú til athugunar uppkast að
orðsendingu. er ráðherrann hefur
samið, og hugsað er sem grund-
völlur væntanlegra samninga.
Bandaríkjamenn hafa jafnan í
samningum við Islendinga sýnt, að
þeir hefðu fullan skilning á sértöðu
þeirra. Þvi má telja víst, að þessir
samningar muni takast farsællega
og tryggja áfram góða sambúð ís-
lendinga og Bandaríkjamanna.
Framkvæmd þessara tillagna
mundi áreiðanlega verða til bóta.
Þegar verður þess vart, að ýmsir
„vildu Lilju kveðið hafa“, og þykj-
ast hér hafa lagt á ráðin. Jafnvel
Þjóðvarnarliðar og kommúnistar
þykjast hér hafa lagt hönd að
verki! En þessir aðilar hafa ekkert
lagt til þessara mála annað en að
reyna að skapa úlfúð og tortryggni,
auk þess sem afstaða þeirra til
stöðu íslands í ófriðvænlegum
heimi einkennist af fullkomnu
ábyrgðarleysi.
(Framhald á 11.. síðu).
BLOÐUM
)anskur menntamaður
ritar um handritamálið
Kunnur dankur menntamað-
ur, prófesor Hans Brix, birti 3.
þ. m. grein um handritamálið í
Berl. Aftenavis í Kaupmanna-
höfn. Er þar haldið á málinu á
fremur einkennilegan hátt. —
Meginefni greinar prófessors-
ins er á þessa leið:
Nú dregur senn til úrslita í ís-
lenzka handritamálinu. Gamall og
trúr þjónn og elskhugi hinnar norsk
íslenzku skáldmenntar telur því að
hann verði að flýta sér, ef rödd
hans á að heyrastíumræðunumum
málið og hann vill gjarnan þar með
tryggja samvizku sína fyrir iðrun
síðar meir. Spurning um, að hve
miklu leyti Islendingar hefðu laga-
lgan og siðferðilegan rétt til end-
urheimtar handritanan, hefur verið
rannsökuð og íhuguð vandlega.
Það er mín skoðun, og moirihluta
kunnáttumanna í Danmörk, og hún
byggð á nékvæmri athugun, að Is-
land hafi elcki lagalegan rétt til
handritanna, og frá tilfinningahlið
málsins verður ekki séð að við höf-
um neina jákvæða ástæðu til þess
að gefa þeim ritin. Þau eru eign
danska ríkisins eftir þeim lögmál-
um, sem gilda um allan heim um
svipuð tilfelli. Nú má telja sam-
band landanna mjög vinsamlegt,
nánar tiltekið, milt temprað. Hinn
óvænti skilnaður íslands frá móð-
urríkinu hefur ékki skilið eftir
ólæknandi sár eða varanleg mis-
smíði hér hjá okkur. En þao eru
engar ástæður fyrir hendi, sem
knýja okkur til að koma með fang-
ið fullt af gjöfum, enda þótt óskir
komi fram um það. Allt mælir hér
með frestun. Látum þá stund
renna upp, að það verði ómenguð
gleði fyrir Danmörk, að verða við
brennandi ósk íslendinga um
þetta. . . . Danmörk er litið land.
Ef maður lítur á hnattlíkan eða
landabréf verður manni á að hlæja.
.... En hér eigum við við þjóð,
sem er ennþá minni. Eg minnist þá
sársauka, sem í mörg, þung ár
þjáði okkur. Þeir ungu þekkja ekki
hjartasorg okkar. . . . Vonin um að
fá Norður-Slésvík aftur spratt af
5. grein friðarsamningsins í milli
Prússlands og Austurríkis 1866.
Loforðið var þar, en það var ekki
gefið okkur. En svo var ákveðið að
þurrka þessa grein út. Það var
beizkur bikar ,en við vorum smáir
og vanmáttugir. Við gátum ekkert
gert, en sviðinn sat í sárinu. . . .
Þegnr við minnust þessa sársauka
vegna aðgerða stórra landa í suðr-
inu. varpar það ljósi á aðstöðu ís-
Iands og Danmerkur í sambandi
við handritin. I>á skilst manni, að
við erum nú, í þetta sinn, stóra
rlkið í suðrinu, og til þessa stóra
ríkis beinir litla ríkið óskum um
skilningá þessu hjartans máli þjóð-
arinnar. Því að þessi dýrmætu
handrit cru meira cn textinn sjálf-
ur. Hann getum við skoðað af ljós-
myndum. Þau eru lýsandi vottur
um andlega auðlegð fortíðarinnar
meðal fátækrar þjóðar, langt frá
þjóðlciðum Evfopfir érTýfír ki áfta-
verk eru hér varðveitt og geymd í
(Framhald á 11 siðu).