Dagur


Dagur - 09.12.1953, Qupperneq 7

Dagur - 09.12.1953, Qupperneq 7
Miðvikudaginn 9. desember 1953 DAGDR 7 I sólskini Suðurlanda - II. MorQunævintýri í „Borg hamingjunnaf eftir SIGFÚS HALLGRÍMSSON, Ytra-Hóli ÞAÐ VAR kominn skírdagur. Farið var snemma á fætur. Eg leit út um gluggann. Mikið af dúfum undu sér hið bezta á hótelinu. Þær voru einu fuglarnir, er sáust í þessari borg. Þegar eg kom niður á strætið var glaða sólskin og kyrrt veður. Sé eg að karl einn teymdi kú eftir götunni. Nemur hann staðar úti fyrir húsi einu, kona kemur út með ílát og fer að mjólka. En þá koma nokkrar blæjubúnar konur, með litla bolla, og sækja sér mjólk í þá. Þannig var mjólkursalan þarna. Á markaði. Allar búðir voru opnar og mark- aður byrjaður á torgi einu. Þar voru skikkjuklæddir Berbar og Arabar, með kálfa, lömb og alls konar ávexti og drasl, allir vildu selja, og alls staðar var verið að þrefa um verð. Karlarnir óðu elg- inn, rifust pötuðu með höndunum og börðu sig utan. Mér þótti þetta skrítilegt þótt ég skildi ekki neitt af því, sem sagt var. Upp við hús- veggina var nær þvi hver blettur notaður. Þar lágu menn hlið við hlið og réttu upp hendurnar og báðu um eitthvað, franka, sígar- ettur o. s. frv. Sums staðar sátu handverksmenn og voru eitthvað að bauka. T. d. sá eg járnsmið. Hann sat á götunni og hafði steðja á milli fóta sinna og var að laga til litla skéifu, líklega undir asna. Viðarkólahrúga með eldi í, var við hlið hans. Spámaður sat þar og spáði fyrir fólk. Hafði hann sand til að gera merki í. Einn slíkur spámaður sat á fótum sínum í hótelinu er við komum þar. Hann fékk mikicí áð gera. Eg þráði að komast ejtthvað úr borginni, hlaupa eitthvað. Sá eg hús eitt upp brekkuna í stefnu á húsið. En ekki hafði eg lengi gengið upp brattann er eg fann hversu óskap- lega heitt var, sandurinn var laus og vegalengdin reyndist meiri en mér í fyrstu sýndist þó komst eg loks upp á brúnina, og sá yfir borgina. Húsin voru mörg sand- steinhús, gul að lit. En hvít, stór hús sáust, og þar voru pálmagarð- ar og kaktusar miklir. Geitnahirðir kemur með hóp af geitum. Fjöldi af kiðlingum er með. Einkennilegast fannst mér hvað eyrun voru stór og löfðu nið- ur á kjálka á geitunum, en hornin voru lítil. Eldað við sinu og rætur. Þegar eg komst loks að húsinu, sá eg hvar maður einn lá þar í for- sælu við húsið. Hann rís upp er mig ber þar að. Sé eg að annað auga hans er alveg hvítt og eins og það sé að springa út úr höfðinu, en slíkt átti eg eftir að sjá víða, svo sem á Italíu og Spáni. Eg rétti honum sígarettu og ætla að kveikja í henni, en það vill hann ekki. Þetta er ágætis gjaldmiðill og mesta vitleysa að brenna hann. Svo geng eg að húsinu. Reykjar- svselu leggur frá dyrum, sinubaggi er við dyrnar. Lit eg inn, en sé ekki neitt nema pott á hlóðum og tvær kerlingar er krupu þar. En eitthvað margt var að forða sér i burtu inni í húsinu. Það heyrði eg. Sinureykúrinn var óþolandi, en þetta er aðaleldsmat- urinn, sina og rætur, tint úti á mörkinni og flutt til borgarinnar á ösnum og úlföldum. Legg eg á flótta frá þessu og hraða mér niður hólana. Hillingar. IÁður en eg kem til hótelsins set eg mig niður í sandinn, Læt hann renna í gegnum greipar minar. Þarna er efni í mikla „stórhrið“. I öskrandi hvassviðri væri ekki gott að fá þetta í andlitið. Þá rifjuðust upp fyrir mér margar sögur og sagnir um úlfaldabeinagrindur er þornuðu í sandinum. Heilar lestir, menn og dýr, horfið, orðið sandi orpið. En eg fylli umslag með sandi til minja. Sólin hefur hækk- að á lofti, og brennir höfuð mitt í gegnum stráhattinn. Svo horfi eg út yfir sandauðnina, endalausar öldur og hólar. Þarna í sólskininu sá eg landið lyftast. Það „flaut“ og sýndist á hreyfingu. Eg hafði séð hillingar á söndum Suðurlands. En þetta var svo stórkostlegt. Þýt eg svo á fætur og hraða mér til borg- arinnar í stefnu á pálmagarðinn hjá hótel Caid. Stelpan með krukkuna. Þegar eg kom ofan á torgið, sá eg stelpu eina hlaupa þar með háa, gula leirkrukku á höfðinu. Ekki hélt hún við hana með hendi. Læt- ur hún krukkuna niður við vatns- ból nokkurt og. fyllir hana með skollituðu vatni. Krukkan var nær alin á hæð og hefur verið með vatninu talsvert þung. En þessi vatnsberi þrífur hana upp og setur á kollinn og hraðar sér í burtu, eins liratt og hún kom. Úlfaldareiðin. Þegar eg kom að hótelinu sá eg yfir 20 úlfalda liggja þar í röð á strætinu. Nokkrir félaga minna voru að fara á bak. Það hafði verið auglýst að við fengjum að ríða á úlföldum, og eg hafði mikinn áhuga fyrir þeirri skemmtun. Reima eg nú fallegu, brúnu reiðstígvélin mín frá „Iðunni“ utan yfir buxurnar, en í stígvélunum var eg vegna þess, að eg hélt að allt yrði þarna fullt af ormum og kvik- indum og vildi ekki fylla skó mína af þeirri vöru, en svo sást ekki neinn ormur eða nokkur fluga. Geng eg svo að litlum, jörpum úlfalda og fer á bak. Drengur sá, sem hélt í úlfaldann, segir honum að fara á fætur, sem hann gerir. En þá kemur einhver hótel- þjónn og fer að skoða stígvélin mín. Horfir hann ýmist á stígvélin eða andlit mitt. Fannst honum sjá- anlega ekkert samræmi vera í þessum tveim hlutum. En hann lætur stígvélin ráða. Slær með priki í hnén á Jarp, sem leggst þá strax. Dregur hann mig af baki og fer með mig að úlfalda sem var helmingi hærri. Ætla eg að krypp- an hafi náð mér í öxl, þar sem hann lá. Príla eg svo upp á lend hans, sezt þar og gríp dauðahaldi í klif- söðulinn. Strákurinn, sem teymdi þennan gamla, stóra, bleika úlfalda, sló í lend hans; reis hann þá upp og þótti mér þetta mikill reiðskjóti. Viðureign við úlfaldastrák. Ekki var langt farið, þegar stráksi fór að heimta peninga, og gerði sig ekki ánægðan með minna en 200 franka. Eg fékk honum 100 franka seðil, en hann vildi ekki svona lítið og rekur upp í loftið tvo fingur og þegar eg vildi ekki borga meira en 100, þá stöðvar hann úlf- aldann. Eg skamma hann á ís- lenzku, en hann gerir ekkert með það. Eg reiðist við strákinn. Ekki næ eg í tauminn, því að hann er á þriðja metra framan við mig. Stekk eg þá af baki og dett ofan í sandinn. Þetta var óvenju mikil hæð, 2,40 m., eða það sem eg gat seilzt upp. Þjónninn kemur hlaup- andi og talar við Alí Baba (leið- sögumanninn), en hann sá þetta allt. Þjónninn lemur svo strákinn og hann fer skælandi burtu. Slær svo í hnéð á Bleik, hann leggur sig strax. Bendir þjónninn mér að fara á bak. Eg tek í tauminn og sýni honum að eg vilji stýra sjálfur. Gengzt hann inn á það, sem ekki var nein furða, því að stígvélin sýndu að þarna var enginn viðvan- ingur. Af öllu þessu var eg orðinn á eftir hinu fólkinu. Hafði eg Bleik til að hlaupa, en hliðarköstin urðu ->k heldur klúr. En það var verra, að hann fór aðeins að lendinni á næsta úlfalda. Nú var hann kom- inn i úlfaldalest, og þóttist ekki vera skyldugur að fara fram úr. Þófar úr ull voru undir klifsöðl- inum og samsafn af druslum fest saman ofan á bakinu aftan á kryppunni. Istöð voru spýtur, er haldið var uppi með snærum. Ófríður reiðskjóti. Þetta þæga dýr, úlfaldinn, er heldur ófrítt. Neðri flipinn lafir frá tanngarðinum. Hausinn er ljótur, hnén hárlaus og öll líkamsbygging ólík því, sem eg hafði séð á öðrum spendýrum. Langur, boginn háls með ullarsneplum, hálf lausum. En þessi skepna býður öllu byrg- inn, hungri og vatnsleysi. Setur kryppuna upp í loftið á móti öll- um þunga og erfiðleikum. Eg náði í ull af baki Bleiks og geymi hana sem minjagrip. Og þó að þessi úlfaldareið hafi kannske ekki verið merkileg, þá fékk eg að koma í snertingu við eitt einkennilegasta dýr, sem mað- urinn hefúr tamið, og hefur sér til hjálpar og nytja. Frá alda öðli hef- ur þetta dýr verið aðalfarartækið, sem íbúarnir hafa notað í hinni dularfullu Afríku. Við riðum meðfram bæjarmúr- unum langa leið. Víða sá eg dyr og lítil gluggaop á múrnum. Forvitnis- leg kvenmannsandlit komu út í dyragættirnar og gluggaopin. Að síðustu var staðar numið í einu porti, þar lögðust úlfaldarnir, við fórum af baki. Eg kvaddi Bleik, en hann lézt ekki sjá mig. Enda var hann múlbundinn þræll, sem beið eftir næsta riddara. Fótgangandi heim. Haldið var inn í borgina gang- andi. Við gengum upp og ofan steinlagða stígi, þrönga og hálf- dimma. Komum seinast að must- eri eða bænahúsi. Steinhellugólf var þar og mottur úr strái. Ekki sagði Alí Baba að við mættum ganga á mottunum, en ef þær væru teknar mátti ganga á gólfinu. Á þessum mottum krýpur fólkið og biður sinn guð hjálpar. Þar næst var gengið heim að hótelinu, borðað þar og drukkið og síðan farið upp í bílinn og hald- ið til Algeirsborgar. Til Algeirsborgar. „Borg hamingjunnar" hverfur sjónum mínum. Það er keyrt með ofsa hraða. Bílflautan er alltaf í gangi. Frá henni koma ýmis hljóð, sum ískrandi og vælandi, önnur dimm og drungaleg. En ekkert var það þó á meðan keyrt var sömu leið og við komum, en þegar 1/3 var farinn af leiðinni til Algeirs- borgar, var beygt inn í „fjöllin", sem kölluð voru Atlasfjöll, og er það fljótlegast að lýsa þeirra ferð með því að viðurkenna að slíka leið vildi eg helzt ekki fara aftur. Fjöllin voru með þéttum gil- skorningum, mörg mundruð beygj- ur svo þröngar, að langi bíllinn okkar hafði naumast pláss til að beygja. Ginandi hengiflug var ofan í dalbotn, en hveitiakrabrekkur voru þar snarbrattar og skurðir eða hólf ofan við hverja spildu. I þessi hólf safnast regnvatn, sem stundum hellist niður hlíðarnar, en vatnsmiðlun verður svo úr þessum hólfum niður á hvern blett fyrir sig þegar þurrkarnir eru aftur komnir. Ekki er hægt að koma neinu áhaldi að þarna nema spaða eða höggjárni. að er likast möl- brjót, nema að það er létt og með iriggja þumlunga breiðu blaði,sem höggvið er með niður í jörðina. Flest allir garðyrkjumenn, sem eg sá við vinnu, voru búnir þessu járni. Einnig er það notað við vín- ekrurnar. Moldin er losuð upp með þessu áhaldi. Nokkur uppborin hey sá eg á sessari leið, voru þau lík okkar heyjum, sem úti eru uppborin. En enginn strigi var á þeim eða torf. Heldur hafði verið hrærður leir og honum smurt yfir allt heyið. Þessi leir hafði storknað í yzta lag heys- ins og var hörð skel, sem sums staðar hafði verið brotin af, þegar af heyinu hafði verið tekið.. Leir- bogar þessir lágu svo við heyleif- arnar eins og frosið torf að vetri til hjá okkur. Á einum stað sáust oliupípur liggja meðfram veginum og langt í burtu einhver olíupumpustöð. Numið var staðar í þorpi einu í fjöllunum, þar var mestur hiti 39° C. í forsælu á milli húsa, en 42° í bílnum og var þá mörgum volgt. Allt var þarna á götunni fullt af ávöxtum og óhreinindum. Döðlu- hrúgur, er fullar voru af maurum. Iðandi kös af hálfberum börnum. Betlarar og bæklaðir aumingjar, sátu um okkur og réttu fram hend- ur sínar. Eg forðaði mér fljótt inn í bílinn, því að óloftið af rotnun ýmislegra hluta var óbærilegt Er komið var heim undir Al- geirsborg var keyrt í gegnum app- elsínutrjágöng og fram hjá ávaxta- görðum. En meðan verzlað var, datt myrkri ðá. Og það fór eins og Alí Baba sagði: Engu var stolið af okk- ur í „Borg hamingjunnar“. En í Algeirsborg varð annað uppi á teningnum. Þá skiptu þúsundir franka um eigendur, á fljótan og miður skemmtilegan hátt. Vasa- þjófar borgarinnar hreinsuðu alla vasa er voru utan á fötum mínum þessa stund er eg stanzaði í búð og stræti. Til Sikileyjar. Kl. 24 sigldi Gullfoss af stað til Evrópu. Það var glatt á hjalla um borð. Sagðar voru sjóræningjasög- ur, og var tilefnið það, að heyrzt hafði um rán á Miðjarðarhafinu. Eg gekk upp á efra þilfar og horfði á spegilslétt, dimmt hafið. Við um borð berumst óðfluga út í ný ævintýri. Eg fer að hugsa um Sikiley, sem hefur verið kölluð perla Miðjarðarhafsins, þar sem stigamenn höfðu vaðið uppi og blóðhefndir höfðu verið algengar, þar sem landslag og gróðurfar er sagt dásamlegt. Við stefnum á Sikiley. Siéfús Hallérímsson. 20 ára afmæli Zion Annað kvöld (fimmtudag) kl. 8.30 e. h. verður 20 ára afmælis kristniboðshússins Zíon minnzt með hátíðlegri samkomu. Efnis- skráin verður fjölbreytt: upplest- ur, tvísöngur, orgelsóló, kaffi- veitingar o. fl. Ólafur Ólafsson, kristniboði, stjórnar samkomunni. Aðgangur er ókeypis, kaffið einn- ig, en tekð verður á móti gjöfum til starfsins .Komið! Veitið ykkur ánægjulega kvöldstund og styðj- ið gott málefni. Stjórn kristniboðsfél. kvenna. upp á hæð, éðá hól. Tók eg á rás ' Ó'J t f l iI .x LjC*> um daginn og yeginn EPLIN. Ég gekk niður bryggju, gjóstugt var og gekk á með byljum hvössum. Hvað haldið þið að ég hitti þar? — Hlaða af eplakössum. Hér er vetur og hér er kalt, en hugleiðið sannleik þenna: Böivað ekki sen baslið allt er bara eplum að kenna. Ættfaðir vor, er Adam hét, — að því er herma bækur — af fallegu epli flekast lét, og fyrir það Eden-rækur. Frá þeirri stund hefur Adams ætt litlagans stigu troðið, en epli ræktað og epli snætt og cpli til sölu boðið. Virðist þér ekki, vinur írdnn, að viðsjált það megi ltalla, að við skulum flytja eplin inn og efna til syndafalla. Ennþá er mönnum eplið kært, þó ylli það gæfuspjöllum. — Ætli þeir geti ekkert lært af annarra skakkaföllum? DVERGUR. iKHKBKBKBKHKBKBKHKHKHKHKKBKBKKHKBKHKHKKHKBKHKBKH*

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.