Dagur - 09.01.1954, Side 7

Dagur - 09.01.1954, Side 7
Laugaraginn 9. janúar 1954 D A G U R 7 LAUSSTAÐA Stúlka getur fengið atvinnu á skrifstofum bæjar- ins. — Aðalstarf: Vélritun. Umsækjendur sendi umsóknir á skrifstofu rnína fyrir 25. janúar næstkomandi. Þær, sem sækja um stöðuna, geta búizt við að þurfa að þreyta sérstakt próf í vélritun og réttritun. Akureyri, 7. janúar 1954. Bæjarstjórinn. f Infrarauðir lampar (Philips) Verð aðeins kr. 125.00 Véla- og búsáhaldadeild. Perur þrískiptar, 100, 200 og 300 w, fyrir ameríska standlampa. Véla- og busáhaldadeild. I Kæliskápar Frigidaire, 8,6 cubikfet. Véla- og búsáhaldadeild. Hrærivélar Kitchen Aid, 3 stærðir. Master Mixer, 2 stærðir. Hamilton Beach. Véla- og búsáhaldadeild. - Dagskrármál landbímaðarins (Framhald af 2. síðu). unni, kostar Fusarex í hverja tunnu a£ kartöflum um kr. 2.60 til 2.90, eftir því hvort notuð eru 400 eða 430 gr. í tunnuna. Auk þess verðs leggst svo einhver aukakostnaður á vegna flutn- ings út á land, og einnig er það dýr- ara, ef minna en poki er keyptur í einu. í greininni, sem cg vitnaði í fyrr í Norsk Landbruk, er taiið að 300—400 grömm af Fusarex sé na'gilegt í eina tunnu til að koma í veg fyrir spírun, en cigi jafnframt að nota efnið til að hindra eða draga úr öðrum geymslu- skemmdum, Fusariumsveppum — þá þurfi 4—5 kg. Kartöflueigendur til bæja og sveita, sem nú eru margir hverjir í vandræð- um með kartöflur sínar, einkum þó í bæjunum, vegna þess að þær eru nú þegar farnar að spíra og ekki útlit fyrir að hægt verði að selja matar- kartöflur næstu mánuði, ættu að út- vcga sér Fusarex og blanda saman við kartöflurnar til reynslu. Verðið er ekki fráhrindandi, fyrirhöfn við notk- un þess er lítil, og skemmdir af völd- um þess eru cngar. ÞJONUSTUHUGSJON SAMVINNUSTEFNUNNAR. (Framhald af 4. síðu). eflzt hér samvinnufélagsskapur, heldur hefði allt ráð fólksins ver- ið á hendi „einkaframtaksins“ í veraldlegum greinum. Sú hug- mynd, ef hún er samvizkulega gerð, hlýtur áð sannfæra um nauðsyn þess að standa vörð um hin frjálsu samtök fólksins. Slík varðstaða grípur óhjákvæmilega inn í stjórnmálabaráttu dagsins. Það verður að vera samræmi í hlutunum. Þeir, sem eru hlynntir samvinnufélagsskap verða að leggja sitt lóð á vogarskál stjórn- málabaráttunnar, þannig, að það verði ekki til þess að torvelda frjálsa samvinnustarfsemi. Því miður gera ekki allir sér þetta nægilega ljóst. En það er ekki rökrétt né heilsteypt lífsskoðun að telja sig samvinnumann, en rétta jafnframt hjálparhönd þeim, sem á stjórnmálasviðinu vinna leynt og ljóst gegn samtökunum og torvelda þeim starfið. Þetta er áttavitaskekkja, sem víða er þörf að leiðrétta, í þessum næstu kosn ingum, sem öllum öðrum frjáls- um kosningum í lýðfrjálsu landi. AFNEITUN NUMER 1 Eftirfarandi bréf hefir blaðinu borizt frá Þjóðvarnarfélaginu hér: Hr. ritstjóri. Vegna greinar yðar í Degi, miðvikudaginn 6. jan. s.l., út af samstarfstilboði Sósíalistafélags Akureyrar við bæjarstjórnar- kosningarnar 31. jan. n. k., vúj- um vér biðja yður að birta eftir- farandi: Félagsfundur í Þjóðvarnarfé- lagi Akureyrar, haldinn að Tún- götu 2, 30./11. 1953, samþykkir að vísa á bug málaleitan Sósíal- istafél. Ak. um sameiginlegan lista við bæjarstjórnarkosningar í janúarmánuði n. k. og felur stjói-n félagsins að svara þessari málaleitan á grundvelli þeirra forsenda er koma fram í ræðu formanns. Undirskriftir. Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Rétt eftirrit úr fundargerðabók Þjóðvarnarfélags Ak. staðfestir eftir nákvæman samanburð. Bæjarfógetinn Akureyri 7. jan. 1954. Friðjón Skarphéðinsson. ATHS. Méð 'því að bláðið vill heldur hafa það er sannará reynist, birtir það oíanskráða athugasemd Þjóðvarnarfélagsins, en bendir jafnframt á, að þrátt fyrir hana er það engan veginn úr lausu lofti gripið, að naumur meirihluti hafi verið í félaginu fyrir þeirri ákvörðun að hafna samstarfi við kommúnista, enda ekkert upp- lýst um hjásetu við atkvæða- greiðsluna í yfirlýsingu þessari, né heldur er þar að finna upplýs- ingar um afstöðu tveggja stjórn- armeðlima, sem mundu ekki hafa orðið langlífir í þeim embættum frekar en sumum öðrum, ef ekki hefði verið látið að vilja þeirra u'ra að hafna samstarfinu. Þótt Þjóðvamarmenn afneituðu sínum eigin blóðflokki þrisvar áður en kosningahaninn galar 31. jan., mundi það ekki duga þeim, því að römm er sú taug, er rekka dregur, föðurtúna til. Happdræfti Háskóla íslands Sala til 1. flokks er hafin. Númerum hefur verið fjölgað úr 30.000 í 35.000. Vinningar hækka úr 5.040,000 kr. í 5.880.000. Vinningum fjölgar úr 10.000 í 11.300. HÆSTl VINNINGUR 250.000 kr. 70% af söluverði happdrættismiðanna er úthlutað í vinninga. Vinningar eru skattfrjálsir (tekjuskattur og tekju- útsvar). Viðskiptamenn hafa forgangsrétt að númerum sínum til 10. janúar n. k. Umboð á Akureyri: Rókaverzl. Axels Kristjánssonar h.f. %i ÚR BÆ OG BYGGB Framtíðarkonur! — Munið af- mælisfagnaðinn miðvikudaginn 13. janúar kl. 8.30 e. h. Æskulýðsheimilið í Varðborg er opið þriðjud. kl. 5—7 fyrir ungl. 12—15 ára og 8—10 fyrir 16 ára og eldri. — Fimmtudaga opið á sama tíma. — Föstudaga kl. 5 —7 fyrir ungl. 12—15 ára og laug- ard. fyrir 16 ára og eldri kl. 5—7. Áheit á Strandarkirkju. Kr. 50 frá B. K. Mótt. á afgr. Dags. Kristján Geirmundsson hefur skýrt blaðinu frá þvx, að óvenjulega mikið af gráþröst- um sé nú hér í bænum. Sá hann nýlega hóp með um 100 fuglum í Gróðrarstöðinni. Þá er silkitoppa einnig í görðum hér í bænum, en hún er frem- ur sjaldséður fugl. Hjónaefni. Ungfrú Árdís Svan- bergsdóttir og Magnús Þórisson bakaranemi. — Ungfrú Guðbjörg Einars Þórisdóttir, Strandgötu 41, og Tryggvi Gestsson, Reynivöll- um 2, Akureyri. — Ungfrú Jór- unn Thorlacius og Sigtryggur Guðmundsson, bæði til heimilis á Akureyri. Áheit og gjafir til Svalbarðs- kirkju árið 1953. Áheit frá Hauk Berg kr. 100. — Minningargjöf frá Halldóri Jóhannessyni um föður hans, Jóhannes Halldórsson, kr. 1000. — Minningargjöf frá Axe- línu Geirsdóttur um móður henn- ar, Kristjönu Halldórsdóttur, kr. 1000. — Gjöf frá Theódór Laxdal kr. 100. — Áheit frá B. B. kr. 200. — Áheit frá Jóhönnu Guðmunds- dóttur kr. 200. — Minningargjöf frá Huldu og Jóni Laxdal um Sigurð Vilhjálmsson kr. 200. — Gjöf frá Grími Jóhannessyni kr. 175. — Gjöf frá Jóhanni Berg- vinssyni og fjölskyldu kr. 700. — Minningargjöf frá Katrínu og Guðmundi, Litla-Hvammi, um móður þeirra, Sigurborgu Þor- leifsdóttur, kr. 1500. — Minning- argjöf frá Kristínu Jóhannesdótt- ur og fleirum, um Guðlaugu Benediktsdóttir, kr. 100. — Áheit frá Sigríði Guðmundsdóttur kr. 200. — Með þökkum móttekið. Benedikt Baldvinsson. Frá Leikfélagi Akureyrar. Sýn- ingar á „Fjölskyldan í uppnámi“ verða í kvöld og annað kvöld — 9. og 10. janúar. — Aðgöngumiða- salan í Samkomuhúsinu eftir kl. 5 leikdagana. Einnig má panta aðgöngumiða í síma 1906 kl. 10— 12 f. h. leikdagana. Hjúskapur. Á þriðja í jólum voru gefin saman í hjónaband að Möðruvöllum í Hörgárdal ungfrú Margrét Jónsdóttir, Aðalstvæti 10, Akureyri, og Trausti Helgi Árnason, B.A., kennari á Eiðum. Rafsuðuplöfur Eins og tveggja hólfa. Véla- og búsáhaldadeild. Rifflar Verð aðeins kr. 345.00. Véla- og búsáhaldadeild.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.