Dagur - 09.01.1954, Blaðsíða 8
8
Bagur
Laugardaginn 9. janúar 1954
Ný áæílun um hraðfrysfihús á Akureyri
lcgð lyrir hæjarstjórn
r
Frystihússnefnd vill að Utgerðarfélag Akureyr-
inga byggi liúsið með styrk bæjarins
Skákmenn á Akureyri v
Skákfélag Akureyrar starfar nú af talsverðu fjöri. Skákmenn hér
heyja nú útvarpsskák á 2 borðum við Reykvíldnga og er spennandi
keppni, sérstaklega á 1. borði, þar sem Akureyri hefur svart. Mynd-
in sýnir nokkra félaga, eldri og yngri, í skákfélaginu. Aftari röð,
frá vinstri: Haraldur Ólafsson, Margeir Steingrímsson, Júlíus Boga-
son, Sigurður Jónsson, Haraldur Bogason og Jón Ingimarsson.
Fremri röð frá vinstri: Rögnvaldur Rögnvaldsson, Ingimar Jóns-
son, Gunnlaugur Guðmundsson og Finnur Eydal.
Nokkuð hefur nú þokað áleið-
is hraðfrystihúsmálinu með því
að fram er komin ný áætlun um
byggingu húss hér, er að öllu
Ieyti sýnist skynsamlegri og bet-
ur undirbúin en hin fyrri áæílun,
sem hér var á dagskrá fyrir ári.
Er nú gert ráð fyrir helmingi
minna húsi en þá og kostnaðar-
áætlun mun nú þykja betur und-
irbyggð og líklegri til að fá stað-
ist enda þótt frekari athugun
muni enn fara fram á ýmsum
atriðum. Er nú gert ráð fyrir
8—12 lesta afköstum af flökum á
12 klst. og heildarkosnaður 3.2—
3.4 milljón krónur.
Leggur til að Útgerðarfélagið
byggi.
Það er enn Gísli Hermannsson
verkfræðingur, sem hefur gert
þessa nýju áætlun að beiðni
hraðfrystihússnefndar bæjarins,
en í henni eiga sæti Haukur P.
Ólafsson frystihússtjóri, Friðjón
Skarphéðinsson bæjarfógeti,
Helgi Pálsson framkvæmdastjóri
og Tryggvi Helgason útgerðar-
maður. Fékk nefndin þessa nýju
áætlun skömmu fyrir áramót og
hefur nú sent bæjarstjórn hana
ásamt álitsgerð þar sem lagt er
til að hafist verði handa um bygg-
ingu hraðfrystihúss á grundvelli
áætlunarinnar og telur nefndin
hagkvæmast að Útgerðarfélag
Akureyringa h.f. eigi húsið og
annist rekstur þess. Álitsgerð
nefndarinnar kom til umræðu á
bæjarráðsfundi í fyrradag og var
þar samþykkt að vísa málinu til
stjórnar Útgerðarfélags Akureyr-
inga til athugunar, enda gert ráð
fyrir að félagið verði aðalfram-
kvæmdaaðilinn í málinu.
Trygging hráefnis.
í þeim umræðum, sem fram
hafa farið um hraðfrystihússmál-
ið, hafa Framsóknarmenn bent á,
að tvennt þurfi að liggja fyrir
áður en unnt er að hefjast handa:
í fyrsta lagi traust áætlun um
byggingu og rekstur, og virðist
hún nú fyrir hendi og því veru-
legt spor stigið í átt til fram-
kvæmda. Sannast nú, að mál-
flutningur kommúnista, er þeir
vildu láta bæjarfélagið hefjast
handa á grundveHi áætlunar, sem
ekki fékk staðist, var ærið fljót-
Fjórar ær báru skömmu
fyrir áramót
Á Naustum hér við Akureyri
báru fjóra rær nú rétt fyrir ára-
mótin og fimmta ærin er nú kom-
in að burði. Fyrsta ærin var tví-
lembd og bar á jóladag. Þessi ær
gekk með tvö lömb á fjalli í
sumar. ,
færnislegur og rarmar málinu
sjálfu til óþurftar. í öðru lagi, að
trygging fáist fyrir því, að hrað-
frystihúsið fái nægilegt hráefni.
Hefur jafnan verið augljóst, að
bakhjarl slíks fyrirtækis hlyti að
vera togaraútgerðin, en fram til
þessa hafa forráðamenn togar-
anna ekki viljað gefa neinar
bindandi yfirlýsingar um upp-
lag hráefnis og mun ekkert nýtt
hafa gerzt í því enn sem komið
er, en bæjarráð hefur nú bein-
línis leitað eftir áliti Útgerðar-
félagsstjórnarinnar og fæst því
væntanlega úr því skorið, innan
skamms, hvar félagið stendur í
málinu. En í tillögum frystihúss-
nefndarinnar er ekki gert ráð
fyrir að eigandi Jörundar sé að-
ili að frystihússbyggingunni, sem
þó virðist eðlilegt, hlutfallslega
til jafns við Útgerðarfélagið.
Framkvæmdir líklegar ef tog-
araútgerðin skuldbindur sig.
Málið er því komið á það stig,
að líklegt er að það nái fram að
ganga ef togaraútgerðin í bæn-
um uppfyllir þau skilyrði, sem
eru undirstaða rekstursins, að
tryggja hráefni til frystihússins.
í bæjarstjórn er líklegt að málið
nái því fylgi, sem til þarf, því að
það hefur jafnan verið yfirlýst
stefna Framsóknarmanna, að
styðja málið, ef þessi tvö skilyrði
eru uppfyllt: traust áætlun og
trygging fyrir hráefni. Vitað er
að veruleg andstaða er gegn mál-
inu innan Sjálfstæðisflokksins og
hefur það komið berlega fram
innan bæjarstjórnar og utan.
Námskeið í Varðborg
Varðborg, félags- og æskulýðs-
heimili templara, gekkst fyrir
námskeiði í útskurði fyrir jólin,
er varð mjög vinsælt og vel sótt.
Nú mun verða áframhald á þess-
ari starfsemi. Næsta námskeið
verður í flugmodelsmíði og hefst
það þriðjudagin-n 12. janúar. —
Námskeið þetta er öllum heimilt
að sækja, en sérstaklega er það
þó ætlað unglingum. Undir leið-
sögn félaga úr Svifflugfélagi Ak-
ureyrar mun mönnum gefast
kostur á að búa til ýmsar gerðir
af svifflugum. Einnig munu
verða fluttir fyrirlestrar um svif-
flug. Námskeið þetta mun standa
yfir i 3 vikur og kennt 3 kvöld
í viku.
Enginn efi er á því, að þetta er
áhugamál margra unglinga og til-
valið tómstundastarf.
Um miðjan mánuðinn er fyrir-
hugað að byrja með námskeið í
þjóðdönsum. Munu verða kenndir
bæði ísl. og erlendir dansar.
Upplýsingar um námskeið þessi
eru gefnar í Varðborg. Sími 1481
kl. 6—7 alla virka daga.
Lygaþvættingur kommúnista.
En þótt málið sé nú komið á
þennan rekspöl — ekki sízt fyrir
ábendingar Framsóknarmanna,
sem bentu á að fyrri áætlun væri
ekki raunhæf undirstaða fram-
kvæmda — og nauðsyn sé að
reyna að skapa um það sem mesta
einingu, halda kommúnistar
áfram að rógbera Framsóknar-
menn í sambandi við þetta mál
og segir í Verkam. í gær m. a., að
Dagur hafi birt hverja greinina
annarri heiftúðugri gegn bygg-
ingu hraðfrystihúss.
Þetta er, eins og lesendum
blaðsins er kunnugt, helber lygi
og þvættingur. Hér í blaðinu
var nýlega á það bent, hvern-
ig kommúnistar notuðu frétta-
grein frá fundi um hraðfrysti-
húsmálið, sem birtist hér í
blaðinu, til þess að sverta af-
stöðu Framsóknarmanna, enda
þótt frásögnin væri nær orðrétt
fundargerðin. — Var þetta
nllt rekið svo rækilega ofan í
þá, að síðan hefur ekki heyrzt
hósti né stuna frá þeim fyrr en
nú í gær, að byrjað er að
prjóna upp aftur í svipuðum
dúr.
Frásögn Dags af fundi þessum
sýndi ljóslega eins og fundargerð-
in sjálf, að forsvarsmenn útgerð-
arinnar í bænum töldu ýmis tor-
merki á rekstri hraðfrysti-
húss og sýndi fundurinn að
ástæða var til að ætla að nauð-
synlegar skuldbindingar um hrá-
efni til frystihúss mundu tor-
fengnar. Hér hefur enn engin
breyting á orðið. En svo drengi-
legur er málflutningur kommún-
ista og svo mikill móður í þeim
fyrir raunverulegum framgangi
málsins, að í stað þess að ræða
við útgerðarmenn um þennan
mikilvæga þátt málsins, ráðast
þeir á Dag fyrir að vekja athygli
á þessum þröskuldi á vegi fram-
kvæmdanna og segja að það beri
vott um fjandskap Framsóknar-
manna!
Afstaða Framsóknarmanna.
Afstaða Framsóknarmanna hef-
ur löngu verið skýrt mörkuð í
bæjarstjórn: Þeir munu styðja
byggingu hraðfrystihúss ef fyrir
hendi er traust bygginga- og
rekstursáætlun og trygging fyrir
því að togararnir leggi upp hrá-
efni til hússins. Enda væri bygg-
ing hraðfrystihúss fásinna ef tog-
veiðarnar eru ekki undirstaða
hráefnisöflunar. — Kommúnistar
vildu þegar í upphafi ráðast í
byggingaframkvæmdir án þess að
trygging væri fyrir nokkru hrá-
efni og enda þótt áætlun sú, er
fyrst kom fram, væri um hús, sem
allir virðast nú sammála um að
henti hér alls ekki. Bæjarfulltrú-
ar Sjálfstæðismanna munu hins
vegar að meirihluta andvígir
málinu, enda athyglisvert, að
oddviti þeirra í bæjarstjórn
hreyfði því ekki í viðtali um
málið í fsl. í þessari viku, að
eðlilegt væri að útgerð Jörundar
væri aðili að hraðfrystihúsi hlut-
fallslega til jafns við Útgerðar-
félagið.
Nátlúrugripasafninu
bætast nýir munir
Náttúrugripasafni bæjarins
hafa nýlega bætzt nokkrir nýjir
munir. Rostungshöfuðið, af rost-
ungnum, sem rak á Valþjófs-
staðafjöru í Axarfirði sumarið
1952, er nú uppsett og prýðir
vegg á safninu. Þá eru nú komn-
ir þangað 3 fuglar, sem ekki voru
þar til áður, allt flækingar, sem
fangaðir hafa verið hér á landi
og sjaldgæfir. Er það fyrst skóga-
snípa, sem komin er frá Axarfirði,
þá krossnefur, sem hér var á
flakki í sumar er leið, og loks
litla sæsvala, sem tekin var við
Vestmannaeyjar. Þá hafa safn-
inu enn bætzt 8 tegundir andar-
unga frá Sílalæk í Aðaldal.
- Afmæli Góðtemplara
Framhald af 1. síðu.
Brynja og seinna tvær barnastúkur,
og starfa allar þessar stúkur auk
ísafoldar nr. 1, sem er móðurstúka
alls góðtemplarafélagsskaparins á
íslandi.
Afmælisins minnst.
Templarar hér minnast tímamót-
anna með almennri samkomu í
Varðborg á sunnudagskvöldið, og
standa að þeirri hátíð allar stúk-
urnar í bænum. Fyrr urn daginn
verður guðsþjónusta í tilefni þess-
ara tímamóta.
Hér er ekki aðeins um að ræða
minnisverð tíðindi í sögu góðtempl-
arareglunnar, heldur í sögu bæjar-
félagsins. Hér var starfið hafið, og
á liðnum áratugum hafa góðtempl-
arar komið mjög við sögu bæjarfé-
lagsins, enda löngum verið í hópi
þeirra ýmsir af kunnustu og áhrifa-
mestu borgurum bæjarfélagsins. —
Na’gir að minna á nöfn frá eldri
tímanum eins og Friðbjörn Steins-
son, Jón Steíánsson, timburmeist-
ara, Bjarna Hjaltalín, Pétur Þor-
grímsson, Lilju Kristjánsdóttur,
Halldór Friðjónsson, Sigtrygg Þor-
steinsson, Guðbjörn Björnsson og
marga fleiri, auk þeirra, sem í dag
standa í forsvari fyrir Regluna og
starf hennar.
Þrír árgangar af tíma-
ritinu „Heima er bezt“
komnir út
Ritið hefir einkum flutt
innlent lesefni
Lokahefti þriðja árgangs af mán-
aðarritinu Heima er bezt er nýlega
komið út.
Þau þrjú ár, sem ritið hefur
komið út, hefur það notið vaxandi
vinsælda, sem sanna ótvírætt, að
þörf var á riti sem þessu, er legði
megináherzlu á að flytja innlent
efni, þjóðlegan fróðleik, fræðandi
ritgerðir, sagnaþætti og fleira.
Margir þjóðkunnir rnenn hafa
skrifað í ritið, og má m. a. nefna
Guðmund G. Hagalín, Hannes J.
Magnússon, skólastjóra, l-'riðrik A.
Brekkan, dr. Sigurð Þórarinsson,
Stefán Hannesson, Litla-Hvammi,
Böðvar á Laugarvatni, auk fjölda
annarra. Jón Björnsson rithöfund-
ur, hefur haft ritstjórnina á hendi
undanfarin tvö ár.
í þessu nýútkomna hefti, sem
jafnframt er jólahefti, eru rnargar
greinar, og eru þessar helztar: Prest-
bakkakirkja á Síðu, eftir Þórarin
Helgason, Jól á afskekktu heiðar-
býli fyrir 60—70 árum, eftir Stefán
Hannesson. Sig. Júl. Jóhannesson
skáld skrifar þætti úr starfssögu
læknis. Dr. Guðni Jónsson ritar um
Tannastaði í Olfusi og bændur þar.
Þá kenuir fróðlegur þáttur eftir
Kolbein Guðmundsson frá Úlfljóts-
vatni, Ólafur í Tungu, íramhald
af ferðaþáttum Þorsteins Matthías-
sonar og þætti Þorvalds Sæmunds-
sonar, Brimhljóð. Grein er eftir
Sigurð Guðjónsson kennara, um að-
fangadagskvöld í sveit, framhald af
sögunni Fjallabúar, og auk þess er
svo myndasagan fyrir börn, ÓIi
segir sjálfur frá, og síðast en ekki
sízt nokkrar alislenzkar þrividdar-
myndir, en þær hafa verið mjög
vinsælar víða erlendis.
Eins og sjá má af þessu yfirliti,
er hefti þetta mjög fjölbreytt að
efni og er skreytt fjölda ágætra
mynda.