Dagur - 09.12.1953, Qupperneq 1
12 SÍÐUR
GJALDDAGI
blaðsins var 1. júlí. — Léttið
innheimtuna! Sendið afgr.
áskrif targ j aldið I
DAGUR
kemur næst út á laugar-
dag — til jóla 2. í viku,
miðvikudag og laugardag.
XXXVI. árg.
Akureyri, miðvikudaginn 9. desember 1953
62. tbl.
Geymslubraggi brami með tveimur dmttarvél-
um, amboðum, smiðatólum og matföngum
Snemma á fimmtudagsmorgun-
inn sJ. kom upp eldur í bragga í
Saurbæ í Eyjafirði og brann f 'tál-
inn á skömmum tíma og allt, sem
í honmn var. Varð þarna mikið
eignatjón, því að í geymslu þess-
ari var mikið verðmæti, og er
áætlað að tjónið nemi alls um 100
þús. krónum. Vátrygging fyrir
um 11 þús. kr. var í gildi og er
því tjón bóndans, Daníels Svein-
bjarnarsonar, mjög mikið.
Kviknar í benzíngufu.
Eldur kviknaði með þeim hætti,
að maður, sem var að taka bensín
af tank dráttarvélar, sem geymd
var í skálanum, kveikti á eld-
spýtu, og kviknaði jafnskjótt í
benzíngufunum og var mildi að
maðurinn slapp óskaddaður. En
skálinn varð alelda á svipstundu.
Tókst ekki að bjarga neinu úr
honum.
í skálanum hafði bóndinn tvær
dráttarvélar, International drátt-
arvél T4 og Farmall—A, og ger-
eyðilögðust þær báðar. Þá var
Morgublaðið tekur upp
vörn fyrir ostinnflutn-
inginn
íslenzkt heildsölufyrirtæki hef-
ur gert innflytjendum það til
frægðar, að flytja inn ost frá Bret-
landi, svonefndan smjörost, sem
kostar í útsölu um 90 kr. kg., eða
nær helmingi meira en óniðurgreitt
íslenzkt smjör. Og þetta gerizt á
sama tíma sem ostabirgðir hlaðast
upp hjá mjólkurbúum landsins!
Morgunblaðið hefur að sjálfsögðu
birt varnarskjal heildverzlunar
þeirrar, er í hlut á, þar sem haldið
er fram þeirri skoðun, að hér sé
ekki verið að vega að hagsmunum
íslenzkra bænda með innflutningi
þessum, né heldur, að athugavert
sé, að flytja þessa vöru inn frá
Bretum, sem nú standa fast gegn
kaupum íslenzkra afurða. Enginn
undrast málflutning heildsalablaðs-
ins, en hitt er undrunarefni, að
slíkir atburðir skuli gerast undir
handarjaðri viðskiptamálaráðherr-
ans, sem jafnframt er þingmaður
fyrir eitt mesta landbúnaðarhérað
landsins. Er þetta atvik harla lær-
dómsríkt fyrir t)ændur, og raunar
fyrir þjóðina alla, og.sýnir. hvaða
hagsmunir eru látnir sitja í fyrir-
rúmi, þar sem Sjáifstæðisflokkur-
inn ræður.
þar og mikið af hjólbörðum, fyrir
dráttarvélarnar og bíl búsins,
amboð alls konar og verkfæri,
smíðatól og áhöld, og auk þess
matföng, aðallega kjöt. Margt
fleira tilheyrandi rekstri stórbýl-
is var þarna geymt.
Slökkvilið Akureyrar kom á
vettvang, en ekki varð skálanum
bjargað, en það tókst að verja
nærliggjandi geymsluskála og
önnur hús, sem voru í nokkurri
hættu.
Óvenjuleg |>íðviðri
Undanfarna daga hafa gengið
hér yfir óvenjuleg sunnanveður og
hefur snjó alveg tekið af láglendi
og langt upp í fjallahlíðar. Hiti
hefur verið allt að 8 stigum síðustu
daga. Fjallvegir allir eru greið-
færir sem sumar væri.
Alþýðuflokkur birtir
framboðslista
Alþýðuflokkurinn birti í gær
framboðslista sinn til bæjar-
stjórnar hér og skipa efstu sætin
þessir menn: Steindór Steindórs-
Ð AGUR
frtitnkvæði fprmáfaráðherra
Yfirlýsing Eysteins Jónssonar við 2. umræðu
f járlaganna á Alþingi í gær
Blaðið kemur aftur út á Iaug-
ardag næstk. og mun svo verða
til jóla, að Dagur mun ltoma út
tvisvar í viku, á miðvikudögum
og laugardögum. Auglýsingar í
laugardagsblaðið þurfa að
berast afgreiðslunni fyrir há-
degi á föstudaginn.
Síldveiðin á Akureyrarpolli og
Eyjafirði nemur §300 málum
Krossanesverksmiðjan liefur nú þegar selt
allt síldarmjölið
1 fyrradag var allgóð síldveiði
hér inni á Akureyrarpolli og á
Oddeyrarál og lögðu fjögur skip
upp síld í Krossanesi.
Snæfell hafði 382 mál, Von 235,
Akraborg 256 mál og Stjarnan 67
mál. Nemur heildarsíldveiðin hér
í vetur þá 8.318 málum. Nú í
seinni tíð hafa fimm skip stundað
veiðina.
Frá upphafi skiptist veiðin
son mentnaskólakennari, Albert þannig á skipin: Garðar 2500 mál,
Sölvason framkvæmdastjóri og Snæfell 1991, Von 1829, Stjarnan
Bragi Sigurjónsson ritstjóri. I 272 mál, Hannes Hafstein 296 mál,
irig Sameinuðu þjóððnna fresíar að
;a aKvoroun i
Mótmæli íslenzku sendinefndarinnar voru
tekin til greina á Allsherjarþinginu
Á allsherjarþingi Sameinuðu
þjóð. í New York var í fyrradag
samþykkt till. frá sendinefnd ís-
Iands um að fresta að afgreiða
tillögur um yfirráðarétt strand-
ríkja á landgrunninu. — Til-
lögur þessar höfðu verið lagðar
fyrir þingið af alþjóðlegu þjóð-
réttarnefudinni, sem er milli-
þinganefnd á vegum S. Þ.
í tillögum alþjóðlegu þjóðrétt-
arnefndarinnar er svo kveðið á,
að strandríki skuli hafa fullkomin
umráð og eignarétt á landgrunn-
inu við strendur sínar út á 200
metra dýpi. Réttur þessi náði þó
samkvæmt tillögunum aðeins til
vinnslu verðmætra efna, svo sem
málma eða olíu, en ekki til fisk-
veiða. Hvar fiskveiðalínan yrði
dregin skyldi háð fyrri ákvæðum
um þau efni, en rétturinn til fisk-
veiða ekki fylgja þeim land-
grunnsréttindum, sem tekin voru
ádÉ
fram í tillögunum. J
ÍSLAND MÓTMÆLIR.
Þegar tillögur þessar komu
fram á þinginu, var því þegar
Önnur umræða fjárlaganna liófst á Alþingi í gær. Við það
tækifæri flutti fjármálaráðherrann, Eysteinn Jónsson, ræðu,
og ræddi m. a. um afkomuhorfur ríkisins á grundvelli fjárlaga-
frumvarpsins eins og það liggur nú fyrir eftir að meirihluti
fjárveitinganefndar hefur flutt breytingartill. sínar við frv.
Benti hann á, að tekjuáætlun
frumvarpsins hefði nú verið hækk-
uð það mikið, að ástæða væri til
að óttast, að þeirri stefnu stjórnar-
flokkanna, að afgreiða tekjuhalla-
laus fjárlög, væri stefnt í nokkra
hættu. Það ár, sem nú er að líða,
hefur reynzt tekjuhátt ár fyrir rík-
issjóð af því að afkoma fólks hefur
yfirleitt verið góð, en ekki þyrfti
mikið út af að bregða til þess að
afkoma ríkissjóðs yrði lakari og þá
væri skammt í hallarekstur ríkis-
ins, með öllum þeim afleiðingum,
sem honum fylgdu. Auk þess væri
nú ráðgerð skattalækkun samfara
endurskoðun skattalaga, sem í
vændum er. Verulegur hluti út-
gjalda ríkisins er bundnar greiðsl-
ur og reynsla sýnir, að útgjöld fara
hækkandi ár frá ári, þrátt fyrir
viðleitni til þess að standa gegn
þeirri þróun.
Lýsti ráðherrann því yfir, að
óhjákvæmilegt væri að hefja al-
hliða endurskoðun á útgjaldalið-
um fjárlaganna og freista þess að
stöðva þessa þróun.
Kvaðst hann mundu beita sér
fyrir slíkri endurskoðun og hefðu
ráðstafanir til þess þegar verið
gerðar. Hefur ráðherrann þegar
farið þess á leit við öll ráðuneytin,
að þau framkvæmi endurskoðun
hvert í sínu starfssviði með tilliti
til sparnaðar og minni útgjalda.
Mun fjármálaráðherra ganga
ríkt eftir því, að þessi endurskoðun
fari fram hið fyrsta.
Gylfi 291 mál Akraborg 256 mál,
Björgvin 243 mál, Þorsteinn 86
mál. Veiðitími skipanna er mjög
misjafn.
Síldarmjölið selt.
Stjórn KrossanesverksmiSjunn-
ar hefur þegar selt allt síldar-
mjölið, sem búið er að framleiða,
ýmist innanlands eða til útflutn-
ings, en lýsið er óselt. Síldin mun
vera um 13% feit. Gera sjómenn
sér vonir um að þessi síldveiði
muni standa enn um hríð.
indin væru ýmsum þjóðum, til
dæmis Islands, miklu dýrmæt-
ari á landgrunni sínu en námu-
réttindi eða olíuvinnslu. íslend-
ingar ættu til dæmis alla efna-
liagslegan viðgang sinn undir
því að geta verndað fiskimiðin
á landgrunni sínu og setið einir
að fiskveiðum þar.
FRESTUN ARTILL AG A
BORIN FRAM.
Sendinefnd fslands bar þá fram,
þegar málið kom til umræðu, til-
lögu um að fresta landgrunns-
málinu og afgreiða það ekki á
mótmælt af hálfu íslenzku j þessu þingi. Var sú tillaga sam-
sendinefndarinnar, að um fisk- j þykkt í laganefnd allsherjar-
veiðiréttindi strandríkja á þingsins og síðan í þinginu sjálfu
landgrunninu skyldu ekki látin j í fyrradag. Er þetta merkur
gilda sömu réttindi og um önn- áfangi í baráttu íslendinga fyrir
ur réttindi. Var á það bent af viðurkenningu einna hinna dýr-
fslands hálfu, að fiskveiðirétt- mætustu réttinda þjóðarinnar.
Bæjarstjórnin flytur
í ný húsakynni
I gær kvaddi bæjarstjórnin sín
gömlu húsakynni í Samkomuhús-
inu og flutti á skrifstofur bæjarins
í Landsbankahúsinu nýja. Verða
bæjarstjórnarfundir haldnir þar
fyrst um sinn kl. 5 á þriðjudögum,
þangað til samkomusalur hússins á
efstu hæð verður tilbúinn, en þá
mun bæjarstjórnin fá samastað þar
fyrir fundi sína. Bæjarfulltrúar
komu saman á gamla staðnum síð-
degis í gær og var starfsins þar
minnzt, en að því búnu haldið í
Landsbankahúsið og þar hófst
bæjarstjórnarfundur kl. 5.