Dagur - 09.01.1954, Blaðsíða 2

Dagur - 09.01.1954, Blaðsíða 2
2 D A G U R Laugardaginn 9. janúar 1954 Lm-njTjTj^orijn_n^n_rTJiTLT_rLrLrL^TijT^TJiJT^JiJTJi_rirL^TjrLrLrmTLrirmJTJTJiJTJT_nJTrmjTjiJn_rLrmjTjrLrLE! BISKUPSMINNI Biskup íslands, doktor Sigurgeir Sigurðsson. * <in irtfc • 'CQP'il KlUKKNAHLJÓMUR, - blíður en dap- urlegur berst mér að eyrum. Ég nem staðar og skima í allar áttir, lít til himins — og hlusta. Einkennilegur roði. Himinninn logar og leiftrar. Hvað skyldu þessi undur og býsn boða. Stórtíðindi — eða hvað? Kannski líka harmafregn, hugsa ég og held göngu minni áfram. Það brást ekki heldur. Þegar á daginn leið, var þjóðinni boðuð hin beiskasta harmafregn á öldum ljósvakans. Þjóðin varð skelfingu lost- in. Dauðaþögn ríkti í borg og inn til dala, í lofti og á legi. Vegfarandinn nemur staðar og hlustar. Harmafregn: Biskup íslands er andaður. • • Oll ÞJÓÐIN hneigir höfuð sitt í djúpri hryggð við andlátsfregn hins ástsæla biskups lands síns, herra Sigurgeirs Sigurðssonar. Hann var að mínum dómi ekki einungis mesti kennimaður kirkjunnar á íslandi, held- ur og á öllum Norðurlöndum, og þótt víðar væri leitað. Það geislaði af persónu hans og framkomu. Hann var hár vexti, beinn og fagur eins og fjallafura. Sterkur var hann og karlmannlegur, og svo fastur fyrir, ef vegið var að kirkju og kristindómi, að eigi varð honum bifað fremur en bjargi frá hinu rétta marki, og dugnaðurinn annálaður, eins og allir vissu, enda liafði hann ungur að árum lilotið þjálfun „þar sem örnum væri vegur, vængjastyrkuin, hæfilegur,“ — á hrikalegustu fjallvegum Vestfjarða. Það var því eigi að undra, þótt hann vekti sérstaka athygli, hvar sem hann kom fram, hvort held- ur var meðal stórþjóða eða smáþjóða, fyrir hina sterkmótuðu og fáguðu framkomu sína. Heimili biskups vors, herra Sigurgeirs Sig- urðssonar, og konu hans, frú Guðrúnar Pét- ursdóttur, var opið hús gesti og ganganda. Öllum var þar jafn-vel tekið, liáum sem lág- um, auðugum sem snauðum, oddborgurum sem erfiðismönnum. En tötrum búnum ein- stæðingum og olnbogabörnujn þjóðfélagsins þó allra bezt. Allra vandræði voru leyst, sem þangað leituðu. Allir fóru þaðan endurnærð- ir og saddir á sál og líkama. Þau hjón voru sem ástríkir foreldrar allra landsins barna. Þegar séra Sigurgeir Sigurðsson var þjón- andi prestur á Vestfjörðum, fór hann oft heið- ar, háfjöll og eyðidali til að embætta og vinna önnur skyldustörf sín. Á þeim vestfirzku leið- um sá hann og heyrði lindir með Ijúfu hjali líða niður hlíðar. Og af endurómi þeirra linda svalaði hann þjóð sinni í ræðu og riti af al- kunnri snilld sinni alla ævi síðan. Á þessum ferðum sínum lieimsótti liann líka fátækustu fátæklingana á Vestfjörðum, til að hyggja að þörfum þeirra og hjálpa þeim. Og þó var hann sjálfur svo fátækur af verald- legum auði, að hann varð að gegna öðrum störfum utan embættis síns, til þess að geta haft ofan af fyrir sér og sínum. Slík voru kjör þau, sem þessum unga, glæsilega kennimanni voru búin. En það voru einmitt þessi líknar- störf hans, ásamt biturri reynslu hans sjálfs af fátæktinni, sem gerðu hann svona vitran, stóran og auðugan af ást. Því að allir menn eru bræður, og það, sem þér gjörið einum af mínum minnstu bræðrum, það hafið þér mér gjört, sagði meistarinn mikli frá Nazaret. Þetta vissi hinn blessaði biskup manna bezt og missti aldrei sjónar af því. H Hann, sem vakti liverja stund yfir velferð þjóna sinna — og þjóna drottins, er allir munu hafa aukizt að mætti kærleikans und- ir leiðsögn hans. Hann, sem ferðaðist á öllum tímum árs milli kirkna umdæmis síns og fyllti þær af kærleika, birtu og yl, — er nú horfinn sjón- um vorum. Hvílík sorg! Engin milljónaþjóð hefur nokkuru sinni, mér vitanlega, átt annan eins mann í biskups- sæti eins og þessi fámenna, gáfaða þjóð í landi elds og ísa. — Hér geta að vísu hnigið að fleiri rök en mannkostir herra biskupsins einir sam- an, — eins og til dæmis yfirburðir tungu vorr- ar í fegurð og auðlegð yfir aðrar þjóðtungur, og ævaforn arfleifð vor í sögu og ljóði. Því ber oss að vaka yfir áhugamálum hans: kristinni trú, kirkjunni, kirkjusöngnum og börnunum. Geyma minningu hans. Geyma krossinn, sem hann bar á breiðu brjósti sínu, þar sem heitt hjarta hans bærðist inni fyrir, þrungið af þrá til að blessa, græða og lijálpa, — unz það brast af þreytu. Skrifborðið hans og stólinn. — Ritfærin lians, sem hugur lians og hönd stýrðu, penn- ann hans, sem ómar þessara lifandi, kristals- tæru linda streymdu fram úr — lilaðnir vizku og speki. Allt eru þetta helgir dómar. Það er þó okkur Akureyringum mikil huggun og harmabót, að við eigum sóra Pétur Sigurgeirsson okkar á meðal, — lif- andi eftirmynd föður síns. VéR Norðlendingar vottum frú Guðrúnu Pétursdóttur biskupsfrú, börnum hennar, tengdadætrum og bamabörnum, vora inni- legustu hjartans hluttekningu í hinni þung- bæm sorg þeirra við missi hins ástsæla hús- bónda og biskups og heitum að bera sorg V þeirra með þeim — hljóðir og hugstyrkir. „Aldan er hnígin, auð hímir ströndin. Eilífðin breiðir út faðminn sinn djúpa“. En á himnum er fagnað hreinni og fagurri ANN, sem gaf sér tíma til að heimsækja mig — mitt í erli og önnum dagsins. En ég þóttist aldrei hafa tíma til að heimsækja hann. Hann, sem settist á rúmstokkinn hjá örvasa gamalmennum — og flutti þeim huggun og kraft. Hann, sem kom að beði blindra og sjúkra — með blessun og líkn. Hann, sem hlustaði svo náið — og heyrði jafnvel barnsins hjarta bærast. sál. VeRTU sæll og blessaður, bróðir og vinur. Við sjáumst öll aftur, þar sem vera munu vötn og skógar, sólskin og ilmblær — með söng himneskra svana. í Guðs friði, góðir íslenzkir kirkjuþegnar. Sunnudaginn 1. nóvember 1953. Jón Benediktsson, prentari. Wj jijjjijjjtjlijjjjjijijuijijijijjjijijijijjjjjiju LiJxiJiJiJiJiJiJiJiJiJiJLnjTJiJurLrui_iJiJiJiJi-rQ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.