Dagur - 09.12.1953, Page 6

Dagur - 09.12.1953, Page 6
6 DAGUR Miðvikudaginn 9. desember 1953 DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88 — Sími 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 50.00. Gjalddagi er 1. júlí. Raunhæf vinstristefna BLAÐAKOSTUR Alþýðuflokks og kommúnista & fylgifiska er tekinn að kyrja gamla sönginn um „afturhald" og „hægrimennsku" allra þeirra, sem ekki eru vistráðnir hjá þeim. Þessi veðrabrigði í desember eiga að minna á hvað i vændum er í janú- ar. Bæjarstjórnarkosningar skyggja þegar á jólahald og nýjársfagnað í hugum þessa fólks. Það er gamla sagan, að þegar dregur að kosningum, er hlaupið upp til handa og fóta að raða fólki í vinstri- og hægri- menn eftir geðþótta þeirra, sem telja sig hafa einka- rétt á vinstristefnu í stjórnmálum. I síðasta blaði var rætt um það, hversu skilgreining þessi er öfug og heimskuleg. Kommúnistar eru t. d. engir vinstri- menn, því að undir vinstri stefnu þeirra vantar alveg aðra stoðina. Það er grundvöllur vinstristefnu að halda í heiðri andlegu frelsi og mannréttindum og hafa ekki asklokið fyrir himinn. En kommúnist- ar eru að þessu leyti argvítugustu hægrimenn þjóð- félagsins og ekki hóti skárri en fasistar voru á sinni tíð. Alþýðuflokkurinn stendur miklu nær þvx að reka sannkallaða vinstripólitík, a. m. k. á meðan þjóðnýtingarkenningum flokkskreddunnar er haldið í skef jum og því forðað, að fjarlægt nefnda- og ráða- vald annist andlega leiðsögu fólksins og skammti því úr hnefa veraldleg gæði. En ærið er „vinstri“ kenn- ing flokksins undarleg á stundum, t. d. eins og hún birtist stundum í flokksblaðinu hér. Eru þau skrif sum hver frekar ætluð til þess að styrkja kommún- ista í blekkingatilraunum þeirra um raunverulegt innihald stjórnmálanna en að upplýsa fólk um það sem réttast er. Sýnishorn af þessari kynlegu villu er t. d. í blaði flokksins í gær. Þar eru flokkarnir í bænum umsvifalaust flokkaðir í „vinstri“ og „hægri“ og að sjálfsögðu trónar Alþýðuflokkurinn hæst vinstramegin, með kommúnista og Þjóðvarnar- liða eilítið neðar. En Framsóknarmenn eru hægri- menn og afturhaldsmenn samkvæmt frásögn rit- stjóra þessa og er fullyrðingin látin nægja til rök- semdar. Er þó svo að skilja, að það sé afstaða full- trúa í bæjarstjórn, sem markar flokkunum bás, og í þeirri virðulegu samkundu séu lagðar allar þær höfuðlínur stjórnmála og framkvæmdaméla, sem skilja í milli vinstri- og hægristefnu. Er sjóndeildar- hringurinn ekki víður, enda einblínt á einn dag janú- armánaðar. L4 ÞESSI KENNING Alþýðuflokksblaðsins um úr- slitavald bæjarstjórnarinnar er athyglisverð. Það kemur fram í henni, að sumir Alþýðuflokksmenn eru svo haldnir blindu flokkskreddunnar að þeim finnst engin mál vera, sem hag og heild almennings varða, nema þau séu upprunnin í bæjarstjórnarsaln um og þeim ráðið til lykta þar. En þröngsýnt er þetta í meira lagi. Bæjarstjórnir eru að vísu mikils- verðar stofnanir, en sem betur fer renna fleiri og miklu styrkari stoðir undir efnahags- og fram- kvæmdamál borgaranna en ráðstefnur bæjarfull- trúanna. Og gerð þessara þátta athafnalífsins er engu ómerkari mælikvarði á raunverulega vinstri- eða hægristefnu en ræður og tillögur bæjarfulltrúa. Af þessu leiðir þá líka, að skilgreining Alþýðuflokks- ins fær ekki staðist. Það má vel vera að fulltrúar flokksins tali mest út um vinstra munnvikið, þá er þeir ræða mál í bæjarstjórn, en hins vegar standa þær ræður ekki undir framkvæmdum, sem miða að efnahagslegum jöfnuði og almennum framförum. Til þess að vel fari og vinstristefna hafi raunveru- legt gildi, þarf að fara saman frjálslynd og víðsýn stefna í stjórn bæjarins og athafnir félaga og ein- staklinga, sem tryggja örugga at- vinnu og möguleika til vaxtar og framfara. Þessari stefnu hafa Framsóknarmenn fylgt, í bæjar- stjórn og annars staðar. Þeir hafa stutt að því að bæjarfélagið hefði forustu í framkvæmdamálum eftir því, sem eðlilegt er, en þeir leggja engu minni áherzlu á, að skapa félagssamtökum og einstaklingum eðlilegt og sanngjarnt rúm til at- hafna. I þessum framkvæmdum gegnir samvinnufélagsskapurinn þýðingarmestu hlutverki, því að skipulag hans tryggir lýðræði og sjálfsákvörðunarrétt og efnahags- legan jöfnuð. ÞETTA ER raunhæf vinstri- stefna, ekki aðeins í orði heldur og á borði. Þessi vinstristefna, studd ákvörðunum bæjarstjórnar um eðlilegar almennar framfarir og einstakar athafnir (t. d. togara- kaupin síðustu, sem Framsóknar- menn höfðu forgöngu um), er grundvöllur athafna- og efnahags- lífs bæjarins. Á grundvelli hennar eru hér nú mörg blómleg atvinnu- fyrirtæki. Og í krafti þessarar stefnu verður að stýra málefnum bæjarins, ef vel á að fara. FOKDREIFAR ORNEFNASOFNUN — BJÖRGUNARSTARF. Bæjarbúi skrifar blaðinu á þessa leið: „í SÍÐASTA h. Félagstíðinda las eg mjög athyglisverða grein: ,>Bj örgunarstarf “, eftir Jóhannes Ola Sæmundsson. Hvatning til Eý- firðinga að hefjast nú handa, á síðustu stundu þó, og hefja söfnun örnefna héraðsins á skipulegan hátt. „Örnefnasöfnunin bíður, og þolir þó enga bið,“ segir hann. Eg vil taka undir þessi orð hans, benda á leið til þess að vinna þetta verk fljótt og vel, og í því sam- bandi skýra frá minni reynslu í þessu efni I fyrra, í skammdeginu, tók eg mig til og samdi örnefnaskrá minna heimahaga, þar sem eg er fæddur og uppalinn. Voru þá liðin 30 ár síðan eg fór að heiman og þar til eg tók mér þetta fyrir hend- ur. Eg hafði þetta sem eins konar „hobby“ um tveggja mánaða skeið, án nokkurra hjálpargagna, nema minnis míns. Er ekki að orðlengja það, að þetta varð mér hin skemmtilegasta tómstundaiðja, er eg hef með höndum haft. Bjó eg fyrst út landlagslýsingu jarðarinn- ar, með staðsetningu allra örnefna, og síðan örnefnaskrá í stafrófsröð. Þegar kunnugt fólk, fyrr og nú, hafði yfirfarið þetta handrit mitt komu í ljós aðeins 6 örnefni, er mér hafði sézt yfir. I sambandi við nauðsyn þess að hraða nú örnefnasöfnun alls staðar, vil eg geta þess að't. d. í túninu, sem til fárra ára var mestallt þýft og með gömlum, vallgrónum tún- garði umhverfis, voru um tuttugu örnefni, þar á meðal eitt örnefni í sambandi við sérkennilega þjóð- sögu um uppruna bæjarnafnsins, ennfremur eyktamork og svo kofar og húsatóftir með sín sérstöku nöfn og sögu. A örfáum árum er þetta allt horfið. Túnið allt renni- slétt, langt út fyrir takmörk hins forna túns, allir kofar og húsarúst- ir jafnaðar við jörðu og horfnar af yfirborðinu og þar með öll ör- nefnin. Nú er jafnvel mjög erfitt fyrir kunnugan að átta sig á því, hvar hin gömlu örnefni voru. Þetta er aðeins lítið dæmi af því, sem alls staðar er nú að gerast á landinu. En hvað á þá að taka til bragðs, til að forða örnefnunum frá glötun? Svarið er þessi aðferð mín. Að sem flestir menn, frá sem flestum jörðum á íslandi taki minningarnar í þjónustu sína og hefji sjálfboðavinnu á þessum vett- vangi. Skapi sér skemmtilega tóm- stundaiðju um stundarsakir. Það mun vera svo, að í kaup- stöðum landsins, sem og heima í héruðunum, munu vera til menn, miðaldra og eldri, frá svo til öllum sveitabæjum á landinu, sem og fjölda býla, sem nú eru komin í eyði. Ef nú einn maður frá hverri jörð, tæki sig til og gerði sér það til dundurs, nú í skammdeginu, að rifja upp gamlar minningar frá smalaárum sínum heima og semdi örnefnaskrá yfir sína jörð, sem síðar yrði yfirfarin af fleiri kunn- ugum á þeim slóðum, þá gerði hann það tvennt í einu, að skapa sér skemmtilegt tómstundaverk og um leið vinna gagnlegt verk með því, að smíða hlekk í örnefnakeðju landsins, sem síðar yrði tiltækilegt að vinna úr fyrir fræðimenn. Marg- ar hendur vinna létt verk. Með góðri skipulagningu væri hægt að gera tæmandi skrá yfir allt landið á einu ári með þessari aðferð. Eg vil hvetja alla Eyfinrðinga hér í bæ, sem til þess hafa þau skilyrði, er eg hef hér drepið á, að hefjast handa strax, við þetta björgunar- starf, sem Jóhannes Oli réttilega kallar svo. Hafið, sérhver ykkar, samband við ábúendur ykkar jarða og aðra, sem þi ðvitið gagnkunnuga á þeim slóðum og takið ykkar eig- in minningar í þjónustu ykkar og þá mun verkið ganga fljótt og vel. Það verða sjálfsagt engin vand- kvæði á því, að safna þessum skýrslum saman á eftir og vinna úr þeim til fullnustu.“ Gamansaga úr „Punch“. EKKI MUN það oft koma fyrir, að „Punch“, hið víðfræga skop blað og „Spegill“ Breta ræði ís landsmál í dálkum sínum. En í októberheftinu birtist fregn um að mynduð væri ný ríkisstjórn á íslandi. Eru ráðherrar síðan tald ir flestir en síðan er þessu hnýtt við fregnina: Ekki var, að svo stöddu, getið um Mr. George Dawson (meðal ráðherranna). Orðsending til bænda Skozki dýralæknirinn W. Lyle Stewart, sem unnið hefur um skeið að rannsóknum á beinaveiki og öðrum efnavöntunarsjúkdóm um í nautgripum hér á landi, hef ur nú útvegað frá Englandi stein efnablöndu, sem hann hefur sjálfur sett saman og ætlar að reyna hér í vetur sem viðbætis fóður handa nautgripum. Þessa tilraunasteinefnablöndu geta bændur nú fengið keypta og mun undirritaður taka að sér út- breiðslu hennar. Verð blöndunn ar er ekki ennþá alveg ákveðið, en mxm vera ca. 3,00 kr. kílóið. Daggjöf handa hverri kú er 85 gr. Tilraunasteinefnablandan verð ur ekki afgreidd öðruvísi en eftir pöntunum, og skal þeim komið til mín hið allra fyrsta. Dýralæknirinn, Akureyri. Hættuleg kemísk efni í mat UM MIÐJAN sl. mánuð birtu sum Kaupmanna- hafnarblöðin stórar fyrirsagnir á forsíðu, sem skýrðu svo frá, að fullvíst væri talið að hættuleg kemísk efni væru látin í suman tilbúinn mat. Hér var engin rosa- frétt, sem blöðin höfð usjálf fundið upp. Tilefnið var grein í virðulegu tímariti læknastéttarinnar, „Uge- skrift for Læger“, þar sem kunnur læknir, dr. Knud Ove Möller, ræðir í ítarlegri ritgerð um þann þátt matvælaframleiðslunnar, sem fer fram í verksmiðj- um og efnastofum. í grein sinni — sem styðst við rannsóknir er læknirinn hefur gert — er einkum rætt um svonefnda monobrom-edikssýru, sem notuð er í sumar tilbúnar matar- og drykkjarvörur, en nefnir þó fleiri efni, sem í notkun eru, og sannað er að eru bein- línis skaðleg. Niðurstaða greinarinnar er, að tímabært sé að setja á stofn nefnd kunnáttumanna, sem rann- saki allan matvælaiðnað landsins með tilliti til kem- ískrar efnanotkunar og skili hún hið bráðasta skýrslu um ástandið, en síðan verði sett reglugerð, sem tryggi almenning gegn notkun skaðlegra efna. Hér er ekki ómerkt efni tekið til umræðu. Það er að vísu ekki nýtt, að rætt sé um kemíska efnanotkun í matargerð og grun um að hún geti verið skaðleg. T. d. hefur lengi leikið grunur á sumum litarefnum, sem látin eru í tilbúin matvæli til þess að gera þau fallegri fyrir augað. En hér ekki um að ræða grunsemdir, heldur fullyrðingar vísindamanns viðkomandi tilteknum efn- um, og hvatning hans um allsherjarrannsókn. Þótt meira muni um tilbúin matvæli á markaði í Danmörk en hér á landi, er þó augljóst, að slík framleiðsla er hér einnig fyrir hendi og það í vaxandi mæli. Er því ekki ástæðulaust að vekja athygli á þessu hér á landi og benda á, að líklegt er að sams konar rannsóknir hér á séu nauðsynlegar. ENN UM SKAÐSEMI VÍNDLINGA. Lengi er búið er ræða um það ,hvort tengsl séu í milli vindlingareykinga og lvingnakrabba, sem er sjúkdómur, er sífellt fer í vöxt, einkum um vestræn lönd. Fram til þessa hafa vísihöaméhn hent á það með tölum, sem vissulega sýnasl gildar röksemdir, að lungnakrabbinn fetar í slóð vaxandi sígarettureyk- inga og hafa ýmsir fullyrt, að þessar tölur væru nægi- legt sönnunargagn, en aðrir hafa ekki talið sannan- irnar nægilega sterkar. Nú er þó svo komið, að um þetta verður trauðla deilt lengur. í síðasta hefti ameríska vikuritsins Time, sem hingað hefur borizt, er skýrt frá því, að amerískir vísindamenn hafi bein- línis sannað það, að sígarettureykur orsakar krabba- mein. Hefur tekizt að kveikja krabbamein á tilrauna- músum beinlínis með sígarettutóbaki og reyk. Þykir það því ekki fara í milli mála lengur, að hinar miklu sígarettureykingar um vestræn lönd séu beinlínis or- sök hinnar miklu útbreiðslu lungnakrabba, sem nú er orðinn einn geigvænlegasti sjúkdómur, sem herjar á þjóðirnar. Ekki er þó sannað enn, hvaða efni vindl- ingsins það eru, sem þarna eru að verki, en nú er unnið að því að einangra hið skaðlega efni, sem ekki er talið vera nikótínið sjálft. Má vera, að takast megi að fjarlægja það úr tóbakinu. En meðan það er ekki gert, er fullvíst, að sígarettureykingar geta haft hinar alvarlegustu afleiðingar, einkum fyrir menn, sem eru komnir á miðjan aldur. Er þetta vissulega alvarlegt íhugunarefni fyrir alla, sem nota tóbak að meira eða minna leyti. Einn af kunnustu skurðlæknum Bandaríkjanna hefur eigi alls fyrir löngu gefið tóbaksmönnum ráð, sem vert er veita athygli og breyta eftir. Ef menn vilja heldur leggja sig í hættu en hætta að reykja, þá eiga þeir, sem eru 4(1 ára og eldri, að láta röntgen- rannsaka lungu sín missirislega, eða jafnvel á þriggja mánaða fresti. Því að eina vonin um lækningu, ef sjúkdómurinn gerir vart við sig á annað borð, er að uppgötva hann þegar í byrjnun. En vafalaust er eitt ráð betra en öll önnur: að láta vindlingana eiga sig.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.