Dagur - 09.12.1953, Síða 11
Miðvikudaginn 9. desember 1953
DAGUR
11
íngvar Haiikur Stefánssou
ö
- Kveðja -
Vertu trúr unz dvínar dagur,
draumur lífs að rætist fagur;
leyfðu vængjum hugsjón hárri
liefja flug um roðinn tind.
Ingvar Haukur einn var slíkur
arfi listar myndaríkur.
Sýn hver fögur svala lind.
Fyi r en varir falla meiðir
fölna rósir, skiljast leiðir.
Vel er þá, ef aðrir eygja
ávöxt starfs, er þverra hlaut.
Lítt var keppt að hópsins hylli.
— Handa þinna greinist snilli
fyrst er líf þitt bar á braut.
Veit eg þig í vina ranni
vermdi andinn listar sanni,
litum hugmynd lífi gæddir
er lokið dagsins starfi var.
Skyldur lífs ei máttu lama
listarinnar vængi tama,
— vökumannsins verður svar.
Þér ungum hurfu íslands strendur.
Akra, vötn og skógarlendur
fóstru þinnar fjarst í vestri
fyrri túlka verkin þín.
Sjá, þar dísir dátt í lundi
p dansa og leika, en á sundi
hafmey græðis glitar lín.
Ættland fékk þín einnig notið:
Eygið fossinn, sævarbrotið,
fegurð sveitar, fjöllin bláu
fölva mánans, roða kvelds.
Þjóðtrú, Þingvöll feðra vorra,
Þorgeir, Egil, Héðin, Snorra,
Bergþórshvol í bjarma elds.
Hugsýn gæddur, heill í verki
hófstu listarinnar merki,
kyndill lífs ef kulna hlýtur
kelur listar viðkvæmt blóm.
Laðar mynd úr hugans leynum
litir, tónar, brot úr steinum.
Bresti dug — þá bliknað hjóm.
Eigi líða mér lir minni
mega okkar stundarkynni.
Heill sé þeim, er öðrum opna
innri sýn í fegri lönd!
Máttur lífs í myndum þínum
mun ei glata rétti sínum
ef list að fegurð verður vönd.
NEMANDI.
1
- Bókamarkaðurinn
(Framhald af 2. síðu).
fyrstu áratugum þessarar aldar. I
fyrsta þættinum, sem er stórvel
gerður, eru brot úr ævisögu Guð-
laugar Árnadóttur frá Tröðum í
Álftaveri. Er þar lýst ævikjörum
fátæklinga á ofanverðri 19. öld og
jafnframt minnzt ótrúlegrar seiglu
og dugnaðar í lífsbaráttunni. —
Vetrarferðir unglingsstúlkunnar
frá Tröðum eru ekki ófróðlegur
lestur fyrir æskufólk okkar
daga. Það er engin sældarjörð, sem
fóstarði suma þá kvisti, er bezt
reyndust á framfaratímabili þjóð-
arinnar, sem hófst upp úr aldamót-
unum. Annar þáttur er af Guð-
mundi refaskyttu á Brekku á Ingj-
aldssandi, sem enn lifir, og kom
til manns 21 barni á lítilli jörð í
útkjálkahéraði, og hinn þriðji af
skaftfellskum alþýðumanni, se
langa ævi hefur háð þrotlausa bar-
áttu við óblíð lífskjör. Er þar
margvíslegur fróðleikur um líf og
starf fólksins í Mýrdal. Allir þætt-
irnir eru skemmtilegir og fjörlega
ritaðir. En minnisstæðust m
lesendum þó e. t. v. verða saga
Guðlaugar Árnadóttur. Er sá mað
ur undarlega skapi farinn, sem ekki
verður snortinn af þeirri frásögn.
eriM.o
ullargarnið er unnið úr gæðabetri erlendri
ull en flest annað garn, sem hér hefur verið
selt. Verðið er þó mjög sanngjarnt.
Selt í 50 gramma hespum. — Mikið litaúrval.
Reynið þetta óvenjulega góða handprjóna-
band.
Fæst aðeíns lijá Kaupfélagi Eyfirðinga.
ÚR BÆ 0G BYGGB
Sextíu og fimm ára varð sl
laugardag Áskell Snorrason tón-
skáld hér í bæ.
Hjúskapur. Hinn 28. nóv. sl.
voru gefin saman í hjónaband
Reykjavík ungfrú Erla Björns-
dóttir, húsmæðrakennari, Þórð
arsonar skrifstofumanns hjá
KEA, og Orn Guðmundsson stú-
dent, frá Húsavík.
Dánardægur. í gær andaðist
sjúkrahúsi í Reykjavík frú Helga
Júníusdóttir, fyrrv. bæjarverk
stjóra Jónssonar, ung' kona, borin
hér og barnfædd og vinsæl af öll
um, er til hennar þekktu. Hún var
gift Hallgr. Sævari Halldórssyni
ljósmyndasmið og er mikill
harmur kveðinn að eiginmanni og
ungri dóttur, öldruðum foreldr-
um og öðrum vandamönnum við
fráfall hennar.
Bréfaskipti. Blaðinu hefur bor
Izt eftirfarandi frá danska sendi-
ráðinu í Reykjavík.
„í tilefni af bréfi, sem sendi
ráðinu hefur borizt frá „Verdens
Venskabs Forbundet“ Holbergs-
gade 26, Köbenhavn K, biðjum
við yður vinsamlegast birta eft
irfarandi lista yfir nöfn á ungu
fólki, sem óskar eftr að komast
bréfasamband við jafnaldra sína
á íslandi: Karen Elisabeth Mad-
scn, Hvam pr. Hvam St., Jylland.
(14 ára, óskar eftir að skrifast
við stúlku á sama aldri). — Niels
Erik Kold, Amtoft pr. Veslös,
Danmark, (17 ára, óskar eftir að
skrifast á við stúlku 15—16 ára)
—Gitte Buch-Pedersen, Vemme
tofte Allé 46, Gentofte, Danmark
(17 ára, óskar eftir að skrifast á
við stúlku 17 ára). — Helen
Bagger, Lerhöjvej 3, Gentofte
Danmark, (tæpra 18 ára, óskar
eftir að skrifast á við pilt eða
stúlku ca. 17 ára). — Börge Find.
Njalsgade 50, III, Köbenhavn
(25 ára, óskar eftir að skrifast
við stúlku ca. 23 ára). — Þeir,
sem hug hafa á að stofna til
bréfaviðskipta, geta annað hvort
skrifað beint til ofannefndra eða
sent lista yfir nöfnin til banda-
lagsins, sem síðan mun koma
beim :í.samband við vioko)j;iándi
pilt eða stúlku.
'l/Jr bœ
°f
fyrir eldri
□ Rún 5953129 — 1.:
I. O. O. F. — Rbst. 2 —
1029128V2 —.
I. O. O. F. = 135121181/2. =
Kirkjan. Messað á Akureyri kl.
næstk. kunnudag. — P. S.
Möðruvallakl.prestakalla. —
Messað að Bægisá sunnudaginn
13. desember kl. 2 e. h. — Safn-
aðarfundur.
Sunnudagaskóli Akureyrar-
kirkju er á sunnudaginn kemur
kl. 10,30 f. h. — 5—6 ára börn í
kapellunni og 7—13 ára börn í
kirkjunni. — Bekkjarstjórar eiga
allir að vera mætti kl. 10,10. —
Æskulýðsblaðið kemur út.
Litlu-jól félagsins
eru í kapellunni á
sunnudaginn kem-
ur. — Fyrir Yngstu
deild kl. 5 e. h. og
deildir stúlkna og
drengja sameiginlega kl. 8 e. h.
Allir sveitaforingjar eru minntir
á að skila jólagjöfunum í kapell-
una á laugardaginn kl. 5—7.
Tungufoss, hið nýja flutninga-
skip Eimskipafélagsins lagðist
hér við bryggju í fyrsta sinn fyrir
helgina. Skipið flutti hingað m. a.
tunnustaf til tunnuverksmiðjunn
ar.
Akureyrardeild KEA auglýsir
fræðslu- og umræðufund á öðr-
um stað í blaðinu. Fundurinn
hefst með kvikmyndasýningu, en
þar á eftir flytur Jóhannes Óli
Sæmundsson fræðslufulltrúi
KEA erindi. Mun erindið meðal
annars fjalla um þátttöku hús
mæðranna og unga fólksins
félagsstarfinu. Að erindinu loknu
vei-ða frjálsar umræður og verður
þá meðal annars tekin _ til
ræðu mjólkursalan í bænum. Er
því sérstaklega óskað eftir, að
konur félagsmanna mæti á fund-
inum.
Aheit á Strandarkirkju. Gamalt
áheit frá St. B. og J. kr. 100. —
Frá N. N. kr. 150. — Frá ónefndri
kr. 100. — Frá S. P. K. kr. 75. —
Frá G. Þ. kr. 50. — Móttekið á
afgr. Dags.
Til Sólheimadrengsins. Kr. 30
frá V. Mótt. á afgr. Dags.
I. O. G. T. Stúkan Ísafold-Fjall-
tonan nr. 1 hefur kynnikvöld
fyrir Menntaskólann í Varðborg
sunnudaginn 13. des. kl. 8,30 síðd.
Fundur verður í stúkunni mánu-
dagskvöld kl. 8,30. Venjuleg
fundarstörf. Inntaka nýrra félaga.
Jóladagskrá.
Áheit á kvenskátaheimilið á
Akureyri. Kr. 100 frá N. N. Mót-
tekið á afgr. Dags.
Leiðrétting. í Úr bæ og byggð í
s(íðasta blaði hafði misprentast
gjöfum til Dalvíkurkirkju: Að-
alsteinn Loftsson kr. 100, átti að
vera kr. 1000.
JS *-£•.N C' * P •
Hjúskapur. Miðvikud. 2. des,
voru gefin saman í hjónaband að
Möðruvöllum í Hörgárdal ungfrú
Hrefna Laufey Eggertsdóttir og
Guðmundur Valdimarsson tré-
smiðm'. Bæði til heimilis í Helga-
magrastræti 19, Akureyri.
Ferðaþáttur með litmyndum
frá Indlandi verður fluttur frá kl.
5 til 5.30 á undan samkomunni
næsta sunnudag. Allir velkomn-
ir. Miðvikudag kl. 8.30 er sam-
koma fyrir kvenfólk; fimmtudag
kl. 6 er. samkoma fyrir ungar
stúlkur (saumafundur) og laug-
ardag kl. 5.30 drengasamkoma.
Sjónarhæð.
Strandarkirkja. Áheit frá N. N.
kr. 50.
Frá barnaskólanum. Einhvern
næstu daga munu skólabörn hér
í bænum bjóða til kaups lítið rit,
er þau hafa gefið út og nefnist
Jólasveinninn. Er það eingöngu
skrifað af þeim sjálfum. Ágóðan-
um, ef einhver verður, ætla þau
að verja til kaupa á segulbands
tæki ,er þau ætla að gefa skóla
sínum.
Bæjarráð samþykkti á fundi
sínum 26. nóv. að svara fyrir-
spurn Leikfélags Akureyrar um
með hvaða kjörum félagið geti
fengið húsnæði gömlu bæjar-
skrifstofanna í Samkomuhúsinu
til afnota, á þann veg, að félagið
geti fengið skrifstofu bæjargjald-
kera fyrir kr. 300 mánaðarleigu
og allt húsnæðið fyrir kr. 900 á
mánuði, utan ljóss og hita, en
bærinn hafi aðgang að geymslu
þeirri, er fylgir.
Hjálpræðisherinn. Miðvikudag
kl. 20,30 e. h.: Almenn samkoma.
— Sunnudag kl. 10 og 20,30:
Samkomur. — Foringjar frá
Siglufirði stjórna og tala. Allir
velkomnir.
Jólapottur Hjálpræðishersins.
Eins og að undanförnu óskar
Hjálpræðisherinn að gleðja fátæk
börn og gamalmenni um jólin
með fatagjöfum o. fl. — Jólapott-
urinn kemur út á göturnar innan
skamms og treystum við því, að
almenningur styrki okkur eins og
að undanförnu með peningagjöf-
um í pottinn. — Milli jóla og nýj-
árs verða jólatrésskemmtanir
fyrir börn og gamalmenni.
Kvöldnámskeið Heimilisiðnað-
um“ arfélags Norðurlands í saumum
— kven- og barnafatasaum — var
haldið í húsakynnum félagsins,
Brekkugötu 3, hér í bænum,
nóvembermánuð sl. — Námskeið-
ið sóttu 19 nemendur. — Kennari
var Guðrún Scheving. — Það er
hentugt fyrir húsmæður, sem
flestar eru barnakonur, að nota
sér þessa fræðslu að kvöldlagi.
Til nýja sjú;krahússins á Ak.
Frá hjónum á Akureyri kr.
10,000,00 og Margrétu Jóhannes-
dóttur, Laugaseli, kr. 100.00. —
Friðbimi Olgeirssyni kr. 500.00.
— R. J. kr. 100.00. — J. G. kr.
50.00. — Með þökkum móttekið.
Guðm Karl Pétursson.
Iljónaefni. Ungfrú Siggerður
Tryggvadóttir, Byggðaveg 111, og
Sveinn Einarsson, verkam., Ak-
ureyri. — Ungfrú Erna Sigur-
geirsdóttir frá Arnstapa í Ljósa-
vatnsskarði og Hreinn Kristjáns-
son búfræðingur frá Oxnafells-
koti í Eyjafirði.
Skemmtiklúbbiu' tcmplara held-
ur skemmtikvöld að Varðborg
föstud. 11. þ. m. kl. 8.30 e. h. —
Til skemmtunar: Félagsvist og
dans. Verðlaunamarch. Síðasta
skemmtikvöld fyrir jól. — Skt.
Athygli Þórsfélaga er hér með
vakin á aðalfundi félagsins sem
verður í Varðborg næstk. sunnu-
dag kl. 2, svo sem auglýst er á
öðrum stað hér í blaðinu.
Komræktin. í t.ilefni af frósögn
um komrækt á Dagverðareyri í
síðasta tbl.. óskar Gunnar Krist-
jánsson að leiðrétta . þann mis-
skilning, að hann telji korarækt
jfifn auðvelda o« grasrækt. Sá
skmanburður, er hann gerði, var
við kartöflurækt.