Dagur - 20.01.1954, Blaðsíða 2

Dagur - 20.01.1954, Blaðsíða 2
2 DAGUR Miðvikudaginn 20. janúar 1954 Boðskapur Þjóðvarnarliða: Orðsending til bænda Málefnaauðlegð að tylla sér niður kveldsfund og skrifa upp óskalista Það er nú augljóst, af hverju þjóðvarnarliðar svonefndir hér í bæ eru montnastir: það er plagg nokkurt er þeir hafa gefið nafnið „stefnuskrá í bæjarmálum“, er út kom í blaði þeirra skömmu fyrir jólin. Það mun hafa orðið til með þeim hætti, að nokkrir af fram- boðs-„listamönnum“ flokksins hittust yfir kaffibollum eina kvöldstund og suðu saman þetta plagg, upp úr gömlum óskalist- um, sem sumir pólitískir flokkar gefa út á fjögra ára fresti. Af því að Framsóknarmenn hér hafa aldrei tekið þátt í þessari leiksýningu fyrir bæjarstjórnar- kosningar heldur kosið að ræða málefni dagsins og framtíðarinn- ar á raunhæfum grundvelli, heit- ir það nú í málgagni sumra þeirra manna, sem stundum áður lýstu vanþóknun sinni á skrumi og yfirboðum, „málefnafátækt“ að leggja þessum loddaraskap ekki lið. Eru menn komnir harla langt frá fortíð sinni þegar þannig er skrifað og skrafað. En þótt þessi hafi nú orðið örlög nokkurra manna, sem menn hér áður fyrr væntu sér meira af, munu engar ögranir né uppnefni duga til þess að hrinda Framsóknarmönnum hér út af þeirri braut, að ræða málefnalega um bæjarmál og á raunhæfum grundvelli. Reynsl- an mun og sanna, að slíkur mál- flutningur er betur í samræmi við skaplyndi, þekkingu og þroska fólksins í bænum en upp- Ijómaður óskalisti, sem hverfur í myrkrið aftur eftir 31. janúar og sést ekki aftur fyrr en að fjór- um árum liðnum. Almælti bæjarstjórnar. Skraf þjóðvamarliða í þá átt, að aðrir flokkar séu „málefna- fátækir" í bæjarmálum eru sömu ættar og skrif sumra annarra sósíalista, sem sjá ekki að nein mál séu, sem heitið geta, séu þau ekki á dagskrá bæjarstjórnar. Þetta eru vísindi kreddumanna. Þeir vilja ráða málefnum þjóð- félags og sveitarfélags þannig, að ekkert sé gert nema að því standi opinbert vald, nefnd eða ráð. Hitt sjá þeir ekki, að í lýðræðis- legu þjóðfélagi, sem er óbundið af kreddunni, gerizt jafnan margt á degi hverjum til framfara og uppbyggingar, sem ekki er á snærum opinberra ráða eða nefnda heldur er heilbrigt fram- tak þegnanna, annað tveggja ein- staklingsframtak eða fram- kvæmdir samvinnufélaga. En til þess að hlynna að kreddutrúnni og reyna að smeygja henni á sam- borgarana, er það ráð tekið, að þegja sem mest um þær þýðing- armiklu framkvæmdir, sem þannig eru til komnar, en láta í þess stað sem allt standi kyrrt, ef pólitískir ræðuskörungar eða skriffinnar hafa málin ekki í milli tannanna á þingi eða bæjar- stjórn. Með því að ganga nú fram fyrir skjöldu og reyna í blaði sínu að hasla því völl, hvað séu bæjar- málefni og hvað ekki, hafa þjóð- varnarliðar enn einu sinni stað- fest það sem þeir raunar lýstu yfir í upphafi, en vilja nú gjarnan að menn gleymi, að flokkur þeirra er þriðji sósíalistaflokk- urinn í landinu og áhangandi kreddunnar, sem nú er á undan- haldi um allan vestrænan heim. Þessi yfirlýsing um almætti bæj- arstjórna er ekki ómerk stefnu- skrá þessa flokksbrots hér og vissulega mun merkari en óska- listinn, sem varð til í kaffisel- skabi nokkurra „listamanna“ fyrir jólin. Heilbrigðar framkvæmdir innan þess ramma, sem bæjarfélagið leggur til. Það er þá líka ljóst, að Fram- sóknarmenn eru andvígir þessu öðru meginprógrammáli þjóð- varnarliða í bæjarstjórnarkosn- ingunni hér, eins og þeir eru andvígir aðalmáli þeirra, að ís- land eigi að segja sig úr lögum við vestrænu lýðræðisþjóðirnar og taka upp óraunhæfa hlutleys- isstefnu, sem hvergi þekkist í veröldinni við neitt svipaðar að- stæður og hér eru. Það er álit Framsóknarmanna, að bærinn eigi sjálfur fyrst og fremst að stefna að því að skapa slíka að- stöðu að félög og einstaklingar geti hér rekið arðvænleg atvinnu- fyrirtæki með jafnri og lífvæn- legri atvinnu fyrir alla, sem hér vilja dvelja. Þegar togarakaupin voru á dagskrá, var Framsókn- arflokkurinn andvígur bæjar- reksturssjónarmiðum sósíalista, en studdi það rekstursform, sem síðan sigraði, þ. e. eðlilega sam- vinnu bæjarfélagsins og félaga og einstaklinga um að koma á togaraútgerð. Reynslan hér og reynslan af bæjarútgerð í sumum öðrum kaupstöðum sannar ótví- rætt hver launráð hin pólitíska bæjarútgerðarstefna sósíalista var í þessu máli. Alveg sama sag- an er nú að gerazt í hraðfrysti- húsmálinu. Sósíalistar heimtuðu í upphafi, að bæi'inn sjálfur byggði og ræki frystihús. Nú er líkleg- ast að málið nái fram að ganga á skynsamlegri grundvelli, sem sé með eðlilegri samvinnu bæj- arfélagsins við þá aðila, sem skynsamlegast er að reki frysti- húsið. Og þannig má lengur telja dæmin um stuðning Framsókn- armanna við málefni, sem líkleg- ast er að leysa eftir þessum leiðum. En á sama tíma sem tog- araútgerðin hefur þróast á liðn- um árum hafa hér verið gerðar atvinnuframkvæmdir, sem eru engu ómerkari fyrir bæinn og hafa þróazt á vegum félagslegra samtaka án beinna afskipta bæj-r arstjórnar. Þessar framkvæmdif vilja þjóðvarnarliðar og þeirra Sverrir Markússon hefur beðið blaðið að koma þeirri orðsend- ingu til bænda, sem pantanir hafa gert á stein- og bætiefna- blöndu, en ekki fengið, að leitt sé hversu dregizt hafi að afgreiða allar pantanir. Stafar drátturinn af því að minna magn barst til landsins í fyrstu sendingunni en gert hafði verið ráð fyrir. Vonir standa nú til að önnur sending komi nú innan skamms til lands- ins og verður afgreidd hingað norður hið bráðasta. Blandan verður seld í Kornvöruhúsi KEA og auglýst hér í blaðinu þegar er hún hefur borizt. Bændur, sem nota þessa blöndu, eru beðnir að gefa Guðmund Knutsen héraðs- dýralækni upplýsingar um áhrif hennar á heilbrigði kúnna á næsta sumri. líkar þegja í hel. Þær eru ekki ,,bæjarmálefni“. Hér er um að ræða iðnaðarframkvæmdir sam- vinnufélaganna, sem eru eitt- hvert mesta átak í nýsköpun iðn- aðar, sem gert hefur verið hér á landi á s. 1. 4 árum. En þótt þjóð- varnarliðar, og raunar fleiri flokkar, keppist nú við að þegja um þessar framkvæmdir og láti sem þær hafi aldrei verið gerðar í skrifum sínum um bæjarmál fyrir kosningar, þá er „sem eg sjái hann Kossúth“ ef þessi mál- efni hefðu einhvern tíman kom- ist á dagskrá í bæjarstjórn og einhver málfinnur þjóðvarnar- liða eða kommúnista hefði haft tækifæri til þess að halda þar fimm mínútna ræðukorn. Þá hefði ekki passað að tala um „kyrrstöðu" í bæjarmálum hér heldur þvert á móti. Enda mála sannast, eins og rækilega var bent á í síðasta blaði, að hér hef- ur, sem betur fer ekki verið um kyrrstöðu að ræða heldur hafa einhverjar mestu framkvæmdir í sögu bæjarins verið fullgerðar á síðasta kjörtímabili, svo sem Laxárvirkjunin, nýja sjúkrahús- ið, tveir nýjir togarar keyptir, nýbygging verksmiðja S. í. S. o. s. frv. Verkefni framtíðarinnar. Nú eins og ævinlega áður þarf að vinna, þannig að málefnum bæjai'félagSins, að saman fari framkvæmdir þess sjálfs, til þess að bæta aðstöðuna í bænum og tryggja atvinnu, og framkvæmd- ir félaga og einstaklinga, sem finna það og skilja, að bæjar- félagið sem heild vill skapa þeim aðstöðu til framkvæmda og hlynna að öllum heilbrigðum at- vinnurekstri. Þetta sjónarmið í bæjarmálefnum er heilbrigt og líklegt til góðs nú sem áður. Hitt er óheilbrigt að einblína á annan aðilann, bæjarstjórnina, og láta sem ekkert séu bæjarmálefni nema þau, sem fara um munn bæjarfulltrúa. Slíkt er nú viður- kennt að vera skoðun þjóðvarn- arliða, sem annarra sósíalískra kreddumanna, og því ljósara en fyrr, að þeir eiga ekkert erindi í bæjarstjórn. Kreddan á nógu marga fulltrúa þar fyrir. Helgi Péfursson, Hranastöðum Fæddur 11. júlí 1912, dáinn 4. janúar 1954 Helgi Pétursson, bóndi á Hrana- stöðum, lézt á Landspítalanum, 4. 3. m. Var hann jarðsunginn að Grund þann 13. þ. m„ að við- stöddu fjölmenni. Séra Benjamín Kristjánsson jarðsöng. Foreldrar Helga eru þau hjón- in Pétur Olafsson, fyrrum bóndi á Hranastöðum, og Þórey Helga- dóttir, sem bæði eru enn á lífi í hárri elli. Hafa þau hjón komið allverulega við sögu þessa sveitar- félags. Hann, sem forustumaður um mörg hreppsmál, bæði út á við og innan sveitarinnar. Hún, sem hin hljóðláta, umhyggjusama hús- móðir, fórnandi kröftum sínum fyrir börn sín og mann. Það er svo margt, sem kallar að í veika- hring konunnar, bæði stórt og smátt, að menn eiga oft örðugt með að meta til fulls þær hljóðu fórnir, sem þar eru færðar. Eg, sem þessar línur skrifa, hefi haft nokkuð náin kynni af Hrana- staðaheimilinu um fjörutíu ára bil. Var náinn samstarfsmaður eldri systkinanna þar um margra ára skeið, í ungmennafélagi hrepps- ins, og á frá þeim tíma margar góðar endurminningar. Starf og árangur ungmennafélaganna byggð ist fyrst og fremst á fórnfúsum vilja félagsmannanna, og hæfileik- anum til samstarfs og þjónustu við þær hugsjónir, sem barizt var fyr- ir. Hjá þeim systkinum var aldrei komið að tómum kofunum í þeim efnum. Helgi Pétursson, sem var nær yngstur systkinanna, gerð- ist einnig ötull starfsmaður þessa félagsskapar, þegar honum óx ald- ur til. Starfaði hann síðan vel og lfengi í félaginu, og var í stjórn þess. Svo sem vænta mátti hlaut Helgi að erfðum góða greind, og mátti mikils af honum vænta, hefði honum enzt aldur til að fram- kvæma það, sem hugur hans stóð mest til. Hann var sannur bóndi, á þann hátt, að hann hafði ein- læga trú á hinni gróandi jörð, og búfé því, er hann hafði undir höndum. Enda stóð hugur hans fyrst og fremst við bú og bæ. En að vera heill í starfi er undirstaða einhvers árangurs. Um tíu ára skeið hefir Helgi bú- ið sjálfstæðu búi á Hranastöðum. Fyrst í tvíbýli á móti Jónasi bróð- ur sínum, en síðari órin á allri jörðinni. Giftur var Helgi Þor- björgu S. Guðmundsdóttur frá Litlu-Hlíð í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði, hinni mestu búkonu og húsmóður, sem hefir ekki látið sinn hlut eftir liggja við bústörfin, þótt innanbæjarstörfin virtust full nóg starf. Hafa þau þjónin eign- ast fimm börn, fjórar dætur og einn son, sem öll eru í æsku. Frum- býlingsárin verða mörgum erfið, ekki sízt, þegar börnunum fjölgar ört. En búið óx með barni hverju, og allt stefndi til blómlegs bú- skapar og góðrar afkomu. Búinn var Helgi að auka allvænlega tún- stærðina með sáðsléttum. A s. 1. sumri hóf hann viðbótarbyggingu við íbúðarhúsið, sem nú er þó að- eins fokhelt. A s. 1. hausti tók hann krankleika þann, er að lokum bar sigur af hólmi. Helgi Pétursson mun ekki hafa gengið heill til skóg- ar síðasta árið, þótt hann hefði ekki á því orð, enda var hann fremur dulur og flíkaði ekki til- finningum sínum, en var skapfast- ur og fór gjarnan sínar eigin göt- ur. Sviplegt og tilfinnanlegt er, þeg- ar heimilisfaðirinn er kallaður burt, ekki sízt frá jafnstórum og ungum barnahóp, sem. hér á sér stað. Við skammsýnir menn skiljum ekki hina guðlegu fórsjón ,er öllu ræður, um líf og dauða. En í trúnni á hinn _ eilífa kærleika treystum við þ'vi, að góður Guð annist bæði hann, sem burtu er fluttur, og konuna og börnin, sem eftir lifa. H. G. ------------------------------ F i m m tugu r : Hermann Stefánsson íþróttakennari Hemiann Stcfánsson íþrótta- kennari, sem maður sér oftast í fylgd með æskumönnum, varð fimmtugur s. 1. sunnudag og sannast á honum, að það er ekki einhlítur mælikvarði á raunveru- legan aldur manna at telja ævi- árin. Þegar Hermann er að fjallaferð- um, skíðaæfingum eða öðrum iþróttaiðkunum með nemendum sínum, er hann jafnaldri þeirra og nýtur óskiptrar hylli af því að hann er jafnframt afbragðs kenn- ari og stjórnari og góður félagi í þessa orðs beztu merkingu. Þessir eiginleikar Hermanns, samfara óvenjulegum röskleika og bjart- sýni, þótt við erfiðleika sé að etja, hafa löngu skipað honum á bekk með fremstu æskulýðsleið- togum þjóðarinnar. Nemendur hans í skóla og utan skóla minn- ast hans jafnan með ást og virð- ingu. Hermann hefur, auk þess að vera aðalíþróttakennari Mennta- skólans um langt árabil, verið einn af forustumönnum skíðaíþróttar- innar á Islandi, þar sem eldlegur áhugi hans, ósérplægni og ágæt skipulagsgáfa hefir orðið til þess að efla þessa góðu og hollu íþrótt meðal alls æskufólks, er komizt hefur i snertingu við hann. I öðrum félagsskap hefur Her- mann verið ágætur starfsmaður, svo sem í söngfþlaginu Geysi, og fleiri félögum hér í bæ. A sunnu- daginn var mjög gestkvæmt á hinu ágæta heimili þeirra hjóna, frú Þórhildar Steingrímsdóttur og Her- manns, og mikill fjöldi af kveðjum barst hvaðanæfa af landinu. Hermann Stefánsson er fædd- ur að Miðgörðum í Grenivík, son- ur Stefáns útvegsbónda Stefáns- sonar og Guðrúnar Kristjánsdótt- ur, konu hans. Hann varð gagn- fræðingur frá Akureyrarskóla, stundaði síðan íþróttanám í Dan- mörk um tveggja ára skeið og hefur oft síðan farið erlendis til frekara náms eða sem leiðsögumað ur ferðamannahópa. Hann varð íþróttakennari við Menntaskólann hér 1929 og hefur gegnt því starfi I síðan. xB-LISTINN

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.