Dagur - 18.11.1953, Síða 4
D AGUR
Miðvikudaginn 18.nóvember 1953
4
Náttúrugripasafnið á Akureyri
eftir Sigurð Þórarinsson jarðfræðing
Ur bænum:
Sýiiing á verknin Ingvars Háuks
Stefánssonar opniið á sunnudaginn
f síðasta hefti „Náttúrufræð-
ingsins“ ritar ritstjórinn, Sig-
urður Þórarinsson, jarðfræðing
ur, grcin um náttúrugrpasafnið
hér. Greinin sýnir vel
hverja skoðun náttúrufræð-
ingar hafa á slíkri starf-
semi, sem hér er hafinn, og er
hún því endurprentuð hér.
Meira en ár er nú liðið síðan
opnað var safn náttúrugripa í húsa-
kynnum slökkvistöðvarinnar á Ak-
ureyri. Það er því mál til komið,
að þessa atburðar sé að einhverju
getið í Náttúrufræðingnum. Hér er
lim að ræða atburð, sem hlýtur að
gleðja hvern þann, er ann íslenzkri
náttúru og hefur áhuga fyrir auk-
inni náttúruþekkingu landsmanna,
og forsaga þessa nýja safns er
vel þess verð að henni sé á lofti
haldið. Afsökun mín fyrir því, að
hafa ekki getið þessa safns að
neinu í Náttúrufræðingnum í
minni ritstjórnartíð er sú ein, að eg
dró að skrifa um það, þar til eg
hafði skoðað það með eigin augum,
og það varð ekki fyrr en nú í sum-
ar, en safnið var opnað í ágúst-
byrjun sumarið 1952.
Náttúrugripasafnið á Akureyri
á tilkomu sína að langmestu leyti
að þakka tveimur mönnum, Akur-
eyringunum Kristjáni Geirmunds-
syni og Jakobi Karlssyni. Kristján
Geirmundsson er löngu orðinn
kunnur víða um land fyrir framúr-
skarandi natni í að stoppa upp og
setja upp fugla. Veit eg ekki betur,
en að hann sé sjálflærður í þeirri
iðn, en hann hefur náð í henni svo
mikilli hæfni, að aðdáun vekur er-
lendra sérfræðinga, er séð hafa
handaverk hans. Slík hæfni næst
ekki nema með miklu námi í nátt-
úrunnar ríki og næmu auga fyrir
náttúrunnar fyrirbærum, enda hef-
ur Kristján verið náttúruskoðari
frá blautu barnsbeini.
Forsaga safnsins, sem hér er
rakin að mestu samkvæmt upplýs-
ingum frá Kristjáni, hefst með því,
að Jakob Karlsson, forstjóri Eim-
skipafélagsins á Akureyri, sem er
áhugamaður mikill um fugla- og
dýralíf okkar lands, tók að kaupa
fugla, uppsetta af Kristjáni, á ár-
unum næstu eftir 1930, og kom
sér upp talsverðu safni íslenzkra
fugla. Jafnframt safnaði Kristján
fuglum og eggjum fyrir sjálfan sig.
Þetta safn Kristjáns keypti Jakob
svo í þeim tilgangi að slá báðum
söfnunum saman og hafa til sýnis
fyrir almenning. En nú kom til
sögunnar sá sami draugur, er verið
hefur frá öndverðu versti þrándur
í götu eðlilegrar þróunar náttúru-
gripasafnsins í Reykjavík, nefni-
lega húsnæðisvandræðin. Jakobi
tókst ekki að fá neitt húsnæði fyrir
þetta sameinaða safn, og var Krist-
jáns safn því um sinn áfram í
vörzlu hans, en þar kom, að hann
varð einnig að losa sig við það
vegna húsnæðisvandræða og var
það þá pakkað niður í trékassa og
flutt í vöruafgreiðslu Eimskipa-
félagsins á Akureyri. Þar lá það í
nokkur ár, meðan árangurslaust
var reynt að fá húsnæði undir það,
og lá þar undir skemmdum, því að
trékassarnir gisnuðu og munimir
rykféllu. Þá var það ,að forráða-
mönnum Dýravendunarfélags Ak-
ureyrar datt það í hug, að fá safn-
ið lánað hjá Jakobi og efna til sýn-
ingar á því til ágóða fyrir starf-
semi sína. Var safnið þá flutt heim
til Jakobs og fór Kristján þar yfir
það allt, lagfærði og hreinsaði.
Síðan var sýning haldin á því í
Barnaskóla Akureyrar síðari hluta
febrúarmánaðar 1951. Um 4000
gestir sóttu þessa sýningu, og er
það furðulega mikil aðsókn, þegar
þess er gætt, að vegna einstakrar
ófærðar um þetta leyti sakir stór-
hriðar og fannkyngi gátu ekki aðr-
ir en Akureyringar sótt sýninguna.
Eftir sýninguna var safnið flutt til
Jakobs og gaf hann það þá form-
lega Akureyrarbæ en enn sem
fyrr var ekkert pláss fyrir það, og
var það í vörzlu Jakobs fram á vor
1951. Þá var það flutt í barnaskól-
ann, og skyldi geymt þar meðan
verið væri að útbúa pláss fyrir það
í nýbyggðu húsi slökkvistöðvar
bæjarins. Þetta pláss var þó aðeins
hálffrágengið um haustið, er rýma
varð barnaskólann, skápalaust og
ómálað, og annað eftir því, en ekki
var nú í annað hús að venda. Ak-
ureyrarbær veitti fé til nauðsyn-
legrar skápagerðar og annarra að-
gerða á húsnæði safnsins og var
það svo, sem fyrr getur, opnað al-
menningi í ágústbyrjun 1952.
Hafði það þá verið flutt 6 sinnum
síð'an það fór úr húsi Kristjáns, og
er furða hversu óskemmt það hef-
ur komizt út úr þessum hrakning-
um. Nú er Kristján vörður safnsins
og eru þau laun, sem hann fær fyr-
ir það starf, þeygi há.
Eg skoðaði safnið hjá Kristjáni
síðastliðið sumar og var ekki laust
við að eg öfundaði hann, er eg leit
yfir salinn hans og hugsaði til
þeirrar rykföllnu ruslakistu, sem
ber nafnið Náttúrugripasafnið í
Reykjavík. Safnið er, eins og fyrr
getur, til húsa í slökkvistöð Akur-
eyrar, en hún er á Oddeyri, rétt
hjá gistihúsinu Norðurland, og er
það því hin ákjósanlegasta lega.
Ekki eru húsakynni stór, einn sal-
ur, 5.5x8.0 m., en salurinn er sæmi-
lega hár til lofts og hinn vistlegasti
og snyrtilegur frágangur á öllu þar
inni. Með veggjum eru nú 4 skáp-
ar, 1.6x1.8 m., og er rúm fyrir
nokkra fleiri, en yfir veggskápun-
um er yfirlitsmynd (panorama)
máluð af Elísabetu Geirmunds-
dóttur ,systur Kristjáns, og sýnir
hún helztu gerðir norðlenzks lands-
lags.. Á gólfi er eitt sýningarborð,
2.0x1.3 m., og þunnur glerskápur
ofan á, en skúffur undir. Smíði
borða og skápa er mjög vönduð
og hirzlurnar allar rykþéttar.
Veigamesti og verðmætasti hluti
safnsins er fugla- og eggjasafnið.
Eru þar nú um 85 tegundir fugla
og 70 tegundir eggja, margar
þeirra heilhreiður. En fuglarnir yf-
irleitt mjög vel uppsettir og sama
er að segja um dýr, sem þarna eru:
seli, refi, mink og nokkur fleiri. Þá
er og vísir að steinasafni og nokk-
uð er af öðrum munum til sýnis og
enn aðrir, sem ekki er hægt að
sýna fyrr en hirzlukostur safnsins
hefur aukizt.
Er eg var á Akureyri síðastliðið
sumar, heyrði eg það kvisast, að
flytja ætti safnið úr þessum húsa-
kynnum og jafnvel, að það ætti að
koma því fyrir í timburhúsi. Eg
vona, að þessi kvittur eigi ekki við
rök að styðjast. Það fer vel um
safnið, þar sem það er nú, það hef-
ur þar vaxtarskilyrði næstu árin,
ef hirzlukostur þess verður aukinn,
og það er á aðgengilegum stað í
bænum. Að flytja það í timburhús
nær ekki nokkurri átt. Vonandi
fær það því að vera þarna í friði,
þar til Akureyrarbær útvegar því
stærra húsnæði í steinhúsi. Þetta
safn hefur það mikla fræðandi og
uppeldislega þýðingu fyrir æsku-
lýð Akureyrar og nærsveitir, að
bærinn sér vonandi sóma sinn í því
að sýna því einhverja art.
Rúllupylsuslög
fást hjá okkur.
KJÖTBÚDIR KEA
Ránargötu 10. Sími 1622.
Hafnarstræti 89. Sími 1714.
Súr hvalur
súrt slátur
nýtt slátor
á kvöldborðið
KJÖTBÚÐIR KEA
Hafnarstræti 89. Sími 1714.
Ránargötu 10. Sími 1622.
NÝK0MIÐ:
Mikið úrval af skó-
fatnaði
barna, kvenna og karlm.
Innlent og útlent.
Gerið jólainnkaupin
hið fyrsta!
Hvannbergsbræður
Skóverzlun.
Dömur athugið!
Fyrir heimasaum:
Klæði beltissylgjur og
hnappa, kósar settir á
belti í
Gránufélagsgötu 11.
Geymið auglýsinguna.
S t ú 1 k a
óskast í vist 1—3 mán.
Afgr. vísar á.
Ingvar Haukur Stefánsson and-
aðist hér í bænum í sl. marzmánuði
og með honurn hvarf héðan sér-
kennilegur og merkur listamaður,
sem aldrei hlaut verðskuldaða við-
urkenningu samtímans. Hann starf-
aði hér um 20 ára skeið við málun
og skreytingu húsa og annað hand-
verk, en það var kunnugt, að hann
var einnig mikilhæfur listmálari,
enda þótt lífskjörin veittu honum
aldrei tækifæri til þess að verja
miklum tíma til listsköpunar. Þó
er til eftir hann mikið af oliumál-
verkum, vatnslitamyndum og teikn-
ingum. Munu fáir hafa átt þess kost
að sjá það allt, en nú hafa nemend-
ur hans og vinir hér á Akureyri
hafizt handa um að kynna list hans
með sýningu, er opnuð var í gömlu
bæjarstjóraskrifstofunum í Sam-
komuhúsinu á sunnudaginn var.
Verður -sýningin opin til 30. nóv-
ember n. k.
MARGT MANNA var saman
komið í sýningarsölunum, er sýn-
ingin var opnuð síðdegis á sunnu-
daginn. — Björgvin Guðmúndsson
tónskáld opnaði sýninguna með
stuttri ræðu og flutti þakkir þeim,
sem forgöngu höfðu um að koma
henni upp og þeim, er lánað hafa
myndir til sýningarinnar. Alls eru
þarna 125 myndir, og hafa ýmsir
aðilar lánað þær til sýningarinnar
auk þess, sem frú Ásta Jósefsdóttir,
ekkja listamannsins, hefttr lánað
þær myndir, sem hann átti sjálfur.
Langflestar myndirnar eru olíu-
málverk, og það vekur sérstaka at-
hylgi, hve mikla rækt hann liefur
lagt við andlitsmyndir, bæði af sam-
tímamönnum og sögupersónum. —
Þarna eru, auk mynda af kunnum
samborgurum og samtímamönnum,
hugmyndir af fornfrægum persón-
um, Skarphéðni, Þorgeiri Ljósvetn-
ingagoða, Snorra Sturlusyni og
Gretti, auk mynda úr þjóðsögum.
Þá eru margar rnyndir, sem hann
mun hafa málað, meðaii hann
dvaldi langvistum í Vesturheimi,
m. a. teikningar, er hann mun liafa
gert, er hann sótti myndlistarskóla
þar vestra. Meðal nýjustu mynda
hans munu vera vatnslitamyndir
nokkrar, og eru flest mótívin liéðan
NÝKOMINN AFTUR
„VETTEX"
S V AMPKLÚTURINN.
Hægri hövd húsmóðurinnar.
Axel Kristjánsson h.f.
Brekkugötu 1, sími 1356.
NÝKOMIN AFTUR
hin margeftirspurðu
rPROMETHEUS'
sfraujárn
rafvirkjar fullyrða, að þau séu
búin betri hitastiUi en nokkur
önnur tegund straujárna.
1 ÁRS ÁBYRGÐ
Axel Kristjánsson h.f.
Brekkugötu 1, sími 1356.
úr Eyjafirði. Þessar myndir vekja
ekki sízt athygli á sýningunni. Þær
eru í björtum litum og yfir þeim
léttur blær, og vafalaust er, að hinn
látni listamaður hefur haft gott
vald á þessari listgrein. Maður
saknar þess, að þessar myndir skuli
ekki vera fleiri. Olíumálverk Hauks
bera vott um kunnáttu og ótvíræða
listamannshæfileika. Þau eru sum
stórbrotin, bera vott um sjálfstæða
skapgerð og sköpunarmátt.
HÉR ER annars ekki ætlunin að
dæma list Hauks Stefánssonar. En
það er fullvíst, að með því að sækja
þessa sýningu, eiga bæjarmenn þess
kost að kynnast sérstæðum persónu-
leika, sem lengi dvaldist í meðal
þeirra. Er það eitt ærin ástæða til
þess að dvelja um stund á sýning-
unni. En auk þess eru myndir
Hauks auðskiljanlegar liverjum
manni. Þær eru ekki í umbúðum
,,isma“ eða kreddu. Menn kann að
greina á um, hversu vel liann hafi
levst ýmis verkefni af hendi, en
hitt er augljóst, að sú lausn, sem
hann sýnir á liverju verkefni, er
sjálfstæð og persónuleg og nokkurt
brot af manninum sjálfum.
Gæsadúnn kr. 196 kg.
1. flokks yfirscengurdúnn.
Hálfdúnn kr. 64.50 kg.
Dúnhelt léreft
blátt, gult bleikt hvítt.
Kr. 31.00 vtetrinn.
Fiðurhelt léreft
kr. 13.50 m
Sængurveradamask
Sendmn gegn póstkröfu
wn land. allt.
Verzl. Eyjafjörður h.f.
BÆNDUR
Höfum fyrirliggjandi:
Kúafóður — amerískt
Hænsnafóður:
Blandað korn.
Kurlaðan mais.
Verzl. Eyjafjörður h.f.
NÝKOMINN:
„Silver Ouick"
Hinn undursamlegi silfurgljái.
Nœgir að bera hann á, eða dýfa
í hann því sem fægja á.
Axel Kristjánsson h.f.
Brekkugötu 1, sími 1356.
TEKNAR UPP í DAG
ýmsar nýjungar af
Plasf vörum
Axel Kristjánsson h.f.
Brekkugötu 1, sími 1356.