Dagur


Dagur - 09.12.1953, Qupperneq 2

Dagur - 09.12.1953, Qupperneq 2
D A G U R Miðvikudaginn 9. desember 1953 9 Kðlldór Kristinn Jónsson dýralæknir Halldór Halldórsson bjó á Klaufabrekkum í Svarfaðardal frá 1829—1849. Kona hans var Brot- eva Gísladóttir fró Göngustöðum. Um Gísla á Göngustöðum var þessi vísa kveðin árið 1830: Á Gör.gustöðum Gísli greitt gáir aö sauðkindunum. Ber hann stundum bakið þreytt bjargast eftir vonum. Gisli á Göngustöðum var tví- giftur og átti mörg börn. Afkom- endur hans eru orðnir margir og víða dreifðir. Margir þeirra hafa orðið að einhverju nýtir, héraðs- kunnir og jafrivel þjóðkunnir, ham- ingjusamlegir og drjúgir í skiptum. Má þar til nefna þá kaupfélags- stjóra Hallgrím og Sigurð og brseður þeirra Kristinssyni. Hólm- geir frá Hrafnagili, Stefán Jónsson bónda og féhirði á Brimnesi, Jón bónda á Brimnesi, föður Stefáns, Jónas Sigurðsson (hann var Svarf- dælingur), bróður Jóns á Brim- nesi, bjó lengi í Húsavík, Gisla Jónsson, eldra, á Hofi og börn hans öll, Gísla Jónsson, yngra, frá Hofi, menntaskólakennara á Akureyri, að ógleymdum þeim Jóhanni Sig- urðssyni ættfræðing og Magnúsi Gunnlaugssyni verkamanni á Ak- ureyri, trúum manni og lifshollum, sem nú nýlega gaf Lestrarfélagi Svarfaðardalshrepps rausnarlega bókagjöf. Líklega þó eigi af fjár munalegum auði eða stórefnum cekið. Halldór Halldórsson á Klaufa- brekkum varð bráðkvaddur á tún- inu nálægt bæ sínum og þá eigi allgamall. Þau Halldór og Broteva áttu nokkur börn. En aðeins eitt þeirra, Jón Halldórsson, verður 'hér nefnt. Jón Halldórsson átti konu þá er Sigriður hét Ólafsdóttir, ættuð úr Hörgárdal og Möðruvallasókn. — Þau eru ábúendur í Sælu í Skíða- dal frá 1881—1889. Frá Sælu fóru þau að Hjaltastöðum, næsta bæ, og búa þar til 1903. Þau Jón og Sigriður munu hafa verið fátæk, enda ábýlisjarðirnar rýrðarkot, að minnsta kosti í þá daga. En þó að 'iítil væru fjárráð þeirra hjóna má víst fullyrða ,að bæði voru þau vel metin og vinsæl i bezta lagi. Jón Halldórsson var greindarmað- ur, skilgóður og ráðvandur svo að orð fór af. Hann var og verkmaður m:kill og góður, búþrifinn og hirðusamur. Sigríður kona hans var líkt og maður hennar, vel gefin um ílesta hluti, en löngum heldur rieilsutæp og mun það hafa dregið úr framkvæmdum og umsýslu þeirra hjóna. Börn þeirra, Jóns og Sigríðar voru allmörg. Onduðust 3 þeirra svo að segja samtímis (úr barnasýki), en 3 komust til iullorðinsára: Ingibjörg, Jóhann Páll og Halldór Kristinn, og er það ætlan mín að minnast hans með •nokkrum orðum. Halldór Kr. Jónsson var fædd- ur 10. desember 1882 að Sælu i Skíðadal. Þarf ekki að greina for- eldva hans; þeirra er getið hér að framan. Hann ólst upp með for- iridrum sínum til frumvaxta ald- urs og naut þess uppeldis er fá- tækramshna börn hlutu svo víða á þeim tímum. Árið 1903 gekk Halldór í búnaðarskólann á Hól- um og lauk þar námi 1905 með ágætum vitnisburði. Fyrst um sinn — þó eigi lengi — gerðist hann vinnumaður hjá Jóhanni Páli, bróður sínum. Þá fór hann yfir á Látraströnd og gerðist þar barna- kennari og landbúnaðarverkamað- ur o. fl. Á þeim tima kvæntist hann og gekk að eiga Þórlaugu Odds- dóttur skipstjóra og bónda i Hringsdal. Litlu síðar hvarf Hall- dór aftur, ásamt ltonu sinni, í ætt- arsveit sína, Svarfaðardalinn, og dvöldu þau hjónin um nokkurn tima i húsmennsku á prestssetrinu á Völlum og þar næst á Ölduhrygg. Árið 1916 settu þau bú é Brekku í Svarfaðardal og þar var Halldór upp frá því til æviloka. Hann andaðist að heimiii sínu 9. júlí sl. eftir langa vanheilsu. Það væri raunar hægt að skrifa langt mál, ef segja skyldi ljóst og greinilega frá störfum Halldórs á Brekku. Þau voru all margþætt og sum þeirra hafði hann lengi á hendi. Forðagæzlumaður var hann svo lengi í Svarfaðardal, að enginn hefur fyrir hans daga svo lengi með höndum haft. Safnaðarfull- trúi var hann um tugi ára. Önnur minni háttar störf hafði hann einn- ig á hendi um nokkurn tíma. En þó verða það dýralækningar hans, sem lengst munu halda nafni hans í góðri minningu meðal svarf- dælskra bænda og annarra búfjárl eigenda i Svarfaðardal. Veturinn 1913—14, sótti Hall- dór námskeið suður í Reykjavík. Slík námskeið voru þá orðin alltíð og til þess gerð, að eftirlitsmenn nautgriparæktarfélaga gætu hlotið þar nokkra fræðslu um skýrslu- gerðir, búf jársjúkdóma og ráð gegn þeim o. m. fl. Varð Halldór um langt árabil eftirlit? maður Naut- griparæktarfélagsins í Svarfaðar- dal. En hélt áfram dýralækning- um á meðan heilsa hans entist honum og lengi eftir að hann hætti eftirlitsstarfinu. Og það ætla eg vist, að með dýralækningar færi hann hátt fjórða tug ára. Af þessu, sem hér hefur verið drepið á um störf Halldórs utan heimilis, má sjá, að timafrek hafa þau verið og erilsöm. Það kom sér þvi vel fyrir Halldór og aðra þá, er hlut áttu að máli, að Þórlaug hús- freyja var ekki uppnæm eða við- brigðasöm þó að maður hennar væri ekki alltaf heima. Virðist svo að skapgerð Halldórs félli hindr- unarlaust að ferðalögum og fjölda- kynnum, kom þar og líka til góð- fýsi hans, greiðvikni og drenglund og löngunin til að lækna sjúk dýr, nærfellt þrotlaus. Er það þá líka sannast að segja, að margri skepn- unni tókst Halldóri að bjarga frá kvölum og dauða, að viðbættri þeirri raunabót og fjármunaheill er margur hlaut fyrir atbeina Hall- dórs á Brekku. Um daga og á stundum um nætur lágu leiðir rnanna að Brekku. Flestir áttu er- indi við Halldór. Hann var beðinn að koma og skoða veika skepnu, eða þá að fá lyf eða önnur þau ráð er glæddu úrbótavonina. Og Hall- tíór var aldrei tregur til farar, ön- ugur eða stirfinn í andsvörum. — Hann tók öllum vel, gerði allt, sem í hans valdi stóð og hvort sem í hlut áttu háir eða lágir, rikir eða fátækir. Og læknisferðir fór Hall- dór víðar en um Svarfaðardal. Um nálægar sveitir fór hann slíkra er- inda, svo sem til Ólafsfjarðar, Hríseyjar, á Árskógsströnd og víð- ar. Og það var eigi svo fátitt, að hann græddi mein manna, svo sem útvortis ígerðir, minniháttar meiðsli og þess konar. Slikan fús- leik til hjálpar ættum við Svarf- dælir að muna. En hitt er víst, að aldrei verður hann metinn til fjár. Stjórnmál og málefni heima í héraði lét Halldór litið til sin taka. Var þó siður en svo skoðanalaus um slík efni. En hann var maður hófsamur í umræðum, fjarri öllu offorsi og hvorki kappdeilinn eða þrætugjarn. Halldór á Brekku fór allvíða um æfina og margendur- teknar voru heimsóknir hans á sum heimili í Svarfaðardal og viðar. Hann hafði þvi ærin tæki- færi til þess að kynnast fólki um eitt og annað, jafnvel einkalífi þess og einkahögum. Hann bæði sá og heyrði og var mörgum skyggn- ari á mannleg fyrirbærf, og hvort heldur sem þau voru honum geð- felld eða hið gagnstæða. En hann var jafnan fréttafár ef hann var spurður um slík efni og líkast því að allt þess konar væri til eilifð- ar geymt á bak við loku og lás. Halldór var nærri meðallagi á allan vöxt, hvatlegur og liðlegur í hreyfingum, verkmaður góður og velvirkur. Fjármaður ágætur, enda dýravinur mikill. Hann var einkar Iéttfær göngumaður langt á aldur fram. Þá var Halldór á unglings- aldri, er hann einhverju sinni um vetur gekk á þremur klukkustund- um frá Skriðulandi í Kolbeinsdal norður um fjall, yfir Heljardals- heiði að Atlastöðum. Aðeins einn mann annan vissi eg renna þá leið á jafnskömmum tima. Halldór á Brekku var gæddur allríkri fegurðarskynjun og ef til vill var hann fæddur fagurfræðing- ur. Voru tygi hans og búnaður ætið með fyllsta snoturleik og kom þar á stundum, að sumum vinum hans þótti þar kenna hispurs eða smá- munasemi í fágun ytri siða. Halldór á Brekku er horfinn úr héraði. Maðurinn, sem miðlaði mörgum til hagsbóta og liknar af greind sinni og kunnáttu. Maður- inn, sem oft heilsaði áhyggjusam- legum búfjáreiganda, en kvaddi hann aftur hressari á svip og von- glaðan. Maðurinn, sem engan meiddi og aldrei um æfi sina bjó meðbræðrum sínum eða samtið vá eða vél. Og hann var svo ham- ingjusamur að eiga þá konu, er eigi hvikaði frá hlið hans eða hafði hann frá nauðsynjastarfi og sem ein og óstudd veitti honum þá hjúkrun og raunabætur, er efldu hann gengi síðasta, erfiða áfang- ann. Eg vil því hér með og að lokum þakka þeim Brekkuhjónum báð- um, Halldóri dýralækni og Þór- laugu húsfreyju, fyrir starf sitt og sigursæla baráttu í þarfir sveiíar og héraðs. Og eg þakka þeim mjög FRA BOKAMARKAÐINUM Ármann Kr. Einarsson: Falinn fjársjóður. — Saga handa börnum og ungling- um. — Bókaforlag Odds Björnssonar, Akureyri 1933. Höfundur þessarar bókar hefur áður skrifað fjórar barnabækur og auk þess þrjár skáldsögur og smá- sagnasafn. Er hér því enginn viö- vaningur á ferð. Ármann Kr. Ein- arsson skrifar léttan og viðfelldin stil og kann að segja sögu. Ungur piltur úr Reykjavik af fátæku for- eldri ræðst til vistar á sveitabæ við rætur Heklu, og verður það honum — og lesendum, sem i kaupstað búa, — skóli í náms- greinum sveitalífsins. Hann kynn- ist þar heilbrigðu og góðu fólki, stórbrotinni náttúru og dularfullri, lærir margt um viðhorf þeirra, sem yrkja jörðina. Og í þessu umhverfi j finnur hann fjérsjóðinn, sem gjör- breytir aðstöðu fólksins í sveit- inni. Þar er ekki gull eða gersemar grafnar í jörðu, heldur náttúru- kraftur — ónotuð auðlind lands- ins. — I kringum þessa atburði — og kynni Reykjavikurpiltsins og ungu sveitastúlkunnar — spinnur höf. haglegan söguþráð. Þetta er gott og uppörvandi lesefni fyrir börn og unglinga. Góðar teikning- ar eftir Odd Björnsson prýða bókina. Pólmi Hannesson og Jón Eyþórsson: Hrakningar og heiðavegir, 3. bindi. Bóka- útgáfan Norðri. Prentvcrk Odds Björnssonar 1953. Þeir Pálmi Hannesson rektor og Jón Eyþórsson veðurfræðingur eru ekki aðeins einhverjir mestu óbyggðafarar landsins heldur eru þeir báðir, sem öllum landslýð er kunnugt, ágætir rithöfundar og munu fáir betur kunna að segja ferðasögu en þeir. Þar fer saman jöfnu mhöndum náttúrulýsing og skemmtileg ferðalýsing. Þegar rit- að er á lifandi máli, af vandvirkni og mikilli smekkvísi af slíkum höf- undum, er unun að lesa. I þessu 3. bindi Hrakninga og heiðavega eru tveir þættir skráðir af Jóni Ey- þórssyni og Pálmi Hannesson birt- ir þar seinni hluta ritgerðar sinn- ar um Brúaröræfi og rannsóknar- leiðangur þangað. Er hún í senn glögg lýsing é landinu og skemmti- leg frásögn af mönnum og hestum og ferðalagi um sérkennilegan og næsta ævintýralegan hluta lands- ins. Auk þess hefur Pálmi skráð frásagnir af hrakningum og feigð- arferðum frá löngu liðnum tíma. Þá eru í þessu bindi merkar rit- gerðir eftir ferðalanga frá liðnum öldum, m. a. ritgerð Björns Gunn- laugssonar um Þórisdal og frásögn klerkanna tveggja er fundu Þóris- dal á ný á 18. öld, e n sú för þótti þá hin frækilegasta og var lengi í minnum höfð. Margir aðrir höf- undar eiga þætti í þessu bindi, sem er eins og hin fyrri næsta heillandi lestrarefni þótt harmsaga sé að öðrum þræði. innilega fyrir gott og blessað ná- grenni um fulla tvo tugi ára og alla aðra égæta viðkynningu fyrr og síðar. RUNÓLFUR í DAL. Jón Sigurðsson í Yztafelli: Bóndinn á Stóruvöllum. — Bókaútgáfan Norðri, Prent smiðjan Edda, Rvík 1953. Jón Sigurðsson í Yztafelli er einn hinn kunnasti rithöfundur í bændastétt. Hann hefur ritað margt um félagsmál og stjórnmál, og jafnan haft eitthvað til mála að leggja, sem vert er að leggja eyru við. Nú á seinni árum hefur Jón tekið sér fyrir hendur að bregða upp myndum af lífi og starfi fólksins í Þingeyjarsýslu á liðinni öld. I fyrra kom út saga Helgu Sörensdóttur. Sú saga var héraðs- og þjóðlífslýsing, auk þess sem hún var skemmti- leg persónulýsing og mynd af lífi og starfi alþýðufólks á tíð, sem ungum mönnum virðist löngu, löngu liðin, enda þótt hún nái í rauninni fram á bernskuár þeirra, sem enn eru á bezta aldri. Og nú nýlega er komin út önnur bók eft- ir Jón, þar sem rætt er um þetta sama tímabil og á svipuðum slóð- um, en þó er útsýnið dálítið annað. Hér er fjallað um sögu stórbýlis og þess manns, sem þar hefur ráðið ríkjum um langan aldur. Með báð- um þessum bókum hefur Jón í Yztafelli gert góð skil merkum þætti þingeyskrar sögu, sem þó hefur gildi langt út fyrir Þingeyjar- sýslu. „Bóndinn á Stóruvöllum“ er lífssaga Páls H. Jónssonar á Stóru- völluml Bárðardal, eins hins merk- asta bónda og virðulegasta í þess- um landsfjórðungi og þó er sagan í rauninni meira en það: hún er ætt- arsaga, sem nær yfir 130 ára tíma- bil og með sömu einkennum og hin fyrri bók Jóns um þessi efni. Hér er persónusaga, sem fyrir frá- sagnarlist höfundar. og umsvif og kunnugleika söguhetjunnar verður jafnframt þjóðlífslýsing og héraðs- saga að öðrum þræðii Páll Her- mann Jónsson á Stóruvöllum er nú 93 ára og man tímana tvenna um lifið á íslandi. Saga þessi er skráð eftir frásögn hans sjálfs og með til- styrk heimilda, sem hann hefur úarðveitt. En hann hefur, að því höf. segir í forméla, verið óvenju- lega geyminn á ýmis skjöl ættar- innar og sjálfs sín. Jón í Yztafelli er auk þess sjálfur gagnkunnugur því tímabili, er sagan fjallar um. Leggst því allt á eitt að gera bók þessa merka heimild um einn þátt þjóðarsögunnar og auk þess er hún lifandi og skemmtileg frásögn af miklu ævistarfi, kynnum við menn, sem nú eru löngu horfnir af sjónarsviðinu og málefnum, sem ekki eru lengur á dagskrá. Bókin hefst á staðarlýsingu, síðan eru ættir manna raktar og grur.nur gerður undir sögu Páls sjálfs; öll er bókin rituð á lifandi máli og vottar kunnáttu og fjölhæfni höfundarins. Með þessl verki hefur Jón í Yzta- felli ekki aðeins minnzt samferða- manns og héraðshöfðingja, svo sem verðugt er, heldur og auðgað merka grein bókmenntanna. Ohætt er að mæla með þessari bók. Hér er kjarngróður, sem engan avikur. Guðm. G. Hagalín: Þrek í þrautum. Sannar sogur og þættir. Bókaútg. Nprðri. —. Prentsm. Edda 1953. Guðmundur Gislason Hagalin birtir þarna þrjó þætti frá lifi og starfi alþýðu manna sunnanlands og vestan, frá öldinni sem leið og (Framhald á 11. siðu).

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.