Dagur - 02.12.1953, Page 7

Dagur - 02.12.1953, Page 7
Miðvikudaginn 2. desember 1953' D A G U R 7 í sólskini Suðurlanda: aumurinn, sem lér um eftir SIGFÚS HALLGRÍMSSON, Ytra-Hóli ERLEND TÍÐINDI Yfirheyrslur fanga í Kóreu lyfta fjaldi frá kúgun kommúnisfa Einsdæmi í sögu síðustu alda að þúsundir stríðs- fanga neiti að hverfa heim Það eru nú liðin mörg ár síðan, sjálísagt ein fjörutíu, að eg var hestasveinn útlendra ferðamanna, sem komu með skemmtiferðaskipum til Akur- eyrar, og fóru í Vaglaskóg og að Goðafossi. Mér varð þá oft litið á tösk- ur og farangur þessara ferða- langa. Þetta var skreytt mið- um er á stóð prentað: Róm, Napólí, París, Madríd, og fleira. Mér skildist, að þessir menn væru búnir að koma til þessara borga. Eg öfundaði þá, að vera svona ríkir, að geta ferðast um allan heiminn. — Mig fór að dreyma drauma og þá ekkert smáræði. Eg ætlaði að verða sjómaður og sigla um öll höf, eins og Ólafur vinur minn „ellefu landa fari“ haíði gert. Eg var honum samtíða, og liann sagði mér svo margt frá ferðum sínum. Já, eg ætl- aði að sigla. — En — eg varð ekki sjómaður — bara lítil karl uppi í sveit. En í hugskoti mínu lifði von um að eg fengi að sjá Róm, Napólí o. fl., og eg greip tæklfærið á þessu ári. I marz og apríl sl. var eg þátt- takandi í ferð suður til Afríku, með viðkomu á Sikiley, Na- pólí, Rórrr, Geneva, Nissa, Barcelóna, Madríd og Lissa- bón. Til viðbótar var svo ferð- ast ót um byggðir og þorp, vítt um íöndin. En lengst komst eg suður á bóginn til Böii Saadá, „Borgar himingj- unnar“, inni í Sahara-eyði- mörk. '-.ii:> á. .o.uui Lítil ferðasaga frá Afríku. Á MIÐVIKUDAG fyrir skírdag, 1. apríl sl,, var eg á leið inn í Af- ríku ásamt liðlega 30 íslendingum. Við þutum í stórum Pullmanvagni eftir góðum vegi, sem langt fram- undan sást eins og svart strik. Vegur þessi var allur asfaltborinn. Margt bar fyrir augu mín á leið þessari, upp í ferðamannabæinn Bou Saada. Þessi bær, Bou Saada eða „Borg hamingjunnar‘f, er eins og gróðrarreitur pálma og trjáa inni í sandauðn Sahara. Auðvitað er þetta ekki nema í röndinni á eyði- mörkinni. En maður kynnist ofur- lítið sandöldum, sandsköflum og gróðurleysi. Við gistum í Hótel du Cai'd, sem er franskt gistihús með þjónaliði Berba eða Araba. Þegar við vorum sezt þar að um kvöldið, ritaði eg „Degi“ bréf, það var fá- tækleg lýsing af því er eg hafði séð, á leið minni frá Algeirsborg. En allt var svo einkennilegt og margt svo skrítið, sem eg sá og heyrði, að eg mátti til að segja frá því. En afar ólíklegt fannst mér, að þetta bréf mitt kæmist norður nokkurn tíma til Akureyrar. En Ali Baba, ágæti leiðsögumaður- inn okkar frá Algeirsborg, með tyrkneska yfirskeggið, sagði að allt sem sent væri frá „Borg ham- ingjunnar" kæmist til skila. Hann benti mér á „pósthúsið“, sem var lítill ræfilslegur trékassi úti á torgi nálægt hótelinu. Alí Baba sagði: „Hér er engu stolið, liér eru engir vasaþjófar heldur. Þið eruð í „Borg hamingjunnar“.“ Eg ætla nú í þessum þætti að lýsa ýmsu nákvæmar en eg gerði í bréfi þessu, ef einhverjir hefðu af því gaman, er tilgangi náð. Alla leið frá Algeirsborg var sól- skin og logn. Hitinn var talsvert erfiður okkur, sem komum norðan úr islenzka vetrinum. Hafði eg með mér góðan hitamæli og fylgd- ist því allvel með því, hvað hitinn var á hverjum stað. Oftast var hann 34—36 gráður á C. upp og inn Mitidjadalinn. í skarði er kall- ast Dirah-skarð, og þar stönzuðum við, fór hitinn yfir líkamshita, var það um hádegið, og vildi eg ekki hafa þurft að sækja á bratta brekku þá, fótgangandi Er komið var ofan úr, eða í gegnum þetta skarð, sást yfir mikla sléttu. Á einum stað voru vegaviðgerðar- menn að verki. Þeir fóru sér rólega dúðaðir í mikið af fötum og reiddu undir sér stærðar klyf jar. Þetta eru þrautseigar skepnur, þessir asnar, og lifa víst ekki neinu sældar lífi. Eg kom á bak asna og sat í ein- hverju drusludóti, sem tjaslað var saman á baki hans. Var þetta eins og eg gæti hugsað mér að það væri þeysa á ársgamalli kvígu. Þeir voru horaðir, skáldaðir og skjögr- uðu áfram með sínar þungu byrð- ar. Eg kom þar, sem 4 asnar voru á beit, 2 voru heftir og höftin bundin saman, svo að þeir urðu að fylgjast að. Það er slæmt að vera asni í Alsír. Borg hamingjunnar. Þar sem við þeysum inn gróður- litlar slétturnar, nálgumst við stöð- ugt lokatakmarkið, Bou Saada. Undanfarnar vikur hafa ver- ið að gerast atburðir í Kóreu, sem vakið hafa Iieimsathygli og í rauninni eru eitt hið eft- irtektarverðasta fyrirbæri seinni tíma sögu. Hér er átt við tilraunir komm- únista til þess að fá þúsundir stríðsmanna sinna, sem setið hafa í fangabúðum Sameinuðu þjóð- anna, til þess að hverfa heim. — Endalok þeirra mála —- og þau eru skammt undan — hafa vissulega orðið allt önnur en kommúnistar bjuggust við og raunar einnig önn- ur en ýmsir aðrir töldu sennilegt að óreyndu. Það er sem sé komið í ljós, að viðræðufundirnir í Panmunjom, sem stofnað var til fyrir atbeina kommúnista, hafa orðið með þeim hætti, að fullyrða má, að þótt stofnað hefði verið til sérstaks námskeiðs til þess að kenna frjálsum mönnum stað- reyndir um ógn og kúgun komm- únistaríkjanna, hefði það ekki orð- ið lærdómsríkari skóli. Dæmi um liatur heima fyrir. Forsaga þessa máls ætti að vera öllum kunn, af langvinnum út- varps- og blaðafregnum um samn- ingsþófið um vopnahlé í Kóreu. Fangamálið var þar einn versti þröskuldur í vegi. Það er stefna Sameinuðu þjóðanna, að láta stríðsfanga ráða því sjálfa, hvert þeir halda, er þeim hefur verið gef- ið frelsi, en kommúnistar kröfðust þess, að þeim yrðu skilyrðislaust afhentir allir þeir stríðsmenn, er verið höfðu í herjum Norður- Kóreu og Kínaveldis og handtekn- ir voru í Kóreustyrjöldinni. Þegar sætzt var á yfirheyrszlur kom í ljós, sem raunar var vitað Sáður, að mikill fjöldi fanganna vildi ekki hverfa heim undir verndarvæng kommúnistastjórnanna. Hér var um ótrúlegan fjölda manna að ræða, eða um 50.000 manns, rösklega 40% af þeim föngum, sem handteknir voru í allri Kóreu- styrjöldinni. Síðan var sætzt á, að kommúnistar fengju að reyna að tala um fyrir þessum mönnum undir eftirliti hlutlausrar nefndar, er lýtur forsæti Indverja. Það er talið alveg vafalaust, að kommún- istar sóttu þetta fangamál svo fast í þeirrl trú, að þeim mundi takast að telja mönnum þessum hughvarf eða rangt hefði verið skýrt frá af- stöðu þeirra, en útkoman er sú til þessa, að útreið þeirra á þessum vettvangi hefur orðið hin mesta háðung og raunar meira en það. Hún hefur sannfært milljónir manna í Asíu og annars staðar um það, að þegar menn búa undir ráð- stjórn fer svo að verulegur hluti fólksins fyllist ótrúlegu hatri og heift til valdhafanna, og kýs held- ur að heyja barátt upp á líf og dauða en lenda aftur undir slíku stjórnarfari, eigi þeir einhvern kost að sleppa við það. 97% hafa neitað. Af þeim þúsundum fanga, sem þegar hafa verið yfirheyrðir af áróðursmönnum kommúnista, hafa 97% neitað að snúa heim til ætt- ingja, heimabyggða og allskyns loforða kommúnista, aðeins nokkr- ir tugir hafa látið til leiðast eftir langar fortölur. Þessi úrslit komu mjög á óvart, ekki sízt Indverjum 3eim, sem gæta fanganna. Foringi þeirra, Thimayya hershöfðingi, hafði látið í ljós þá skoðun í upp- hafi, að sennilegt væri að nokkur þúsund fangar kysu að halda heim, en talan var 67, er síðast fréttist. En Indverjar hafa lært fleira en þetta, og þar með þeir, sem hingað til hafa talið að hentast væri að vera hlutlaus gagnvart kommún- ismanum og aðförum áróðurs- manna hans. Þeir hafa lært að kommúnistar fyrirlíta ekkert meira en hlutleysi. Indverjar gagnrýndir. Saga Indverja í Panmunjom er því lærdómsrík. Þegar Thimayya og menn hans tóku við stjórn fangabúðanna á hlutlausa svæðinu, var talsvert um gagnrýni í blöðum hins frjálsa heims. Til dæmis kom það fram í amerískum blöðum, að sumir þar töldu Indverja of hlið- holla kommúnistum, að þeir væru of samningaliprir við þá og of gjarnir að beygja sig fyrir kröfum þeirra. Thimayya sjálfur var gagn- rýndur harðlega þegar hann ákvað að fangarnir skyldu hlýða á for- tölur kommúnista, enda þótt fang- arnir sjálfir hefðu óskað að vera lausir við það. En þessi virðulegi og rólegi Indverji lét slíkt sem vind um eyrun þjóta og hélt sínu striki. Hann taldi fangana á að koma og hlýða á kommúnista með því að segja þeim, að það mundi skjótasta leiðin til frelsis. En þegar á fundina kom, varð ljóst, að þar mundi það eftirtektarverðast, að fangarnir segðu kommúnistum meiningu sína um stjórn þeirra og allt framferði. Hatrið gegn þeim öflum, sem sendu þá út í styrjöld, er glóandi heitt, og svör þeirra og viðræður við fortölumenn komm- únista eru raunar eina dæmið um það, að menn sem lúta kommún- istastjórn hafi tækifæri til að segja hug sinn allan. Fangarnir hafa not- að stór orð, lýst hryðjuverkum og hermdarverkum kommúnista, kall- (Framhald á 11. síðu). Greinarhöfundur, Sigfús bóndi Hallgrímsson á Ytra-Hóli, og reið- skjóti í Sahara eyðimörkinni á síðastliðinu vori. við moksturinn. Þar sprakk hjól undir bílnum okkar, svo að stanza Jiurfti. Þar voru nokkur börn, og varð okkur ferðafólkinu starsýnt á búning eins drengsins, þvilíkt höfðum við aldrei getað ímyndað okkur að við sæjum. Hver kápu- ræfillinn var hengdur utan yfir annan á þennan litla líkama. Allt var þetta eins og tuggið að neðan, rifið og tarnað, bundið upp um axl- ir með snærum. Þessi drengur var myndaður af öllum er myndavélar höfðu. Fékk hann alltaf fleiri og fleiri franka. Og er eg viss um að hann hefur haft meira kaup fyrir að „standa kyrr“, þessa litlu stund er við vorum þarna, heldur en fað- ir hans í mánuð við vegagerð. Fjárhirðamir. Þegar komið var upp á háslétt una fór sauðféð að verða áberandi. Fyrst voru þetta litlir hópar, 20— 30 kindur, og var alltaf maður með þeim. En svo fóru hóparnir að stækka og karlarnir, er gættu að fénu, sátu oft við veginn. Þeir voru allir í síðum kápum, dökkum á lit, voru þær ekki allar nýjar, en nógu margar á sama manninum. Langa stafi höfðu þeir, með krók á öðr- um endanum. Með þessum krók geta þeir handsamað kindur sínar ef með þarf. Allt var þetta fé stutt ullað og vel skitið og óþrifalegt. Getur það ekki verið fyrir inni- veru, heldur er það „bælt“ yfir dimmar nætur og þá saurgað sig svona. Rófan er áberandi löng á þessu fé. Sérstaklega bar mikið á því á lömbunum nýbornum. En eg sá mikið af nýfæddum lömbum og sum voru vel stálpuð. Asnarnir. Alls staðar þar, sem einhver um- ferð var þarna, voru asnarnir aðal- farartæki. Karlarnir riðu á þeim, Þar verður snúið við heim, lengra verður ekki farið. Sólin er farin að nálgast fjöllin, og þegar hún hverf- ur, skellur myrkrið yfir snögglega. Allt í einu hrópar Alí Baba og bendir: „Bou Saada, Bou Saada.“ Gulleit borg birtist okkur, með há- um pálmakrónum inn á milli lág- reistra húsa. Og í kvöldgeislum hnxgandi sólar rennur bíllinn inn að Hótel du Caid. Við erum komin alla leið. Við gengum inn í forsalinn. Þar var fagurt um að litast, flosteppi á gólfum, Ijósahjálmar j loftinu. Okkur var vísað á herbergi. Við þvoðum okkur í skyndi og hefur mér sjaldan langað meira í vatn en þá. En að drekka vatn í Afriku var okkur bannað og gerðu það skips- læknarnir og voru þeir báðir með þarna. Eg flýtti mér niður í salinn aftur. Þar stendur kaupmaður einn úr Reykjavík. Við göngum út í pálmagarðinn og horfum á allar þessar skæru stjörnur á dimmbláa himninum. Víða voru sandskaflar inni þar; og óðum við í þá. Daufa birtu lagði frá einstaka rafljósa- peru, sem var uppi í trjánum. Om ur af einkennilegum söng og blístri barst til okkar. Verur, líklega þessa heims, smugu út úr runnum, flaks- andi, hvítar skikjur báru við skuggalega runnana. Við hröðum okkur fram fyrir hótelið. Þar sat maður á tröppunum og var með túrban og í skósiðri skikkju. Hann vildi selja bjúghnífa og átti hver að kosta 100 franka. Eg sýni hon- um 100 fr. seðil og tek tvo hnífa, lít á hann spyrjandi um leið. Hann hneigir sig og býr um þá og fær mér. Verðið sett niður um helming. Lainbskrokkainir. Úti í runna einum voru rauðleit bál á tveim stöðum. Þangað fórum (Framhald á 11. síðu).

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.