Dagur - 18.11.1953, Síða 7

Dagur - 18.11.1953, Síða 7
Miðvikudaginn 18.nóvember 1953 DAGUR 7 Gunnari Gunnarssyni fagnað í Danmörk efíir 11 ára fjarvisfir frá bókamarkaðinum Skáldsagan „Sálumessa66 kom út hjá Gyldendal fyrir skömmu síðan - fær lof gagnrýnenda ERLEND TÍÐINDI Stjórnarfiokkurinn í Banda- ríkjunum mæfir vaxandi erfið- leikum í kosningum Ekki ólíklegt að liann missi þingmeirihluta sinn í allsherjarkosningum að ári Eftir 11 ára hlé kom nú út í liaust á dönsku skáldsaga eftir Gunnar Gunnarsson rit- höfund. Er það „Sálumessa", er Gunnar gaf út á íslenzku í fyrra, en fremur hljótt hefur verið um hér heima. Danir hafa tekið sögunni með lofsyrðum og birt um útkomuna athyglisverðar greinar, sem sýna ljóslega, að Gunnar Gunnarsson á mikil ítiik í Danmörku og að hann er er talinn hinn merkasti norræni höfundur, sem nú cr uppi. Til dæmis um móttökurnar — og til samanburðar við þögnina liér heima — leyfir blaðið sér að endur- segja hér á eftir ritdóm, sem birtist 10. nóv. sl. undir stórum fyrirsögn- um í Berlingske Tidende. Kemur þar glöggt fram viðhorf Dana til þessa ágæta og stórmerka íslend- ings. Ritdóminn skrifar Emil Fre- deriksen og segir m. a. á þessa leið: Það eru hvorki meira ué minna en 11 ár síðan Gunnar Gunnarsson liefur gefið út bók á dönsku. Þegar árið 1939 livarf liaim lieim til ís- lands, og var þá tálið sennilegt af flestum hér, að hann væri þar með eilíflega glataður okkar landi. Flestir okkar munti hafa hugsað til þess með • söknuði, því að gott skálciy lem tiihéyrir í senn íslandi og Danmörku í sama mæli sem Ti'ann. ær töhgHTðúr'í milli tveggja þjóða, scm okkur er einmitt þörf á nú. Þótt Gunnar liafi fyrir 9. apríl 1940 verið á upplestrar- og fyrir- lestrarferð í Hitlers-Þýzkalandi, án þess að segja eða gera nokkuð, sem í augum Dana gæti virzt ásteytingar- steinn, verða menn að vera haldnir maccarthyisku hugarfari til þess að lasta hann fyrir það, enn þann dag í dag. í öllu falli er það óskylt þeirri staðreynd, að hann hcfur nú gefið út skáldsögu þá, sem hann sagði í fyrra að hann hefði tilbúna, er hann aftur var á fyrirlestraferða- lagi um Þýzkaland. Hún kom líka út i fyrra á íslenzku og liggur nú fyrir í danskri þýðirigu, væntanlega þýdd af honum sjálfum, með tals- verðu erfiði og með þeim sérkenn- um, sem ævinlega hafa verið á cliinsku hans. Frarnhald sögunnar um Brand d Bjargi. Hér er um að ræða beint fram- hald af 11 ára gamalli sögu Gunn- ars um Brancl á Bjargi, og vonandi er meira í vændum, })ví að þcssar tvær þykku bækur verka nánast — og þó einkum sú seinni — sem stór- vaxin brot. Og raunar liefði ekki vcrið til mikils ætlazt, þó að Gyl- dendal, sem venjulega er sérlega laginn að segja frá skemmtilegum lilutum á bókarkápum sínum, liefði gctið þess, að þessi nýja bók væri aðeins einn þáttur stórkostlegs skáldverks. Sagan af Brandi hófst í lok fyrri aldar og seildist örlítið inn á 20. öldina. „Sálumessa“ gefur meira svigrúm og nær fram yfir ríkis- stjórnarár Kristjáns IX, nefnir kon- ungaskiptin 1912 og snertir nokkur stjórnmálaleg meginatriði ásamt ýmsum atriðum í efnahagslífi ís- lands. Og skemmtilega er skýrt frá komu loítskeyta og síma. Þó er hér e. t. v. fremur háðsk lýsing en skemmtileg á tæknilegum framför- um, því að þær skipta verulegu máli, þegar greint er frá alvarleg- ustu atburðum sögunnar. En þessi saga er yfirleitt þrungin alvöru, þó að undir leiki kímni, sem á stund- um verður háðsk, án þess þó að fela nokkru sinni þann megintón bók- arinnar, að iýsa trausti á styrk mannsins og þó fyrst og fremst á samstöðu innan ættarinnar, og er þann undirtón víða að finna. Það er engin ein aðalpersóna í „Sáiumessu“ í líkingu við bóndann Brand í fyrra verkinu, nema ef það væri þá Bergþóra dóttir hans, köll- uð Bjargföst.... Ekki er réttmætt að telja hana mynd úr fornsögum, enda þótt sagan gefi annað slagið tilefni til að ætla að fortíðin sé undarlega skammt undan. A ein- um stað er ungur piltur, ofdirfsku- fullur i meira lagi, er útskýrir glæfrafyrirtæki með því að segja, að þetta myndu Skaphéðinn og Kári líka hafa gert. ... „Sálumessa" er sagan kölluð. Hún liefst og endar á dauðsfalli og jarðarför. Og söguþráðuriiin rennur liægt fram frá einu dauðs- falli til annars og yfir sum þcirra er varpað aunarlegum bjarma, scm þó leysist upp og skýrist síðar. — Greiut er frá presti, sem í sambaudi við slíka atburði steudur höllum fæti í vitund fólksins. Síðan fær hann brauð í afskekktri sókn, og í náttúruhamförum þar rís persóna hans svo hátt, að álit hans fær fulla uppreisn. Þetta er aðeins einn þráð- ur sögunnar, sem öll er mikill og haglcga gerður vefnaður, en harm skýrir undirtóninn: Agæti ættarinn- ar er fyrir liendi, mergur hennar hefur staðið af sér allar þrengingar og geymir enn kraftinn óskertan. Þeir gömlu og gengnu lifa aftur — ekki á andatrúarvísu heldur í krafti lífsins sjálfs, sem sífellt endurnýj- ast. Og einmitt í þessum tón liefst síðasti kafli bókarinnar, sem fjallar um andlát bóndans á Bjargi og greftrun lians í grafreitnum, sem liúsfreyjan hefur látið gera skammt frá bænum og lýst er í fvrsta kafl- anum. Gunnar boðinn velkominn. Höfundurinn sýnir lesendum mikinn trúnað. En þess er krafizt af þeim að j)eir tileinkni sér með alúð alla þætti sögunnar, lifi at- burðina sjálfir- og láti ekkert fara fram hjá sér. Það er eins og maður þurfi fyrst að lesa hana einu sinni, en síðan aftur og aftur. Hin at- burðaríka frásagnarlist, sem Gunn- ar eitt sinn stundaði, í Borgarætt- inni og Fóstbræðrum, tilheyrir öðru tímabili í þróunarsögu skáldsins. Atburðarásin í Sálumessu er hæg- fara, atburðirnir eru smávaxnir, cn þeim sem stórir eru, er lýst með nokkrum pennadráttum. Lýsing á persónunum og hugsunum þeirra, og liin beina ræða þeirra — eða óbeina og endursagða, — fyllir mik- ið rúm og þyngir söguna, en stenxl- ur líka undir þeim trúnaði í milli lesenda og höfundar, sem er styrk- ur bókarinnar. Og svo eru margar lýsingar á ís- lcnzkri náttúru. Ýmsum finnst Gunnar Gunnarsson skrifa j)ar af mestri list. Þar er lýsing á jökul- fljóti, sem verður prestsfrúnni að bana með leyndardómsfullum liætti. Það er eins og risaslanga, sem (Framhald á 11. síðu). í fyrri viku vann Demókrata- flokkurinn í Bandarkjunum nokkra minnisverða sigra, í aukakosningu til þings. Þykir nú sýnt, að Repúblikanar og stjórn Eisenhowers standi frek- . ar höllum fæti og mikill munur sé orðinn á viðhorfi manna á því éina ári, sem Repúblikanar hafa verið við stjórn. Stórblað- ið New York Herald Tribune, sem talið er eitt helzta málgagn Rcpúblikana, viðurkennir þetta líka og ræðir um þessi viðhorf í ritstjórnargrcin 6. nóv. sl. á þessa leið. Varpar greinin Ijósi á stjórnmálaástandið í Banda- ríkjunum um þessar mundir og er því birt hér í lausl. þýðingu. REPÚBLIKANAFLOKKUR- INN verður nú að hyggja að stað- reyndum. Þrefaldur ósigur í kosn- ingunum í sl. viku — í þing-, fylkisstjóra- og borgarstjórakosn- ingum — boðar að vísu ekki, að víst sé að flokkurinn tapi meiri- hlutaaðstöðu sinni á þingi á næsta ári, en hins vegar er augljóst, að flokkurinn hefur færzt nær tap- stöðunni. Þær pólitísku staðreynd- ir, sem flokkurinn verður nú að hyggja að eru í stuttu máli þessar: 1) Repúblikanaflokknum sjálf- um tókst ekki á sl. ári að vinna meirihlutafylgi þjóðarinnar og honum hefur enn ekki tekizt að rétta sig úr kútnum. Flokkurinn hefur færst aftur á bak en ekki áfram miðað við kjósendatölu hans, og á nú að mæta enn greini- legri andstöðu kjósenda en á sl. ári, er hann hlaut eins nauman meirihluta á þingi og unnt er, þrátt fyrir yfirgnæfandi sigur Eis- enhowers í forsetakosningunni. 2) Repúblikanaffokkurinn komst þó það áleiðis, sem raun sýnir á sl. ári, vegna þess að hann studdi Eisenhower, en hins vegar hlaut flokkurinn hvergi nærri það fylgi, sem eðlilegt er miðað við úrslit forsetakosninganna, vegna þess, að flokkurinn var hvergi nærri óskiptur eða heill í stuðningi sín- um við þau stefnumál, sem Eisen- hower setti á oddinn. 3) Ef að því kemur í kosningun- um á næsta ári, að þjóðin getur virt fyrir sér mjög klofinn stjórn- arflokk, sem aðeins í orði kveðnu og af hálfum hug, styður stjórnar- stefnu forsetans, sem hlaut svo yf- irgnæfandi fylgi meðal þjóðarinn- ar, eru mestar líkur til þess að kjósendur muni hafna flokknum og kjósa breytta stefnu á þingi. 4) En ef þingflokkur Repúblik- ana er þess albúinn að standa að baki varnarmálunum, frjálsri verzlun, félagslegum endurbótum og í landbúnaðarmálum, og unnt er að ári liðnu fyrir stjórnina að benda á heilsteypta stefnu og verulegan framgang mikilsverðra mála, er fundin undirstaða fyijir flokkinn að ávinna sér traust kjós- enda, sem ekki er fyrir hendi í dag. Varnaðarorð kosniiiganna. Varnaðarorð þau, sem kosning- arnar í sl. viku boða, er ekkert hvískur. Repúblikanaflokkurinn tapaði alls staðar eins miklu og hægt var. Demokratar unnu á að sama skapi. Ýmsir Demokratar munu taka úrslitin sem merki um það, að sig- urinn sé þeim vís að ári, en hér er ekki um neina slíka vissu að ræða. Ýmsir Repúblikanar láta varnað- arorð kosninganna hins vegar sem vind um eyrun þjóta og telja að þau sýni aðeins staðbundnar breytingar, en ekki víðtækar og langvarandi, og það er líka rangur skilningur. Kosningarnar eru að vísu ekkert allsherjar sönnunar- gagn, en þær benda þó í ákveðna átt. Þær sýna, að kjósendur, sem í fyrra vildu ákveðið að Eisenhower yrði forseti, en voru ekki eins vissir um að þeir vildu meirihluta Repú- blikana á þingi, eru nú enn óviss- ari um það, hvort rétt sé að veita flokknum meirihlutaaðstöðu, og þeir eru yfirleitt andstæðari flokkn um nú eftir árs reynslu af honum í stjórnaraðstöðu. I Wisconsin og New Jei-sey kusu þeir þingmenn úr hópi Demo- krata í fyrsta sinn í sögunni. Re- públikanar voru jafnan kjörnir á þing frá New Jersey alla tið Roosevelts forseta, en nú vantaði frambjóðanda þeirra 54000 at- kvæði til þess að ná kosningu. New Jersey fylki gaf Eisenhower 350000 atkvæða meirihluta í for- setakosningunum, en kaus nú fylk- isstjóra úr hópi Demokrata með meira en helmingi meiri yfirburð- um en fylkisstjóraefni Repúblik- ana hafði fyrir 4 árum. Og í New York hlaut borgarstjóraefni Demo- krata meira fylgi en nokkru sinni fyrr, og í sjö öðrum borgum veltu Demokratar borgarstjóraefnum Repúblikana. Skriftin á veggnum. Það er hætta á því að Repúblik- anaflokkurinn muni ekki skilja skriftina á veggnum af því að hér er um kosningar á miðju kjörtíma- bili að ræða, og kenni „arfleifðina (Framhald á 11. síðu). LJÓÐ UM DAGINN OG VEGINN SKÍÐAFÆRI OG GANGFÆRI. Það hríðar af öllum áttum og cinatt er spáin ljót. Þeir ungu fara í flýti að finna sitt skíðadót, en ég er of grár og gamall til að gerast „sportidiót“. Það lætur ei lítilmennum að leggja á brautir þær, æfingar ægistrangar iðka má sá ,er nær stór-svig-meistara-stigi, eða stökk-konmigs-nafnbót fær. Oft má hér úti líta, eftir að kemur haust, konur bæði og karla lcvartandi hárri raust, stunda á glærum síéttum stórsvigið — skíðalaust. Eins og íþróttakappar ýmsir þar byltu fá, skrikandi á fjórum fótmn fólkið bölva má, sárlega, í sand og ösku, uns sandur er borinn á. DVERGUR.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.