Dagur - 18.11.1953, Síða 6

Dagur - 18.11.1953, Síða 6
6 D A G U R Miðvikudaginn lS.nóvsmbcr 1953 DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa 1 Hafnarstræti 88 — Sími 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 50.00. Gjalddagi er 1. júlí. Prentverk Odds Björnssonar h.f. Sjúkrahús og flokkskredda í BLAÐI Alþýðuflokksins liér er í gær tekinn upþ þráðurinn úr Alþýðublaðinu í Reykjavík um sjúkra- húsmál, og gætir þar sama yfirlætis og í sunnanblað- inu, sem skoraði á þá, „sem hæst hafa galað fyrir kosningar um jafnvægi í byggð landsins", að ganga fram og lýsa fullum stuðningi við frumvarp Hanni- bals Valdimarssonar um ríkisrekstur sjúkrahúsa. — Kvartar Alþýðumaðurinn yfir því, að þögn ríki um málið hér nyrðra, nema livað Dagur hafi „lítilsháttar nartað í frumvarpið" í sl. viku. Vill blaðið, að „al- menningur rísi upp“ og sameinist um })á kröfu til alþingis, að samþykkja frumvarp Alþýðuflokks- manna. Það er ekki um að villast, að Alþm. ætlast til þess að lesendur skilji, að Alþýðuflokkurinn einn liafi áhuga fyrir breyttu skipulagi í rekstri sjúkra- liúsa, hinir annað tveggja þegi alveg um málið, eða „narti lítillega" í það. — Þessi málflutningur er ó- skammfeilinn í meira lagi. Það er ekkert leyndarmál, að almennnur vilji hefur verið til þess úti um landið, og ekki sízt liér í byggð, að breyting yrði á stefnu ríkisvaldsins gagnvart rekstri sjúkrahúsa. Hér í blað- inu hefur núverandi skipan verið harðlega gagnrýnd livað eftir annaðl Forráðamönnum heilbrigðismála í höfuðstaðnum mun lieldur ekki hafa verið ókunn- ugt um það, að hér var áhugi fyrir því, að ríkið tæki að sér rekstur nýja sjúkrahússins. Sú leið, sem farin er í frumvarpi því um styrk til sjúkrahússins, sem spratt af vfðræðum sendimanna Akureyrarkáujsstaðar við heilbrigðismálaráðherra, var vissulega ekki eina leiðin, sem til mála kom, að áliti manna hér, en á hitt varð að líta, hverju var unnt að fá framgengt. Hér í blaðinu var í sl. viku varpað fram þeirri spurn- ingu, hvort landlæknir væri nú orðinn fylgjandi al- ntennum ríkisrekstri sjúkrahúsa. Nærri stendur Al- þýðuflokknum að svara, en engin viðleitni er til þess í yfirlætislegri grein Alþýðumannsritstjórans í gær. Ríkisrekstur sjúkrahússins hér hefur til þessa rekið sig á einbeitta andspyrnu valdamikilla aðila í höfuð- staðnum, sem Alþýðuflokksmönnum ætti að vera vel kunnugt um, og því hefur ekki verið lagt kapp á að tefla hugmyndinni fram, meðan mestu máli skipti í svipinn að finna rekstursgrundvöll fyrir sjúkrahúsið hér, sem senn er tilbúið að taka til starfa. — Þegar bent var á þá leið hér í blaðinu fyrir meira en ári, að eðlilegt og réttlátt væri að ríkið annaðist rekstur spítalans eins og Landspítalans, eða í annan stað að Tryggingastofnunin gerði það, bar ekki á því að Al- þýðumaðurinn skoraði á almenning að „rísa upp“ til þess að fylgja málinu fram. Þá fyrirfannst ekki gusturinn í þeim lierrum til styrktar „jafnvægi í byggð landsins" eða „rétti landsbyggðarinnar", þótt nú ætli allt um koll að keyra að einskærum áhuga á málinu. Að þessari forsögu athugaðri er það ekkert undrunarefni, þótt almenningur þjóti ekki upp til handa og fóta að lýsa stuðningi sínum við frumvarp Alþýðuflokksmanna eða leggi trúnað á þá sögn, að forustumenn hans allir séu lialdnir miklum áhuga og sterkri réttlætiskennd. ÞAR Á OFAN er svo það, sem bent var á liér í sl viku, að írumvarp það, sem Alþýðuflokksmenn hafa lagt fram, er gallað og ekki líklegt til þess að verða neitt sameiningartákn. Þeir hafa kosið að flækja þetta mál í flokkskreddum sínum með því að leggja til að gera fjórðungssjúkrahúsin að deildum Landsspítalans. Það er gamla sagan, að nefnd eða ráð þar syðra á að stýra öllum mál- efnum. Það er blátt áfram fjarstæða að gera ráð fyrir því, að stjórn Landspítalans í Reykjavík sé betur hæf til þess að stýra málefnum sjúkrahúsa úti á landi en stjórnar- nel'nd heimamanna. Líklegasta leið til þess að tryggja hagkvæman rekstur og jafnrétti í aðbúnaði, er einmitt að gera slíkar stofnanir sjálfstæðar, enda njóti þær sömu réttinda að lögum og Landspítal- inn. — Alþm. lullyrðir í gær, að það mundi engin áhrif hafa á rekstur sjúkrahússins, að stofnuninni væri fjarstýrt frá Reykjavík, en ekki munu þeir, sem að jafnaði þurfa að sækja leyfi og ráð til nefnda þar, liklegir til þess að fallast á þá skoð- un. Enda mun það rétt vera, að allt, sem blaðið telur upp til stuðn- ings flokkskreddu-fyrirkomulaginu, er í reyndinni rökstuðningur um liið gagnstæða. — Það er víst, að deildaskipting Alþýðuflokksmanna mundi hafa mikil og óheillavænleg j áhrif á reksturinn, og jafnréttisað- stöðu sjúkrahúsanna væri og með henni teflt í liættu. í Alþýðum. er heldur ekki að finna neinar rök- serndir gegn þeirri skipan, sem flestum hér um slóðir mun finnast miklu eðlilegri og heilbrigðari, ef út í þessa sálma verður á annað borð farið: að sjúkrahúsið hér verði starfrækt af ríkinu, en lúti stjórn nefndar heimamanna, sent til þess væri skipuð. Skrif Alþrn. virðast benda til þess, að ekki sé að vænta frá Alþfl,- mönnum neinna breytinga í þessa átt á fram komnu frumvarpi. Ef svo er, mun lengi þurfa að bíða þess, að fólkið i landinu „rísi upp“ nteð Alþýðuflokksblöðunum til að krefjast þess, að stofnanir, sem nú lúta stjórn kjörinna fulltrúa þess, verði iagðar undir nefndir í liöfuð- staðnum. FOKDREIFAR < Góðgerðarstarfsemi eða hvað? ER DAGSRÁRFÉ ríkisútvarps- ins notað sem eftirlaun eða kaup- uppbót handa starfsmönnum stofn- unarinnar? Spurningin vaknar þeg- ar menn fylgjast með því, hvernig dagskrárstjórnin ráðstafar mikil- vægum dagskrártíma, barnatímun- um. Ekki verður séð, að barna- tíminn, sem fluttur var sl. sunnu- dagskvöld hafi þjónað neinum öðrum tilgangi en vera einhvers konar fjármunaleg uppbót fyrir gamlan starfsmann ríkisútvarpsins. Hann átti lítið eða ekkert erindi til barnanna , í undirbúning hefur engin vinna verið lögð. Hins vegar hefur útvarpið væntanlega greitt umsjármanni fullt gjald fyrir og maður verst ekki þeirri hugsun, að það hafi verið aðalatriðið. Skal nú dagskrárþætti þessum lýst, svo að menn sjái svart á hvítu, hver upp- lyfting hefur verið að honum fyrir börnin í landinu: Fyrst var grammófónplata, Humoresque eft- ir Dvorak, mjög þekkt lag, sem út- varpið hefur leikið hundrað sinn- um við önnur tækifæri. Þá er lesin upp saga, þá leikið hljómsveitar- lag, þá lesin önnur saga, löng og fremur þreytandi, síðan leikin grammófónplata. Loks lesin þjóð- saga og síðan leikin tvö lög á grammófóninn til þess að fylla út í tímann. Búið. Hvergi var lífs- mark með þessum dagskrárlið. Þarna var engin viðleitni til að skemmta börnum né fræða þau, ekkert persónulegt framlag til upp- lyftingar, engin sérkenni nema drumbshátturinn. Svona dagskrár- liðir eru þeirri virðulegu ríkisstofn- un til skammar. Ef starfsmenn stofnunarinnar þurfa bitling eða eftirlaun, þá verður að veita þeim þann munað á annarra kostnað en yngstu hlustendanna. ingar og lasta. Því að ekki var snef- ill af list í því, sem þessar útlendu píkur sýiidu á þessari svokölluðu kabarettsýningu, lieldur skak fram og aftur með líkamann, sem endaði með því, að önnur þeirra stóð nær því alstrípuð fyrir framan áhorf- endur og valdi drukkna menn til að kljást við. Ef svo er, að Góð- templarareglan standi að þessari lieimsókn hingað, þá vcitir ekki af að almenningur slái varðborg um Varðborg templara og stennni í eitt skipti fyrir öll stigu fyrir því, að þetta endurtaki sig. Kvnnir skemmtiatriða var Baldur Georgs, og sýndi hann, eða ætlaði að sýna, einhvers konar töfrabrögð, en þau voru nauðaómerkileg. Svo kem eg að ræktunarráðunaut Reykjavíkurbæjar. — Hann virtist vera framkvæmdastjóri fyrir þessari ferð „gestanna" liingað. Eg held, að honum hefði verið sæmra að sitja kyrr syðra. Að síðustu tók svo Hótel KEA þetta fólk upp á arma sína (í fyrra- kvöld). Eg held, að það hefði verið sæmra fyrir hótelið að hafa salina lokaða, en að sýna þar þessa villi- mennsku. Inngangseyri að þessum var svo sem stillt í hóf, aðeins kr. 30.00! Þótt Góðtemplarar hafi ekki beð- ið urn þessa skemmtikrafta hingað, þá er það lítil afsökun, því þeir eiga eins og aðrir að vita, hvers konar skemmtanir það eru, sem fólki er boðið upp á að sjá." Forstöðumaður Varðborgar liefur skýrt blaðinu svo frá, að húsið hafi verið leigt til þessa skemmtana- halds, en hvorki það né templarar hafi staðið fyrir „kabarett" þessum né hafi hann verið á þeirra vegum. Sama máli mun gegna um Hótel KEA. Góð barnaskenimtun. Eftirfarandi bréf hefur blaðinu borizt: Bréf um „Skemmtikrafta‘‘ Bæjabúi skrifar blaðinu: „Mig langar til að biðja þig, rit- stjóri góður, fyrir nokkrar línur viðvíkjandi komu hinna „innlendu og erlendu gesta“ frá höfuðborginni hingað til Akureyrar um síðustu hclgi. Og þá vil ég spyrja Góð- templara hér, hvort þessir gestir hafi komið á vegum þeirra? Því ég vil tæpast trúa, að þeir byrji svo starfrækslu sína í Varðborg, sem ég hefi álitið að ætti í senn að vera lyftistöng fyrir menningu og sið- semi æskunnar hér, en ekki að skapa henni innsýn í lieim spill- „UNDANFARNAR tvær helg- ar hafa verið barnaskemmtanir í Alþýðuhúsinu, þar hafa ungir og áhugasamir leikarar sýnt ævintýra- leikinn Grámann í Garðshorni eft- ir Stefán Jónsson kennara í Rvxk. Þetta er ósvikinn barnaleikur og ættu foreldrar að leyfa börnum sínum að sjá þennan leik, er það heldur hollara fyrir börnin að sjá hann en margt af þeim bíómynd- um sem börnum eru sýndar. N. k. sunnudag mun leikurinn verða sýndur í síðasta sinn, og auk þess verður fleira til skemmtunar við hæfi barna og verður það auglýst með götuauglýsingum. — Sam- komugestur." í síðasta'blaði var rætt um tízkusýninguna og kjól- unum, sem sýndir voru, lýst með nokkrum orðum. En sjón er sögu ríkari og því eru hér myndir af 3 kjól- um. Þeir eru eins og aðrir kjólar, sem sýndir voru, frá saumastofu Margrétar Steingrímsdóttur á Akureyri. Fyrsta mynd- in er af brúðar- kjólnum. Þetta er, eins og myndin sýnir, hálfsíður brúð- a%kjóll — en slíkir kjólar eru mjög í tízku, sérstaklega á mjög ungar stúlkur. Eru þá höfð við hann stutt slör eða hvítar kollur með slöri. — Þessi kjóll 'kostaði kr. 587. Unga stúlkan, sem ber kjólinn, er frk. Ragna Ragnars og var henni óspart klappað lof í lófa á sýning- unni. Næsta mynd sýnir fallegan, stuttan kjól, úr b 1 á sanseruðu, þykku silki. Mjög vítt pils. Þessi kjóll kost- aði kr. 530. — Unga stúlkan, sem sýnir kjói- inn, er frk. Sig- urlaug Jakobs- dóttir. Kjóllinn sýnist lítið eitt síðari á mynd- inni en hann er í raun og veru vegna þess að ungfrúin lýtur aðeins áfram, er að hneigja sig fyrir áhorf- endum, sem klöppuðu óspart og létu í ljósi ánægju sína yf- ir fallegum kjól og látlausri og fallegri fram- komu. Þriðja og síð- asta myndin sýnir pils og blússu. Blússan sem er síð, er úr röndóttu , g e r fiullarefni, en pilsið svart, úr nylon-gaber- dine. Stúlkan, sem sýnir kjól- inn, er frk. Mar-x ía Jónsdóttir, og var henni klappað lof í lófa, sem öðr- um, er þarna komu fram- (Frh. á 11. s.).

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.